Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 1
Bærinn ákveður Armstrong tíl íslands I glímukeppni fyrir 40 árum Á árunum milli 1922 og 1930 var maðurinn, scm myndin er af, einn þeirra ungu manna, sem mest Iét að sér kvcða á glímumót- um hér. Hann heitir Jörgen Þorbergsson og Frímann rasðir við hann í þættin- um „Hvar eru þcir?“ á íþróttasíðu — 5 síðu — í dag. leiguíbúðir Næsti áfangi í byggingarframkvæmdum Reykjavíkur- borgar til útrýmingar herskálum og öðru heilsuspillandi húsnæði verður að mestu bygging leiguíbúða. Var sú á- kvörðun tekin á fundi borgarráðs í fyrradag að leggja til við borgarstjórn að reistar verði 168 íbúðir og verði a.m.k. 117 þeirra leiguíbúðir. Með þessari ákvörðun hefur margra ára barátta fulltrúa Alþýðubandalagsins fyrir byggingu leiguíbúða í stað herskálanna loks borið árangur, en nú á annan áratug hafa allar íbúðir, sem bærinn hefur reist verið seldar, eða allt frá því að Skúlagötuhúsin voru byggð, á árunum fyrir 1950 ! Borgarráð hafði raett þetfa mál á mörgum fundum undanfarið, þar sem m.a. lá fyrir allítarleg greinargerð. húsnæðisfulltrúa um herskálaíbúðir þær sem í notkun eru og aðstæður íbúa þeirra. Er enn búið í 147 her- skálaíbúðum. íbúar þeirra eru 603. þar af 274 börn, í herskálum búa 91 barna- fjölskylda, 42 bamlausar fjöl- yggisflautan bjargaði fólki ISAFIRÐ I GÆR. — Um kl. 4.30 í fyrrinótt varð eldur Jaus í matsöluhúsinu Mánakaffi hér í bænum. Ibúarnir sluppu með naumindum út og má þakka það að húsbóndinn hafði nýlega keypt aðvörunarflautu, sem blístrar sjálfkrafa ef hitinn kemst yfir visst hitastig. Elzta barnið, en þau voru 4, vaknaði við flautið og gerði foreldrum sínum aðvart. Eins og fyrr segir komst fólkið út við illan leik og gat gert slökkviliðinu aðvart. ★ Farþegaflugvél frá Bólivíu fórst í fyrrinótt yfir Andesfjöll- um. M' 5 flugvélinni var 41 far- þegi. Slökkvistarfið gekk vel og tókst fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins. Miklar skemmdir urðu þó á húsinu af eldi og vatni, en Innbú mun hafa verið vátryggt lágt. Hjónin sem þarna björguðust ásamt börnum sínum heita Ger- ald Hassler og Karítas Sölva- dóttir ung að árum og áttu 4 börn. Mánakaffi var til húsa í gömlu timburhúsi, sem í eina tíð var íbúðarhús Hannesar Haf- steins ráðherra og síðar Jóns Auðuns alþingismanns. Þarna voru talsvert margir í fæði og matsöluna hafði fólkið rekið síð- an í fyrrasumar. — H.Ó. skyldur °S 14 einstaklingar. Gert er ráð fyrir að herskála- íbúðum fækki á þessu ári í 112 aðaliega vegna flutnings 11 fjölskyldna í Áltamýrarhúsin og 20 fjölskyldna, er flytja í borg- aríbúðir, er lQsna vegna kaupa ieigjendanna á íbúðunum í Álftamýrarhúsunum. Efnislega er samþykktin. sem borgarráð gerði um bygginga- málin í fyrradag á þessa leið: 1. Borgin neyti forkaupsrétt- ar að 48 íbúðum, sem íslenzkir aðalverktakar eiga í smíðum við Kaplaskjólsveg. Ef samningar takast ekki heimilist borgarráði að semja við önnur byggingar- fyrirtæki um kaup á jafn mörg- um íbúðum, en láta að öðrum kosti byggja fjölbýlishús með jafn mörgum íbúðum. 3. Hafin verði bygging 54 tveggja til 4ra herbergja ibúða í 3j.a hæða fjölbýlishúsum við Kleppsveg. Er gert ráð fyrir að þarna verði 3 sambýlishús með 18 ibúðum hvert. 