Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. marz 1963 ÞIÖÐVILIINN Meira um Passíu- sálmalögin Hinn 6. þ.m. birtist í Þj6ð- viljanum ritgerð eftir minn kaera fomvin, samsýslung og — á tímabili — samsveitung, Emil Tómasson, og nefnist hún Hin nýju Passíusálmalög. Undiralda þessarar greinar er mikil og djúp ást og aðdáun á Passíusálmunum og á þeim sálmalögum, sem hann lærði við þá í æsku. Skil ég hann vel og kann fyllilega að meta og virða sjónarmið hans. Ég mun líka verða manna síðastur til að halda þvi fram, að þau lög séu ekki fögur, þótt þau séu að vísu ekki öll jafnfögur né merkileg, fremur en önnur lög eða mannaverk : yfirleitt Sum þeirra eru dýrmætar perl- ur, sem varðveitast munu um aldir. En það eru til ýmsar fleiri perlur, engu siður dýr- mætar, og kem ég að því síð- ar. Hvaða lög eru það þá, sem Emil lærði við Passíusálmana og kallar „gömlu passíusálma- lögin“? Það eru þau lög, sem eru í Kirkjusöngsbók íslenzku þjóðkirkjunnar. Auðvitað þó ekki öll lög, sem þar eru, þar eð Passíusálmarnir eru ekki nema fimmtíu talsins, og sama • lag er stundum við fleiri en einn sálm. Þessi lög eru sung- in um allt ísland í öllum kirkj-, um og hvar sem sálmasöngur er um hönd hafður, meðaí ann- ars í Ríkisútvarpinu, svo að það má ólíklegt sýnast, að þau verði útþurrkuð, þótt önnur lög séu flutt einu sinni á ári. Emil segir í grein sinni, að Passíusálmamir séu ortir und- ir þessum lögum, og að öl' þjóðán hafi sungið þau við þá, frá því er þeir urðu til. Ekk’ veit ég, hvaða heimildir hann hefur fyrir því, en ég er hrædd- ur um, að þetta fái ekki stað- izt, nema að litlu leyti. Á 17. öldinni. þegar Hallgrímur Pét- ursson kvað sína ódauðlegu sálma, var til á lslandi kirkju- söngsbók, sem kom út lítt breytt í mörgum útgáfum. t henni voru sálmar þeir, er sungnir voru við guðsþjónust- ur, og lög við þá alla. Þessi bók heitir fullu nafni: Graduale. Ein Almennclcg Messusaungs Bok. Alþýða Islands stytti nafn bókarinnar og gaf hinu latneska heiti hennar íslenzkan svip: Grallari. Hallgrímur Pétursson setti lagboða við hvern sálm í Passíusálmunum, og er þá sálma, sem hann vísar til, flesta að finna í Grallaranum. Það verður því að teljast líklegt að hann hafi ort sálmana undir lögum Grallarans. Þó er engan veginn útilokað, að hann hafc þekkt einhver önr.ur lög, sem hann hafi haft í huga, er hanr, orti sálmana, en um það verð- ur ekkert fullyrt, þar eð engar heimildir eru tii um það. svo ég viti til. Þegar við athugum lögin ■ Grallaranum við þá sálma, eT lagboðar Passíusálmanna vísa til, er augljóst að þau eru flest allfrábrugðin þeim lögum, sem sungin hafa verið við Passíu- sálmana frá því er við Eml) munum fyrst. Nokkur þeirra eru að vísu mjög lík, en lang- flest mjög írábrugðin, og sum eru gerólík að hljóðfalli, lag- línu og öllu yfirbragði. Ég skal til dæmis benda á lögin við nr. 4 11 12 14 15 25 26 27 30 35 41 og 46. Ég bendi sérstak- lega á lagið við sálminn nr. 11 1 Grallaranum er það við sálm- inn Dagur í austri öllum. Þetta er sama lagið og það, sem Hall- grímur Pétursson vísar til við sálminn Allt eins og blómstrið eina. Sú mynd þessa lags, sem Sigurður Þórðarson hefur valið og raddsett, er miklu líkari Grallaralaginu heldur en sú, sem Kirkjusöngsbókin hefur og nú er almennt sungin. Litlar líkur tel ég til þess, að Grallaralögin hafi nokkurn tíma verið sungin í öllum kirki- um landsins alveg eins og þau eru skráð í Grallaranum. A biskupssetrunum og fáeinum öðrum stöðum, þar sem for- söngvaramir kunnu að syngja