Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 12
 ■ * ■»« - > *• ^A- X< *0<*- ■•■ ' « • ■'■ .V-, j ||jj ■ ->••■?s'. Úr 25 ára gömlum lerkiskógl I Hallormsstað Hér eru tré upp í 12 m á hæð og vöxtur annar* Skógrækt ríkisins eflist og stækkar Vinsælnýbreytni / starfí KR ON Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefur undanfarið haldið skemmti- og fræðslu- kvöld fyrir félaga sína í Þjóð- leikhúskjallaranum. Hafa tvær, þrjár deildir félagsins verið saman um hvert kvöld formenn deilda flutt ávörp og fleiri komið fram úr deildun- um víðsvegar um bæinn, karlar og konur.Fjögur slík fræðslu- og skemmtikvöld hafa þegar verið haldin og ná þau til allra deildarsvæðanna í vestur- og suðvesturborginni og á Seltjarnarnesi, auk þess Voga- og Kleppsdeiida. Nú líður að aðalfundi deildanna og er ætlunin að hafa skemmti- og fræðslukvöld með þessu sniði fyrir aðrar deildir félagsins í Reykjavík á hausti komanda. En tvö slík kvöld fyrir kaupfélagsmenn í Kópavogi verða á næstunni í Félagsheimilinu. Húsfyllir hefur verið öll kvöldin og færri komizt en vildu, þv£ húsrýmið takmark- ar aðganginn. öll kvöldin hefur farið fram einhver get- raunaþáttur, sem Hermann Þorsteinsson hefur stjómað og nefnist „Hvað veiztu um kaupfélagið?“ Páll H. Jóns- son, forstöðumaður Fræðslu- deildar Sambands íslenzkra samvirmufélaga, hefur stjóm- að fjöldasöng við góðan orð- stír og sýnt landkynningar- mynd „Þýtur í skógum". Skemmtikvöldunum hefur svo lokið með dansi með undir- leik hljómsveitar Finns Ey- dals og afhendingu verðlauna fyrir úrslit í getrauninni. Menn hafa skemmt sér hið bezta og telja forráðamenn fé- lagsins, Kjartan Sæmundsson kaupfélagsstjóri og Björgúlf- ur Sigurðsson félagsmálafull- trúi, sem skipulagt hafa þessa nýbreytni í félagsstarfi KRON ásamt deildarst j ómunum, að vel hafi tekizt sá tilgangur þessara samkoma að auka kynni félagsmanna og sam- stöðu þeirra um verzlun sína og félagsskap. Musica Nova tón- leikar á sunnudag Félagið Musica Nova, sem hef- ur það að markmiði eins og kunnugt er að kynna nýja ís- lenzka og erlenda tónlist, heldur næstu tónleika sína í súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 24. þ.m. Á efnisskrá eru tvö íslenzk verk eftir þá Jón Léifs og Atla Heimi Sveinsson og tvö erlend. Þau erlend verk sem flutt verða eru Kontrastar eftir Béla Bartók og er það verk samið fyr- ir fiðlu, klarinettu og píanó, og „Zwanzig Gruppen" fyrir flautu, klarinettu og óbó eftir Bo Nils- son. Islenzku verkin eru Noctume eftir Jón Leifs, sem leika skal á Websterhörpu, og Hlými eftir Atla Heimi Sveinsson, og er það flutt af ellefu hljóðfærum og eru sum þeirra næsta sjaldgæf eins og klukkuspil, ýlófónn, ýlórimba selesta og harpa. Atli Heimir stjómar þessum tónleikum. Hlými kveðst Atli Heimir Sveinsson hafa skrifað í október Mikill landburður neta- þorsks við Breiðafjörð Áttatíu krónur á tím- ann í landi Hellissandi í gær. .