Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 6
HðÐVILIINN Fimmtudagur 2-1. marz 1963 menn ásakaiir ve kostna&ar við innrásina! Hinar miklu olíulciðslur scm nú er verið að leggja frá olíulindum Sovétríkjanna í nágrenni Svaríahafs og Kaspíahafs yfir til landanna i Austur-Evrópu eru þegar langt komnar og reistar hafa verið fjölmargar dælustöðvar og byggðar hreinsunarstöðvar sem reiðubúnar verða að taka við olíunni þegar hún tekur að fljóta alla hina löngu Icið. Fátt hcfur valdið meiri skclfingu á vesturlöndum af þvf sem fyrir austan gerist en þessar olíuleiðslur og óttast einkum olíu- hringarnir að þegar þær eru komnar í notkun muni Sovétríkin geta boðið fram miklu ódýrari olíu en þau hafa á boðstólum og , hafa þvi gert hvað þau geta til að tef ja lagningu leiðslanna, eins og segir frá hér í fréttinni. ;— Myndin er af olíuhreinsunarstöðinni sem verið er að byggja í Schwedt an der Oder í Austur-Þýzkalandi, en þangað liggur ein leiðslan um Pólland. Hér verður hægt að hreinsa átta miljónir lesta af olíu árlega. Flokkur Adenauers traðkar á þingræðinu ingmenn hans gerSti þingíð Að sjálfsögðu cr það ekki morð'inginn sem er sekur held- ur fórnarlamb hans. Slík var niðurstaðan sem Carlos nokkur Todd komst nýlega að. Todil þcssi var áður kúbanskur þegn en er nú búsettur í Florida og ritstýrir cinum blaðasncplanna scm gefnir eru út handa inn- flytjendum frá Kúbu. Todd reiknaði nýlega saman „tjón" það sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir vegna atburð- anna á Kúbu. Niðurstöður hans voru þegar endurprentaðar í fjölmörgum bandarískum blöð- um og fylgdu greinar þar sem megn gremja var látin í Ijós. Skrif þessi eru svo dæmigerð fyrir sérstakan hugsunarhátt að rétt er að skýra frá þeim. IM'iIljónir til höfuðs byltingunni Samkvæmt útreikningum Todds voru eignir bandarískra auðfélaga sem þjóðnýttar voru þúsund milljón dollara virði, kostnaðurinn við innrásina við Svínaflóa í apríl 1961 var 45 milljón dollarar, kostnaðurinn vid hernaðaraðgerðir gegn Kúbu í haust var 100 milljón dollarar, lausnarg.jaldið íyrir fanga þá sem teknir voru í inn- rásinni 53 milljónir dollarar og annar kostnaður af föngunum nam um þrem milljónum. Það er því augltjóst mál að óvirkt nieð því ai sitja hjá BONN 20/3 — Enn einu sinni hefur komið á daginn hve algera fyrirlitningu valdhafar Vestur-Þýzkalands hafa á sjálfsögðustu lýðræðis- og þingræðisreglum. Á mánudags- kvöld kom flokkur Adenauers, Kristilegi demókrata- flokkurinn, í veg fyrir að þingið gæti tekið ákvörðun í stórmáli. Allir þingmenn flokksins sátu hjá við at- kvæðagreiðslu, þegar sýnt þótti að þeir myndu verða und- ir í henni og gerðu með því ógilda ályktun, sem samþykkt hafði verið með 244 atkvæðum gegn einu. Tillaga sú sem atkvæði voru greidd um fjallaði um að nema úr gildi bann það -sem ríkisstjórnin hefur sett við sölu á olíuleiðslurörum til Sovétrík.ianna, en bann það er sett að kröfu Atlanzhafsbanda- lagsins. Það hefur mætt mik- illl andstöðu í Vestur-Þ>'zka- landi, sem og reyndar í ýms- um öðrum löndum bandalags- ins. og flokkar sósíaldemókrata og Frjálsra demókrata, sem hafa meirihluta á þinginu i Bonn, tóku höndum saman um að afnema bannið. En með hjá- setu allra þingmanna Kristi- -$> V.-Þjáðverjar sei skilyrði M^NCHEN 19/3 — í gær barst Georges Bidault. fyrrverandi forsætisráðherra Frakk'ands og núverandi OAS-forsprakka, bréf frá innanríkisráðuneytinu í Bsvern í Vestur-Þýzkalandi. Seg- ir bar að Bidault verði að láta af öllum af-kiotum af stjórn- máhim og flytja frá núverandi bftí'^ð sínum ef hann ætli sér að dve'.iast áfram í Bayern. BMault hefur um hálfs mánað- ar skeið haldið til á heimili hollenzks blaðamanns í Steine- bach í nánd við Mtinchen. Bidau^t hefur áður beðið innanríki ráðuneytið að gera grein fyrir skilmálum þeim sem yfirvöldin setja varðandi áíram- haldandi dvöl hans í Bayern. Hann hefur lýst því