Þjóðviljinn - 16.03.1963, Side 10

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Side 10
JQ SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Laugardagur 16. mara GWEN BRISTOW: r l HAMINGJU LEIT hann hélt á í stóra hramminum eins og spjóti. Þegar hann var búinn með kjúklinginn og vín- flösku með honum, fór hann að taka utanaf appelsinum — börkinn lagði hann ofaná beina- hrúguna. Endaþótt hann no.taði hvorki hníf né gaffal, borðaði hann mjög snyrtilega. En hann borð- aði og drakk meira en soltn- asti kaupmaður. Hann skamm- aðist sín ekkert fyrir það. Þeg- ar hann var búinn með þriðju appelsínuna og var búinn að birgja sig upp af tortillum, tók hann eftir því að Garnet horfði á hann. Hún skammaðist sín fyrir að hafa starað á hann. en hann fór ekki vitund bjá sér. Hann brosti eins og engill: — Þetta er gott. sagði hann við hana. — Já — mjög gott, sagði Garnet. Hún var næstum upp- gefin þegar. hún skar bita af kjötsneið sinni og tók það á gaffalinn. Hinir karlmennirnir hlógu að undrun hennar. En Nikolai hélt bara áfram að borða. Loks kom stúlka með skál HárqreiSsIcm P E R M A. Garðsenda 21, sími 33068. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrlistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11. simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. með vatni í. Hann brosti til hennar og sagði að hún værri falleg. Hann þvoði sér um hendurnar, tók klútinn af háls- inum til að þurrka sér og stakk klútnum síðan í vasann. Þegar hann var búinn að þessu tœmdi hann flöskuna. Garnet kom ekki lengur tölu á flöskurnar. Siðan brosti hann til allra við borð- ið. Hann var mjög ánægður. Þegar þau voru búin að borða, fór risinn burt í fylgd með John. Florinda starði á eftir breiðu, silkiklæddu bakinu. — Heyrðu mig. Oliver, borð- ar hann alltaf svona? spupði hún. — Já, sagði Oliver. — Svona mikið og á þennan sama hátt? spurði Florinda. — Alltaf. — Mér finnst hann alveg dá- samlegur, sagði Florinda. Hún gekk til Penrose sem flatmagaði í grasinu ásamt hin- um mönnunum. Oliver fór burt til að fylgjast með meðhöndlun varningsins og Gamet fór inn. Hún stanzaði við dymar og leit í kringum sig. Það var farið að skyggja og kólna í lofti. Karlmennjrnir lágu i hópum í grasinu hér og þar, létu flösk- umar ganga á milli sín og töl- uðu um hve gott væri að vera hér. Öðru hverju gelti hundur og hesfamir hneggjuðu þar sem þeir stóðu á beit. f austri var fjallaþyrpingin sem lestin hafði klöngrazt yfir til að kom- ast til Californíu. Þetta var undarlegur staður, hugsaðj hún. svona fjarlægur og torsóttur. Annars vegar var stærsta úthaf heims og' hins vegar víðáttumikil auðn og fjalllendi, næstum ókannað. Hún velti fyrir sér hve langt liði áður en einhver yrði til að leggja undir sig þetta villta land og hver fengi það til end- anlegrar eignar. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. ii 3 . 