Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA HðÐVILJINN Fimmtudagur 21. marz 1963 er skroppið í Isafjarðarbíó ísafirði 16/3 — Alþýöuhúsið hefur nýlega tekið í notkun ný kvikmyndasýningartæki af full- komnustu gerð og eru þau kom- in frá Philips fyrirtækinu í Hollandi. Snorri P. B. Amar er um- boðsmaður þessa fyrirtækis hár á landi og sýndi einstaka fyrir- greiðslu og lipurð við útvegun ' þessara tækja, enda gamall Is- firðingur, sonur Bjöms Páls- sonar, Ijósmyndara hér. Yfirumsjá með uppsetningu tækjanna hafði Gunnar Þor- varðsson og lét hann svo um mælt, að þau væru algjör ný- ung í sýningartækni, sem völ væri á til þess að sýna 35 mm filmur. Er aðalkosturinn sá, að í stað kolbogalampa er notaður svonefndur leifturlampi. Hátalarakerfi er byggt upp af tveimur 25 volta mögnurum og er annar til vara. Sýningarvélar eru tvær og sjálfvirkar. I sýningarklefa er fullkominn öryggisútbúna ur, t.d. er hægt með einu handfangi að ein- angra hann algjörlega, ef í- kveikja verður þar. Sýningartjald er keypt í Eng- landi frá sama fyrirtæki og sýningartjaldið í Háskólabíó. Þá hefur aðalsalurinn verið hljóðeinangraður og er nú hljómburður þar nær óþekkjan- legur frá því sem var áður í húsinu. Þegar þessi tæki voru í fyrsta skipti reynd í Alþýðuhúsinu. Framboð Sjálf- stæðésflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra Morgunblaðið birti nýlega framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra við alþingiskosningamar í sumar. Eru 6 efstu sæti hans þannig skipuð: 1. Jónas G. Rafnar, alþingis- maður, Akureyri. 2. Magnús Jónsson, alþingis- maður. Reykjavík. 3. Bjartmar Guðmundsson, al- þingismaður, Reykjavík. 4. Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari, Akureyrj. 5. Björn Þórarinsson, bóndi Kílakoti. 6. Lárus Jónsson, bæjargjald- keri, Ölafsfirði. Listinn er lítt breyttur frá síð- ustu alþingiskosningum. þá höfðu forráðamenn hússins boðssýningu fyrir gesti staðar- ins og voru allir á einu máli um betri þjónustu en áður. Eigendur Alþýðuhússins eru styrktar- og sjúkrasjóðir Verka- mannafélagsins Baldurs og Sjó- mannafélags lsfirðinga og var húsið byggt á ámnum 1934 til 1935. Síðan um áramót 1961 hefur fengizt eftirgefinn skemmtanaskattur af kvik- myndasýningum á ísafirði. í þess stað renna 35% af brúttóverði hvers miða í elli- heimilasjóð kaupstaðarins og nam það fé s.l. ár ca 170 ; 1 180 þúsund króna. Um leið og nýju kvikmynda- tækin voru tekin i notkun, þá skipti kvikmyndahúsið um nafa og heitir nú Isafjarðarbíó. H.Ó. B 0 R I Ð breytir svip A laugardaginn fengum við að skoða gamla verzlun í nýjum umbúðum. Verzlunin Búrið á Hjallavegi 15 hefur starfað þar í rúm 16 ár, en nú hefur hún öll verið stækkuð, fjölbreytni í vöruvali aukizt hreinlætisskil- yrði batnað og þjónustan tekið stakkaskiptum. Búðin er orðin kjörbúð. Frumteikningarnar að breyt- ingunni komu frá Danmörku, en Skúli Norðdahl arkitekt vann úr þeim og breytti. Verkið var unn- ið af byggingafélaginu Brú og verkstjóri var Hjalti Bjamason. Raflögn annaðist Guðni Helga- son, Sveinn Jónsson sá um kæli- kerfið, Alfreð Sturluson málaði, Gísli Halldórsson - sá um pípu- lagnir og múrverkið vann Dið- rik Helgason. Geta má þess að búðin var máluð úr nýrri málningartegund merkilegri, sem nýfarið er að flytja inn frá Þýzkalandi. SJÓMENN Ódýru sjóstakkarnir eru að seljast upp. Ýmsar aðrar regnflíkur með miklum af- slætti. V 0 P N I Aðalstræti. 