— Fjórir þátar gera út frá Rifi og komu bátamir hlaðnir að Iandi í gær frá tólf Iestum til 26 lesta og hefur Arnkell haft 21 lest í róðri að meðaltali undanfarna fimm daga. Mikið er að gera í frystihús- unum og er unnið frá klukkan átta á morgnana til klukkan tvö á nóttinni og þannig vinna sjö menn í . íiskverkunarstöðinni Jöklí í ákVæðisvinnu og hafa að meðaltali kr. 70.00 til 80.00 á tímann. Eru afköstin hjá þessum sjö mönnum 40 lestir á sólar- hring. Hraðfrystihús Hellissands h.f. afkastar líka miklu og vinna þar 40 manns. Hér vantar þó miklu fleiri menn í fiskinn og þykir blóðugt að horfa upp á, hvemig fólkið drífur að Islenzk- um aðalverktökum þessa dagana til þess að byggja htna nýju lór- anstöð hér í nágrenninu. Frá árániðtum er afli Rifsbáta eftirfarandi: Tjaldur með 104,1 lest í 50 róðrum. Hamar með 400,5 lestir í 55 róðrum, Sæborg- in með 415,7 lestir í 49 róðrum og Amkell með 268,8 lestir í 17 róðrurri. — SkAl. Spanskur nautabani blóðgar fiskinn Stykishólmi I gær. — Héðan eru gerðir út fimm bátar og bár- ust að Iandi í gær um 120 lestir af vænum þorski í tvö frystihús staðarins. Hæsti báturinn var Straumneslð, með 38 lestir og er báturinn að stærð 36 lestir og var það búsældarleg sjón, þeg- ar hann skreið inn i höfnina. Skipstjóri á bátnum er Grímúlf- ur Andrésson. Aldrei hefur komið svona mikill afli í einum róðri á land í Stykkishólmi og einnig saman- lagt aflamagn og er þetta tvö- faldur metdagur í sögu þorpsins. Amfinnur var með 21 lest, Þórs- nesið með 30 lestir og Nonni lítiU pungur, með 14 lestir og aðkomubátur frá Grafamesi með 18 lestir og var allt orðið fullt í Grafamesi. Tvö frystihús eru hér í Hólm- inum og er mikið að gera að vonum í báðum húsunum og geta þau ekki tekið á móti meiri afla, ef svona heldur áfram næstu daga. Þetta er yfirleitt tveggja nátta fiskur og fer mikið af honum í skreið. Fiskmóttaka er líka erfið og fólksleysi hamlar nýtingu aflans. Einn bátur hef- ur þó átt í erfiðleikum með að halda sér úti og var í landlegu einn daginn í þessum óða fiski og reyndist erfitt að manna bát- inn, er til dæmis einn hásetinn nautabani sunnan frá Spáni og er notaður til þess að blóðga fiskinn. J. R. ó. Rúm tvö þúsund tonn á land hjá Ólaísvíkurbátum ólafsvík f gær. Heildaraíli átía Ólafsvíkurbáta frá áramót- um, var hinn 15. marz orðinn 2135,4 tonn í 224 róðrum. Á sama tímabili í fyrra fóru 13 bátar 237 róðra og fengu 1630,8 tonn. Með- alafli á bát á þessu tímabili i ár er því 266,9 tonn, en meðalafli í fyrra frá áramótum hefur ekki verið nema 125,5 tonn. Frá fyrsta marz og til þess 15 Framhald á 5. síðu. Atli Heimir Sveinsson og hóvember á fyrra ári. Verk eftir Atla hafa verið flutt í Köln en þar hefur hann verið við hljómlistarnám. Hann er nú með ballett í smíðum, en ekki kvaðst hann hafa trú á því að hann yrði færður upp hérlendis, það væri of umfangsmikið verkefni. Fyrir helgina lauk árlegum fundi, sem skógræktarstjóri held- ur með skógarvörðum Skóg- ræktar ríkisins og starfsmönn- um skógræktarinnar í Reykjavík. í þessu tilefni ræddi Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri við fréttamenn og gaf ýmsar upp- lýsingar um störf skógræktarinn- ar. Ætlast er til, að gróðursettar séu í landinu 1.5 milljónir plantna árlega. Við það ena all- ar framkvæmdir miðaðar eins og er. I skógræktinni þarf að gera allar áætanir a.m.k. 5 ár fram í tímann, því að oftast líða 5 ár frá því fræi er sáð í gróðr- astöð og þar til trjáplanta er gróöusett á endanlegum sama- stað. Fjárveiting til beinna fram- kvæmda hjá Skógrækt