eftir nótum, má gera ráð fyr- ir, að svo hafi verið. En söng- kennsla var ekki mikil né al- menn í þá daga, og söngur eft- ir þeirrar tíðár nótum miklum mun örðugri en nótnasöngur er nú. Flestir forsöngvarar urðu að læra lögin utanbókar af þvi að heyra þau sungin. Það var því ekkert undarlegt, þótt þau breyttust smátt og smátt á leið sinni um allt Island um tveggja til þriggja alda skeið. Svo var það líka handhægt. ef menn kunnu önnur lög undir sama bragarhætti, að grípa til þeirra. þegar menn kunnu ekki Gral’. aralögin, því að ekki þarf að efa, að margir hafa kunnað mikið af lögum frá kaþólskri tíð löngu eftir siðaskiptin. Það voru þessi lög, sem sung in voru um allt Island í afar mörgum og fjölbreytilegum myndum. bæöi í kirkjum os heimahúsum fram um og fram yfir miðja 19. öld. En þá varð hér á svo mikil og skjót breyt ing, að það má bylting kallasi og sá maður, sem einkum stó^ fyrir henni, var Pétur Guð- johnscn, organleikari við Dóm kirkjuna í Reykjavík frá 184f og söngkennari við Latínuskó onn frá 1846. Pétur Guðjchnsen var bráð gáfaður áhugamaður. Hann nam söng, organleik og tón- Ein af teikningum Barböru Árnason við útgáfu Mennlngarsjóðs á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. — Teikningin fylgir fjórða sálminum: Samtal Kristi við lærisveinana. fræði í Danmörku og hreifst mjög af fegurð og tign þeirrar tónlistar, sem hann heyrði þar Hann einsetti sér að bæta og fegra sálmasöng á Islandi og vann að því af brennandi á- huga og kappi til æviloka Hann andaðist 25. ágúst 1877 Frá upphafi hagaði Pétur Guðjohnsen endurbótum sínum eftir þeim fyrirmyndum, sem hann kynntist í Danmörku Honum fannst fátt um sálma- söng Islendinga, og það var líka hverju orði sannara, að söngur bændanna í kirkjunum var ekki áferðarfagur. Þeir kunnu ekkert til réttrar radd- beitingar, lungu þeirra voru ofl full af heyryki, þeir voru stundum kvefaðir, brjóstveikir. hásir og rámir. Svo voru þeir líka stundum beygðir af striti og fátækt og oft þreyttir, kaldir og svangir. Sönglist þeirra hlaut að gjalda þess, ekki sízt þegar á það bættist ískuldi í kirkjum og baðstofukytrum á vetuma. En í ákafa sínum sást Pétri og íylgismönnum han? yfir þann möguleika. að í þessc söngvasorpi kynnu að leynast dýrar perlur, sem óbætanlegar væru, ef þær glötuðust með öllu. Hann valdi lög við alla sálma islenzku sálmabókarinn ar og safnaði þeim í bók (ein- rödduðum), sem kom út t Reykjavík árið 1861. Þessi 'öe tók hann flest eftir dönskum og þýzkum kirkjusöngsbókum og gerir hann sjálfur grein fyr ir því í eftirmáia. Þessi sönm lög flutti hann í Dómkirkjunn’ og kenndi þau í Latínuskólan- um. Nemendur hans, sem hrif- ust mjög af eldmóði hans fluttu þessi lög með sér út um johnsens kom út með öllum lögunum í þríraddaðri útsetn- ingu 1878, árið eftir fráfall hans I formála hennar gréinir nokk uð frá starfsemi hans. Nemendur Péturs Guðjohi,- sens beittu sér ötullega fyri: því, að sálmalög þau, sem hanr hafði safnað og gefið út, — „nýju lögin“, sem svo voru al- mennt kölluð — væru upp tek- in í stað „gömlu laganna", sem sungin höfðu verið til þessa Þeir stóðu yfirleitt vel að vígi. þar sem í þeirra hópi voru all- ir hinir yngri prestar, sýslu- menn og aðrir „lærðir" menn Þeir kenndu ýmsum að lesa nótur, svo að margir gátu sjálfir lært „nýju lögin“, eftir það er þau komu út á Akur- eyri og í Reykjavík. Og þó að mörgum væri sárt um „gömlu lögin“, urðu þau furðu skjótt að lúta í lægra haldi, svo að víða tók breytingin aðeins ör- fá ár, og var henni