Þjóðviljinn - 27.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.03.1963, Blaðsíða 1
‘Jtíc' M- Miðvikudagur 27. marz 1963 — 28. árgangur — 72. tölublað. Engin málshöföun út nf njósnumálinu! Saksóknari og dómsmálaráðherra hafa ákveð- ið að ekkert mál skuli höfðað á Ragnar Gunnars- son sem fyrir nokkrum vikum játaði á sig njósn- ir en gerðist síðan gagnnjósnari rannsóknarlög- reglunnar. Saksóknari skýrði Þjóðviljan-1 þetta embaetti varðar þykir eigi um svo frá í gær að hann hefði ástæða til frekari aðgerða í 22. þ.m. sent dómsmálaráðuneyt- málinu“. inu bréf þar sem svo var kom-1 Baldur Möller ráðuneytisstjóri izt að orði ,,að að því leyti sem í dómsmálaráðuneytinu kvað Eftir tvær fyrstu skákiirnar í einvígi þeirra Botvinniks og Petrosjans um heimsmeistaratignina hefur sá fyrrnefndi lVz vinning gegn Vz. Hér sjást þeir kappar við skákborðið, myndin var tekin þegar þeir tefidu fyrstu skákina, en hún verður birt í heild á morgun, ásamt stuttum skýringum Bronsteins. ráðuneytið í fyrradag hafa til- kynnt yfirsakadómara að málið væri þar með niður fallið. Játningar Ragnars f hjnni upphaflegu' skýrslu dómsmálaráðuneytisins um málið var sagt að stjómarvöldin litu það mjög alvarlegum augum, teldu það varða við þann kafla hegningarlagnna sem fjallar um landráð en samkvæmt honum má dæma brotlegan mann í margra ára fangelsi. Sjálfur skýrði Ragnar Gunn- arsson svo frá í viðtölum við hernámsblöðjn öli að hann hefði um hvorki meira né minna en fjögurra ára skeið haft samband við njósnara á sendiráði Sov- étríkjanna, eða síðan í apríl 1959. Hefði hann upphaflega komizt í kynni við sendiráðsrit- ara, Alipov að nafni, en Al- þýðublaðið síkýrði svo frá „að hann hafi verið taljnn njósnari á heimsmælikvarða, þar sem hann hefur verið á sendiráðum Rússa annarstaðar“. Tókst mjög náið samband milli þeirra; Ragn- ar segir svo í viðtaii við Alþýðu- blaðið: „Ég kom nokkuð oft heim tjl Alipovs, sem átti heima í Eskihiíð 18 A og siðar í Eski- hlíð 30“ Kvað Ragnar Alipov í upphafi hafa beðið sig að afla vitneskju um herbúnað Banda- ríkjanna á íslandi, og hafi hann m.a. tekið mynd af lóranstöð- inni á Snæfeljsnesi: „Myndina framkölluðum við AIipov svo i mesta pukri í herbergi hans i Eskihlíð 20, en þangað var hann þá fluttur úr Eskihlíð 18 A. Hann var harðánægður með myndina“. Jafnframt segir í skýrslu dóms- málaráðuneytisins að þegar Ragnar hitti „nokkuð oft“ þenn- an „njósnara á heimsmæli- kvarða“ hafi þeir rætt „á nokkr. um fundum aðallega um málefni Sósíalistaflokksins". Þessar njósn- ir um hemámsframkvæmdir og málefni Sósíalistaflokksins héldu svo áfram að sögn Ragnars þar til Alipov fór „af landi brott 18. júlí 1961, og kvaddi hann Framhald á 12. síðu Fvrsta umræða um toll- skrána á Varðarfundi! áður en fyrsta umræða fer fram á Alþingi ir Enn var tollskráin nýja ó- komin í gær, cn hins vegar stað- hæfir málgagn fjármálaráðherra, Vísir, að hún verði lögð fyrir Al- þingi á morgun og fyrsta umræða fari fram á fimmtudag. — En það er raunar fleira stm mál- gögn íhaldsins höfðu