22997 • Grettisgötu 62 OHver sagði að þau ættu að dveljast þarna °g hvíla sig í átta eða tíu daga áður en þau héldu áfram. Eftir því sem dag- arnir liðu, komst Gamet að raun um, að ranehóið var mjög skemmtilegur staður. Don Anto- nio Costilla átti feikna mikið land og þúsundir kúa og tarfa voru á beit í hlíðunum. Áður hafði trú- boðsstöð átt landið. Þegar Mexico komst undan yfirráðum Spán- verja. var jörðum trúboðsstöðv- anna skipt upp og í nokkur ár hafði stjómin nú afhent ein- staklingum jarðir. Það voru margar uppsprett- ur á fjöllum Don Antonios og þær urðu að ám. Ámar voru vatnslitlar þessa stundina, því að ekki hafði rignt í meira en missiri, en þó var nægilegt vatn til að vökva í smáum stíl. Engin handan við vökvuðu stað- ina vom glerhörð eins og múr- steinninn í húsunum. Umhverfis þessa reiti voru fáin tré. Syka- moretrén voru lauflaus, en við ána vom fáeinar eikur, sem vom grænar allt árið. og appelsínu-, sítrónu- og olífutré sem Spán- verjarnir höfðu gróðursett fyr- ir löngu. Þessi tré voru einnig sígræn, en þau voru þakin ryki. Inni í húsunum var notalegt og vistlegt. Kaupmennirnir fengu gistingu inni við en að- stoðarmennirnir sváfu úti og lágu á söðlunum. Penrose og Florinda höfðu herbergi í einu af smáhýsunum um’hverfis aðal- húsið. Stéttaskiptingin var mjög mikil í Californíu og Penrose sem átti hvorki ranchó né naut- gripi, var engan veginn eins mikils metinn maður og Oliver. Það hvarflaði ekki að Don Antonio að krefjast greiðslu. Matur og drykkur var öllum heimill á hvaða búgarði sem var í Californíu og gestur sem bauð borgun fyrir gestrisni móðgaði gestgjafa sinn. Kaup- mennimir sýndu þakklætj sitt með því að gefa Don Antonío gjafir — úllarteppi frá Santa Fe eða bandaríska minjagrjpi sem keyptir voru hjá Missouri- kaupmönnunum handa konu hans og dætrum. Þjónustustúlkurnar ejduðu mat og þvoðu þvott en karl- mennirnir höfðu ósköp lítjð að gera nema á rodeo-timanum. Þeir léku á gítar og sungu með- an kaupmennirnir dönsuðu við þjónustustúlkumar og döðruðu við þær, og Don Antonio reið um eign sína. hló og sagði. að sitt heimili væri þeirra heim- ili, meðan þeir vildu heiðra hann með návist sinni. Öðru hverju sást konan hans, feitlag- in, lagleg kona sem reið virðu- legu hrossi með silfurbúnum reiðtygjum. Þegar hún birtist spruttu allir karlmennimir á fætur Qg hneigðu sig djúpt. Don Antonio átti fjóra syni sem riðu vökrum gæðingum. En kaup- mennirnir sáu ungu dætumar aldrei. Bakvið aðalbygginguna var afgirtur garður. Þar sem dæturnar þrjár gátu fengið sér ferskt loft, en þær sýndu sig aldrei. í Californíu máttu gift- ar konur hreyfa sig að vild. en dæturnar í fínum fjölskyldum voru einangraðar. Garnet spurði, hvemig þær gætu ákveðið, hverjum þær vildu giftast og Oliver svaraði að þær gerðu það ekki. Foreldramir veidu eiginmanninn. — Hamingjan góða, sagði Gamet og hugs- aði með skeifingu til þess, að hefði slíkt verið siðvenja í New York. þá hefðu foreldrar hennar trúlega valið Henry Treilen. Þegar vika hafði iiðið við það eltt að borða og sofa, var Garn- et alveg búin að jafna sig.. En Florinda var enn mjög mögur og tekin. Eyðimörkin hafði ver- ið henni dýrari en svo. að hún næði sér á einni viku. Þó stað- hæfði hún, sér liði miklu betur, en útlit hennar benti ekki til þess. Garnet fann ennþá til í hand- leggnum, en hún hafði engar áhyggjur af því. Texas fyigdist með sárinu. — Það verður ör eftir þetta, frú, sagði hann einn daginn þegar hann stöðvaði hana eftir matinn til að spyrja um hvemig sárið hefðist við. — En þér getið verið hreykin af því öri. John gekk framhjá þeim á leið til hrossaréttarinnar. Hann dokaði við, brosti og sagði: „Og hann mun sýna örin og , segja hreykinn frá Ég sár þau hlaut á Crispin- dag, ójá.