Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA HðÐVILIINN Sunnudagur 17 marz 1963 Orðaskak á Aíþingi Nýlega vað talsvert orðaskak á Alþingi út af þingsályktunar- tillögu sem Helgi Bergs flutti um nausyn á betri hagnýtingu síldaraflans og rannsókn á mörkuðum í því sambandi. Ég las með mikilli eftirvæntingj útdrátt úr ræðu viðskiptamála- ráðherra að því tilefni. Það vat ekki hægt að skilja orð ráð- herrans á annan veg en þann. að allt mögulegt hefði verið gert á undangengnum árum af opinberri hálfu til að greiða fyrir þessum málum. Þetta verður að kallast hraustlega mælt, þegar staðreyndin er sú. að þessi mál eru öll hér hiá okkur í mikilli niðurlægingu. Gegnumlýsing á ástandinu Þegar talað er um ou bæta hagnýtingu síldaraflans, þá koma margar aðgerðir til greina, og þyrfti áreiðanlega ef vel væri, að beita öllum þessum aðgerðum samtímis til að ná sem beztum árangri. En einn veigamesti þátturinn í betri hagnýtingu á síldinni er tví- mælalaust fullkominn niður- suðuiðnaður. En við hlið hans niðurlagningariðnaður á sér- verkaðri norðurlands-sumarsíld. Sá galli er hinsvegar á slíkum niðursuðuiðnaði að markaðs- svæði slíkrar síldar er einungis bundið við norðurhelming jarð- ar sökum erfiðleika á að geyma vöruna, nema þá takmarkaðan tíma. Fullkomin niðursuðuvara hefur hinsvegar þann mikla kost í sér fólginn, að hana er hægt að flytja án teljandi erf- iðleika um allan heim, og geyma um lengri tíma. Þarna eru áreiðanlega til staðar stærstu möguleikarnir á sviði síldariðnaðar til manneldis fyrir okkur ef þeir verða notaðir Hinsvegar ber enganveginn að vanmeta þá möguleika sem eru til staðar í sambandi við niður- lagningu á sérverkaðri síld, þó að sá markaður sé margfalt sinnum þrengri heldur en markaður niðursoðinnar síldar. af þeirri ástæðu sem að fram- an er rakin. Það er rétt svo, að hægt sé að tala um, að starfræktur sé niðurlagningar- og niðursuðu- iðnaður síldar á Islandi' til út- flutnings. Flestar hinar svo- kölluðu niðursuðuverksmiðjur hjá okkur eru smáar í sniðum og vanbúnar að ýmsu leyti til samkeppni á heimsmarkaði. Sú verksmiðjan sem bezt. mun standa að vígi tæknilega séð í þessum efnum, er niður- suðuverksmiðjan á Akureyri. Sú verksmiðja verður að telj- ast af meðalstærð, og er hún búin fullkomnum vélakosti, ve! sambærilegum við erlendar verksmiðjur, að þvi frádregnu að hana skortir algjörlega við- byggingu og vélar fyrir dósa- Iðnað. En fullkomin rekstrar- skilyrði eru ekki fyrir hendi hjá meðalstórri niðursuðuverk- smiðju, fyrr en hún getur fram- leitt sínar dósir sjálf. Þetta er reynsla þeirra þjóða sem lengst- an hafa tíma að baki í niður- suðuiðnaði. Ég hef áður hér í þessum þáttum sagt frá uppbyggingu niðursuðuverksmiðju Björgvins Bjamasonar á Langeyri við Isa- fjarðardjúp en mér er ekki kunnugt um, hvað þeirri upp- byggingu miðar. Hinsvegar vert ég að þar eru ekki heldur skil- yrði til að framleiða dósir fyr- ir niðursuðuvöruna. Aðrar niðursuðuverksmiðj- ur sem nú eru í eigu lands- manna eru flestar smáar í snið- um og vanbúnari hvað nýjan vélakost áhrærir heldur en þær sem að framan eru nefndar. Eftir þeirri lýsingu sem ég hef fengið af niðurlagningar- verksmiðjunni á Siglufirði, þá var tæpast um verksmiðjuiðnað að ræða þar á s.l. ári í nútíma- merkingu þess orðs, hvað sem nú kann að vera. I hæsta lagi er hægt að kalla slíka starf- semi tilraunaverksmiðju. Og ef niðurlögð síld frá slíku litlu tilraunafyrirtæki er samkeppn- isfær á heimsmarkaðinum, þá sýnir það hve geysilega miklir möguleikar eiga að vera fyrir hendi í slíkum iðnaði, þegar hann væri orðinn