Þjóðviljinn - 16.03.1963, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Qupperneq 9
Laugardagur 16. marz ÞJÓÐVILJINN visan hádegishitinn skipin ★ Klukkan 14 árdegis í gær var austan og suðaustan átt á landinu, víða skúrir og 7 til 10 stiga hiti sunnanlands, en 3 til 5 stiga hiti og úrkomu- laust fyrir norðan. Alldjúp lægð fyrir sunnan og suðvestan land þokasf norðvestur. til minnis ★ f dag er laugardagur 16. marz. Gvendardagur. Árdegis- háflæði kl. 8.48. 21. vika vetr- ar. ★ Næturvörzlu vikuna 16. marz til 23. marz annast Laugavegsapótek. Sími 24048. ★ Næturvörzlu í Hafnarfirði vikuna 16.—23. marz ann- ast Eiríkur Björnsson, læknir, Sími 50235. ★ Slysavarðstofan f heilsu- vemdarstöðinni er opin allan sólarhringinn. næturlæknir á sama stað klukkan 18-8. Simi 15030. ★ Slökkviliðið og sjúkrabif- reiðin simi 11100. ★ Lögreglan sími 11166. ★ Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9-19. laugardaga klukkan 9- 16 og sunnudaga klukkan 13- 16. ★ Sjúkrabifreiðin Hafnarfirði sími 51336. ★ Kópavogsapótek er opið alla virka daga klukkan 9.15-20. laugardaga klukkan 9.15-16. sunnudaga kl. 13-16. ★ Neyðarlæknir vakt alla daga nema taugardaga kl. 13—17 Simi 11510 ★ Jöklar. Drangajðkuli 'fer frá Reykjavfk í dag til Norð- urlandshafna. Langjökull fer frá Murmansk í dag' óleiðis til íslands. Vatnájökull er i Rotterdam fer þaðan til Lon- don og Reykjavíkur. ★ Skipadeild SfS. Hvassafell er í Reykjavík. Al-harféll er í Middlesbough. Jökúlfeil fór 11. þ.m. frá Glauéester áleiðis til Reykjavíkur. Dísárfell er í. Reykjavík. Litlafell er vænt- anlegt til Frakklands 18. þ.rr. frá Keflavík. Holgáfol! er væntanlegt til Reyðarfjarðar 17. þ.m. frá Antwerpen. . HamEaXcii,. fúr.. 5..þ.m.,.• trá . Hafnarfirði áléiðis til Batumi. Stapafell er væntanlegt til R- víkur í dag frá Norðurlands- höfnum. ★ Eimskipafélag íslands. Brú- arfoss fór frá Reykjavík 13. þ. m. til Rotterdam og Hamþorg- ar. Dettifoss fer frá N.Y. 20. þ.m. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Gautaþorg í gær til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Gautaborg í gær tij Reykja- víkur. Goðafoss fer frá N.Y. 19. þ.m. til Reykjavíkur. Gull- foss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fer frá Reykjavík á hádegi í dag til Ólafsfjarðar. Dalvíkur, Siglufjarðar og Ak- ureyrar ög þaðan til Ventspils. Mánafoss fór frá Seyðisfirði 14. þ.m. til Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá Antwerpen í dag til Hull og Reykjavíkur. Selfoss fer frá Dublin i dag til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Keflavík í gærkvöld ti! Vestmannaeyja og Reykjavík- ur. Tungufoss fór frá Gauta- borg í gær til austur- og norð- urlandshafna. ★ Skipaúfgerð ríklsins. Hekla fór frá Reykjavík í gærkvöld austur um land í hringferð Esja er í Reykjavík. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl 21.00 í kvöld til Reykjavíkur Þyrill er væntanlegur til R- víkur í dag frá Akureyri. Skjaldbreið er í Reykjavík. Hérðúbreið fer fré Reykjavík í dag austur um land í hring- ferð. flugið ★ Miililandaflug flugfélags Islands. Skýfaxi fer til Berg- en, Osló og Kaupmannahafnar kl. 10.00 í, dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 16,30 á morgun. Innaniandsflug: í c|ag cr áætlað að fljúga til " Akúreýrár (2 ferðir), Húsa- vikur, Egilsstaða, Vestmanna- eyja og Isafjarðar. Á morgun cr áætláð að fljúga til Akur- eyrar ög Vestmannaeyja. ★ Loftleiðir. Þorfinnur karls- efni er væntanlegur frá N. Y. klukkan 6. Fer til Lúxemborg- ar kl. 7.3Ó. Kemur til baka frá Lúxemborg kl. 24. Fer til N. Y. kl. 1.36. Leifur Eiríks- son er væntanlegur frá Ham- borg, K-höfn, Gautaborg og Osló kl. 23.00. Fer