“ — Hver hefur sagt þetfa? spurði Garnet. — Shakespeare? — Hann hefur sagt næstum hvað sem er, svaraði John. Garnet brosti. John mátti j svo sem stríða hennj, en þrátt | fyrir það yrði hún montin af þessu öri þegar hún kæmi aft-1 ur til New York. Hún var fegin ! því að það var á handleggnum : en ekki á neinum stað sem ekki mátti nefna. Texas hló vinsam- iega. Það var vaxandi vínlykt af honum. Þegar hann var kom- inn á leiðarenda, forðaðist hann ekki flöskuna lengur. Allir karl- mennimir höfðu drukkið. En hún gæti aldrei orðið hrædd við svo elskulegan mann sem Tex- as. John renndi augunum yfir sléttgreitt hár hennar og hrein- an bómullarkjólinn. Hann virtist ánægður með útlitsbreytingu SKOTTA Þuriið þíð nú endilega sitja þama og hlusta á mig? Hvemig á ég nú að kvaka við gæjann minn í símann? NsN. H N**'* of ^OKKAft MANWH j Allt i einu hrökk húsmóðir- in í Sæbjörgu við: „Það er hvorki sængurver né lak á rúminu þínu.“ Ég sagðist hafa háttað ofan í það eins Qg það var. Hún spratt á fætur og fór inn tfl þess að búa um rúmið. Ég fékk mér í þriðja bollann og drakk. Hún kom ekki aftur. Þá reis ég á fætur og leit inn í herbergið. Liggur hún þá ekki steinsofandi ofan á verlausri sænginni, þessi þrifna kona! Hafði ekki einu sinni farið úr skónum. Ég tók af henni skóna, en hún svaf jafn fast. Þá kippti ég í sængina og breiddi ofan á hana. Hún spfnaði enn fast- ar við það. Þreyta mín sagði líka til sín, og mér fannst ég ekki geta vakað stundinni lengur. Þegar ég fór fram, til að slökkva Ijósin, datt mér í hug. að við yrðum líklega vakin eldsnemma með einhverjum þarflausum hringingum. Þreyttur maður hef- ur hvorki fulla dómgreind né viljaþrek, segja þeir. Ég.stakk bréfi undir bjöllukólfinn og tók símann úr sambandi. Þannig gerðist ég sekur um það sem á eftir fór. Hróðugur flýtti ég mér inn, afklæddi mig og skreið undir sængina með hvíta verinu. D Z o - f/Í ur ( cá \ D Z 1 < (Náðugi Iesandi, ég lofaði bér viðbjóðslegri nóft. Fyrirgefðu, hvað ég dró þig lengi á hroll- vekju minni. Þú skalt ekki reyna að botna söguna. At- burðir þessarar nætur eru sér- stæðir í rúmi og tíma. Þú gizkar á, að einhver morgun- hani hafi hringt dyrabjöllunni. Ekki get ég hrósað þér fyrir það, ég gaf það í skyn áðan. En þú veizt ekki, hvað af ó- virkri dyrabjöllu getur hlot- izt). Ég heyrðj öðru hverju gegnum svefninn. að barið var á gang- hurðina. En allar dyr íbúðarinn- ar voru lokaðar, svo að þetta truflaði mig lítið. Nátttjaldið huldi gluggann. Það var dimmt. Kpnan svaf fast eftir — Guð veit hve miklar andvökur yfir bókum, að við bættri allri skelf- ingunni i eldhúsinu. Ég losaði um hálsmál og skyrtulíningar, velti mér um hrygg og sofnaði enn fastar eftir fyrstu höggin. Hinum vissi ég lítið af. Hrekk upp og glaðvakna! Hræddur! Veit ekki við hvað! Hræðslan sjál.f veldur mér lam- andi áhyggju. Hví vakna ég hræddur? Andartaki síðar eru skilning- arvitin, sem sumir segja, að séu miklu fleiri en fimm, tekin till starfa. óskeikul ejns og gott sigurverk. Það er mannamál ut- an við gluggann. Glugga á þriðju hæð! Þung, óregluleg högg á vegg. Siðan barið i gluggann og kallað: ,.Er einhver inni?