Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 4
4 SfÐA ÞIÖÐVILIINN Útgefandi: Ritstjórar: Sósíalistaflokk- Sameiningarflokkur albýðu urinn. — ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttarltstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðbjófsson. Ritst.ió’-^ '"’^'vsingar orentsmiðia: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuðL HVAD A iHALDIÐ A thyglisvert má það teljast, að enn í dag þyk- ** ir Morgunblaðinu það langhelzt vænlegt til lofs um Sjálfstæðisflokkinn, að hahn skyldi vera þátttakandi í nýsköpunarstjórninni í stríðslok- in, vera með í að leggja þann grunn sem þá var lagður að þróun íslenzks atvinnulífs. Má einkennilegt heita, að flokkur, sem verið hef- ur í ríkisstjórn svo til óslitið í tvo áratugi skuli aftur og aftur leita sér til lofs og dýrðar til þess tveggja ára tímabils sem nýsköpunarstjórn- in sat. Og ekki síður hitt, að nú virðist það með öllu gleymt af þeim sem skrifa Morgunblaðið, að verulegur hluti Sjálfstæðisflokksins með ann- að dagblað flokksins að vopni barðist heiftarlega gegn nýsköpunarstefnunni, og þingflokkurinn klofnaði með nokkra íhaldsþingmenn í opin- berri stjórnarandstöðu. íjað nýja sem kom inn í íslénzk stjórrimáhmeð * nýsköpunarstjórninni og mótaði allt það sem henni tókst bezt, var nýsköpunarstefnan sem Sósíalistaflokkurinn lagði stjórninni til, og túlk- uð var í einstökum atriðum af formanni flokksins Einari Olgeirssyni og Þjóðviljanum áður en nokkur nýsköpunarstjórn varð til. Það lánaðist að þvæla meirihluta þingflokks Sjálf- stæðisflokksins í myndun stjórnar til fram- kvæmda á nokkrum atriðum nýsköpunarstefn- unnar, þrátt fyrir heiftarlega andstöðu verulegs hluta flokksins. Og það tókst að merja eins at- kvæðis meirihluta í miðstjórn Alþýðuflokksins með þátttöku í nýsköpunarstjórninni. Eini flokk- urinn sem af fullum heilindum og eldmóðsáhuga gekk að því nýsköpunarverki sem stjórninni var ætlað að vinna var Sósíalistaflokkurinn. í^að kom fram í öllu starfi stjórnarinnar. Frá * fyrstu tíð varð Sósíalistaflokkurinn að berj- ast fyrir því stig af stigi að nýsköpunaratriðin í stefnuskrá stjórnarinnar væru framkvæmd. Afturhaldið beitti yfirráðum sínum yfir bönk- um landsins til að vinna hin verstu skemmdar- verk tafa og undandráttar á þeim fjárhagslegu ráðstöfunum sem nýsköpunin varð að hvíla á. Heita má að það hafi verið með herkjum að tókst að knýja fram hina miklu endurnýjun skipaflotans sem varð eitt bezta og afdrifarík- asta verk nýsköpunarstjórnarinnar. Það sást líka fljótt þegar Sósíalistaflokksins naut ekki lengur við í ríkisstjórn. Næsta stjórn, sem Sjálf- stæðisflokkurinn var einnig stærsti flokkurinn í, hóf þegar að rífa niður framfaralöggjöf ný- sköpunaráranna, skemma það sem unnið hafði verið, og láta undan bandarísku ásælninni. Og íhaldið hefur haldið stanzlaust áfram á braut landsréttindaafsals og gerræðisfullrar misbeit- ingar valds í þágu íslenzkra auðburgeisa. Enda er það ætlunarverk og tilgangur