Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 6
g SfÐA---------------------------------- Eftirmál Kúbudeilunnar Russell svarar gagnrýni fyrir „sovét-vináttu" Brezki heimspekingurinn Bertrand Russel sem mjög kom við sögu þegar Kúbudeilan stó'ó’ sem hæst og beitti þá öllum sínum miklu áhrifum til aö hún leystist á friðsamlegan hátt hefur í grein og lesendabréfum í vikuritinu The Neiv Statesman verið gagnrýndur fyrir að hafa þá dregiö taum Sovétríkjanna. Hann svarar fyrir sig í síöasta tölublaði ritsins og segir m.a.: — „Mér hefur veltzt erfitt að skilja viðbrögðin við að- gerðum mínum í Kúbudeilunni. Eins og þá var ástatt sárbændi ég í bréfum og skeytum Kenne- dy, Krústjoff og Castro, leið- toga þeirra þriggja ríkja sem hlut áttu að máli, að fara að öllu með gát og forðast allar hernaðaraðgerðir sem óhjá- kvæmilega myndu leiða til kjamastríðs og þá heimsstyrj- aldar með kjarnavopnum........ JÞað sem ég bað Krústjoff um að gera og það sem hann síðan gerði var einmitt það sem Bandaríkjastjóm sagðist vilja. Ég hef aldrei verið fylgjandi kommúnisma. Ég hef látið þá skoðun mína í ljósi skýrt og skorinort síðan árið 1896. Af því leiðir þó.ekki að ég telji að kommúnisti geti aldrei gert aeskilega hluti. Sú ásökun í minn garð að ég sé annaðhvort andkommúnisti eða andamerí- kani stafar af vanmætti þeirra sem bera hana fram til að skilja að ég er hvorki með Sov- étríkjunum né með Bandaríkj- unum, heldur aðeins með friði í heiminum og með eins miklu frelsi og hægt er að öðlast. Allt sem ég gerði í Kúbudeil- unni miðaði að því að forða stríði. 1 því var enginn vottur af tvískinnungshætti.“ Gerði ekki upp á milli Russell ber eindregið á móti því að hann hafi gert upp á milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjarina í Kúbudeilunni. „Eg harmaði útbreiðslu eldflauga fyrir kjamavopn til Kúbu — alveg á sama hátt og ég myndi harma að slíkum eldflaugum yrði lcomið upp í Kanada, enda þótt engir þeirra sem hæst hafa hrópað á móti staðsetn- ingu þeirra á Kúbu virðist hafa neitt á móti því að þeim verði komið fyrir í Kanada, af því að þær fyrrnefndu eru sovézkar, en hinar vestrænar. Ég harma útbreiðslu allra kjarnavopna.“ „Rétturinn“ til að ljúga Einn bréfritaranna hafði sakað sovétstjórnina um „svik- semi, blekkingar og beinar lyg- ar“ í Kúbudeilunni. Russell svarar: „Eini fóturinn fyrir þessari ásökun er röng yfirlýs- ing Zorins gagnvart SÞ, sem Krústjoff bar til baka svo að segja samstundis og sem leiddi til þess að Zorin var látinn víkja úr stöðu sinni sem sendi- maður Sovétríkjanna hjá SÞ. Sovézku stöðvarnar á Kúbu voru aldrei faldar og Rússar vissu mætavel, að sjá mátti þær úr bandarískum flugvélum. Mr. Frood (bréfritarinn) stendur mjög illa að vígi þegar hann ber fram þessa ásökun. Aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj-; anna, mr, Arthur Sylvester,1 sagði, að „fréttir ,samdar‘ af Bandaríkjastjóm hefðu verið notaðar með góðum árangri í Kúbudeilunni og að stjórnin myndi halda áfram að nota ,fréttir‘ til framgangs utanríkis- stefnu sinni“. Hann bætti við: „Ég tel hverja ríkisstjórn hafa grundvallarrétt til að ljúga til að forðast ragnarrök kjarna- stríðs“. (Sjá The Times, 12. desember).....Sem dæmi um Framhald á 10. síðu. Þegar kjarnasprengjan var sprengd í háloftunum yfir Kyrrahafi í júlí í fyrra varð bjart sem af degi á Ilawai í mörg þúsund kíló metra fjarlægö frá sprengistaðnum. — Myndirnar eru teknar á Waikiki-ströndinni skömmu fyrir og rétt eftir sprenginguna. ------MÓÐVIUINN----------- ----;--Miðvikudagur 20. marz Deilur magnast um brú yíir eða göng undir Ermarsund 1963 Teikning af brú yfir Emiarsund, sem gerö er