Þjóðviljinn - 16.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Blaðsíða 12
' Blikandi rýfingar á Skólavörðu* stíg 19 1 gærkvöld á sjöunda tímanum var brotízt inn í skrifstofa Goðaborgar á Freyjagötu 1, en það er , þekkt skotfæraverzlun hér í bæ. Rúða var brotín í útidyrum og komst maður- inn þannig óhindraður inn . í húsið. Þarna sá hann meðai armars tvo langa rýtínga og leizt vopnin bit- urleg og hljóp að svo komnn leiðar sinnar með rýtíngana blikandi í báðum hðndum. Krafcfcar sem voru þarna nærstödd sáu til ferða marmsins og gerðu aðvart og fcom Kgreglan á vett- vang. JTMði maðurinn und- an hermi inn í forstofugang Þjótfvfljans á Skólavörðu- stígf 19 og sóttí lögreglan þar að þessum vopnaða berserM í hýbýlum vorum og tókst að afvopna hann efttr skamma hríð og smnHxt handjárnin skömmu síðar. Hann var fluttur í fangageymsiuna í Síðumúla og Ikom f Ijós, að þetta var vistmaður á Kleppi sem hafðl sloppið út í gær og brugðið svo illa á leik. Eins og sést á útkomu blaðsins í dag sluppu aliir lifandi og tirðu ekki spjöll í húsakynnum vorum. Annar sjúklingur á Kleppi fékk bæjarleyfi í gær og fór til þess að kaupa bækur og hitti kunn- ingja sinn og brugðu þeir sér á Röðul og drukku fram eftír kvöldi og var hann kominn heim heilu og höldnu skömmu fyrir mið- nætti. * Nína Tryggva dóttir Nína Tryggvadóttir list- málari er fimmtug í dag. Hún er fædd og uppalin á Seyðisfirði, en stundaði list- nám við Konunglega lista- háskólann í Kaupmanna- höfn á árunum 1935—'39, og eftir það dvaldizt hún í París um skeið. Hún fór aftur utan til framhalds- náms í New York 1943. Auk sýninga á verkum sínum hér heima, "hefur Nína Tryggvadóttir haldið sýningar í New York, Par- ís, Briissel, Kaupmanna- höfn og víðar og hvarvetna vakið míkla og verðskuld- aða athygli. Nína er gift Bandaríkja- manni og hefur um árbil verið búsett erlendis fyrst í París, en nú í Banda- ríkjunum. Fjölsott og skemmtiieg ' n* Rabfaal við dr. Carlo Schmid um EBE, háskóla og fleira Arshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur og Æskulýðsfylking- arinnar í fyrrakvöld tókst mjög vel. Hátíðin var haldin að Hótel Borg og var fjölsótt og skemmti- leg. I upphafi skemmtunarinn- ar flutti formaður Sósíalista- félagsins Páll Bergþórsson veð- urfræðingur stutt ávarp, en síð- an hófust skemmtiaíriði: Jón Sig- urbjörnsson söng einsöng, Karl Guðmundsson fór með gaman- þátt og Ingibjörg Haraldsdóttir las úr Óljóðum Jóhannesar úr Kötlum. Voru skemmtikraftarnir klappaðir fram hvað eftir ann að. Að lokum var stiginn dans af fjörí fram á nótt. Dr. Carlo Schmid, prófess or við háskólann í Frank- furt am-Miain, hefur verið hér undanfarið í boði há- skólans. Hann hélt fyrir- lestur um það fyrirbæri sem hann kallaði „Evrópu- manninn" og krufði það til mergjar eins og góðum og gegnum háskólamanni þýzk- um sæmir. í gær spjallaði hann við blaðamenn yfir morgunkaffinu, kom þá víða við, hafði skilið prófessor- inn eftir á herbergi sínu, en brugðið yfir sig gervi hins vinsæla stjórnmálamanns. Prófessor Schmid er nefnilega lí'ka stjórnmálamaður, skraut- fjöður í hatti sósíaldemókrata á þinginu í Bonn og varaforseti iþess. Hann er ákaflega viðfelld- inn maður, þéttur á velli eins og vera ber af suðurþýzkum manni en leggur áherzlu á að hann sé ekki Bæjari, heldur Wíirttembergari. Fæddur er hann hins vegar í Frakklandi, árið 1896, lögfræð- ingur að mennt, varð dósent í lögum við háskólann í Tiibing- en árið 1929, prófessor i opin- berum rétti 1945, en í svonefnd- um stjórnvísindum við háskól- ann í Frankfurt-am-Main síðan 1953. í æviágripi hans í upp- sláttarritum er aftur á móti hlaupið yfir íítmabilið 1933— 1945 og á hann að því leyti sammerkt við marga landa sína. Hingað til lands kom hann fyrst unglingur árið 1912. Fyrir nokkrum árum hélt hann hér fyrirlestur um Macchiavelli á vegum háskólans, en hefur síð- an tengzt íslandi ¦ þeim böndum, að dóttir hans giftist íslenzkum manni. Stjórnmálaflokkar