Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 1
X Hrésar íslenzk- um leikurum — Hér er mjög gott að vinna. Leikararnir eru ferskir, áhuga- saniir .... Þú getur tekið hverja meðalstóra borg í Þýzkalandi, segjum Köln, segjum Mainz — ekki held ég að þú finnir þar í leikhúsum mcnn eins og Gunnar, Val, Róbert. Ef þú finnur þá, þá eru þeir stjörnur. Og ef þeir eru stjörnur, þá færðu þá ekki til að Icika. En að hafa svo marga góða menn og hér £ einu leik- húsi, það er alveg furðulegt. — Það er austurríski leikstjórinn Walter Firner sem kemst þann- ig að orði í viðtali við Þjóðvilj- ftnn — sjá 7. síðu. NjósnamáHÍ sent tíl sak- sóknara í gær • Þjóðviljinn sneri sér i gær til Baldurs Möll- er, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, og spurðist fyrir um það, hvað rannsókn njósna- málsins liði. • Baldur skýrði svo frá, að rannsókn væri fyrir nokkru lokið og yrði málið sen't saksókn- ara ríkisins til fyrirsagnar síðdegis í gær. Ann- aðist yfirsakadómari sjálfur rannsókn málsins. • Aðspurður sagði Baldur, að málsskjöl væru; aðallega lögregluskýrslur, þar eð ekki hefði ver- ið um réttarrannsókn að ræða gagnvart þeim er- lendu ríkisborgurum er voru aðilar að málinu. • Loks skýrði Baldur frá því, að hann hefði átt tal við saksóknara í gær um meðferð málsins og myndi hann láta hefja athugun á málsgögnum nú þegar. Týnda flugvélin: Leitinni haldið áfram i í gær en án árangurs Enn var leitað í allan gærdag að hinni týndu flugvél Flugsýnar, en ári árangurs. Á hádegi í gær voru 3 flugvélar í leit- inni, ein frá bandasísku strandgæzlunni, önnur frá kanadíska flughern- um og svo Snorri Þor- finnsson frá Loftleiðum. Tvær þessara véla héldu 1000 fet, ölduhæð 3% metrj og I ir deginum en var i fyrradag. 3 stiga hiti. Leitin í gær bar eri:gan árang- ur og í gærkvöld var ekki vit- Veður hefur því verið öllu ag hvort henni yrði haldið á-' hagstæðara til leitar fram eft-1 fram. Gljáfaxi var eins spörfuglá snjónum sig í nágrenni veður- skipsins Bravo og voru undir stjórn þess. Kl. 8.40 í gærmorgun var 13 hnúta vindu-jc á þessu svæði, rigning með köflum og skyggni 15 km. Skýjahæð var Við áttum andartaks viðtai við Jóhannes Snorrason flug- stjóra á Gljáfaxa í gærkvöld. Gljáfaxi fór sem kunnugt er í fyrramorgun til Meistaravíkur á Grænlandi, lenti þar á skíðum og fór síðan til Danmerkshavn. sem er á 77. gráðu norður breidd- ar. klukkan 7.30 í gærmorgun Þangað kom vélin klukkan 10.05 og hélt aftur eftir stutta við- stöðu til Meistaravíkur og síðan til Reykjavíkur. ✓ — Hvernig gekk svo ferðalagið Jóhannes? — Alveg ljómandi vel. Við lentum á skíðunum bæði í Meist- Framhald á 2. síðu. t Heiðri Noregs bjargað | Thorbjörn Yggesen bjargaði heiðri ^ Voregs í stökkkcppni Holmenkollen- H mótsins er Thoralv Engan brást. — Á ^ íþróttasíðu í dag er frásögn Frímanns w Helgasonar af liinni sögulegu skíða- J stökkkeppni á Holmenkollen, en Frí- I mann var þar áhorfandi. B ÞAÐ VAR sólskin og vorveður í gær þegar þessar myndir voru teknar við Lindargötu- skólann, enda höfðu sumir kennaramir bmgðið sér útfyr- ir skólaveggina með nemenda- hópinn og kenndu þeim fræð- in úti í sólskininu. Á EFSTU myndinni sést Ölafur Óskarsson kennari kenna 2. bekk B enska tungu, fyrár framan hann sitja nokkrir al- vörunemendur en uppi á dyra- skyggninu sitja þrír aukanem- endur ungir að árum sem komið hafa fyrir forvitnissakir til að sjá og heyra þessa ný- lundu. NÆSTA mynd er af nokkrum nemendum Ólafs og sjást nokkrar af stúlkunum vera að stinga saman nefjum en sjálf- sagt em þær að ræða náms- efnið. NEÐSTA myndin er tekin á öðr- um stað við húsið, þar sem Guðrún Halldórsdóttir var að kenna 2. bekk A sögu. Sést hún standandi til vinstri á myndinni. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) frt Olli vítaverð vangæzla þriðja Gullfoss-brunanum í skipasmíðastöð B & W? Kaupmannahafnarblöðin birtu í gær ýtarlegar fréttir um hinn mikla bruna sem varð í m.s. Gullfossi í þurrkví Burmeister & Wain-skipa- smíðastöðvarinnar sl. mánudags- morgun, og fullyrða sum þeirra a. m.k. að eldsvoðann megi rekja til vítaverðrar vanrækslu og ótrúlegs kæruleysis af hendi verkstjórnar- manna hjá þessari skipasmíðastöð. Þetta er heldur ekki í fyrsta skip'ti sem brunatjón verður á Gullfossi í þessari skipasmíðastöð. Slíkt hefur komið fyrir tvisvar áður — segja dönsku blöðin. — Nánari fréttir af Gullfoss-brunanum og myndir eru á 12. síðu. 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.