Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞIÓÐVIUINN Sunnudagtir 17 marz 1963 Sýnishom aí vinnubófcum nemenda. Rabbað um matreiðslunám Axel Axelsson mælir hveiti í fcarrísósuna. Einar Thoroddsen hrærir sódafcöfcudeig. þvo upp og ganga frá í eld- húsinu. Þeir verða sjálfsagt ljómandi hjálpsamir eiginmenn þegar fram í sækir! Á leiðinni út rekumst við á skemmtileg spjöld um efnin í fæðunni og gildi þeirra og um slys í eld- húsinu. Og þar sem við teljum að þær leiðbeiningar sem þar eru gefnar eigi erindi til allra, fáum við að birta þær hér á síðunni. vh eldavélinni. Notið stöðuga potta og pönnur og athugið að handföngin séu föst á. ★ Nctið þykka og góða potta- lcppa. Aldrei má nota blauta fclúta til að taka heitt ílát með. ★ Farið varlega með alla heita feiti, athugið að ekki má fara vatn í hana. ★ Varið ykkur á heitri gufu og vatni. ★ Þurrkið strax upp feiti eða vatn sem slettisí á gólfið. ★ Gólfið má efcki bóna svo að það verði hált. ★ Látið aldrei pott með sjóð- andi vökva á gólfið. (Því miður reyndist ekki unnt, rúmsins vegna að birta töflun* um efnin í fæðunni í dag, hún birtist í staðinn í nasst* heimilisþætti, á míðvikudag). Uppskriftirnar eru skrifaðar á töfluna. Það er svei mér óhætt að fara eftir þeim þessum, þær eru þrautreyndar! / skólunum aðferðir vlð matvælageymsiu hafa orðið fjölbreyttari með hverju ári sem líður. t.d. er nú farið að hraðfrysta matvæli. Grænmeti og ávextir er nú mun algengara en áður fyrr, þetta var oft á tíðum bara jólasæl- gæti. Svo má líka nefna frost- þurrkun, sem þó er ekki hafin hér á landi ennþá. — Hvaða bók notið þið þá við kennsluna? — Við notum bækling, sem hefur orðið t.il hjá okkur svona smátt og smátt. Það er óþarfi að hrúga upp svo og svo mörg- um uppskriftum, miklu betra að kenna meira um grundvali- aratriðin. Okkur finnst t.d. sjálfsagt að kennd sé næring- arfræði og almenn vöruþekk- ing. Og svo vildum við óska að við þyrftum ekki alltaf að vera að flýta okkur. Betra væn að hafa fleiri tíma og geta far- ið nákvæmar út í undirstöðu- atriði. 0 — Þetta eru húsmæður fram- tíðarinnar sem þið kennið. Hvað er það sem þið viljid leggja áherzlu á í mataræði hér á landi almennt? — Það þyrfti i raun og veru að gera herferð í íslenzku mat- aræði og breyta til hins betra. Fyrst og fremst þyrfti að draga úr sætindunum, minnka kök- uraar til dæmis. Þetta er orðin alltof mikil kaffibrauðsdella í fólki. — Teljið þið fæðið of ein- hæft? — Það þyrfti náttúrlega meivi fjölbreytni, en það hefur þó breytzt mikið til batnaðar síð- ustu árin, bæði í því sem flutt er inn og því sem framleitt er af landsmönnum sjálfum. En það þarf að leggja á- herzlu á máltíðir dagsins sem þungamiðju fæðisins, en ekki kaffið. Einkum þarf að leggja miklu meiri áherzlu á morgun- máltíðina en gert er, en svo mætti líka draga úr kvold- hressingunni. ★ v íö þökkum þeim húsmæðra- kennurunum fyrir rábbið. Strák- arnir éru búnir að elda, borða, Forðízt slys ★ Hafið hvern hlut á sínum stað. ★ 1 hverju eldhúsi á að vera sjúkrakassi mcð nauðsynlegum hlutum, hafður þar sém allir ná til néma börn og óvitar. ★ Aldrei má geyma meðöl eða sóttvarnarlyf á sama stað og matvæli. ★ Skiljið aldrei við straujáru í sambandi. ★ Notið ekki rafáhöld sem eru biluð, t.d. með brotna tengla eða Iélega snúru. ★ Snertið aldrei rafáhöld > sambandi með blautum hönd- um. ★ Snertið aldrei eldavélina og kranana samtímis. Takið elda- vélina úr samband'i áður en hún er þvegin. ★ Handföng á pottum og pönn- um mega aldrei standa útaf „Langskemmtilegasta fagið í skólanum“, sögðu strák- arnir í 2. bekk A og B í Laugarnesskólanum um mat- reiðsluna, þegar við litum inn í eldhúsið til þeirra um daginn. Allir voru þeir vel búnir, með svuntur og sum- ir meira að segja með kokkahúfur. Það sem þeir voru að matreiða var kjöt í karrý með hrísgrjónum, lummur og sódakaka. Áhuginn skein