yfir að hann óski eftir að dveljast á- fram í Steinebaeh og hafi ekki í hyggju að láta af baráttu sinni gegn de Gaulle. Tuttugu manna lið gætir hússins þar sem hann lætur íyrir berast. legra og nokkurra úr hópi Frjálsra demókrata fór svo að tæptir helmingur þingmanna tók þátt í atkvæðagreiðslunni og hefur samþykkt þingsins ekkert gildi. Traðka á þingræðinu Sósíaldcmókratar hafa ásak- að flokk Adenauers fyrir að virða sjálfsögðustu reglur bingi'asðisins að vettugi með bessari framkomu sínni, en taismenn hans hafa svarað því lil að afstaða sósíaldemókrata í þessu máli sýni að þeir styðji Atlanzhafsbandalagið aðeins í orði. en ekki í verki. „Ótilhlýðilcg íhlutun" En ýmsir sem eru Kristi- lega demókrataflokknum ná- komnir virðast líta þetta mál 'ðrum augum. Þannig skrifar blaðið General-Anzeigcr íBonn, íem að jafnaði er talið mál- gagn vesturþýzku stjórnarinnar, í forystugrein um það sem blaðið kallar „ótilhlýðilega i- hlutun" Bandaríkjamanna í deiluna milli v-þýzku stjórn- málaflokkanna um sölu á olíu- rörum til Sovétríkjanna. Blað- ið segir að það hafi verið „á- kaflega óheppilegt" að banda- ríski sendifulltrúinn í Bonn skyldi hafa reynt að fá for- mann Frjálsra demókrata, dr. Erich Mende, til að breyta um afstöðu til málsins áður en um- ræðurnar um það hófust á þinginu. Times gagnrýnlr Framkoma þingmanna Aden- auers hefur einnig verið gagn- rýnd utan Vestur-Þýzkalands. Þannig segir brezka blaðið The Times í forystugrein i dag að menn hafi lengi vitað um lítilsvirðingu Adenauers fyrir þjóðkjömum samkundum Vest- ur-Þýzkalands, en jafnvel þeir sem ekki kalla alt ömmu sína, hljóti að hneykslast á fram- ferði marma hans á þinginu á mánudaginn. Times segir að « -,-nauer hafi verið í slæmri i'•'. i . ¦gnn þe*. hve mikla áherzlu Bandaríkja- menn lögðu á að stöðvuð yrði sala á olíurörunum til Sov- étríkjanna, en jafnframt vegnr andstöðu þýzka stáliðnaðarin1 gegn því að salan yrði bönnuö Víst sé að hinar miklu sov- ézku olíuleiðslur muni auka mjög efnahags- og hernaðar- mátt landanna í Austur-Evrópu og „ógna mörkuðum á vestur- löndum með enn ódýrari sov- ézkri olíu" en hingað til hef- ur verið í boði. En hvernig sem því sé varið, muni olíu- leiðslurnar verða lagðar. hvort sem rör fáist til þeirra frá vest- urlöndun eða ekki. Los Pinos er samvinnubú á Kúbu scm sctt hefur verið upp í héraðinu Pinar del Rio, og var cinn af sonum einræöisherr- ans Batista áður fyrr eigandi þess lands. Aður fyrr voru þar aðeins bjálkahús fyrir gripahirða eins og þá sem sjá má á mynd- inni til vinstri. En eftir byltingu hafa verið reistar 168 nýtízku íbúðarhús fyrír starfsfóIMð — sjá myndina til hægri. Bygging- aráform í Los Pinos hljóða upp á 503 hús alls, tvo skóla, tvö barnaheimili og ýmsar aðrar ánægjulegar stofnanir ur agr &&X IA flfe M nnam niaiagsins Enn er í vændum hörð ræma kornveröið. Vestur-þýzku að tefja framgang málsins en valdastrcita innan Efnahags- bandalagsins. Vestur-þýzkir bændur hafa gert lýðum ljóst að þeir muni berjast við að halda því kornverði sem þeir hafa átt við að búa og vonast þeir cftir stuðn'ingi frá Bonn stjórninni. Framkvæmdancfnd EBE hei ur lagt til að vestur-þýzk.i kornverðið lækki vcrulega pii það franska hækki í júlí næst- komandi. Er þctta fyrsta skrcf ið til að koma á sama verði ;> öllu EBE-svæðinu. Vestur-þýzkir bændur sjá hinsvegar sína sæns út brcidda nái áætlun þessi fram að ganga. Bændurnir vita að þeir getu ógnað kristilegu demókrötunum í Bonn. Síðar í þessum mánuði verður kosið til fylkisþingsins í Rheinland Pfalz og í maí í Niederachsen. 