16. Kjörgarður NÝJASTA TÍZKA í LITUM OG SNIÐUM Uftimei 1, Laugavegi 59 FERMIN GARFÖT Verð: 1550 — 1595 — 1645 1795 — 1895 — 2200. STAKIR JAKKAR. Verð: 1290. STAKAR BUXUR. Verð: 550 — 785. KARLMANNAFÖT Verð: 2350 — 2630 — 2950 Eftir máli, 250 kr. dýrari. Laugravegi 59 Sími 22206. I I I 1 Við getum að vísu ekki ábyrgzt að þctta sé sama Ioðnan og sagt er frá í greininni, en það|j ætti reyndar ekki að koma að sök. (Ljósm. Þjóðv. G. O.). |j Loðna í Keflavíkurhöfn Það var fallegt veður i Keflavík seinni part laugar- dags. Sjórinn var sléttur og blár og skýin voru föl og há- tíðleg í rökkurbyrjun. Ungó auglýsti stórkostlegt bingó og sjálfsagt hefur þar verið sjónvarp á boðstólum eins og í mestallan vetur. Nýja bíó auglýsti Hetjurnar sjö og er þar fremstur Yul Brynner sem hefur þrifið upp skammbyssu áður en menn geta klappað saman lófum. Þó er önnur skemmtun sem líklega hefur dregið að fleiri áhorfendur þar syðra, en það er loðnuveiði sem fram fer rétt við hafnarbakkann. Menr. mega ekki gleyma því að Keflavík er sjávarpláss, og þar er mikil fisklykt í yitum manna. Menn vinna sína tíu— tólf tíma vinnu og eftir það fara þeir í aðgerð. Loðnan kom inn fyrir nokkrum dögum og hefur síð- an legið í höfninni eins og ráðvillt smáþjóð og beðið eftir bví hvað valdameiri lífsverurri þóknast að gera við hana. Fróðir menn segja að loðno- fiskarar hafi ausið barna udd 3—4000 tunnum á örskömmum tíma. Á þessari stundu er einn bátur að, Freyja; hún er ekki nema 3—4 metra frá hafnar- garðinum. Það er töluvert )íf í nótinni hjá Freyjumönnum, píputottandi menn á hafnar- bakkanum segja þetta kast sé um 30—40 tunnur. Eftir nokk- urt amstur bakkar Freyja og siglir inn höfnina með kastið á hliðinni og hallast nokkuð eins og eðlilegt er. Og hún sigíir í rólegheitum fram hiá snyrtilegu dönsku saltskipi, en þar stendur messastrákur í stafni og horfir með velþókn un á arðbært strit fyrrverandi s^mbandsþjóðar. Það er háfað úr nótinni upp á bíl. Þetta er vissulega smár fiskur loðnan og henni rignir yfir dekkið þegar háfurinn fer yfir, rignir yfir sjómenn og fjöldamarga bráðunga sjálf- boðaliða. Þarna var strákur á rauðri peysu, ijóshærður. sannkallaður gullhrútur. Hann horfði spenntur á ioðnukríli sem spriklaði ákaflega í hönd- um hans, og svo fór að hann gaf því líf af brjóstgæðum, Það bregður fyrir mörgum fallegum lit í þessari iðandi kös þegar kvöldsólin nær að skína á hana, og mikið er sú lykt betri sem leggur af þess- um fiski en af golþorskinum sem verið er að landa við næstu bryggju. Við höfum síðar samband við ötulan loðnufiskara, sem er reyndar smiður að atvinnu, en hefur brugðið sér í stígvél og stakk til að fá gott loft í lungun og hæfilegan léttleika í hreyfingar. Hann lét mjög vel af hegðun loðnunnar á þessum vetri, menn myndu varla annað eins. Hefði hún komið hálfum mánuði fyrr en venja er til. Það hefðu fjórir bátar stundað þessar veiðar, Tjaldur, Ver, Lundi og Freyja og orðið vel ágengt á þvi klassíska veiðisvæði sem er einkum út af Stafnesi. Og auðvitað var hann glaður og ánægður yfir því að hún skyldi koma beint hingað upp í landsteinana, en það hefur ekki gerzt á síðastliðnum 4—5 árum. Þeir ætluðu að reyna aftur eftir helgina og vonuðu að einhver liðsauki hefði komið á höfnina meðan menn leyfðu sér verðskuldaða hvíld. Þeir fengu 2.80 kr. á kílóið í beitu, og 1.70 í frost, en ekki var enn vitað um verðið í bræðslu og hafði orðið eitt- hvað rjfrildi út af því vegna óstýriláts hugmyndafiugs fréttaritara Morgunblaðsins á staðnum. A.B. I Breysk- leikasynd „Dæmdir fyrir aö fremja EKKI alæp“ heitir forustu- grein Alþýðublaðsins í gær, og þar segir svo: „Til skamms tíma hefur íslenzk stjórn- málabarátta snúizt að mestu um það, sem menn. flokkar og ríkisstjórnir hafa gert eða beínlínis barizt fyrir að gert yrðí. Nú hefur stjórnarand- staðan tek ð upp bann hátt, að ráðss' með hinum mestu svívirðingum á ríkisstjórnina fvrir nð •••-ðir. sem hún EKKI GERÐT he’dur muni hafa ÆTLA AÐ GERA ein- hverntími :vr r iöngu“. (Let- urbreytingar Alþýðublaðsins). Hér á blaðið að sjálfsögðu við það að í ágúst 1961 ákvað rikisstjórnin að senda form- PJlNIISTAN LAUGAVEGI 18^ SfMI I 9113 Til sölu 2 herb. íbúð við Miklu- braut, ásamt tveim herb. í risi 1. veðr. laus. 3 herb. ný og góð íbúð í Laugamesi. 