úr hverju andliti, enda hafa beir sjálfir kosið að fá að vera í matreiðslu — hún c’ ekki skyldufag nema hjá stúlkunum. En við erum ekki eingöngu htngað komin til að taka mynd- ir af þessum myndarlegu kokk- um í skólaeldhúsinu heldur ætlum fyrst og fremst að rabba við húsmæðrakennarana um matreiðslunám yfirleitt. Þær eru þrjár, sem kenna matreiðsluna í Laugarnesskól- anum. Vilborg Björnsdóttir. Þórunn Pálsdóttir og Þorgerð- ur Þorgeirsdóttir. Auk nem- enda í Laugarnesskólanum hafa þær einnig nemendur úr öðrum gagnfræðaskólum þar sem skólaeldhúsin eru enn ekki fullgerð. — Hvað er langt síðan þið hófuð störf hér og hvemig er kennslunni háttað? — Það eru sextán ár síðan farið var að kenna matreiðslj í Laugarnesskólanum og kennsl- an fer fram líkt og í öðrum skólum. Það er byrjað á mat- reiðslunni í 1. bekk, en var áð- ur í 12 ára bekk. 1 fyrsta bekx eiga nemendur að fá heilan vet- ur í matreiðslu þar sem hægt er að koma því við húsnæðis- ins vegna. í öðrum bekk fá þau hálfs vetrar kennslu í þessu fagi. Matreiðslan er einu sinni í viku og þá fjórar kennslu- stundir í senn. — Og hvað er helzt kennt? — Það er byrjað á almenn- um undirstöðuatriðum. Það eru kennd grundvallaratriði í bakstri, meðferð á kjöti, fiski og grænmeti og þau læra að rnatbúa þetta. Þá læra þau um- gengni og frágang í eldhúsi og minnzt er á persónulegan þrifn- að líka. Einnig er kennt ofur- lítið í þvotti og ræstingu .eftir því sem hægt er að koma því við. — Hverja teljið þið helztu annmarka á matreiðslunáminu eins og það er nú? — Námið er of stutt. Sum fá bara tvo hálfa vetur og það verða þá ekki nema svona 8- 10 skipti á vetri. Þá væri líka æskilegt að hafa bóklega tímr því það þyrfti að vera hæe að byrja á því að kenna un Matreiðslukcnnarar í Laugarncsskóla. Frá vinstri: Þorgerður Þorgeirsdóttir, Þórunn Pálsdóttir og Vilborg Björnsdóttir. Ttausti Júlíusson (til vinstri) og Arm Magnusson spreyta sig á lummubakstrinum. næringarefnin í matnum. Tím- inn verður of naumur til að bæði skrifa og elda. þótt við reynum að taka af honum til að kenna þeim þetta. Myndir: Ari Kárason Já, það væri áreiðanlega betra að elda minna og vita meira, því eins og nú er ástatt er mörgum það aðalatriðið að fá að borða og virðist gæta í þessu tilliti mikils misskiln- ings bæði hjá, krökkunum og heimilunum, þar sem nemendur hafa oft ekkert borðað áður en þeir koma í tífnana. Máltíðin er ekki og á ekki að vera aðalatriðið. Æskilegra væri að nemendur spyrðu: „hvað lærum við í dag“ heldur en: „hvað fáum við að borða?“ — Er svo tekið próf í mat- reiðslunni? — Já, en reyndar erum við frekar á móti prófum í mat- reiðslu, meðan þetta er svona. Það er líka varla hægt að gefa einkunn fyrir t.d. átta skipti. — Teljið þið að námið í þessu fagi ætti að lengjast? — Það væri ágætt að hafa tíma tvisvar í viku og þá bók- lega tíma á milli hinna, og væri hægt að koma því við þar sem eldhúsin eru í skólanum. Einnig þyrfti að geta verið meiri fjölbreytni í þessu, það þyrfti t.d. helzt að vera méð eldhúsinu einhver smástofa svo hægt sé að kenna stúlkunum að taka til. — Ég sé, að nemendur ykkar gera ljómandi fallegar vinnu- bækur. Er það algengt að gérð- ar séu vinnubækur í matreiðsl- unni? — Það er orðið víðast hvar í 2. bekk. En það þyrfti að byrja með þær áður en farið er að elda mikið. Við teljum vinnubækur hafa mjög mikið gildi við nám. 1 vinnubækurn- ar í matreiðslu skrifa nemend- umir t.d. upp um gildi fæð unnar, næringarefni, vítamín og hvaða efni eru í hverri fæðu- tegund. Við sýnum fram á hve sælgæti er t. d. léleg fæða. — Hafið þið enga kennslu bók í faginu? — Víðast er notuð bóki-. „Lærið að matbúa“ eftir Helgi' Sigurðardóttur, en það er bó ekki skylda. Helga Sigurðar- dóttir var á sínum tíma braut- ryðjandi í matreiðslu. Er. tím- arnir breytast og matarefni og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.