Þjóðviljinn - 21.03.1963, Side 10

Þjóðviljinn - 21.03.1963, Side 10
JO SlÐA GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT Florinda hló ögn við, þegar hann fór. — Haní; hefur farið til að sækja sér nýja flösku. Veslings Texas. — Veslings Texas, sagði Gar- net með fyrirlitningu. — Getur hann ekki verið allsgáður þegar einhver þarf á hjálp hans að halda? — Nei, vina mín, það getur hann ekki. Það var samúð í þreytulegri rödd Florindu. — Það eru margir eins og hann. Þegar þeir byrja, þá geta þeir ekki hætt. Hún þagnaði. Gamet þagði til að leyfa henni að hvíla sig. Eftir nokkra stund tók Flor- inda aftur til máls. — Mér finnst ég vera óttalegur aumingi, Gar- net. Ég reyndi að þrauka. Svei mér þá. — Ég veit þú gerðir það. Þú þarft ekki að vera að afsaka þig. — Ég býst við það hafi verið heimskulegt af mér að leggja út í auðnina, hvíslaði Florinda. — John sagði að ég myndi ekki þola það. Þegar við vorum kom- in hálfa leið, þá vissi ég að ég hefði aldrei átt að leggja af stað. En þá var of seint að snúa við. Það varð dálítil þögn. Gamet spurði: — Hvað ætlarðu nú að gera? — Ég veit það ekki, sagði Flor- inda. Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARN ARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgreiðsiu- og snyrjistofa STEIND OG DÓDÓ, Laugavegi 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S ÓLE Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofa ADSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsclóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Hún sagði þetta rólega. Garn- et hugsaði um Penrose sem sat úti og drakk sig fullan með fé- lögum sínum. Penrose hafði heillazt af hrífandi fegurðardís. Hann hafði engan áhuga á ör- þreyttum kvenmanni sem að- eins gat hvíslað. Hann hefði fús. lega látið Texas Florindu eftir. Og þótt Texas væri ljúfur og góður, þá var hann drukkinn og hann átti eftir að verða enn dmkknari. Florinda sýndi þess engin merki að hún væri reið. Garnet fannst undarlegt að hún skyldi ekki vera Það. En ég er það, hugsaði Gamet sárgröm. Ég er ekki veik og ég hef ekki lundarfar englanna. Hún sagði upphátt: — Ætlar þessi ótætis Penrose að skilja þig eftir hérna? Florinda hló dálítið þeisklega. — Auðvitað, vina mín. hann heldur áfram til Los Angeles. Hann segist mega til, hann vissi að ég myndi skilja það. Auðvit- að geri ég það. Ég skil það svo mætavel. — En hvað ætlast hann til, að þú gerir? — Don Antonio hefur nóg húsrými, ég býst við að hann geti leyft mér að vera þangað til mér batnár. — Og Penrose ætlar að skilja þig aleina eftir í framandi landi innanum ókunnúgt fólk sem tal- ar framandi tungumál! Ojæja. en ég ætla að minnsta kosti að gera eitthvað. — Þú ert indæl, vina mín, en ég skil ekki hvað þú getur gert. — Það geri ég ekki heldur, en eitthvað skal ég gera. Vertu óhrædd. Bíddu héma. — Ég er tilneydd að bíða hér. Ijúfan. Ég get ekki einu sinni gengið út að veggnum þama. Augu hennar lokuðust aftur, henni var um megn að halda beim opnum. Garnet reis á fæt- ur. — Ég skal útvega þér ein- hverja hjáip. sagði hún ein- beitt. Hún fór út og lokaði á eftir sér Hún stóð stundarkom og svipaðist um. Stúlkurnar voru að leggja á borð. Karlmenn- irnir lágu í leti, drukku eða sögðu sögur. Var þarna enginn sem gæti eða vildi hjáípa Flor- irjdu núna? Þeir voru afþreyttir og hugs- uðu nú um það eitt að fara að selja varning sinn. Allmargir voru þegar lagðir af stað til Los Angeles. í því heyrði hún hringt til kvöldverðar. Allir f’ýttu sér að borðunum. Gamet gekk hægt að sínum úað. Oliver var kominn þang- að og Charles sat við hlið hon- um. Charles hneigði sig stirð- lega fyrir henni þegar hún sett- ist. Hann sat hinum megin við ÞIÓÐVILIINN Fimmtudagur 21. marz 1963 Oliver og Risinn settist beint á móti þeim við borðið. Hann sagði: — Þú varst hjá ungfrú Flojindu? — Já, sagði Garnet. — Ég held hún sé alvariega veik. Nokkrir kaupmannanna tóku undir það, að það væri sorglegt að Florinda skyldi vera veik, en þó var augljóst að þessa stund- ina höfðu þeir meiri áhuga á nautasteikinni en vandamálum annarra. Charles spurði: — Hver er Florinda? og Skrattakollur svaraði: — Leikkona frá New York. Penro.se tók hana með sér. Charles yppti öxlum áhuga- laus og leit háðslegu augnaráði yfir borðið á Risann sem át nautakjöt með fingrunum. Oli- ver var mjög stimamjúkur við Gamet. en hún hafði ekki mikla matarlyst. Hinir karimennirn- ir töluðu um viðskipti. Þeir spurðu Charies um verðlagið á markaðnum í Los Angeles þetta ár. Charles svaraði og notaði orðið húðir eins og húðir væru peningar. Garnet fylgdist ekki með, hún hafði um annað að spyrja Oliver hvers vegna Charles væri svona ótuktarlegur við hana og hann langaði