ríkisins er nú á fjárlögum 3.1 milljón króna og tekjur af vindlingum nema 2.1 milljón króna. Auk þess fá skógræktarfélögin kr. 600.000.00 ríkisstyrk. Árlega er nú gróðursett í 250 til 300 ha lands. Skógræktar- stjóri lagði á það sérstaka á- herzlu, að í þessari grein yrði alltaf að hugsa langt fram í tím- ann. 1 samræmi við það var gerð fyrir nokkru fimm ára á- ætlun um skóggræðslu, en slík- ar áætlanir þarf að endurskoða og aðlaga breyttum aðstæðum. Fram að árinu 1958 var eitt mesta vandamálið 1 skógrækt- inni að ala upp nægilega mik- ið af plöntum enda var það fyrst eftir síðustu heimsstyrjöld- að hægt var að byggja upp ör- ugg fræsambönd víðsvegar um heim, en öflun á hentugu fræi er undirstöðuverk í skógrækt okk- ar. Frá 1958 hefur verið til nóg af plöntum og í ár og í fyrra hefur raunverulega ekki verið nóg fjármagn eða vinnuafl til þess að gróðursetja allar þær plönt- ur, sem hægt hefur verið að ala upp. Sigurður Blöndal, skógarvörð- ur á Hallormstað gaf nokkrar upplýsingar um skógræktina þar eystra. Á Hallormstað er fengin lengst reynsla í ræktun barrtrjáa hér á landi. Þar eru til næstum 60 ára gömul grenitré, sem eru orð- in svo há og gild, að þau reynd- ust vel nýt til flettingar í borð og~ planka, þó að sé um litlar trjáþyrpingar að ræða, þá sýna þær óvéfengjanlega, að við get- um framleitt okkar timbur sjálf- ir. Fyrsti raunverulegi barrskóg- urinn okkar er þó ekki eldri en frá 1938. Þetta er síberískt lerki, sem vex á tæplega 1 ha. Vöxt- ur þess hefur farið langt fram úr djörfustu vonum, kvað Sig- urður, svo að meðalhæðin eftir 25 ár er um 9 metrar og hæsta tré 12 metra hátt. Slíkur vöxtur þætti ágætur ,hvar sem væri um norðanverða Skandinavíu. Sigurður sagði, að það hefði verið athugað, hve mikill arður væri af ræktun þessa lerkis mið- að við það að nýta allan viðinn í girðingarstaura við rúmlega 20 ára aldur og varð niðurstað- an þannig að 1 ha af þessum lcrkiskógi gæfi í hreinan ágóða tæplega kr. 3000.00 árlega. Fæst þessi góði arður, þó að reiknað sé með 7% vöxtum af stofnfé, Taldi Sigurður vafasamt, að önn- ur ræktun skilaði meiri arði á ha. þar austur á Héraði nema kornrækt í góðum árum. Á Hallormstað er nú búið að gróðursetja í 90 ha erlendar trjá- tegundir. Fyrir 1948 var aðeins búið að planta í 2 ha. Loks sagði Sigurður Blöndal, að eftir lauslega athugun teldi hann fært að framleiða í Vk hreppi efst á Héraði 1/10 hluta þess timburs, sem notað er á íslandi í dag . Einar Sæmundsson, skóga- vörður í Reykjavík svaraði að lokum nokkrum spumingum um Heiðmörk. Hann kvað þar gróð- ursettar liðlega tvö þúsund trjá- plöntur um þessar mundir. Vega- kerfi merkurinnar væri orðið 22 km. alls. Einar tók sérstaklega fram, að í Heiðmörk væri ekki markmiðið að rækta timburskóg. Þar væri ætlunin að skapa Reyk- víkingum skjól og augnayndi í þessu friðlandi þeirra ; Æskulýðsfylkingin í Reykjavík efnir til kvöldvöku í Tjarnar- götu 20 n.k. sunnudagskvöld kl. 9 í Tjamargötu 20. Til skemmt- unar: Ólafur Hannibalsson flytur frásöguþátt um Bandaríkjadvöl,- kvikmynd sýnd, kaffidrykkja og almennur söngur. ÆFR. ems og bezt gerist um norðanverða Skandinavíu. Fimmtudagur 21. marz 1963 —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.