til N. Y. klukkan 00.30. glettan Ekki get ég sagt hann treysti mér. I fyrsta ástarbréfinu gef- ur hann upp hcimilisfang lög- fræðings síns. ★ Nú er Hagalín farinn að skrifa langhunda í Moggann um langhunda Matthíasar J j- hannessen úr. Mogganum. Mikið vasast Matthias, Moggann dasar allt hans þras, síðan hvín í Hagalín hól og mas um þctta fjas. Kári. messur ★ Dómkirkjan. Kl. 11 messa. Séra Hjalti Guðmundsson. KI. 5 messa. Séra Óskar J. Þor- láksson. Kl. 11 barnasamkoma í Tjamarbæ. Séra Óskar J. Þorláksson. ★ Laugameskirkja. Messa kl. 2 e.h. Bamaguðsþjónusta kl. 10.15 f.h. Séra Magnús Run- ólfsson. ★ Langholtsprestakall. Bama- guðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Árelíus Níeisson. ★ Hallgrímskirkja. Bama- guðsþjónusta kl. 10. Messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Ámason Síðdegismessa fellur niður. ★ Kópavogskirkja. Messa kl. 2. Bamaguðsþjónusta í félags- heimilinu kl. 10.30 f.h. Séra Gunnar Ámason. ★ Aðventkirkja. Kl. 5 flytur Júlíus Guðmundsson erindi sem nefnist: Lífið eftir þetta líf. Jón Jönsson og Garðar Cortes syngja tvísöng. ★ Kirkja Óháða safnaðarins. Bamasamkoma kl. 1030 ár- degis. Messa kl. 2 síðdegis. Séra Emil Bjömsson. ★ Frikirkjan. Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. ★ Háteigssókn. Messa í há- tíðasal Sjómannaskólans kl 2. Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson prédikar. Barnasam- koma kl. 10.30. Séra Jón Þor- varðsson. úlvarpið 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.40 Vikan framundan. 16.30 Danskennsla. 17.00 Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hailgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna „Bondola kasa“ eftir Þorstein Erlingsson. 18.30 Tómstundaþáttur bama og unglinga. 20.00 Tónleikar í útvarpssal: Karel Sneberger próf- essor frá Prag og Ámi Kristjánsson leika saman á fiðlu og píanó. 20.20 Leikrit: „Franziska“ eft- ir Alix du Frénes, í þýð- ingu Gissurar Erlings- sonar. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.10 Passíusálmur (30). 22.20 DanslÖg, þ.á.m. syngur norski dægurlagasöngv- arinn Barry Lee með TT-triÓinu. 24.00 Dágskrárlok. * Þórður hefur séð að skipið er í mikilli hættu. Og hann hikar .ekki andartak. Þegar skip er í neyð stend- ur enginn skipstjóri aðgerðarlaus hjá. Fulla ferð áfram, skipar hann. Hann skipar einnig svo fyrir að reynt skuli að krækja í akkerisfesti hins skipsins. Allir vita að þetta er mjög. erfitt viöureignar en hér er þetta eina leiðin til bjargar, Það verður að reyna. SlÐA ★ Vestfirzkt vandamál óút- kljáð. ★ Gísli og Adenáer. ★ Óþolinmæði ungu mann- anna. ★ Bent á hagkvæma lausn. Gamall vestfirzkur garpur og áhugamaður um mál Sjálf stæðisflokksins á Vestfjörðum hringdi til okkar í gær og kvað nú ofarlega á baugi væringar á meðal hinna út- völdu á lista íhaldsins þar. Eru þar ekki færri en fimm kempur og heimta allar þing setu, en stendur nú samt á vilja kjósendanna og hafa for- lögin aðeins úthlutað tveim þingsætum i hlut íhalds- manna og þykir þö sumum of mikið. Eru þar fléiri kallaðir en útvaldir eins og stendur þar. Elli kerling sækir nú að þessum tveim íhaldsþing- mönnum Vestfirðinga og þykja þeir orðnir fótfúnir, Gísli hinn bílddælski og Kjart- an hinn ísfirzki og hefur for- maður flokksins skipað þeim að draga sig til baka. Gísli hinn bíiddælski er aldeilis ekki á sama máli og vitnar nú hvern dag í Adenáer og er hann kominn langleiðina í ní- rætt eins og heímurinn þekk- ir og gamnar sér ennþá við smásteipur á Ítalíu. Gísli er aðeins á áttræðisaldri og full- ur af steinbítshörku gamalla sægarpa og þykir undarlegt. ef hann hefur ekki í fullu tré við þýzka kallangann. Kjartan neitar hinsvegar