t.d. í Þing- eyjarsýslu að mestu lokið þó nokkru áður en við Emil Iit- um fyrst Ijós þessa heims. En faðir minn mundi vel eft- ir því, þegar verið var að inn- ieiða „nýju lögin“. Þá var hann á barnsaldri, svo ungur, að hann mundi ekki „gömlu lög in“ að neinu ráði. En hann hafði þó hugboð um, að mörc beirra mundu hafa verið fögur Ég heyrði bæði hann og móður mína segja frá því, að marg’ gamalt fólk hefði talið „gömlu lögin“ bæði fegurri. hátíðlegr og tilkomumeiri en „nýju lög- m“. En ungu mennirnir vorr ekki lengi að sýna fram á. a’ bau kæmu ekki heim við regt- ur söngfræðinnar um dúr- og moll-tónstiga, takt o.s.frv. Os bæöi til gamans og til að bregða nokkru ljósi yfir átök- in við sálmalagaskiptin. Á þeim árum var það ein- hver helzta skemmtun fólks á sumrin að sækja kirkju í ná- grannasóknum. Var það þá einn hvítasunnudag, að allmargt fólk úr Einarsstaða-, Grenjaðarstaða- og Þverársóknum sótti tíðir að Skútustöðum við Mývatn. Faðii minn var þar með, þá ungur Þegar þetta gerðist. var farið að syngja „nýju lögin'1 í kirki- unum niðri í dölunum, en í Skútustaðasókn var gamall for- söngvari, sem mig minnir, að héti Brandur, orðlagður radd- maður. Hann hélt enn fast við „gömlu lögin" og var ófáanleg- ur til að taka upp önnur lög. Ungir áhugamenn í Mývatns- sveit, sem kunnu „nýju lögin". ákváðu nú að taka að sér kirkjusönginn á hátíðinni, og fengu þeir í lið með sér alla ba aðkomumenn, sem kunnu þau. Nefndi faðir minn syni séra Magnúsar Jónssonar á Grenjað- arstað og nokkra fleiri, sem ég man nú ekki hverjir voru Með samþykki sóknarprests hófu þeir sönginn, og var það að flestra dómi mikill söngur og góður. Forsöngvarinn gamli sat hljóður og kyrrlátur undir messugerðinni, þar til kom að útgöngusálminum, þá stóð hann upp. og um leið og söngmenn- irnir hófu sönginn, byrjaði hann að syngja „gamla lagið", og sungu þeir þannig bæði lögin amtímis. En smátt og smátt ix Brandi ásmegin, og færðist tödd hans svo í aukana, að hún vfirgnæfði raddir allra hinna. og sáu þeir sér þann kost vænst- an að þagna. En Brandur söng r Eftir Askel Snorrason landið. Árið 1855 gaf einn ai mestu aðdáendum hans, Ari Sæmundscn umboðsmaður, ú’ hækling á Akureyri: Leiöarvís ir til að spiia á langspil og ti að læra SÁLMALÖG eftir nót- tun. 1 honum voru þessi sálma iög prentuð með bókstafanó' um. Ég vil vekja athygli EmiJ Tómassonar á því, að það eri. einmitt þessi lög, sem hanr kallar „gömlu sálmalögin". Kirkjusöngsbók Péturs Guð- hvernig átti gamla fólkið að rökræða um söng við „lærða' menn, sem „þekktu nótur"? 'ngri mennirnir áttu það lík U að gera óspart skop a fömlu lögunum". og eldr Slkið stóð toerskjaldað fyri aim árásum og tók þann kos ■ð láta undan síga. Þó bar þa ’l. að bað snerist til varnar - niklu harðfengi, og sagði faðíi minn mér frá ljósu dæmi um það, og segi ég hér þá sögu. ■utn sálminn á enda, og kvaðst áðir minn aldrei fyrr né síðar tafa heyrt jafn voldugan né á- •’famikinn signrsöng. Amma mín, Guðný Bjurns óttir, kunni „gömlu lögin", er ar treg til að syngja þau. Þó •nan ég eftir því, að hún söng itthvað af þeim fyrir föður ninn. Þá mun ég ekki hafa verið nema 5—6 ára, en þó er mér það minnisstætt, að það var því líkast sem hún færi ----------------------SÍÐA J hjá sér, er hún söng þau, rétt eins og hún færi með eitthvað, sem væri henni of heilagt til að flíka því. Hún söng oft ým- isleg önnur lög, og bar bá aldrei á neinu slíku. Því miður lærði ég ekki nema eitt þessara „gömlu laga", en það söng hún við 48. sálminn í