líka til að tala við hann um Flor- indu. Oliver vissi áreiðanlega hvernig hægt væri að hjálpa henni. Þegar þau komu til herberg- isins, fór hún fyrst að tala um Florindu, því að þau áttu að leggja af stað næsta morgun og því ekki seinna vænna að gera áættanir. En henni til mik- illar hryggðar. neitaði Oliver að gera neitt fyrir Florindu. Garn- et reyndi að útsþýra fyrir hon- um hversu veik hún væri og hve bjargarlaus í þessu fram- andi landi, en Oliver svaraði: — Elsku Gamet, ég get ekki gert nok-kum skapaðan hlut. Mér þykir leitt að hún skuli vera veik, en það var ekki ég sem tók hana með mér hing- að. —■ Ó, Oliver, vertu ekki gvona harðbrjósta — er enginn stað- ur sem hún getur farið á? — Enginn staður sem ég veit um. Það eru engin heilsuhæli til í Californíu. Oliver lá á hnján- um og brant saman föt. — Þú verður að gleyma Florindu. skil- urðu það. sagði hann óþolinmóð- ur. Gamet sat á rúmstokknum. Þegar hún sá Oliver vera að pak-ka, rifjaðist það upp fyrir henni, að það var ekki Oliver heldur Charles sem hafði ákveð- ið brottför þeirra. Hún reis á fætur. — Svo að þú vilt ekki einu sinni reyna -að hjálpa henni. Er það vegna þess að þú heldur að Charies vilji ekki eiga neinn þátt í því? Oliver sneri sér við. — Garn- et, sagði hann. — Geturðu ekki skilið að ég á sjálfur í megn- ustu erfiðleikum? Ég get ekki bætt á mig áhyggjum annarra. Þegiðu nú og láttu mi-g í friði. Hann hafði aldrei fyrr talað þannig til hennar. — Ég vjl ekki þegja. sagði Garnet. — Og ég kæri mig ekki um að þessi andstyggilegi harðstjóri stjómi lífi mínu. Ég veit, að hann hat- ar mig, en ég er ekki hrædd við hann Þú ert það. Oliver reis á fætur og kom til hennar. — Fyrirgefðu mér, Gamet, sagði hann auðmjúkur. — Ég hef aldrei talað þannig við þig fyrr og ég skal aldrei gera það framar. Hún hörfaði eitt skref til baka — Og ég hef aldrei talað þann- ig við þig fyrr, Oliver, en ég geri það núna. Ég hef áhyggjur af Florindu. en það er «kki það versta. Ég hef meiri áhyggjur af þér. Af hverju sagðirðu að þú ættir sjálfur í megnustu erf- iðleikum? Oliver reyndi að tala róandi. — Garnet, ég var búinn að segja þér, að Charles yrði ekki hrif- inn af þvi að ég skyldi hafa gifzt þér, manstu það ekki? — Auðvitað man ég það. Mér þykir það leitt, að honum skuli ekki geðjast að mér, en ég fæ ekki hjartaslag þess vegna. Af hverju sagðirðu ekki eitt ein- asta orð í dag þegar hann sýndi mér þennan viðbjóðslega kulda? Af hverju ertu hræddur við hann? Oliver svaraði alvarlegur í bragði: — Garnet, trúðu mér. Ég elska þig. Charles fær ekki að komast á milli okkar. — Ég veit þú elskar mig, sagði hún. — Ég hef aldrei ef- azt um það eitt einasta and- artak. En hvað er þetta með Oharles? — Heyrðu mig nú, Garnet. Oliver lagði hendurnar á axlir henni. — Charies er reiður, og ég var búinn að segj-a þér áð hann yrði það. Honum er illa við þessa hugmynd mina að fara til Bandaríkjanna aftur. En ég geri það hvað svo sem hann segir. Ég var búinn að lofa þér því og ég stend við loforð mitt. Viltu nú gera Það fyrir mig að spyria einskis frekar. — Er þetta allt og sumt sem þú hefur að segja mér? Oliver tók um mittj hennar og þrýsti henni þétt að sér. — Já. elsku vina min, það er það. Ég elska þig, og það er það stórkostlegasta sem nokk- urn tíma hefur komið fyrir mig. Þú ert fyrsta konan sem ég hef elskað og hin síðasta. Mér er alvara. Hann kyssti hana innilega. SKOTTA Nú hef ég tækiifæri til þess að ganga í klúbb fyrir ungar stúlkur. Aðeins þær sem hafa eigin síma fá inngöngu. Aðalfundur Neytcndasamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 21. marz 1963 í Þjóðleikhúskjailaranum og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. — Lagabreytingar. STJÖRNIN. apelco bátaratsjár Einkaumboð á íslandi; SÍg’UrÖSSOn h.f. Lækjargötu 6 B — Sími 24945. apelco eru stærstu framleiðendur í Bandaríkju-num á sviði radíótækni. apelco sjálfleitandi miðunarstöðvar apelco dýptarmælar sjálíritandi fyrir minni fiskibáta. apelco sjálfstýring apelco talstöðvar. Góðar Heimskringla Snorra Sturlusonar. Sturlunga. bækur tfí Passíusálmar Hallgríms Péturssonar með formála Sigurbjörns Einarsson- ar biskups og myndum Barböru M. Árnason. fermmgar- gjafa Bókaútgá Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Texti: Kristján Eldjárn. Myndir: Gísli Gestsson. fa Menningarsjóðs 2 mynd: Hann elti mig heim, hann? — Vissulega, R’P minn. Ándrés frændi. Má ég hafa 3. mynd: — Hver þeirra? Húseign á Hefíissandi i til sölu nú þegar, einbýlishúsið Berg- óll með lóð, vel byggt, 4 herbergi og eld- tús. Semja ber við Hjört Jónsson hreppstjóra Hellissandi og Inga R. Helgason lögfræð- ing, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.