Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 3
FimmtudEgur 21. marz 1963 ÞIÓÐVILTINN SlÐA Nýjar vinnustöðvanir í gær og fleiri boðaðar Verkföllin í Frakklandi hafa staðið samfleytt brjár vikur PARÍS 20/3 — Þrjár vikur eru nú síðan verkfall franskra kolanámumanna hófst og rís verkfalls- aldan í landinu hærra með hverjum deginum sem líður. Enn urðu auknar truflanir á samgöngum og atvinnulífi Frakklands af völdum verkfallanna í dag og sat ríkisstjórnin mestallan daginn á fundi með de Gaulle til að ræða ástandið. Verkamenn vid gas- og raf- orkuvinnslu ríkisins lögðu í dag niður vinnu í fjóra tíma, frá kl. 2 til 6 eftir frönskum tíma. Varð það til þess að svo til gas- laust varð í París og víðar, neð- anjarðarlestir og sporvagnar stönzuðu, lyftur stóðu fastar og umferðarljós slokknuðu. Varð meiri umferðarringulreið í höf- uðborg Frakkland en nokkru sinni fyrr. Flugvallarstarfslið landsins fór líka í verkfall og varð að af- lýsa mörgum flugferðum og öðrum seinkaði. Þá styðja verka- menn í kjarnorkuverum lands- ins verkfailshreyfinguna gegn stefnu ríkisstjómarinnar að halda Bátur strandar Skagaströnd í gær. — Vélbát- urinn Máni var að koma úr netaróðri í fyrrakvöld og tók þá niðri um tvö hundruð metra frá landi undan svokölluðum Skeggja stöðum og er það um átta kíló- metra vegalengd frá Skagaströnd. Þegar báturinn strandaði á ni- unda tímanum var dimmviðri og él og lágsjávað en fremur hæg- ur sjór. Vélbáturinn Svanurinn dró hinn strandaða bát á flot um klukkan tvö um nóttina og eru skemmdir órannsakaðar enu- þá. Skipstjóri á m.s. Mána heit- ir Gunnar Sigurðsson og er stærð bátsins 40 lestir. Fiskileysi er yfirleitt í Húna- flóa og hafa bátar ekki hreyft sig í fimm vikur síðan beir hættu á línu og reið Máninn ein- mitt á vaðið og var þetta einn af fyrstu netaróðrunum. Var hann með þrjár lestir í þessum róðri. Húni og Helga Björg róa núna frá Grindavík og ætlaði Máni að fara suður til Grinda- víkur á föstudaginn. Hér ríkir nánast atvinnuleysi af þessum sökum og hefur fóLk farið meira suður en venjulega í atvinnuleit. niðri kaupinu og munu þeir hefja 24 tíma verkfall n.k. föstu- dag. Járnbrautarstarfsmenn hafa hótað tveggja tíma verkfalli í upphafi hverrar vaktaskiptingar á fimmtudag og sennilega tefj- ast póstsamgöngur einnig vegna verkfalla. Á föstudag verður kannski hvorki hægt að hringja í landssíma né senda skeyti. . Verkamenn í jarðgasstöðvunum í Lacq í Suðvestur-Frakklandi sem hafa lagt niður vinnu að hálfu í 14 daga og minnkað framleiðslu stöðvanna um helm- ing, hóta nú að stöðva fram- leiðsluna að fullu og öllu, náist ekki lausn í vinnudeilu þeirra fyrir hádegi á fimmtudag. Slíkt verkfall mundi leiða til vinnu- stöðvunar í mörgum verksmiðj- um og gera 20 þús. menn at- vinnulausa. Hin svokallaða „vitringanefnd" sem lýtur stjóm formanns áætl- unarráðsins, Pierre Masse, hafði í dag fund með fulltrúum járn- brautarstarfsmanna, námumanna og raforku- og gasvinnslumanna. „Vitringanefndin“ er skipuð af ríkisstjóminni og á að rann- saka kjaravandamálin í ríkis- reknum iðnaði og fyrirtækjum og sagði Masse í dag að nefnd- in myndi byrja á samningu skýrslu um málið á morgun og yrði hún væntanlega tilbúin fyr- ir helgi. ■ í dag fóru námumenn frá kola- námusvæðunum í Cevennes í Suður-Frakklandi í mótmælaferð á bílum til Nimes. Höfðu þeir uppi kröfuspjöld sem á stóð: „Ekki fleiri sprengjur, heldur peninga". 