2. Hafin verði bygging 12 hæða húss við Austurbrún með ca. 66 íbúðum og verði hús þetta í meginatriðum áþekki að gerð og húsin nr. 2 og 4 við Austurbrún, og íbúðirnar leiguíbúðir. Þetta hús er fyrst og fremst ætlað öldruðu fólki og einstæðum mæðrum með börn. 4. Heimilað verði að veita lán úr Byggingarsjóði Reykja- víkurborgar til einstaklinga, sem búa í heilsuspillandi hús- næði, í því skyni, að þeir geti lokið við íbúðarhúsnæði, sem þeir eiga í smníðum eða gengið Framhald á 2. |íðu. Ætli kjötið fari ckki að verða nógu soðið?, hugsar Ilalldór Ás- geirsson og kíkir í pottinn. Halldór er nemandi í 2. bekk B í Laugarnesskólanum og Iærir m.a. matreiðslu. Fleiri myndir og viðtal við húsmæðrakcnnara um matrciðslunámið í skólanum er á 8. síðu. Myndina tók ljósm. Þjóðviljans A. K. BLAÐIÐ HEFUR sannspurt að hingað sé von á meistaranum Louis Armstrong Hann þarf ekki að kynna frekar. Sem stendur er gamli maðurinn á ferðalagi um Ástralíu, Kóreu, Japan og Havvai, en að þeirri ferð lokinni mun hann skreppa til Evrópu og ætlunin er að hann komi hingað í lciðinni, en ekki er hægt að tímasetja heimsókniina ná- kvæmlega. ÞAÐ ER Skrifstofa skemmti- krafta (Pétur Pétursson), sem hefur staðið í samningum til að fá hann hingað og eru þessar upplýsingar þaðan komnar. TIL GAMANS má geta þess, að nýlega var það haft eftir Armstrong að hann hefði í hyggju að hætta að koma fram og snúa sér að veitinga- rekstri. LOUIS ARMSTRONG er 62 ára, fæddist 4. júlí 1900 í Nevv Orleans í Suðurríkjum Banda- ríkjanna. Vissast er að leggja ré tt Makuik hafa iiKiega uppgotv- að svona fallegan miða á | framrúðu bílanna sinna und- anfarið. ÞETTA ER sending frá lögregl- unni og bílelgandanum tilkynnt þar að hann sé orðinn 100 kr. fátækari og verði að greiða þær í lögreglustöðinnii innan 1 viku. BlLLINN, sem myndin er af stóð í Vonarstræti, en sncri öfugt við akstursátt. FLEIRI MYNDIR eru á 12. síðu. (Ljósm. Þjóðv. G.O.). Nær 45 % hækkun á sykrí • í gærmorgun hækkaði strá- sykur í verzlunum um nærri 45%, eða úr krónum 6,80 kílóið í kr. 9,85 kílóið. • Að sögn verðlagsstjóra má búast við að eins fari með mola- sykur innan skamms. • Verðhækkanir þessar síafa af mikilli hækkun á heimsmark- aðsverði og öðrum ástæðum. Laitdburiur af ýsu AKRAN. í gær. MikiH landburð- ur hefur verið af ýsu hér undan- farna daga frá þorskanótabátum og hefst ekki undan að vinna ýsuna í frystihúsi Haraldar Böðvarssonar & Co. Þorskanóta- bátar lágu inni í gær af þessum sökum, en fengu heimild til þess að fara út í morgun, og hafði hver bátur leyfi fyrir hámarks- veiði, sem nemur 15 Iestum á bát, en það sem veiðist fram yfir leyfilegt magn er ætlað I gúanó eða herzlu fyrir lítið sem ekkert verð. Um hádegið í dag höfðu menn spurnir af Höfrungi og hafði hann þegar veitt 30 lestir af ýsu, Haraldur hafði veitt 7 lestir og Skímir 8 lestir og enn- fremur stórt kast á síðunni og heyrðu menn í talstöðinni, að bátamir vom að tala sig saman um að hætta við svo búið og snúa stefnum til hafnar. Mikil vinna er hér í frysti- húsum af þessum sökum og unn- ið dag og nótt og stafar þetta annríki meðal annars af, hvað ýsan er seinunnari en annar fiskur og þarfnast nákvæmari meðhöndlunar. Erindi um fjöl- fjölskylduna í dag 1 dag, sunnudaginn 17. marz, verða flutt fimmta og sjötta er- indið í erindaflokki Félagsmála- stofnunarinnar um fjölskylduna og hjónabandið. Prófessor Pétur H. J. Jakobs- son, yfirlæknir, flytur fyrra er- indið um frjósemina, frjógvun og barnsfæðingar, en Hannes Jónsson, félagsmálafræðingurj flytur síðara erindið, sem nefnist „Ástin makavalið hjónabandið og grundvöllur þess“. Erindin verða flutt í Sam- komusal Háskólans, og hefst fyrra erindið kl. 4 e.h. Það kraumar í poffinum Sunnudagur 17. marz 1963 — 28. árgangur — 64. tölublað. Baráttá Alþýðubandalágsins ber árangur:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.