“ Hræðileg, skrækhás rödd. Eldur! hugsa ég. Nei, þá væri brunalið Ég þýt að glugganum og þeyti tjaldinu upp. Dagsbirt- an skellur yfir herbergið. Konan rekur upp hljóð og sprettur upp undan verlausri sænginni, úfin og grett í rauðum kjól, Ég stóð úti við gluggann and- spænis hræðilegri sjón. (Fyrirgefðu, lesandi minn, meðan ég þreifa um augna. lokin á mér. Þau eru hólgin, og mig svíður í skurðinn undir kjálkabarðinu. Ég hef hnykkt fil hausnum í þessu fáti. Og þá segir saumurinn til sín). Ég sé svo sem hvað úti er, þó að augun í mér séu sokkin: Maður utan við rúðuna, úfinn, skeggjaður. gnístandi tönnum Við glugga á þriðju hæð. Stigi Margt fójk við stigann. Bruna- boðinn á húshorninu hinum kall. Vitleysa, góði maður, ég skal kaupa hann á hundrað kall. Ég nenni þessu ekki lengur. Þú færð hann fyrir hundrað tuttugu og fimm. Ef þú læt- ur tvo lista fylgja með, Guð- mundur minn, þá segjum við það. Ég fer á hausinn og það er eins og þessi gamli þjarkari sé að eignast fyrsta hundrað- kallinn. megin við götuna óbrotinn. Eld- ur er það ekki Maðurinn fælist um leið og hann sér mig, ætlar að fikra sig aftur á bak njður, lendir milli rimlanna og dettur milli húss og stiga. Ég þeyti opnum glugganum og halla mér út. Fólkið horfir á mig eins og vitstola. Stigamað- urinn liggur endilangur við vegginn, kallar einhver óstill- ingarorð, sárkvalinn. Tveir menn þjóta til hans og ætla að kippa honum á fætur. „Látið þið manninn liggja, asn- arnir ykkar,“ öskra ég. „Eruð þið vitlausir? Hringið þið strax á Slysavarðstofuna.“ Þá er tekið í handlagginn á mér. Sæbjörg stendur þama, úfin og hrelld. „Það er von. að fólkið sé hrætt við þig. Voðalegt er að sjá þjg. Friðþjófur. Þú ert verri en í gær.“ „Hvað er ókunnugt fólk að klifra upp á þriðju hæð um hánótt til að sjá mig, ef það brjálast af að sjá sárabindi?“ „Það er nú meira en það. Þú ert eldrauður kringum aug- un.“ „Já, en hvað vilja þessir hálf- v.itar hingað? Ekki er kviknað í. Ekkert brunalið.“ Strikaðu yfir stóru orðin, Friðþjófur minn, og spurðu fólk- ið hæversklega, hvað það vilji." Ekki stóð á mér: „Hvern fjandann viljið þið?“ kallaði ég út. „Hann er alveg óður,“ sagði einhver kona hátt. „Óiiei, ég er bar.a dauður,“ öskraði ég. „Og hvaða stefni- vargur er þetta eiginlega?" Nokkrar konur tóku til íót- anna. Tvær komu þó fyrir hús- hornið aftur. En karlmenn gerðu sig líklega til að hreyfa hinn slasaða. „Látið þið manninn vera. Gegnið þið mér,“ sagði ég hátt Qg lagði í röddina þann mynd- uglei.k og æðruleysi, sem tíðkast til sjós. Þá var eins og skvett væri köllu vatni á reiða ketti- Fólkið fór að tala saman og kenna hvað öðru um eitthvað. Múgsálin datt sundúr. eins, og illa hnoðað deig, og eftir varð sundurlaust sálnahröngl. Hver var á móti öðrum, eins og geng- ur. Högg. ískrandi hljóð Gang- hurðinni hrundið upp. Herberg- Bifvéla- og rafvélavirkjar eða menn vanir bifvélaviðgerðum, óskast. — Hafið samband við verkstjórann. F O R D — þjónustan SVEINN EGILSSON H.F. Laugavcgi 105. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.