Þjóðviljinn - 26.03.1963, Síða 12

Þjóðviljinn - 26.03.1963, Síða 12
- .. ; ' • . . , : .V •••••' • ' ' < ■ / ■<_;:•>■ y~‘~ Uii iT\ BanesSys Um helgina urðu þrjú alvar- leg slys hjá hestamönnum á út- reiéum hér í bænum og nágrenni og Iézt einn maður og tvennt siasaðist. Síðdegis á laugardag voru nokkrir menn að koma úr útreiðatúr og voru komnir á skeiðvöllinn við Elliðaárnar. I þessum hópi var Kristinn Krist- jánsson, kaupmaður, Njáls- götu 77. Kristinn var að stíga af baki rétt við hesthúsið á Skeiðvellinum, þegar hann hné niður og missti meðvitund. Var I hann þegar fluttur á Slysa- varðstofuna i sjúkrabifreið, en var látinn þegar þangað kom. Kristinn var á sextugasta ald- ursári og læfcur eftir sig konu og böm. I fyrradag datt af hestbaki Baldur Pálmason, útvarpsfulltrúi, og skeði það á Vatnsveituvegi. Baldur hlaut mikið höfuðhögg og heilahristing og liggur í Landakotsspítala. Þá féll kona af hestbaki I fyrradag við Hafnarfjarðarveg- inn skammt frá benzínstöðinnni í Hraunholti. Þama var á út- reiðatúr Sigrún Ámadóttir, bú- sett i Hafnarfirði. Hafði hún tvo til reiðar. Sigrún lamaðist nokk- uð og liggur á sjúkrahúsinu Sól- vangi í Hafnarfirði. Þriðjudagur 26. marz 1963 — 28. árgangur — 71. tölublað. Stöðugur straumur unglinga var að Iðnskólanum á Skólavörðuholti í góðviðrinu á sunndaginn, meðan starfsfræðslan stóð þar yfir. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Starfsfræðsludagurinn: Mest aðsókn ai búns^archildinni Áttundi almenni starfsfræðslu- dagurinn var haldinn í Iðnskól- anum á sunnudaginn. Skipulagn- ingu hans annaðist Ólafur Gunn- arsson sálfræðingur í samráði við forystumenn atvinnu- og fræðslu- mála. Aðsókn var mikil — alls komu 2742, en 1410 sóttu siarfs- fræðsludag sjávarútvegsins 24. íebrúar síðastliðinn og hafa því alls 4152 unglingar sótt starfs- fræðsludagana í ár. Dagurinn hófst á því, að kí. 13.20 komu leiðbeinendur sam- an í Hátíðasal Iðnskólans. Þar flutti Ragnar Georgsson skóla- fulltrúi ávarp. en á undan og eftir því lék drengjahljómsveit undir stjóm Karls Ó. Runólfs- sonar. Að því loknu hóf hljóm- sveitin að leika við aðaldyr Iðn- skólans, en þar biðu þá milli 6 og 7 hundruð unglingar. Auk Alþjóðaleik- listardagur- inn á morgun Alþjóðlegi leiklistardagurinn er á morgun, 27. marz. Er dagsins minnzt víða um heim. Hér í Reykjavík verður eitt af önd- vegisverkum leikbókmenntanna hin síðari ár frumsýnt: „Andorra“, leikrit Max Frisch. Er sagt frá frumsýningunni á öðrum stað í blaðinu. f eftirmiðdaginn í fyrra- dag varð tvöfaldur árekst- ur innarlega á Bústaðavegi og skemmdust þrjár bif- reiðir meira og minna og tveir menn slösuðust. Lengst í burtu stendur Mercedes bifreiðin og ligg- ur þvert fyrir á götunni. Hinar tvær eru næst á myndinni sitt til hvorrar handar og er Volkswagen- bifreiðán til vinstri og Dodge bifreiðin til hægri. Reykvíkinga kom allmikill fjöldi skólanemenda undir leiðsögn kennara og skólastjóra frá Kefla- vík (130), Akranesi (70), Grinda- vík, Hafnarfirði og Kópavogi, og hefðu komið unglingar úr fleiri skólum ef inflúenza hefði ekki komið í veg fyrir það. Aðsókn að hinum ýmsu starfs- greinum var eðlilega mjög mis- jöfn, og réði þar nokkru hvort fræðslusýningar voru tengdar viðkomandi grein eða ekki. Til dæmis vöktu verklegar náms- deildir Iðnskólans forvitni margra. Um 100 piltar og 40 stúlkur komu í verklega deild húsasmiða og húsgagnasmiða. Svo niargir virtust eiga erindi við fulltrúa rafvirkja, að ekki varð tölu á þá komið. Um mál- un spurðu óvenju fáir, eða að- eins þrír í fullri alvöru. Við blikksmiðameistara ræddu sjö og var þeim boðið að heimsækja blikksmiðju Breiðfjörðs. 