eftir tillögum brezkra verkfræðinga við Imperial College í London. Þar er gert ráð fyrir mun meira bili á milii brúarstópanna en í frönsku tii- lögunum, eða þremur bogvíddum sem séu hver um sig ein ensk mfla. Það myndi auðvelda sigl- ingar undir brúna. sér árekstur á hálfs mánaðar fresti að jafnaði. Nefnd brezkra, franskra og þýzkra siglingafræðinga hefur nýlega skilað áliti þar sem þeir leggja mjög eindregið til að sett verði ein heildarstjórn á siglingar um Ermarsund og kemur það álit mjög heim við skýrslu Hugons. Kostir brúarinnar. Eins og kunnugt er, hefur Súezfélagið gamla beitt Sér mjög fyrir því að göng verði grafin undir Ermai’sund. En aðrir aðilar, áhrifamiklir og fjársterkir, berjast fyrir brúar- lagningu. í Frakklandi hefur verið stofnað félag í því skyni, Société d’Étude du Pont sur ',e Manche, og er Jules Moch. fyrrverandi ráðherra, helzti forvígismaður þess. Hann held- ur því fram að brúarlagning sé í meira samræmi við tækni og kröfur nútímans en göng, enda myndi brú geta annað miklu meiri flutningum og á hag- kvæmari og þægilegri hátt en göngin. Stáliðnaðurinn brezki, sem nú berst í bökkum, er sagður gera sér vonir um að brúarsmíði geti bjargað honum úr kröggunum og fleiri aðilar hafa undanfarið bætzt í hóp stuðningsmanna brúarinnar. Göng ntiklu ódýrari En fylgismenn gangnanna hafa engu að síður mikið til síns máls og þá fyrst og fremst það að göng myndu ekki kosta nema helming af áætluðum kóstnaði við brúarsmíðina. Þau myndu heldur á engan hátt trufla siglingar og af þeim gætu ekki hlotizt neinar deilur vegna ákvæða alþjóðlaga um frjálsar ferðir skipa á úthaf- inu. Hins vegar eru fylgismenn, jarðgangna ekki á eitt sáttir, um hvernig bezt væri að gera göngin. Súez-félagið hefur hall- azt að því að bezt væri að grafa göngin í kalksteininn undir Ermasundi, en aðrir, sem hafa stuöning bandarískra fjár- málamanna, vilja steypa göng á botni sundsins. I næsta mánuði á nefnd sem stjórnir Bretlands og Frakk- lands skipuðu á sínum tíma til að kanna öll þessi mál að hafa lokið störfum og má þá búast við því að skýrsla verði birt um niðurstöður þeirra. Það má því telja víst að mál þetta verði mjög á dagskrá á næstunni. Kennedy misnotar b/öðin Hinn hckki bandaríski blaða- maður Arthur Krock vjð New York Times ritaði fyrir skömmu grcin í Fortune Maga- zine. Rcðist hann harkalega gegn Kcnnedy forseta og stjórn hans og sakaði forsetann um að drottna yfir fréttaþjónust- unni og nota hana sjálfum sér til framdráttar á ósvífnari hátt en dæmi séu til á friðartímum. Krock segir að Kennedy verði mikið ágengt með því að „smjaðra fyrir fréttariturum og fréttaskýrendum í Washington í samsætum". Auk þess haldi hann lokaða blaðamannafundi með útvöldum blaðamönnum. Krock heldur því fram að Kennedy hafi látið blöðin með- al annars Rytja rangfærðar fréáttir af Kúbu-málinu Þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera Van Allen neyðist til að viiurkenna skaileg áhrif háloftasprengingarinnar Nú hafa lengi verið uppi miklar deilur í Bretlandi og Frakklandi um hvort hagkvæmara og heppilegra sé að legga brú yfir Erm- arsund eða grafa göng undir það. Svo hefur virzt sem fylgismönnum jarð- gangna hafi veitt betur — og er þannig t.d. vitað að de Gaulle forseti er þeim fylgjandi — en brúar- mönnum hefur vaxiö fylgi upp á síðkastiö, enda hef- ur þeim tekizt aö vísa á bug einni helztu mótbár- unni gegn brúarsmíði, þeirri að brú yfir sundið myndi hamla siglingum um það. Kunnur franskur sérfræðing- ur, P. Hugon, framkvæmda- stjóri frönsku siglingamála- stofnunarinnar, hefur birt ýtar- lega skýrslu, þar sem hann sýnir fram á að brú ætti að engu leyti