1 bílalestinni vom 16 langferðabílar og 200 einkabíl- ar. Nýjar við- rœður um Berlín WASHINGTON 20/3 — Utanrik- iráðuneyti Sovétríkjanna hefur tilkynnt Bandaríkjastjóm aðSov- vétríkin séu fús til að hefja að nýju viðræður um Berlínar- vandamálið innan skamms, til- kynntu bandarísk stjómarvöld í dag. Ekki er ákveðið hvenær og hvar viðræðumar fari fram, en í Washington er gert ráð fyrir að þær hefjist þar um mán- aðamótin. Sendiherrar vesturveldanna sem höfðu stöðugt samband við bandaríska utanríkisráðuneytið við fyrri umræður Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, vom boð- aðir til fundar í utanríkisráðu- neytinu síðdegis í dag. I Krafizt framsals tveggja erindreka ísraelsmenn sakaðir um rán á þýzkum vísindamönnum FREIBURG 20/3 — Rík- issaksóknarinn í Frei- burg skýrði frá því í gærkvöld að dómstóll í Lorrach í Vestur-Þýzka- landi hefði gefið út handtökuskipun á ísra- elsku erindrekana Josef Ben Gal og Otto Joklik, sem um þessar mundir eru í varðhaldi í Sviss. Saksóknarinn sagði að hand- tökuskipunin hefði verið gefin út þar sem Israelsmennirnir væru grunaðir um að hafa reynt að ráða vesturþýzka rafeindafræð- inginn Hans Kleinwaechter af dögum. Þeir voru settir í gæzlu- varðhald í Basel fyrir nokkmm dögum, gmnaðir, að því er sagt var, um að hafa reynt að kúga vesturþýzka vísindamenn til að hætta að aðstoða Sameinaða j Arabalýðveldið við smíði eld- flaugavopna. Hans Kleinwaechter dvelst nú í Sviss og er álitið að hann ! vinni þar að teikningu á raf- eindastjómkerfi í egypzkar eld- j flaugar. Sagt er að Israelsmenn- imir hafi sýnt honum banatil- ræði i sl. mánuði. Þá heldur svissneska lögreglan því einnig Kraf zt endurskoðunar Eviansamninganna Ekki fleiri kjarnatilraunir í Alsír, segir Ben Bella ALGEIRSBORG og PARÍS 20/3 — Ahmed Ben Bella, forsætisráðherra Alsír, lýsti yfir á auka- fundi Alsírþings í dag að hernaðarákvæði Evian- samninganna væru ósamræmanleg sjálfstæði landsins og yrði því að taka þau til endurskoð- unar. „Það má ekki gera fleiri tilraunir með kjarn- orkusprengjur á alsírsku landi“, sagði hann. Boðað var til aukafundar í þinginu vegna kjarnasprengjutil- raunar Frakka í Sahara-eyði- mörkinni fyrir nokkrum dögum. Ben Bella var ákaft fagnað a+ þingheimi er hann sagði að ekki mætti leggja stranglögræðilegan skilning í Evian-samningana. heldur vriV að byggja á þeirr anda sem kæmi fram í þeim orðum samninganna, að bæði löndin væru sammála um að virða sjálfstæði hvors annars. „Það er auðvelt að segja, að Evian-samningamir geri kjarn- orkutilraunir mögulegar, en ekki ef Iitið er á anda samninganna. Ríkisstjórn Alsír hafði gert allt sem í hennar valdi stóð til að hindra kjarnorkutilraunina sem gerð var á mánudaginn. og hafðí margbeðið Frakka að bréyta ■'' kvörðun sinni um að gera Hi rauninj", sagði Ben Bella. Forsætisráðherrann sagðist ótt- ast að neðanjarðartilraunin, sem enn hefur ekki verið staðfest af opinberum aðilum í Frakkland, væri undanfari tilrauna með aðr- ar sprengjur í andrúmsloftinu og að geislavirkt úrfelli úr slík- um sprengjum mjmdi stofna heilsu landsmanna í hættu. Auk þess væri tilraunin frekleg móðg- un við Alsír og sjálfstæði þess. Að ræðu Ben Bella lokinni á- kvað þingið að halda áfram um- ræðum fyrir luktum dyrum. Enn hefur ekkert verið opin- berlega staðfest um kjarnorku- tilraunina í París, en í kvöld viðurkenndi heimildarmaður í nánum tengslum við Pompidou forsætisráðherra, að Frakkar hefðu sprengt kjarnorkusprengju í Sahara sl. mánudag. Sagði heimildarmaðurinn jafnframt að ■^rakkar hefðu fullan rét.t til að tera slíkar tilraunir og að áætl- un sem franska stjórnin hefur gert um kjamatilrai'n’r ■—v-ndi ' verða framkvænsf;’- fram að erindrekamir tveir hafi beitt eðlisfræðinginn Paul Goercke kúgun í sambandi við 25 ára gamla dóttur hans, Heidi. Sagði lögregluforingi í Basel, Walter Burkhardt, að Heidi Goercke væri í stöðugri lífshættu. Auk þessa álítur lögreglan að Otto