33 ræddu við fulltrúa bílstjóra, 20 við ökukennara en 19 við full- trúa bifvélávirkja. 8 töluðu við rakara, en 136 stúlkur spurðu um hárgreiðslu, sem er sem fyrr mjög ofarlega á vinsældalistanum. 12 piltar og 3 stúlkur spurðu um bak- araiðn, 23 vildu fræðast um skósmíði, 15 spurðu um útvarps- virkjun og 16 um Ijósmyndun. þar af 4 stúlkur. 350 heim- sóttu hina verklegu deild prent- ara og prentmyndasmiða í iðn- skólanum en aðeins 25 spurðu um fögin sjálf. Heldur var fámennt hjá full- trúa verkamanna — en til hans komu 23, hinsvegar höfðu 39 hug á verkstjóm. Um afgreiðslu spurðu 31 og 42 um skrifstofu- störf. Mjög mikill fjöldi sótti smekklega fræðslusýningu sem Verzlunarskóli íslands stóð fyrir. Um sjúkraþjálfun spurðu 7 stúlkur og einn piltur, um ljós- móðurfræði 40, hjúkrunarskól- ann 175 stúlkur og 3 piltar. Það var áberandi að unglingar sem höfðu áhuga á þessum mann- Framh. á 2. síðu. Ungu stúlkurnar höfðu ekki síður áhuga á búnaðardeildinni en drengirnir. (Ljósm. Þjóöv. A. K.). Tvö bílslys um helgina 1 fyrradag varð harður bif- reiðaárekstur innarlega á Bú- staðavegi milli Dodge bifreiðar R-5103 og leigubifreiðarr af Mercedes gerð R-2062 og ók Dodge bifreiðin á mikilli ferð á vinstri hlið síðarnefndar. Dodgebifreiðin lét hér ekki stað- ar numið og æddi áfram stjórn- laust yfir á hægri vegarbrún. Þar stóð Volkswagen bifreið og hjá henni tveir menn í rólegu sunnu- dagsspjalli og vita þeir nú ekki fyrr en þeir sjá Dodge bílinn koma æðandi að þeim og tókst öðrum manninum með snarræði að velta sér frá hinni aðvífandi 4>bifreið. Skellur nú Dodge bifreiðin á Volkswagen bílinn og kastaðist hinn maðurinn upp á Volkswag- en bílinn og mun hafa fótbrotn- að. Eftir þetta þverbeygir Dodge- bifreiðin yfir á vinstri vegar- brún og stöðvast á skurðbakk- anum. Farþegi sem i henni sat kastaðist á mælaborð og rúðu og meiddist illa. Þannig skemmdust meira og minna þrjár bifreiðar og tveir menn slösuð- ust. Þá var á níunda tímanum í fyrrakvöld harður árekstur á þjóðveginum skammt frá Félags- garði í Kjós og við árekstur milli tveggja bifreiða, brotnaði framrúða i öðrum og slasaðist tvennt, sem sat þar í fram- sæti. Við stýrið sat Sigþrúður Jóhannesdóttir og við hlið henn- ar Konráð Pétursson, kennari og átti hann bifreiðina og skár- ust þau allmikið í andliti. I aftursæti sat unglingsstúlka með tvö böm í fanginu og sakaði þau ekki. Þá voru tíu menn teknir um helgina vegna gruns um ölvun við akstue. I I I Þrír skíðakappar á Holmenkollen ísafirði 22/3 — Héðan fóru þrír nngir og efnilegir skíða- menn á HolmenkoIIcnmótið í Noregi, og heita þeir Samúel Gústafsson, Hafsteinn Sigurðs- son og Sverrir Jóhannesson. Þeir tóku þátt í svigi m.a. og urðu nr. 25—26 af 37 kepp- endum. Dvöl þeirra varð þó skemmri en æsldlegt hefði verið og urðu þeir að hverfa heim vegna fjárskorts. Þeír bostuðu sig sjálfir að mestu. Telja sig hafa mikið lært af þessari för og gera nokkra daga æfingar þarna sama gagn og hálfur mánuður heima. Þeir Iáta vel af ferð- innL — E.E. Reiðir við útvarpið Súðavík 22/3 — Við hér á Súðavík urðum móðguð við fréttalestur útvarpsins eitt kvöldið um aflabrögð á Vest- fjörðum, en þar glejmidist hlutur Súðfirðinga og er þó afli okkar frá áramótum tvö hundruð lestir hjá þrem.ir bátum. Okkur þótti .skrítið að hlusta á leiðréttingu í seinni