1 báðum fylkj- unum ráða atkvæði bændanna úrslitum og nóg er af íhalds- flokkum sem vilja þiggja þau. Áður hefur Bonn-stjórnin lýst því yfir að hún kæri sis ekki um að kornverðið verði lækkað. Þrýstingurinn á stjórn- ina hefur aldrei verið öflugri en nú. Þar af leiðir að hún neyðist til að neita að fallast á tillögu framkvæmdanefhdar- innar. EBE-ríkin hafa einróma falið '.nmkvæmdanefndinni að sam- bændurnir telja að eina lausmn sé að verðið í hinum löndun- um sé hækkað til jafns við það vestur-þýzka. Vestur-þýzk stjórnarvöld ætla það verður skammgöður verm- ir. Um áramótin 1965—66 hefar í'áðherraráðið rétt til að gera úc um kornverðið með meirihluta- samþykkt. Nú er kreppa í japönskum kolaiðnaði og hefur fjölda japanskra námumanna verið sagt upp vinnu. Þúsúndir verkamanna taka þátt í mótmælafundum og kröfugöngum á gö.tum Tokio. Krefj- ast þeir breytinga á hinnii óþjóðlcgu stjórnarstefnu ríkisstjórn- arinnar, sem dæmir alþýöu til skorts. Þeir ætla sér ennfremur að koma í veg fyrir þær beytingar sem námueigendur hafa sett sér að koma á og mundu verða til þess að 80000 námu- menn til viðbótar misstu atvinnuna. — Myndiln sýnir kröfugöngu ¦amamanna í Tokio. það er Fidel Castro sem olli Bandaríkjunum feykilegu tjórii vegna innrásarinnar 1961 og hernaðaraðgerðarma síðastliðinn október. Erfitt væri að finna svo órækan vott um ónáttúru og illvilja Kúbust.iórnar. Þess má geta að það er fyrst nú sem menn fa að vita hvaðan kúb- önskum andbyltingarmönnum kom fé til að kosta innrásina í Svínaflóa. Hingað til hefur verið látið í það skína að þeir hafi ekki á nokkurn hátt verið á snaerum Bandaríkjastjórnar. Líklegast hafa þeir fundið 45 milljón dollara ávísun á göt- unni. En enn er ekki upptalinn all- ur sá skaði sem Kúbumenn hafa valdið Bandaríkjunum. Carlos Todd hætir sem sé við upphæðina tuttugu þúsund milljón dollurum sem vesalings Bandarík.iamennirnir hafa eytt í „framfarabandalagið" Hvílík- ur baggi á herðum bandarískra skattgreiðenda! Göfug markmið og fjárkúgun Chicago Tribune, sem birti harmagrát Todds í heild, segir hreinskilnislega að löndin í Latnesku Ameríku hafi neytt Bandaríkin til að mynda „fram- farabandalagið". Eftir sigur byltingarinnar á Kúbu beittu þau ráðamennina í Washington fjárkúgun: Peninga eða daður við Kúþu! — Og við höfum aðeins gert grein fyrir beinu tjóni, segir Chicago Tribune. Ef við bætum við hinni hræðilegu örbirgð Latnesku Ameríku sem orsakast hefur vegna þess að bandarískt fjármagn hefur verið dregið til baka, þá verður erfitt að meta allan þann skaða sem Castro hefur valdið. I öðrum orðum: Allt var eins og bezt varð á kosið, banda- rískt fjármagn tryggði ham- ingju, framfarir og farsæld í Latnesku Ameríku þar til ill- mennið Castro kom til sögunn- ar og eyðilagði alla dásemdina. Þetta er sannarlega hrífandi hreinskilni og hárrétt greinar- gerð. Washington hefur lýst þvi yfir að „framfarabandalagið" ætti að vihna að einstaklega Röfugum markmiðum, en nií fáum við að vita; að því var komið á Jaggirnar vegna hætt- unnar á að dæmi Kúbu myndi fá hljómgrunn í öðrum löndum. Carlos Todd hlýtur að vera Ciörsneyddur allri kímnigáfu ef hann sakar Kúbumenn um að bera ábyrgð á hernaðarað- gerðum Bandarík.iamanna og kostnaði þeim samfara. Hann væri ekki eftirtektar- verður ef ekki kæmi til athuga- semd sú sem Chicago Tribune bætir við heimskulega útreikn- inga hans: — Dag hvern heimta Banda- -íkin að Monroe-kenningin •erði endurreist til fulls til °ss að sanna að kommúnism- nn hefur engan tilverurétt í 'esturheimi og skiptir þá ekki láli hvað kostar að útrýma 'onum. Og er nokkuð frekar ¦m það að seg.ia? Styrkur XSInsr-háskðla Háskólinn í Köln býður ís- lenzkum stúdent styrk til sum- ardvalar þar við háskólann frá 1. apríl til 31. ágúst þ.á. Á tímabili er sumar-kennslumis-s- erið þrír mánuðir, en tveir mánuðir sumarleyfi. Styrkur- inn er 250 DM á mánuði. Kennslugjald er ekkert, og reynt verður að koma styrk- hafa fyrir á stúdentagarði. Stúdent, sem leggur stund á germönsk fræði, mun að öðru jöfnu ganga fyrir. Umsóknir (ásamt meðmælum og vottorðum) skal senda skrif- stofu Háskóla Islands ekki síð- ar en þriðjudag 36. marz.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.