vélvædda* eins og skilyrði eru til. Framleiðsla, banka- starfsemi og markaðir Hér að framan hef ég sann- að, að skilyrði eru ekki í dag til að hagnýta okkar dýrmæta síldarafla betur en gert hefur verið. Það hefur verið vanrækt af Alþingi, ríkisstjórnum og bönkum landsins að skapa nauðsynleg skilyrði til skyn- samlegrar hagnýtingar á síld- inni til manneldis. Hagnýtina síldarinnar til manneldis hefut að mestu staðið í stað hér hjá okkur, síðan Norðmennirnir kenndu okkur að veiða og verka síld í salt laust eftir síð- ustu aldamót. Aðeins hrað- frysting og súrsun á síld á allra síðustu árum eru þær breytingar í þessum iðnaði sem við getum státað af. Ef við hinsvegar ætlum okk- ur að auka þjóðartekjumar og bæta lífskjörin á næstu árum, þá liggur beinast við, að leggja þar hönd á plóginn sem upp- skerunnar er mestrar von, en þar verður fullkominn síldar- iðnaður áreiðanlega þungur á metaskálunum. Það verður að kallast að íara aftan að siðun- um, þegar alþingismenn eyða tíma sínum í mas um örðuga markaði fyrir sfldamiðursuðu- vörur okkar, áður en sköpuð hafa verið hér skilyrði fyrir framleiðslu þeirra. Ég vil benda þessum háu herrum á þá stað- reynd, sem þeir ættu reyndar að vita, að á undanförnum ár- um hefur síldar- og fiskniður- suða aukizt mikið víðsvegar um heim, en markaðir hafa líka stóraukizt fyrir þessa vöru. Sí- fellt bætast ný lönd í þann hóp. sem gerast kaupendur síldar og fiskniðursuðu í stórum stí’. Vaxandi iðnaður gerir sífelit stærri kröfur til þessarar teg- undar fæðu sem er svo að segja tilbúin á matborðið. Á allra síðustu árum má t.d. segja að orðið hafi bylting í síldai- niðursuðu Dana, og ekki ber á öðru en að þeir hafi getað selt sínar vörur, sem að stórum hlula eru úr Norðursjávarsíld, sem er á engan hátt betra hrá- efni heldur en okkar Suður- landssíld. Sama sagan hefur verið að gerast í Noregi, þar voru nið- ursuðuverksmiðjur nær ein- göngu í Suður-Noregi fyrir nokkrum áratugum. En nú eru þær komnar á víð og dreif um alla ströndina, allt til Norður- Noregs. Upp með fullkomnar niðursuðuverk- smiðjur hér I stað þess að greiða fyrir þessum iðnaði á undanfömum árum, má með sanni segja að starfsemi hans hafi verið tor- velduð af hinu opinbera, og ekki þá hvað sízt bönkunum. sem hafa ekki látið þennan fiskiðnað sitja við sama borð hvað lán áhrærir sem annan fiskiðnað í landinu. Vitnisburð- ur þeirra manna sem við þenn- an iðnað hafa fengizt í trássi við áhugaleysi bankanna, hvort fyrirtækjunum hefur vegnað vel eða illa, er harla óljúgfróð- ur um þessa hluti. En hér knýr nauðsyn til að brotið verði i blað íslenzkrar atvinnusögu við sjávarsíðuna með tilkomu full- komins síldamiðursuðuiðnaðar. Og ef valdhafamir þekkja ekki sinn vitjunartíma í þessum efnum, þá er það þrátt fyrir aUt á valdi fólksins að knýja umbæturnar fram, og það er það sem verður að gera. Þegar hér er komið í þess- um skrifum mínum, þá flytur útvarpið þá frétt að hér í Reykjavík sé nú í uppsiglingu undirbúningur að niðursuðu á Kippers úr suð- urlandssíld og verði sú niður- suða starfrækt í hinu mikla og glæsilega fiskiðjuveri Júpíters og Marz á Kirkjusandi. Það fylgdi þessari frétt að forstjóri Bjelland niðursuðuverksmiðj- anna í Stafanger í Noregi hefði tekið að sér sölu á Kippers fyr- ir þetta fyrirtæki, sem ýms samtök eru sögð standa að. Þessi frétt hlýtur að korna eins og reiðarslag yfir þá menn sem hafa haldið því íram að framleiðsla á niðursoðinni síld hér væri svo erfið sökum mark- aðsörðugleika, og því lítið vit fyrir banka og ríkisvald að stuðla að þeirri nýtingu síldar- innar. Ég sagði frá því