að hverfa af þingi nema í fylgd með Bíld- dæiingnum. Óþolinmæði ungu mannanna er í ætt við erfingja mikilla auðæfa og þykir seint ganga um brottför úr þessum heimi og heimtar til dæmis Sigurður Bjarnason sendiherraembætti í Osló, ef hann verður ekki i öruggu sæti og Þorvald Garðari, þylcir viðskilnaður sinn við Alþýðuflokkinn til lítils hér um árið, ef hann situr ætíð á jafnsléttu og Matthías Bjamason telur sig auðvitað sjálfkjörinn krón- prins. Hinn vestfirzki garpur okk- ar taldi það viðsjárvert hjá Vestfirðingum að gera upp á milli þessara heiðursmanna og eina ráðið væri að hleypa engum þeirra inn í þingsalina. Góð lausn á viðkvæmu vanda- máli. félagslíf ★ Kvennadeild Slysavama- félagsins f Reykjavík flytur hjartanlegar þakkir til allra þeirra, er styrktu fjársöfnun þeirra á góudag í merkjasölu og kaffisölu. Sömuleiðis þakka slysa- vamakonur alla þá margvís- legu, aðstoð og sjólfboðavinnu, sem þeim var veitt. Alveg sérstaklega senda þær skipshöfnunum á varðskipinu Öðni óg síldarleitarskipinu Guðmundi Péturs hlýjar kveðjur og þakkir fyrir pen- ingasendingu og ámaðaróskir utan af hafi. ★ Kvcnstúdentafélag fslands efnir til kaffisölu og tfzku- sýningar í Lídó sunnudaginn 17. marz, kl. 3. Sýnd verður vor- og sumartízkan frá tízku- verzluninni „Hjá Báru“. For- sala aðgöngumiða verður kl. 3 til 6 e.h. á laugardag í Lidó. söfnin ★ Þjóðminjasafnið og Lista- safn ríkisins eru opin sunnu- daga. briðjudaga. fimmtudaga oe lauaardaga kt 13 30-16. J0 ★ Bókasafn Dagsbrúnar er opið föstudaga kl. 8-10 e.o. laugardaga kl. 4-7 e.h. og sunnudaga kl. 4-7 e.h. ★Bæjarbókasafnið Þingholts- strætí 29A. sími 12308. Út- lánsdeild. Opið kl. 14-22 alla virka daga nema laugardaga kl. 14-19. sunnudaga kl. 17rl9. Lesstofa opin kL 10-22, alla virka daga nema laugardaga kl. 10-19. sunnudaga klukkan 14-19. ★ Ásgrímssafn Bergstaða- stræti 74 er opið sunnudaga. þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30 til 4. ★ Ctibúið Sólheimum 27 er opið alla virka dága. nema laugardaga. frá kl. 16-19. ★ Otibúið Hölmgarði 34. Opið kl. 17-19 alla virka daga nema laugardaga. ★ Ctibúið Hofsvallagötu 16 Opið kl. 17.30-19.30 aUa virka daga nema laugardaga. ★ Tæknibókasafn I M S I ei opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13-19 ★ Listasafn Einars Jónssonai er lokað um óákveðinn lima ★ Þjöðskjalasafniö er opið alla virka daga kl. 10-12 og 14-19 ★ Minjasafn Reykjavíkur Skúlatúni 2 er opið alla daga nema mánudaga klukkan 14- 16. ★ Bókasafn Kópavogs. Otlán þriðjudaga og fimmtudaga í báðum skólunum. ★ Landsbókasafnið. Lestrar- salur opinn alla virka daga kL 10-12, 13-19 og 20-22, nema laugardaga k1. 10-12 og 13-19. Útlán alla virka daga klukkan 13-15. ★Útivist barna. Böm yngri en 12 ára mega vera úti til klukkan 20, böm 12-14 ára til kl. 22. Bömum og unglingum innan 16 ára er óheimilt að- gangur að veitinga- og sölu- stöðum eftSr klukkan 20. fimmtudaga og sunnudaga kL gengið 1 Pund ............... 120.70 1 U.S. dollar ......... 43.06 1 Kanadadollar .... 40.00 100 Dönsk kr. 624.45 100 Norsk kr. .......... 602.89 100 Sænsk lir 829.58 1000 Nýtt f mark .. 1.339,14 1000 Fr. franki ........ 878.64 100 Belg. franki .... 86.50 100 Svissn. franki .. 995.20 1000 Gyllini ......... 1.196,53 100 Tékkn. kr. ......... 598.00 100 V-þýzkt mark 1.076.18 1000 Lírar .............. 69.38 100 Austrr. sch........166.88 100 Peseti .............. 71.80 Krossgáfa Þjóðviljans 1 vindur 3 stafur 6 þröng 8 upphr. 9 bjórstofa 10 frumefni 12 verkfæri 13 spyr 14 eins 15 frumefni 16 vín 17 pest. Lóðrétt: 1 hús 2 hávaði 4 grúa 5 köttur gerir það 7 skín 11 líkamhl. 15 lík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.