Þjóðviljinn - 21.03.1963, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 21.03.1963, Qupperneq 7
Fimmtudagur 21. marz 1963 ÞJðÐVILJiNN \ SfÐA Og hefbi ekkert ! Ahyggjuíuil rödd d móti því ! I I * 1 íslenzk alþýða hefur vissulega misst um margt sjónar á brýnasta hlut- verki sínu í því flóði að- vífandi stríðsgróða og tæknilegra stórbreytinga sem yfir hana hefur dun- ið síöustu áratugina. Meginþróttur hennar hefur beinzt aö því að klófesta sinn hlut í þeim veraldlegu gæöum sem verið hafa á boðstólum. Hinu hefur hún gefið minni gaum aö mörg þessara gæöa gætu orðið of dýru verði keypt. Stundum virðist hún jafnvel gleyma því í bili að hún heyri til sérstakri þjóð í skýrt afmörkuðu landi, enda þótt öll til- vera hennar í framtíðinni sé undir skilningnum á þeirri staðreynd komin. En hafi tilfinning al- mennings sljógvastí þess- um efnum, þá kastar þó fyrst tólfunum þegar í- huguð er andleg og sið- ferðileg þróun mennta- manna og menningar- legra forsvarsmanna á sama tímabili. Það ætti að vera óþarfi að rifja upp sögu þjóðmálaskör- unga vorra í sambandi við hernaöairstefnuna hér á landi — og þó: það er eins og hver ósvinna gleymist jafnharöan nú á dögum. Kannski man nú enginn lengur að á meöan þeir voru að véla þjóðina inn í stríösbanda- lag sóru þeir og sárt við lögðu að hér skyldi aldrei verða herseta á friðartím- um. En svo brátt varð þeim í brók að rjúfa eið- ana aö nú hefur setið hér her á annan áratug. Og sífellt er haldið á- fram að leita leiða til að flækja þjóðina inn í ný og ný bandalög. Nú er ekki einu sinni verið að sverja fyrir neitt í upp- hafi — tímar samvizk- unnar eru löngu liðnir — heldur gengið hiklaust og opinskátt til verks. Sjálf- ur menntamálaráðherra landsins gerir meira að segja þau vísu orö að sín- um að helzta ráðið til að efla sjálfstæði þjóðar sé að fórna sjálfstæði henn- ar. Með því öfugmæli mun hann eiga við það að um sér-íslenzkt sjálf- stœði sé trauöla framar að ræða, heldur hlutdeild í svo og svo mörgum bandalögum af ýmsum toga. Við eigum með öðr- um orðum að gefa sjálf- stæði íslenzka lýðveldis- ins — tæplega tvítugt — mro á bá+'Tvn <-><t 10+0 1—" OKKAR A MILLI renna inn í einhverskon- ar óskilgreinilegt heildar- sjálfstœði erlendra stríðs- gróðakerfa — og þá sennilega meö þá eykonsku „auðstjórn al- mennings“ að leiðar- stjörnu sem nú hefur verið presinteruð í mogg- anum um sinn. Hvað segja svo aörir menntamenn vorir við öllum þessum tíðindum? Hvað segir menntamála- ráö íslands? Spyrjiö for- manninn. Hvað segir há- skóli íslands? Spyrjið rektorinn. Hvað segir þjóðkirkja íslands? Spyrj- ið biskupinn. Ojæja, hvar- vetna mynduð þið fara í geitarhús að leita ullar. Hvarvegna myndi mæta ykkur ábyrgðarfull þögn —r jafnvel hjá hinum smuröa moskvuagent sem einu sinni var. Sjálfstæði ísiattöS Virðist ekki köma' þessum menningarstofn- unum íslands lengur við. Sjálfstæði íslands er að verða úrelt fyrirbæri á atómöld. Það verður að fóma því fyrir „öryggið“. Þaö veröur aö fórna því fyrir auðstjórn þess „al- mennings“ sem lifað hef- ur af allar styrjaldir: morganana, rotskildina og krúppana. Og tökum nú dæmi um breytingar hugarfarsins. Ekki alls fyrir löngu var íslenzkur menntamaður, tengdur háskólanum, á feröalagi í Berlín — þing- eyingur sem hefur verið jafnaðarmaður, þjóðvam- armaður og allt aö því moskvuagent á stundum. Þar varð hann meðal annars fyrir þeirrl snöggu reynslu að líta Atlanz- hafsbandalagið nýjum augum. í einni sjónhend- ingu vitruöust honum þau sannindi að „eyja vor við íshaf og múrgirta eyjan í Berlín“ væru vandstödd svæði nató- heildar „og kynnu örlög þeirra aö tvinnast eitt- hvaö, þó langt sé á milli.“ Síðan hitti menntamað- urinn austanflúna konu j árnbrautarverkamanns sem lét í veðri vaka að ef berlínska eyjan missti trúna á hlutverk sitt gæti íslenzka eyjan átt von á að veröa að taka við obbanum af íbúum hennar til fyrirgreiöslu. Segir svo menntamaö- urinn orðrétt: „Mér hnykkti við orö þessarar lífsreyndu konu, kæmi ekki á óvart að hitta niðja hennar í starfi á íslandi fyrir 1980 — og hefði ekkert á móti því. Mér hnykkti aöeins af því, hve nútíðarflutning- ar eru hugsaöir í stórum stíl eftir reynslu þessa flóttafólks, ekki í fáein- um þúsundum, sem getur verið æskilegur skammt- ur í margt þróunarland, heldur 1 milljónum á milljón ofan.“ Þessi tilfæröu orð spegla uppgjöf mikils þorra íslenzkra mennta- manna svo sem framast verður á kosið. Jafnvel þeir sem einlæglegast hafa sökkt sér í fjársjóöu íslenzkrar tungu og sögu hafa allt í einu ekkert á móti því aö fá svo sem tíu þýzka innflytjendur á 'móti' hverjum éinum ís- lendingsgarmi sem fyrir er — það er bara hinn stóri stíll þeirrar aust- anflúnu sem geðbrigðun- um veldur. Annaö er þaö ekki. Ekki aðkenning af ótta við að þýzku millj- ónirnar kunni að trufla eitthvaö lífsskilyrði ís- lenzkrar menningar. Hvaða rullu spilar það þó íslenzkt sjálfstæði veröi orðið að gaseitraðri fótaþurrku í stórþýzku atómveldi fyrir 1980? Ell- egar þá ósýnilegri ögn í einhverri þýzk-fransk- brezk-amerískri samsuðu heimskapítalismans fyrir 1970? Guð gefi okkur hið nýja, stóra sjálfstæði sem allra allra fyrst! Þegar maöur íhugar hin undursamlegu sinna- skipti sumra íslenzkra menningarforkólfa upp á síðkastið, þá gefst mað- ur upp viö að vitna í Jón forseta og aðrar sjálf- stæðiskempur fortíðar- innar — fjarlægðirnar eru að verða svo yfir- þyrmandi. Manni fer einna helzt líkt og kon- um þeim sem slá sér á lær við hneykslanleg tíð- indi og andvarpa í ráða- leysi: Eg á nú bara ekki nokkurt orð! ! \ ! Páll H. Jónsson. A sautjánda bekk. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. íslendingar eiga töluverðan her skálda og þótt við bölvum stundum og nöldrum og segjum að ljóð séu að miklum meiri- hluta bölvaður leirburður, þá erum við samt innst inni töluvert ánægðir yfir því, að enn skuli menn setjast niður og glíma við sjálfan sig og umhverfi sitt í Ijóði og hafa dirfsku til að láta það frá sér fara. Því svo mikið er víst, að hver sem örlög þessa skáldskapur annars verða, þá er