hér i þessum þætti í haust, að Bjellandsverksmiðjurnar hefðu keypt héðan 500 smálestir af frosinni Suðurlandssíld árið 1961 og að dómur sérfræðinga við þær verksmiðjur væri sá, að ekki væri hægt að fá betra hráefni í Kippers heldur en Suðurlandssíldina. Bjellands- verksmiðjurnar eru stærsti og þekktasti útflvtjandi á niður- suðuvörum frá Noregi. Vönj- vnerki Bjellandsverksmiðjanna maðurinn með fiskinn, er talið fullkomin trygging fyrir gæða- vöru, hvar sem er á heims- kringlunni. Þegar slíkt fyrir- tæki vill taka að sér að selja niðursoðin Kippers héðan, þá er það aðeins staðfesting á þeirri staðreynd sem ég hef verið að hamra á í ótal blaða- greinum, að skilyrðin til síld- arniðursuðu væru svo góð hér, að það mætti ekki láta þau ó- notuð. Hver treystir sér nú til and- stöðu við síldarniðursuðu hér eftir að eitt þekktasta niður- suðufyrirtæki veraldar hefur tekið að sér sölu á niðursoðinní síld héðan? Það skyldi enginn halda að Bjelland geri þetta, nema aJ þeirri ástæðu að sérfræðingd’ i þess fyrirtækis vita, að hér er fyrir hendi það bezta hráefn; sem hægt er að fá til Kippers- frámleiðslu. Ég má því vera fullkomlega ánægður með þá viðurkenningu sem skrif mín hafa svo óvænt fengið. Nú þarf að ýta fast á eftir Þegar hér er komið sögu þá þarf að ýta fast á eftir, svo að þessi byrjun geti orðið þátta- skil í hagnýtingu okkar á síld- inni. Útvarpið nefndi að Bjelland mundi taka að sér í byrjun að selja Kippers fyrir 50 milljónir króna. Þetta ar ekki nema lítið brotabrot af því sem hér er hægt að framleiða og selja víðsvegar um heim, að- eins ef verksmiðjum verð ír komið á fót til þeirrar starf- semi og markaða fyrir vöruna er leitað. Norðmenn fluttu út á 's.l. ári 28510 smálestir af síldar- og fiskniðursuðuvörum auk hálf- niðursuðu 610 smálestir os þessu til viðbótar niðursoðinn skelfisk 1839 smálestir. Þá má einnig geta þess. að þeir fluttu líka út niðurlagða síld sérverkaða 7165 smálestir Ef við værum, þó ekki væti nema hálfdrættingar móti Norð- mönnum, þá stæðum við óneit- anlega betur að vigi, heldur jn við stöndum nú. En það er eng- in fjarstæða að slíkt gæti orðið að fáum árum liðnum. aðeins ef við hefjum nú þegar undirbún- ing að slíkri þróun. Markaður fyrir góðar fiskniðursuðuvörur eykst með hverju ári víðsvegar um heim. Ný iðnaðarlönd eru að rísa hvarvetna, og þau munu þarfnast þessara vara. Ef Is- lendingar bera ekki gæfu til að nota sér þessa þróun, þá munu aðrar þjóðir óhjákvæmilega nota sér hana, og þá jafnvel sækja sumt af hráefninu á okk- ar fiskimið. Á s.l. ári fluttu Norðmenn út síldar- og fiskniðursuðuvör- ur til 16 landa sem tilgreind eru í útflutningsskýrslum þeirra. Stærstu markaðslöndin voru Bandaríkin, Bretland, A-Þýzkaland, Ástralía, Kanada, Suður-Afríka, Tékkóslóvak- ía, Vestur-Þýzkaland og Belgía, ásamt Lúxemborg. Skel- fiskniðursuðuvörur sínar fluttu Norðmenn til Bretlands að langstærsta hluta, en auk þess til sjö annarra landa. Þetta ætti að gefa örlitla innsýn í hvað hægt er að gera hér í þessum efnum, aðeins ef vilja og manndóm skortir ekki til þess. Það er einmitt nú geysi- lega mikil eftirspurn í heimin- um eftir síldar- og fiskafurð- um í ýmsu formi. Þegar sva stendur á þá eru góð skilyrði fyrir niðursuðuvörur, þar sem þær er hægt að flytja víðsvegar um heim, áhættulítið, sé rétt frá þeim gengið. Að þessu leyti hefur niðursuðan algjöra yfir- burði yfir aðrar framleiðsluaf- urðir. Markús B. Þorgeirsson stýrimaður Bátakaup Bæjar- útgerðar Haf narf j. Þriðjudaginn 26. febrúar 1963 um atkvæðum að fela forstjóra var fundur haldinn í bæjar- stjóm Hafnarfjarðar. Eitt