Joklik hafi átt þátt í dul- arfullu hvarfi eðlisfræðingsins Heinz Krug í september í fyrra. Hann hvarf skyndilega frá heim- ili sínu í Miinchen og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Krug vann einnig að egypzkum eldflaugaútbúnaði. I a i KE¥ WEST 20/3 — tltvarpið í Havana sagði í dag að Banda- ríkin bæru ábyrgð á árás sjó- ræningjaskips, eins og það var kallað, á sovézkt flutningaskip á leið til Kúbu sl. sunnudagskvöld. I tilkynningu frá kúbanska hernum er sagt að Bandaríkja- menn standi að baki árásinni á sovézka skipið og hafi stofnað lífi áhafnarinnar i hættu. Verði Bandaríkin að taka afleiðingum árásarinnar. Samtök flóttamanna frá Kúbu segja hins vegar að þau hafi gert árásina og utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna sendi í gærkvöld út yfirlýsingu þar sem segir að Bandaríkjastjóm sé á móti svona tilviljanakenndum og óundirbúnum árásum! Útvarpið í Havana staðfesti ekki að ráöizt hefði verið á sov- ézkan hermannabústað á eynni, eins og flóttamannasamtökin halda fram. Sovézka skipið, sem ráðizt var á, heitir Ljov og er 5400 lestir Það var á leið til Havana með neyzluvörur. 1 tilkjmningunni segir að gerðar muni verða nauðsynlegar ráðstafanir af Kúb;: hálfu til að koma í veg fyrir að slíkar árásir endurtaki sig. Samvinna hefst úti í geimnum Árás sovézkt Ij Kúbufar | $ i Það bar ýmjslegt til tíð- inda í heiminum í gær sem endranær; kjamaspreng- ing Frakka í Sahara var enn á dagskrá, verkföll urðu enn í Frakklandi og var haldið áfram í Finnlandj, verkbann var boðað í Noregi, flugvél Saud konungs fórst með dul- arfullum hætti, sovétstjórn- in fór fram á við Bandaríkja- stjórn að viðræður yrðu aft- ur teknar upp um Berlínar- málið. Telja má þó sennilegt að annarra tíðinda muni fremur minnzt þegar fram líða stundir. Siðan um fyrri helgi hafa bandarískir og sovézkir geimferðafræðingar setið á fundum í Rómaborg. Þeir hafa fjallað um samvinnu sín á milli og einmitt í gaer tilkynntu þeir að ákveðið hefði verið að innan skamms myndu hefjast sameiginlegar geimtilraunir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna með hlut- deild brezkra visindamanna Fyrsta tilraunin verður gerð alveg á næstunni. Verður þá bandarísku endurvarpstungli af gerðinni Echo skotið á loft og send radíoboð um það til radíóathuganastöðvarinnar í Jodrell Bank í Englandi sem mun síðan koma þeim áleiðis austur og vestur. Formenn beggja samninganefndanna. dr. Hugh Dryden og prófessor Anatólí Blagonravoff. sögðu að hér væri um að ræða fyrsta skrefið að náinni sam- vinnu milli ríkja þeirra um geimrannsóknir. Dr. Dryden sagði að stefnt væri að því að skiptast á upplýsingum um geimskot til Marz og Venus- ar og mjmdi það nánar rætt þegar næsti fundur yrði hald- inn í Varsjá. Prófessor Blag- onravoff nefndi nauðsjmina á samvinnu í því skyni að tryggja geimfara framtíðar- innar fyrir óhöppum og hætt- um geimsins. Því meira sem vig hjálpumst að, því fyrr getum við lagt í ferðir út í geiminn. sagði hann. Tilkynningin sem birt var í Róm í gær kóm ekki á óvart. 5. desember s.l. til- kynntu fulltrúar Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna hjá SÞ, þeir Zorin og Stevenson, Ú Þant framkvæmdastjóra í sameiginlegu bréfi að ríki þeirra hefðu gert með sér samning um samvinnu að geimrannsóknum. Meginatriði hans voru að á árunúrn 1963 —65 myndi skotið á loft sjö gervitunglum. fjórum banda- rískum og þremur govézkum. til sameiginlegra veðurathug- ana segulsviðsmælinga og fjarskipta um endurvarps- tungl. Hvort ríkið um sig myndi skjóta á loft veðurat- huganatungli í tilraunaskyni á árunum 1963—64 og myndu stöðvar í báðum löndunum taka við upplýsingum frá