að tálma siglingum um sundið. IJann gerir tillögur um kerfi radíóvita, radars og Decca-siglingatækja, sem hann segir að myndi geta leiðbeint stærstu skipum undir brúna án þess að nokkur hætta væri á að þau rækjust hvort á annað eða á brúarstólpana sem um 400 metrar verða á milli. Sigling um sundið myndi verða með öllu hættulaus, jafnvel í svarta- þokú, sem élcki er óalgeng á jiessum slóöum. Hættuleg siglingalcið Sannast sagna hefur lengi verið mikil þörf fyrir að komið yrði betri stjórn á siglingar skipa um Ermarsund, en um þaö liggur allra fjölfarnasta siglingaleið í heimi. Skipstjórar vilja sjálfir ráða ferðum sín- um og það hefur í för með Hinn heimskunni banda- ríski eðlisfræðingur, dr. James Van Allen, hefur nú viðurkennt, að geislunar- belti það sem myndaöist umhverfis jörðina eftir kjarnasprengingu Banda- ríkjanna í háloftunum i júlí s.l. muni um langan tíma valda margvíslegum truflunum á vísindarann- sóknum og ógna heilsu geimfara um ófyrirsjáan- lega framtíð. Þessi viðurkenning Van All- ans hefur vakið því meiri at- hygli sem hann stóð á því fast- ar en fótunum áður en tilraun- in var gerð og reyndar líka að henni lokinni, að af henni staf- aði engin hætta. Hann rnót- mælti mjög eindregið aðvörun- um brezka vísindamannsins prófessor Lovells í Jodrell Bank sem hét því fram að til- raunir með kjarnasprengjur i háloftunum væru glæfraspil. sem enginn gæti sagt með vissu fyrir um hvaða afleiðingar kynnu að verða af. Dr. Van Allen vísaði þessum viðvörun- arorðum prófessors Lovells og einnig sams konar samþykkl alþjóðlega stjarnfræðisam- bandsins algerlega á bug og sagði að óhætt væri að treysta útreikningum bandarískra vís- indamanna, sem komizt hefðu að þeirri niðurstöðu að engin hætta væri á ferðum, þótt vetn- issprengjur væru sprengdar i háloftunum. Hefur snúizt hugur En á föstudaginn var viður- kenndi dr. Van Allen í Wash- Ington að geislunarbeltið sem myndaðist við kjarnasprenging- una í júlí s.l. myndi haldast a. m. k. í áratug, myndi stór- trufla rannsóknir á eðlilegri geislun og ógna mönnum, sem sendir verða út í geiminn. Áður hafði dr. Van Allen tal- ið, að þetta geislunarbelti myndi ekki haldast nema í hæsta lagi í eitt ár. Hann neyddist til að viðurkenna að hann hefði haft á röngu að standa eftir að hann hafði kynnt sér niðurstöður mælinga frá bandaríska gervi- tunglinu Explorer XV. sem ný- lega var sent á loft einmitt í því skyni að kanna geislunar- beltið sem stafar frá hálofta- sprengingunni. Vissi ekki hvað þeir voru að gera Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan dr. Van Allen réðst hejftarlega á neínd bandarískra vísindamanna sem rannsakað höfðu afleiðingar háloftaspreng- ingarinnar og komizt að þeirri niðurstöðu að geislunar af hennar völdum verði vart lengi enn. Hann hélt því fram að þessir starfsfélagar hans hefðu gerzt sekir um hrapallegan mis- skilning og gefið mönnum þá röngu hugmynd, að „við hefð- um ekki vitað hvað við vorum að gera“. En nú hefur hann semsagt fallizt á sjónarmið þeirra. Verður vonandi ekki endurtekið Þegar prófessor Lovell var skýrt frá þessum sinnaskiptum Van Allens lét hann hafa þetta eftir sér: „Við verðum að vona að ekkert land verði til þess að endurtaka svo klaufalega til- raun“. Brezki stjörnufræðingurinn prófessor Fred Hoyle sagði i þessu sambandi að til þess að hægt yrði að segja fyrir um afleiðingar kjarnasprenginga úti í geimnum yrði að leysa fernar jöfnur, „en það er ein- taldlega ekki hægt að leysa bær, nema með því að gera bær einfaldari,“ og væri farið að því á rangan hátt, þá hlytu niðurstöðurnar að verða rangar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.