Sjálfstæðis- flokksms. — s. r. Friðrik Olafsson skák- meistari Reykiavíkur '63 Hinu spennandi einvígi þeirra Friðriks og Inga um Reykja- víkurmeistaratitilinn lauk með sigri Friðriks, sem hlaut 2% vinning gegn 1V2. Fyrsta skákin varð jafntefli, aðra skákina vann Ingi en þá þriðju og fjórðu vann Friðrik. Þannig hneppti stórmeistarinn æðsta skáktitil Reykvíkinga, svo sem flestir höfðu búizt við. Hins vegar á Ingi hrós skilið fyrir hið harðvítuga viðnám, sem hann veitti, og hefur hann að mínu viti stórum aukið orð- stír sinn í keppninni sem heild. Flestir munu mér samdóma um að óþarft sé að kynna skákmeistara Reykjavíkur. En ávallt þegar ég frétti af nýjum sigurvinningum Friðriks, þá fer ekki hjá því, að hugur minn hvarfli aftur til ársins 1946, en þá tók Friðrik þátt í sinni fyrstu opinberu keppni, á Skák- þingi Islands. Friðrik var þá 11 ára að aldri, er hann kom og vildi fá sig skráðan til keppni í 2. flokki. En þá kom upp vandamál mikið. Hvergi fannst skráð heimild um það í lögum Skák- sambandsins, að svo ungum manni væri kræft að taka þátt í móti á vegum þess. Og for- dæmi voru engin fyrir því. Voru nú kvaddir til einir þrír vitringar til að leysa fram úr þessu vandamáli. Úrlausn þeirra varð sú, að rétt væri að .hleypa Friflrik. í .keppnina, þrátt Friðrik og Ingj sitja yfir einvígisskák. fyrir æsku sína „enda mundi hann engum mein gera.“ Varð því niðurstaðan sú, að Friðrik tók þátt í keppninni. eins og áður greinir. Engum blandast nú hugur um, að dómsúrlausn þeirra þremenninga hafi orðið ís- lenzku skáklífi mjög til góðs. Er nú svo komið að einna mestur ljómi mun standa um nafn Friðriks af öllum núlif- andi Islendingum, og eigum við þó marga góða fulltrúa bæði á sviði vísinda, lista og íþrótta. Hitt gæti líklega fremur orð- ið ágreiningsefni, hvort þær försendur dómsins, að hann muni „engum mein gera“, hafi rætzt nema í takmörkuðum skilningi. Því frá herfræðilegu sjónarmiði skákarinnar, þá hafa víst fáir Islendingar gert meisturum og stórmeisturum meira mein en einmitt Friðrik Ólafsson. En hvaða máli skiptir -----------------------------------S> BÚÐIN — Klapparst. 26 — 19800 NVTT FRA NORDMENDE (No.am.saQ Prásident Sjónvarpstæki hinna vandlátu. Væntanleg í þessum mánuði: Ves’tur-þýzku sjónvarpstækin með báðum kerfunum. Amerísku US Norm og Evrópíska CCIR. Engin breyting og enginn kostnaður þegar íslenzka sjónvarpið kem- ur, og verðið ekkert hærra. — Öll þau tæki, sem við fáum hér eft- ir, verða með báðum kerfunum. Sýnishorn á staðnum — Tökum á móti pöntunum. Utgerðar- MENN GOMMÍKLÆÐUM KRAFTBLOKKARHJÓL Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. GOMMIVINNUSTOFAN H.f. Skipholti 35, Reykjavlk, sími 18955. Sunnudagur 17. marz 1963 það, þótt forsendur dóms orki tvímælis, ef dómsniðurstaöan hefur jafn heillavænlegar af- leiðingar og hér varð raun á. Þátturinn óskar Friðriki Ólafssyni einlæglega til ham- ingju með meistaratignina. Hér kemur svo einvígisskák nr. 2. Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. Svart: Friðrik Ólafsson. BENONI-VÖRN I. d4, Rf6 2. c4, e6 3. Rf3 (Ingi hefur síður viljað gefa stórmeistaranum færi á . að leika Niémzo-indverka vöm og leikur því 3. Rf3 í stað 3. Rc. Friðrik er, sem kunnugt er, sérfræðingur í Niemzo-ind- verskri, eins og reyndar í fíeiri byrjunum). * 3. -----c5 - (Þá grípur Friðrik til Bononi- vamar, en sú vörn gefur óftast mjög flóknar og tvíeggjaðar stöður). 4. c3 (En Ingi sniðgengur hana einnig: leikur ekki algengasta leikinn 4 d5, sem telja verð- ur sterkastan, en gerir jafn- framt miklar kröfur til þess er honum beitir. Ingi sýnir mikil pólitísk hygg- indi í byrjun þessarar skákar. Hann gerir ráð fyrir að stór- meistarinn muni tefla uppá vinning og ætlar að látp hann „sprengja" sig við þá viðleitni). 4. — — d5. (Þar með .fær byrjunin á sig öll einkenni Tarrasvamarinnar). 5. Rc3, Rc6, 6. cxd5, exd5, 7. Be2, Bd,6, 8. dxc5, Bxp5,. 9. 0—0, 0—Ó, 10. a3. (Friðrik á einángrað. peð , 4 d5, en hinsvegar frjálst leikrýijii fyrir menn sína. En. síaðan er tiltölulega einföld og erfitt fyrir hvorn sem er að tefla til vinnings gegn skynsaiþ- legri vöm af hálfu hins.j 10.------a5. (Vafasamt er að þessi leik- ur vérði talinn skynsamlegur. Hann veikir drottningararminn, eins og siðar kemur fram. Betra sýnist að leika peðinu einum reit styttra.) II. Ra4, Bd6, 12. Bd2, Re4, 13. BcS. (Ingi heldur sig ,á línunni. Hann gefur kost á biskupn- um, til að einfalda taflið). 13. — — Be6, 14. Hcl, De7 15. Bd4! (Hann er mikll sálfræðingur þessi biskup. Þama hefur hann með nákvæmri sálkönnun reikn- að út að riddarinn á c6 muni ekki vega að honum, enda þótt það væri vafalítið bezti leikur svarts frá „objectivu" sjónarmiði.) 15. -----Ha—d8? (Auk biskupdrápsins þá var 15. — — Hf—d8 betri leikúr. Svartur má ekki endalaust veikja drottningararminn.) 16. Bb6, Hd7, 17. Rd4. (Friðrik á nú orðið í erfið- leikum. Varla er um annað að gera en drepa riddarann.) 17. -----Rxd4, 18. Dxd4. (Nú hótar Ingi bæði peðinu á a5 og auk þess að .vinna skiptamun með Bb5. Enn fremur er erfðafjandi Friðriks, tímahrakið, byrjað að hrjá hann.) 18. -----Dh4. (Segja má, að Friðrik sé knúinn út í ævintýramennsk- una á kóngsarmi, því hann fékk ekki lengur haldið stöð- unni á drottningararmi.) * 19. f4, g5?! (Kóngurinn sendir lífvörð sinn fram á orustúvöllinn' til sóknar. Það er örvæntingar- kennd lokatilraun til að snúa gangi mála sér í hag.) 20. Rc5! (Rétta svarið. Svartur þolir ekki að skipta upp meira líði; til þess eru of miklar verlur í stöðu hans.) 20. — — gxf4. ' * (Friðrik á ekki um margt að velja.) 21. exf4? (Tímahrakið er líka farið að verka á Inga. Hanh hafði góð- an tíma til að taká fyrst hrók- inn á d7. Svari ‘svartur þvi með 21. — — f3, kemur 22. Rf6t og hvítur vinnur lótti- lega.) 21. --------Bxf4/ 22. Hxf4. (Varla er annað‘að' ræða:) 22. — — Dxf4, ’23. Hfl. (Nú á Friðrik færi á undra- veðri björgunarleið, sem hon- um sést yfir í ‘tímahrakinu. Framhald á 10. síðu. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.