þeim. Síðar myndu send á loft fullvirk veðurathugana- tungl frá báðum sem senda myndu allskyns upplýsingar og myndir ti] beggja. Stefnt myndi að því að koma upp úti í geimnum veðurathug- anakerfi sem spannaði allan hnöttinn og allar þjóðir mjmdu njóta góðs af. Hins vegar var ekki gert ráð 'fyrir að senda Echo-tungl á loft fyrr en árið 1965, en af ein- hverjum ógreindum ástæðum hefur nú verið ákveðið að láta þá tilraun ganga fyrir. Geimurinn er endalaus og mannkynsins bíða þar ó- 'æmandi verkefni. Því er það 'amkomulag sem hér hefur s/erið greint frá ekki nems lítið spor á langri braut — en það er sannarlega spor í rétta átt. Ekkert er sjálf- sagðara viðfangsefni alþjóð- legrar samvinnu en rannsókn geimsins. Þeir menn sem fyrstir munu stíga fæti á tunglið, einhvem tíma áður en þessi áratugur er á enda, hverrar þjóðar sem þeir nú verða, munu skilja það betur en nokkir aðrir á undan þeim, að mannkynið er allt af einni ætt og jörðin öll heimkynni þess. Enn á það langt í land að sú vitneskja ráði gerðum mannanna og hörmulegt hef- ur það verið. þótt e.t.v. hafi ekki verið hægt hjá þvi að komast, að geimrannsókn- irnar hafa fram að þessu mótazt fremur af þjóðarremb- ingi en alþjóðahyggju. af við- leitni til hagnýtingar á geimn- um til múgdrápa en vísinda- rannsóknum í þágu friðsam- legs starfs á jörðinni. Hvor- ugur aðili geimrannsóknanna er hér sýkn saka, enda varla við því að búast í okkar heimi, en sökinni verður þó ekki skipt jafnt á milli þeirra. Allt frá upphafi geimtil- raunanna hafa Banda- ríkjamenn lagt höfuðáherzlu á hernaðargildi þeirra og það eru flugher og floti þeirra sem staðið hafa fyrir þeim. Löngu áður en þeir gerðu fyrstu misheppnuðu tilraun sína til að koma gervitungli á loft höfðu bandarískir herfor- ingjar lagt á ráðin um hvem- ig nota mætti tunglið sem skqtpall fyrir árásir á fjand- menn á jörðinni. Það var beim reiðarslag þegar í Ijós kom að Sovétríkin höfðu al- gera yfirburði í grundvallar- tækni geimrannsóknanna, eldflaugasmíðinni. Þótt banda- rískir vísindamenn hafj síð- an unnið mörg glæsileg afrek í geimrannsóknum og nægir að nefna hina undraverðu ferð Mariners II til Ven- usar. verður því ekki neitað að Bandaríkjamenn hafa jafnan lagt megináherzluna á hernaðarhlið geimrannsókn- anna. Þar má t.d. nefna njósnatunglin Midas og Sam- os. kopamálabeltið sem beir sáldruðu umhverfis jörðina haustið 1961 þrátt fyrir ein- róma mótmæli stjómar hins alþjóðlega stjarnfræðinga- sambands, og kjarnaspreng- ingu þeirra í háloftunum í fyrrasumar. sem þeir hafa nú orðið að viðurkenna að geti staðið friðsamlegum geim- rannsóknum fyTÍr þrifum ár- um ef ekki áratugum saman. Það er þvi ekki vonum fyrr að þeir taka að huga meira en áður að friðsamlegrj hag- nýtingu geimsins og góðs viti er það að samvinna skuli nú hafin mjlli þeirra og Sovét- ríkjanna. Enn mun samt líða á löngu þar til málum he'fur verlð svo giftusamlega ráðið á jörðinni að allar þjóðir geti lagzt á eitt í því mikla land- námi geimsins sem mann- kynsins bíður. Það verður ekki fyrr en vonjn um al- menna afvopnun hefur r®tzt og ófriðarhættunni endanlega bægt frá dyrum marghrjáðra jarðarbúa. Tröllaukinn kostn- aður geimrannsóknanna sem þegar er tekinn að sliga stór- veldin og mun margfalaast á næstu áratugum verður held- ur ekki bqrinn uppi nema hætt sé að. sóa verðmætum í botnlausa hít vígbúnaðarins. En engu að síður er það ánægjulegt að fjrsta skrefið til alþjóðlegrar samvinnu um landvinninga í geimnum skuli aú vera stigið og það var næsta eðlilegt að sú samvinna ‘ækist fyrst um veðurathug- ■mir, því hvaða fyrirbæri er alþjóðlegra en veðrið? Ab.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.