dag- skráratriði fundarins var tillaga frá útgerðarráði um kaup á m/b Sæljóni, sem er 62 rúm- lesta bátur, eigandi Kolbeinn á Auðnum, Vatnsleysustrandar- hreppi. Söluverð skipsins skyldi vera 4.5 miljónir. Vegna frásagnar í Hamri, blaði Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, er út kom 2. marz 1963 varðandi umræður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tel ég skylt að fram komi það rétta í málinu, þar sem mér hefur verið blandað inn í þær umræður. Hamar segir svo: „Kristján Andrésson og trún- aðarmaðurinn. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi fullyrti Kristján Andrésson að tillaga um báta- kaup bæjarútgerðarinnar hefði verið samþykkt á fundi útgerð- arráðs með aðeins fjórum at- kvæðum, þrátt fyrir það að þeir Eggert Isaksson og Krist- inn Gunnarsson, sem báðir eiga sæti í útgerðarráði þar sem samþykktin var gerð, upplýstu að alger samstaða hafi verið'®’ og allir útgerðarráðsmenn skrifað undir. Kristján brá sér þá fram í salinn til Markúsar Þorgeirssonar sem þar sat og átti við hann hljóðskraf og lýsti því síðan yfir að Markús hefði söguna eftir einum út- gerðarráðsmanni, og Kristján sagðist trúa betur Markúsi en þeim Eggerti og Kristni. Var ekki laust við að menn hefðu gaman af.“' Staðreyndin er sú að Kristján sagði að við hefðum báðir ver- ið viðstaddir þegar útgerðar- ráðsmaður lýsti því sem gerð- ist á fundinum. Skal ég nú segja þá sögu eins og hún gerð- ist. Við Kristján Andrésson hittum Guðlaug Þorsteinsson útgerðarráðsmann, og spurði Kristján hann hvort rétt væri að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar ætlaði að fara að kaupa Sæ- Ijónið af Kolbeini á Auðnum. Guðlaugur kvað svo vera; það hefði komið til tals að útgerðin keypti þrjá báta 60 tonn á stærð, samkvæmt tilmælum frá Árna Vilhjálmssyni. Auk þess ætti að vinna að þvi að koma Erni Amarsyni af stað fyrir vorið. Það var samþykkt, sagði Guðlaugur, með öllum greidd- að athuga með kaup á bátun- um, miðað við að þeir geti stundað humarveiðar og aðrar veiðar hér í bugtinni fyrir hús- ið. Er það tilfellið, spurði Krist- ján, að Sæljónið eigi að kosta 4.5 milljónir? Já, svaraði Guð- laugur; útgerðarráðsmönnum þótti það dýrt, enda vildi Guð- mundur Guðmundsson í Lýsi og mjöl h.f. ekki blanda sér inn í þau mál. Hann lagði hins vegar til að útgerðin keypti nýja báta. Sá spurði Kristján Guðlaug, hvort allir hafi greitt atkvæði með því að kaupa Sæ- ljónið á 4,5 milljónir. Það var samþykkt, svarar Guðlaugurj með fjórum samhljóða at- kvæðum, því Guðmundur í Lýsi og mjöl h.f. sat hjá. Það vita allir Hafnfirðingar, er Guðlaug Þorsteinsson þekkja, að þar fer sannorður maður. Hafnarfirði 13. marz 1963. Markús B. Þorgeirsson. Framboðslisti Alþýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra Fyrir helgi birti Alþýðublaðið framboðsjista Alþýðuflokksins í Nqrðurlandskjördæmi eystra við alþingskosnjngamar í sum- ar. Eru 6 efstu sætl hans þann- ig skipuð: 1. Friðjón Skarphéðinsson, al- þingýsmaður, Akureyri : 2 Bragi Sigurjónsson trygginga. fulltrúi, Akureyri 3. Guðmundur Hákonarson verkamaður, Húsavík 4. Tryggvi Sigtryggsson bóndj. Laugabóli 5 Hörður Bjamason skipstjóri, Dalvík. : 6 Guðni Árnason gjaldkeri, Raufarhöfn. Skipan fjögurra efstu saeta listans er óbreytt frá síðustu kosningum. Síldin, sem veiðiist á miðunum við ísland, er eitthvert bezta hráefni sem völ er á og með fullkominni nýtingu hennar má gera úr henni eftirsótta og verðmikla gæðavöru. FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld í 4 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.