svíkja alltaf Margt bar á góma yfir kaffi- bollunum í gærmorgun, en eink- um var mönnum tíðrætt um Efnahagsbandalag Evrópu. Próf- essor Schmid var mjög bjart- sýnn á framtíð bess, taldi líka vafalaust að Bretar myndu verða aðilar að því fyrr eða síðar og svaraði þvlí til, þegar hann var spurður hvort ekki myndu minnka líkur á aðild Breta við valdatöku Verkamannaflokksins í Bretlandi, að ekkert væri að marka afstöðu stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu; þeir væru vanir að snúa við blaðinu þegar þeir kæmu í stjórn. Honum myndi hins vegar þykja mjög leitt ef Verkamannaflokkurinn héldi fast við yfirlýsta stefnu sína í þessum málum, enda myndi þá fara lítið fyrir sósíal- istískum hugsunarhætti í þeim flokki. Svo mælti dr. Schmid. Rómarsamningurinn Hann vildi gera sem minnst úr ákvæðum Rómarsamningsins, taldi að þeim mætti hagræða að vild eftir breyttum aðstæðum, en varð svarafátt þegar hann var spurður með hvaða hætti það gæti orðið. Engu vildi hann svara þeirri spurningu sem lögð var fyrir hann hvort hann teldi að hættulegt væri fyrir smáþjóð eins og ísiendinga að gerast að- ili að bandalaginu vegna þess á- kvæðis Rómarsáttmálans sem heimilar frjálsan flutning vinnu- afls milli aðildarríkjanna. Bar fyrir sig þekkingarleysi á ís- lenzkum aðstæðum. Háskólar Vikið var að háskólum í Vest- ur-Þýzkalandi og sagði prófessor Schmid að stúdentum hefði fiölgað svo mikið á síðustu ár- um, að þeir hefðu löngu sprengt af sér húsrými skólanna. Nefndi siem dæmi að þegar hann hefði stundað nám við háskólann í Túbingen á þriðja áratugi ald- arinnar, hefðu verið þar 2.000 stúdentar, en nú væru þeir Framhald á 2. síðu. ^- ififtiíSÍ:':-;: .«:í.í::f:Mií:fí:í;SSgSSSí Silfurþorskur- inn afhentur Brezkir togareigendur veita sem kunnugt er aflahæsta skípstjór- anum ár hvert sérstök verðlaun fyrir frammistöðuna. Að þessu sinni bar ilíll Brettell skipstjóri á Somerset Maugham sigur úr býtum. Hann veiddi 2956,3 tonn á 351 úthaldsdegi. Gdward Heath afhenti Brettell Silfurþorskinn í hófi sem haldíð var f London í tilefní verðlaunaveitingarinnar. Heath er til hægri á efni myndinni, en Brettell ti vinstri, en í miðið er eigandi togarans. Neðir mynd- in er af togaranum. Raunaleg endalok mikils fyrirtækis ÍSAFIRÐI í gær — í dag fór fram uppboð í Templarahúsinu á eftir- hreytum úr þroíabúi ís- firðings h.f. og mættu á staðnum ýmsirfjármála- jöfrar staðarins. Seld voru hlutabréf úr ýmsum fyrirtækjum, útisíandandi skuldir og umbúðir um hraðfrystan fisk. • Fyrst átti að bjóða upp hluta- bréf að nafnverði kr. 10.000.00 ( Fiskiðjusamlagi útvegsmanna, en var dregið til baka á slðustu stundu vegna formgalla. Næst fengu menn að líta hluta- bréf í Hraðfrystistöðinni h.f., sem var dótturfyrirtæki Isfirðings á sínum tíma og átti þrjátíu og fimm þúsund krónur af fjörutiu þúsund króna hlutafé og voru þessi hlutabréf seld í fimm siö þúsund króna hlutum og fór allt saman á kr. 145.000.00 og keypti einn og sami maður að nafni Þórður Júlíusson er starfrækir fiskverkun á staðnum. Næst fengu menn að líta hluta- bréf í útgerðarfélaginu Kögur h.f. er gerir hér út einn bát, sem heitir Straumnes. Framkvæmda- stjóri fyrir þessu fyrirtæki ei Matthías Bjarnason. Hlutabréf eru samtals upp á kr. 600.000.00 í þessum bát og átti Isfirðingur tíu hlutabréf að verðmæti kr. 100.000.00. Matthías Bjarnason hlaut kr. 60.000.00 á Framhald á 2. síðu. Laugardagur 16. marz 1963 — 28. — árgangur — 63. tölublað. Hafin framleiðsla á nýju gólf f lísalími Tveir veggfóðrarar hér í borg, Sæmundur Kr. Jónsson og Einar Þorvarðsson hafa hafið tram- leiðslu á lími sem þykir henta sérlega vel undir gólfflísar. Þeir Sæmundur og Einar hóf'j fyrir nokkrum árum tilraunir með framleiðslu þessa en byrjuðu fyrir einu ári að framleiða það til sölu. Sjálfir hafa þeir notað lím þetta eingöngu um tveggja íra skeið, m.a. til að líma flísar á gólfinu í Hafnarbúðum og í landssímahúsið í Kópavogi svo dæmi séu