þessi skáldskapur yfirleitt nytsamur fyrir breidd í bókmenntum, og þar að auki hefur það vafa- laust haft góð áhrif á skáldið sjálft að takast á við merkileg viðfangs- efni. Páll H. Jónsson hefur áður gefið út ljóðabók — Nótt fyrir norðan, sem kom út 1955. Páll yrkir að mestu í hefðbundnu formi, og þegar hann sleppir hin- um ytri einkennum þess heldur hann hinum innri. Oft yrkir hann smekklega, lipurt — og skyn- samlega, ef svo mætti að orði komast, lætur ekki ginna sig út í ógöngur: £g þráði haustið; haust í rauðum feldi; hljóðláta daga, milda nætur- skugga; laufvindaþyt viö lítinn stofu- glugga, lágróma nið á stjörnubjörtu kvcldi. segir í einni sonnettu hans. Þó skal það viðurkennt að yfirleitt tekst Páli ekki að koma lesara sínum á óvart. Og því verður heldur ekki neitað, að skáldinu tekst ekki að komast hjá þeim voða að form sem það hefur valið sér verði því beinlínis fjötur um fót: . . og hettan sem hann bar var dregin yfir höfuð hér um bil og hönd í vasanum í leit að yl. Yfirleitt er tónn þessara kvæða rólegur, yfirvegaður, stundum hversdagslegur. 1 kvæðinu Ég á von á gesti hefur höfundur látið freistast af rómantískum dauðahrolli og er Hannes Pétursson einhverstað- ar í baksýn, en öll verður sú lýsing fremur átakalítil. Það Páll H. Jónsson kvæði sem kveðið er af hvað mestum hita er Á sautjánda bekk, sem hefur gefið bókinn nafn, en þar er höfundur vígð- ur til göfugrar leiklistar. 1 bókinni ber mikið á áhyggj- um skáldsins vegna margvís- legra ávirðinga og afglapa mannanna. Honum finnst það ekki béinlínis áðlaðaridi heimur sem hann hefur fæðzt til, og hefur hann að sjálfsögðu ail- mikið til síns máls. Hann hafði beðið forsjónina um flugvængi, um jötunsterka sjömílnaskó, um flugbeitt sverð réttlátrar reiði, listamannshendur — en ekkert af þessu hlaut hann og nú seg- ir hann beizkur: gef mér það sem heimurinn virðir . . rándýrs tennur rándýrs klær. En þessi mál eru einkum gerð að umræðuefni í „sendi- bréfi“ sem skrifað er til skálda. Hann vill hlut þeirra mikinn: Þið eruð kjörin og þið eruð bundin í vandann. Þrifið til svipunnar! Hreinsið musterisgarðinn! Rekið á heimsenda harðstjórans ófreskjudjöful. enda finnur hann nóg verkefni hvar sem litið er: Kúgarans bölvun er elns bæði austur og vestur. AHstaðar sama glíman við sama fjandann. Kynslóðin blinduð og sjúk bæði suður og norður sýndar og yfirborðs vizka flest hennar speki . . . Og fleira er sagt í þessum dúr; þetta er áhyggjufull hugsun og ber töluverðan keim af biblíu- spámönnum, heiðarleg hugsun ef svo mætti segja en ekki þróttmikil. Og blandast þessar hugleiðingar saman við þanka um eigin stað: „Hér vaki ég um nótt fyrir norðan. Niður frá elfarstraum lífsins berst til mín um gluggann". En höfundur vantreystir sjálfum sér til stór- ræða, og er það honum ekki hvað sízt fjötur um fót að hann getur ekki tekið upp neitt merki og er því dæmdur til að- gerðaleysis: Ég hreinsa musterið ekki. Ef að líkum lætur lifi ég áfram og dey við hinn nagandi efa: Hver er þar spámaður? Hvern