fréttatíma um 2 kg af aflamagn- inu í heild, og þessar 200 lestir týndar sem áður. Þær hverfa þó inn í þjóðargjald- eyrinn eins og hitt. — A.K. Rækjuleyfi fram- Iengt Bíldudal 22/3 — Framlengt hefur verið rækjuleyfið hér og bætt við 30 lestum á kvóta og er það hálfsmánaðarveiði. Eftir það standa 70 konur atvinnulausar, en mikil vinna er við verkun rækjunnar. — H.I. Fjöltefli á Bíldudal Bíldudal 22/3 — Axel Thor- steinsson, skipstjóri á Pétri Thorsteinssyni tefldi fjöltefb hér í samkomuhúsinu í vik- unni. Hann tefldi á 23 borðum og vann 20 skákir, gerði tvó jafntefli og tapaði einni og teljum við Bílddælingar skip- stjórinn mikill skákmann. Fjölmenni var til staðar. H.I. Vegur ruddur Bíldudal 22/3 — Vegurinn milli Patreksfjarðar og Bíldu- dals var opnaður um síðustu helgi og er hann fær öllum bílum. Þetta er sjaldgæft á þessum árstíma og er þessi vegur ekki ruddur fyrr en í Iok maí eða byrjun júní. Er þetta til marks um tíðina. — H.I. 110 manns bólu- settir Súgandafirði 23/3 — Hundr- að og tíu manns hafa verið bólusettir gegn inflúensu hér í þorpinu og er það miðað við starfshópa í frystihúsum og á bátunum. Hefur veikinnar ekki orðið vart hér utan eitt tilfelli sem er þó vafasamt. — G.Þ. Ný dráttarbraut Stykkishólmi 22/3 — Nýlega er byrjað á bvggingarfram- kvæmdum á nýrri dráttar- braut á vegum hreppsins og er henni ætlaður staður í svo- kallaðri Skipavík rétt vestán við þorpið. — J.R.Ó. Þrjár kýr drepazt Á laugardagskvöld drápust þrjár kýr í fjósi á Hofi í Vatnsdal og er talið að raf- magn hafi leitt í vatnsleiðslu til kúnna og valdið dauða þeirra á stundinni. Þrjár aðrar kýe í fjósinu meiddust nokkuð ?.f sömu sökum og er þetta tilfinnanlegt tjón fyrir bónda. Ágæt rækjuveiði Hnífsdalur 22/3 — Ágæt rækjuveiði er núna og kom einn bátur með 700 kg. að landi í gær. Er mikil vinna við verkun rækjunnar. Æskulýðs- skemmtun Súðavík 22/3 — Unglingar hér á staðnum héldu nýlega æskulýðsskemmtun og sótti fjölmenni úr nærliggjandi sveitum og allt frá Bolungavík, Er yfirlýst takmark að verja ágððanum til kaupa á skírn- arfonti í kirkjuna. Skemmt- unin fókst með ágætum. — A.K. 220 lestir Súðavík 22/3 — Afli Súðavík- urbáta hefur verið 7 til 14 lestir síðustu 10 daga og er það eingöngu steinbítsafli. Miðin hafa verið út af Deild- inni og út af blakknum. Frá áramótum hefur afli Súða- víkurbáta verið 220 Iestir. Svanurinn hefur 101 lest í 18 róðrum. Trausti 94,5 lestir í 17 róðrum og Óli 25,6 lestir í 9 róðrum. Síðustu daga hef- ur eingöngu verið um stein- bítsafla að ræða. — A.K. Hafnargarður lengist ísafjörður 22/3 — Hér er nú unnjð við hafnarframkvæmd- ir og hefur stór moksturs- krani rótað upp uppfyllingu. Er nú unnið að því að setja stálþil fyrir framan hana og hefur verkið gengið mæta vel. VJð þessar athafnir leng- ist hafnargarðurinn verulega og verður þessum áfanga \ hafnarbótum senn lokið. — E.E. Inflúenzan herjar Tálknafirði í gær. — Pestir og lasleiki hrjáir nú fólk al- mennt upp á síðkastið og er sennilega inflúensan hér á ferðinni. Eru miklar frátaflr frá vinnu og er það bagalegt vegna stcinbítshrotunnar, cn unnið er fram yfir miðnætti 4 hverju kvöldi. — J.L.E. Nóg af steinbítnum. Bíldudal í gær. Steinbítsafli var með mesta móti í dag ög voru báðir bátamir með 18 lestir í róðri. Gangan f Látra- röstinni þokast norður með hverjum degi og er afli orðinn 14 lestir. í róðri á miðum, þar- sem aflaðist 10 lestir á dögun- um. — H.I. ! i I 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.