nefnd. Lím þetta telja þeir hafa þann kost, að það hefur ekki í för með sér neina hættulega eða óþægi- lega uppgufun fyrir þá sem vinna við notkun þess. Auk þess er það ódýrara en innfluttar teg- undir. Kostar eins lítra dós kr. 40.00. Hafa þeir félagar selt þó nokkuð magn af lími út á land og hefur það þótt gefast vel. Hins vegar hafa veggfóðrarar hér i Reykjavík ekki gefið þessari ný- ung mikinn gaum hingað til. TimarítiBleMúsmál hetur göngu sína ÍJÍgáia er að hefjast á nýju tímariti sem ætlað er að fjalla um leiklist og aðrar túlkandi Hst- ir og nefnist það Léikhúsmál. Haraldur Björnsson gaf út tímarit með sama nafni á árun- um 1940—'50, og náði það vin- sældum og töluverðri útbreiðslu, en Haraldur neyddist til að hætta útgáfunni er hann var ráð- inn fastur Ieikari við Þjóðleik- húsið. En nafnið hefur hann gef- ið hinum nýju útgefendum og lagt yfir þá og ritið blessun sfna í ávarpi sem hann skrifar f fyrsta.hefti þess. Útgefendur eru nokkrir ungir áhugamenn — í ritstjórn eru Ölafur Mixa, Odd- ur Björnsson og Þorleifur Hauks- son, framkvæmdastjórar Gísli Alfreðsson og Klemenz Jónsson, ljósmyndari er Andrés Kolbeins- son, um auglýsingar og upp- setningu sér Garðar Gíslason. Ritstjórnarmenn höfðu áhyggj- ur af því, að þessu riti yrði ekki ruglað saman við tímaritið Leik- ritið sem gefið er út af Banda- lagi íslenzkra leikfélaga, en það starfar á öðrum grundvelli en Leikhúsmál. Fyrsta hefti tímaritsins kemur í hókaverzlanir á mánudag. Það hefur verið mjög vandað til þess, það er prýtt mörgum myndum, uppsetning er skemmtileg. Tíma- ritið mun koma út átta sinnum á ári og verður leitast við að bregðast skjótt við öllu sem er efst á baugi á hverjum tíma. Það birtir leiklistargagnrýni og sjá þeir einkum um hana þeir Oddur Björnsson og Ölafur Mixa og þar að aúki gagnrýni um gagnrýni, sem er fremur sjaldgæft i f-s- lenzkum tímaritum. 1 hverju hefti verður birt eitt stutt leik- rit, eða hálf leikrit af fullri lengd — þannig er t.d. gert ráð fyrir því að í næsta hefti birt- ist fyrri hluti Eðlisfræðinganna eftir Durrenmatt. Þá verða í blaðinu viðtöl — í næsta hefti verður til dæmis ítarlegt viðtal við Lárus Ingólfsson, þess má og geta að Haraldur Björnsson hefur lofað að birta í ritinu kafla úr endurminningum. Birtar verða fréttir og umsagnir um leiksýn- ingar úti á landi, og verður sá þáttur f framtíðinni sýnu ýtap- legri en í þessu fyrsta hefti. Að sjálfsögðu verða einnig sögð er- lend leikhústíðindi, í þýddum greinum og viðtölum, og ætlunin er að hafa samband við unga menntamenn í höfuðborgum álf- unnar um að þeir skrifi frétta- bréf hver frá sinni borg. Ekki verður efni tímaritsins bundið við leikhús ein. Þar er kvikmyndaþáttur og mun Pétur Ólafsson taka hann að sér frá og með næsta hefti. Þar er út- varpsþáttur, þar sem gagnrýnd eru útvarpsleikrit og flutningur þeirra, l.ióðaflutningur o.s.frv. Ennfremur hefur Þorkell Sigur- björnsson tekið að sér að skrifa um tónlist fyrir tímaritið og i bigerð er að í þvi verði einnig jazzþáttur. Tímaritið Leikhúsmál er um 65 bls. í allstóru broti og þar eð það^ á að koma út átta sinnum á ári verður það eitt stærsta tímarit landsins um menningar- mál.. Og á þetta ágæta framtak vafalaust skilið að fá góðar viö- tökur. Arshátíð sóslalista I Kópavogi í kvöld Sigurður Grétar Guðmundsson. 1 kvöld kl. 20 heldur Sósí- alistafélag Kópavogs árshátíð sína í Félagsheimili Kópa- vogs, í stóra salnum upp. Karl Sæmundsson setur hátíð- ina með ræðu en síðan flytur Svandís Skúladóttir ávarp, þá flytur Sigurður Grétar Guð- mundsson skemmtiþátt og Karl Sæmundsson syngur gamanvísur. loks verður Svandís Skúladóttir. skemmtiatriði sem ekki verð- ur lýst nánar hér og að end- ingu stigin dans. Aðgöngumiða að skemmtun- inni hafa Auðunn Jóhannes- son Hlíðarvegi 23, sími 23169 og afgreiðsla Þióðviljans að Týsgötu 3, sími 17500 en viss- ara er að tryggja sér þá strax með morgninum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.