Passíusálmun- um (Að kveldi Júðar frá ég færi). Þetta sarna lag fékk ég fyrir nokkrum árum frá Valdi- mar Snævarr sálmaskáldi, og hafði hann lært það í bemsku á Svalbarðsströnd. Gat ég ekki fundið mun á því hjá honum og hjá ömmu minni. Lagið er í aeoliskri tóntegund, og tel ég það hiklaust á meðal íegurstu. dýpstu og innilegustu laga, sem ég hefi nokkurn tíma kynnzt. Finna má við nána athugun nokkra líkingu með þessu lagi og lagi Grallarans, en tónteg- undin er önnur, taktinn er ann- ar, og svipur allur og tilfinn- ing öll önnur, svo að ég freist- ast til að trúa því, að þetta lag sé arfur frá fyrri öldum, þ.e. frá kaþólskri tíð. Mjög skylt lag þessu fékk ég frá Kristni Guðlaugssyni organleik- ara á Núpi. Það er í sömu tón- tegund, en öðrum takti, og lag- línan er nokkuð frábrugðin. Kristinn skrifaði allmikið af „gömlu lögunum" upp eftir gömlu fólki þar vestra á sið- asta áratug 19. aldar. Þar voru þá enn allmargir, sem kunnu bau. Hvaðan sem þetta fagra lag er í fyrstu upp runntð, þá er það og önnur slik lög, í þeirri mynd, sem íslenzka alþýðan hefur gefið þeim og varðveitt, alíslenzkur skáldskapur. Fólkið, sem hafði orðið að þola Stóra- dóm, verzlunaránauð, hafísár, stórubólu og aðrar drepsóttir, Kötlugos, Skaftárelda, hungur- árin um og eftir aldamótin 1800 og ýmsar aðrar plágur, sem okkur nútíðarmenn skortir í- myndunarafl til að skilja fyl’i- lega, það opnaði hjarta sitt. begar það söng sálmana. og lögin mótuðust ósjálfrátt af bjáningum þess og sorgum, en líka, og engu siður, af vonum þess og trúnaðartrausti, sem engar hörmungar megnuðu að brjóta á bak aftur. Þjóðin gat bognað undan fargi þjáning- anna, en hún rétti sig jafnan upp aftur eins og fjalldrapinn og víðirinn, er þeir koma und- an ofurþunga vetrarfannanna. Það er þessi saga íslenzku bjóðarinnar, sem „gömlu sálma- lögin" segja hverjum beim manni. sem leggur sig allan fram til að skilja þau. Og bau segja hana betur og á eftir- minnilegri hátt en nokkur orð fá nokkru sinni gert. En til þess að geta notið þess- ara laga fyllilega, verður að gera sér ljóst, að þau lúta ekki að öllu leyti sama fegurðarlög- máli og sönglög þau, sem lærð- ir meistarar síðustu alda hafa samið. Langflest þeirra fylgja lögmáli hinna fomu kirkjutón- tegunda, einkum lýdískrar, aeol- ískrar, dórískrar og frýgískrar. Sér í lagi hefur lýdíska tónteg- undin átt vinsældum að fagna hjá alþýðu Islands. Sú tónteg- und er líka það lögmál, sem langflest íslenzku tvísöngslögin lúta, og hafa sumir kallað hana hina íslcnzku tóntegund. Þessi lög eru, eins og íslenzku kvæða- lögin og fjöldamörg önnur is- lenzk þjóðlög, mjög ólík þjóð- lögum annarra þjóða, alveg eins og íslenzk tunga, íslenzkur skáldskapur, venjur og þjóð- hættir eru ólík tungum, skáld- skap, venjum og þjóðháttum annarra þjóða. Þau eru þáttur af lífi þjóðarinnar, þáttur, sem hún getur ekki glatað, án þess að hún bíði tjón á sálu sinni. Og ég er sannfærður um það. að ef ef íslenzk tónlist á að geta orðið þjóðlnni það, sem tónlist hinna mestu tónlistarþjóða er þeim, þá verður hún að byggj- ast á tónskáldskap íslenzku al- býðunnar. En hvað sem því líður, þá er bað bæði nauðsyn og skylda að bjarga frá glötun og kynna '•’jóðinni þennan menningararf hennar, engu síður en önnur ’rienningai-verðmæti, svo sem bjóðsögur, þjóðkvæði, fornminj- -r, þjóðhætti, þjóðbúning, bjóð- 'egar íþróttir (glímur) o.s.frv. Ég tel mig ekki færan til að dæma um það. hvort Sigurði Framhald á 10. síðu. * '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.