á að reka úr þeim garði? Og í lokakvæði biður hann sumarið um enn einn sólskins- dag en fær það svar að hann skuli ylja sér við haustsins bleiku sól. A.B. FærEsperanto frið- arverðlaun Nobels? Allmargir ráðherrar, þing- menn þjóðþinga, velþekktir heimspekingar, sagnfræðingar, prófessorar í alþjóðarétti og fé- Iagsvísindum og aðrir málsmet- andi menn frá 13 löndum hafa Iagt til við Nóbels-ncfndina í Oslo, að Almenna Esperanto- sambandið (Universala Esper- anto-Asocio), hljóti friöarvcrð- laun Nóbels fyrir árið 1963. Meðal meðmælenda er Viggo Kampmann fyrrv. forsætisráðh. Dana, Guy Mollet, þingmaður og fyrrv. forsætisráðherra Frakka: Thanopodlos Dimitrios, fyrrv. ráðherra og núverandi varafor- seti gríska þingsins; Virginio Bertinelli verkamálaráðherra ítala; Tadeusz Kotarbinski. fyrrv. forseti pólsku vísinda- akademíunnar; próf. Oscar Secco Ellauri, fyrrv. mennta- málaráðherra og núverandi utan- ríkisráðherra Uruagy; Aase Bjerhoit, ráðherra í norsku stjórninni; Fi'anz Jonas, þing- maður og borgarstjóri í Vínar- borg; allmargir þingmenn franska þingsins, 11 þingmenn ítalska þingsins, 14 þingmenn hollenzka þingsins, þingmenn frá Ceylon, Madagaskar og Uruguay; prófessorar og heim- spekingar frá Spfcá. ítalíu, Japan, Póilandi og Uruguay. Meðmælendur leggja áherzli á vaxandi útbreiðslu alþjóða- málsins Esperanto síðastliðin ár víða um heim. Þeir vekja at- hygli á þeim umfangsmiklu bókmenntum, sem þýddar hafa verið á málið og úr því á ýms- ar þjóðtungur og hafi Esper- anto þannig lagt fram drjúgan skerf til kynningar á menn- ingarverðmætum. Þeir benda á tengihlutverk hinna mörgu tímarita, vísindalegra og bók- menntalegra, sem út kom á Esperanto. Þeir nefna útsend- ingar útvarpsstöðva á alþjóða- málinu, ýmiskonar listakeppni og listhátíðir, þar sem Esper- anto hefur verið annaðhvort aðalmál ellegar millimál, vís- indarit á Esperanto og milli- iðalaus samskipti vísindamanna, sem þegar hafa lært alþjóða- málíð. Jafnframt veita með- mæiendur margháttaðar upp- lýsingar um starfsemi Almenna Esperanto-sambandsins, einkum þá hlið, sem beint varðar frið- armálin. Vandamál það, sem tungu- málafjöldinn skapar, verður auðsærra með degi hverjum. Sú lausn, sem alþjóðamálið Esper- anto býður á þessum vanda, Or. L. L. Zamcnhof, höfundur alþjóðamálsins Esperantó — tréskurðarmynd eftir Reto Ros- etti. verður að sama skapi auðsærri. Það þarf því engan að undra, að þvílíkt mannval á vettvangi stjómmála, vísinda og heim- speki skuli beita sér fyrir fram- boði Almenna Esperanto-sam- bandsins til friðarverðlauna Nóbels á þessu ári. Haít í hótunum við setjara í New York NEW YORK 19/3 — Stjóm bandaríska setjarasambandins hótaði í gærkvöld að hætta öllum fjárhagsstuðningi við setjara þá í New York sem í verkfalli eru nema því aðeins að verkfalls- menn breyti ákvörðun sinni um að vísa málamiðlunartiliögu Ro- berts Wagners borgarstjóra á bug. í gær felldu setjararrv’r til« löguna á félagsfundi. i i 4 4 i i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.