3 herb. íbúðir við Eskihlíð, Kaplaskjólsveg, Engja- veg og Kjartansgötu. 4 herb. nýleg hæð við Garðsenda, sér inngangur. 4 herb. hæð við Sörlaskjól, tvö eldhús, sér inngang- ur 1. veðr laus. 5 herb. ný og vönðuð hæð við Rauðalæk. 5 herb. ný og glæsileg íbúð við Kleppsveg, frábært útsýni yfir borgina og sundin. 6 herb. ný og glæsileg íbúð í Laugarnesi, 1. veðr. laus fagurt útsýni. 110 ferm. góð hæð við Sörlaskjól, ásamt þriggja herb. risíbúð. stór garð- ur, bílskúr. 100 ferm. góð hæð við Skipasund, með þrem herb. í risi, stór garöur, bílskúrsréttindi. Raðhús við Skeiðarvog, endahús með fallegum garði. Lítið einbýlishús við Bjarg- arstíg. 3. herb. íbúð, með verkstæðisplássi í kjall- ara. Einbýlishús við Borðavog, timburgrind asbestklædd einangruð með vikri múr húðuð, 4 herbergi, stórar geymslur homlóð. Einbýlishús við Heiðar- gerði, vandað timburhús, járnklætt falleg lóð frá- gengin. EinbýMshús við Háagerði 4 herb. teiknað af Sigvalda Thordarsen. Kópavogur 3 herb. íbúð við Digranes- veg, 1. veðr. laus. 1 4 herb. hæð við Melgerði. 3 herb. hæö við Víghóla- stíg, ásamt þriggja her- bergja risíbúð. Parhús i Hvömmunum, 150 ferm. Kjarakaup. 140 ferm önnur hæð í tví- býlishúsi, allt sér selst fokheld. lega umsókn um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Ríkisstjórnin bar þessa á- kvörðun sína undir sérstaka ráðgjafamefnd þar sem sæti áttu fulltrúar frá öllum helztu félagasamtökum og hagsmunahópum þjóðarinnar. Allir fulltrúarnir mæltu með því að umsókn yrði send — nema fulltrúi Alþýðusam-, bands íslands. Og þar voru ekki stjórnarflokkamenn ein- ir að verki, heldur og ýmsir helztu ráðamenn Framsókn- arflokksins, enda mælti Tím- inn þá hástöfum með auka- aðild og atyrti Þjóðviljann fyrir alltof neikvæða afstöðu til Efnahagsbandalags Ev- rópu. Aðstæðurnar eru sannar- lega gerbreyttar síðan þá. Framsóknarfiokkurinn hefur hringsnúizt og viH nú allt til Bátasala: Fasteignasala: Skipasala: Vátryggingar: ^/eFðbréfavsðskipti: Jón Ó. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. Sími 20610 — 17270. Tryggvagötu 8, 3. hæð. Heimasími 32869. vinna að menn gley.mi afstöðu hans í ágúst 1961. Afstaða stjórnarflokkanna er svo ger- breytt að Alþýðublaðið talar um það sem „glæp“ ef send hefði verið umsókn um aðild að Efnahagsbandalaginu og telur að menn verði að virð^ stjórnarflokkunum það til vorkunnar að sá glæpur hafi aldrei verið framinn. Það niegi ekki áfellast ríkisstjóm- ina fyrir það sem hún hafi „ætlað sér að gera“ fyrst hún gerði það ekki. Hér kemur semsé fram hin hárfína skil- greining á mismúnandi synd- um úr Helgakveri: „Sumar eru breyskleikasyndír, sprottnar af bví að viljinn til hins góða er eigi nógu sterk- ur, sumar ásetningssyndir, beinlínis sprottnar af illum vilja. Breyskleikasyndir koina bráfaldlega fyrir hjá guð- hræddum mönnum. en ásetn- ingssyndir hjá óguðlegum.“ Stefna ríkisstjórnarinnar hafi þannig einvörðungu verið breyskleikasynd og stafað af bví að viljinn til hins góða hafi ekki verið nógu sterkur, en nú hafi hann styrkzt til mikilla muna við tilhugsun- ina um kosningar þær sem framundan eru. — Austri. < 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.