að segja um tollskrána í gær. Bæði Morgunblaðið og Vísir birtu jafnframt áberandi frétt um það, að f jármálaráðherra mundi „tala um toIIskrána“ á fundi „Lands- málafélagsins Varðar“ í KVÖLD. ★ Samkvæmt þessum fréttum stjómarbl"ðianna á réitt að fHeygja tollskránni inn á Alþingi, en síó- an hleypur fjármálaráðherra t fund hjá einu flokksfélagi íhald*- ins hér í bæ og þar fer í raun- inni fram fyrsta umræða um málið! Svo má Alþingi byrja á sinni fyrstu umræðu daginn eft- ír. Þá hafa þingmenn haft rétt- an sólarhring eða svo til þess að kynna sér þetta mál, sem er „eitt af stærstu málum þess alþingis sem nú situr“, eins og scgir í Vísisfréttinni, sem við birtum mynd af hér með þcssari frétt. ★ Eins og Þjóðviljinn hefur áð- ur skýrt frá hafa kaupmanna- samtökin haft tollskrána til með- ferðar mánuðum saman og gert sínar ráðstafanir í samræmi við það. Er slíkt hneykali, »em hvergi gæti átt sér stað nema hér á landi. Loks á svo að bíta höfuðið af skömminni með þvi að ræða þctta mál fyrst á Bíokksfundi i- haldsins, og ryðja því síðan á dagskrá Alþingis, áður en þing- menn hafi haft nokkurt tækf- færi til þess að kynna sér það til hlítar og bera saman við gömlu tollskrána. — Skyldi ekkl næsta ræða dómsmálaráðherri. Bjarna Benediktssonar, fja-lla um aukna virðingu fyrir Alþingi! Eftir tvö úr býr enginn / herskálum í REYKJA VlK Á næstu tveimur ár- um verður öllum her- skálaibúðum útrýmt í Reykjavík, samkvæmt áætlun um útrýminfíu leigja þær þeim, sem ekki hafa sjálfir aðstöðu til að byggja eigin ibúð- ir. Senrtilega verður keypi hús með 48 íbúð- tií þeirra, sem húa í óvið unandi húsnæðf, en eíga eigin íbúðir í byggingu og vantar fé til að ljúka framkvæmdum. Þegar íhaldið segir: ,,svo fljótt sem verða má" tekur framkvæmdin 21 ár Á síðasta borgarstjórnar- fundi var til umræðu og af- greiðslu samþykkt borgarráðs um byggingu leigu- og sölu- ibúða til útrýmingar herskát- unum úr borginni. Hefur ver- ið sagt frá þeirrí samþykkt áður hér í blaðinu og á 7. síðu blaðsins í dag er sagt frá um- ræðum um málið í borgar- stjórn s.l. fimmtudag. Á föstudaginn birti Vísir þridálka rammafrétt um bygg- ingaáætlunina og sést fyrir- sögn hennar hér á þridálka myndinni. „Eftir tvö ár býr enginn í herskálum i REYKJAVlK,“ segir blaðið með miklu stolti. Já, það er betra seint en aldrei. t Tvídálka myndiin er hins vegar af aðvörun sem borgar- stjórinn í Reykjavík gaf út 17. ágúst 1944 og birti i Morg- unbl. Efni þessarar aðvör- nnar skýrir sig sjálft. Þar er bröggunum sagt strið á hend- ur, því lýst yfir, að þeir fái ekkí að standa áfram og að stefnt sé að því, að þeir verði teknir burt „svo fljótt sem verða má“. Siðan eru liðin hartnær 19 ár og enn bjuggu rösklega 140 fjölskyldur í herskálum hér í borg um síðustu áramót. Og samkvæmt „sigurfréti" Vísis verður þeim þó ekki út- rýmt með öllu fyrr en eftir 2 ár enn. Þá verður liðið 21 ár frá birtingu auglýsingarinnar. Hvað heitir þannig á máli í- haldsins, að eitthvað sé gert ,„svo fljótt sem verða má“, þegar framkvæmdin tekur 21 ár. Fátt sýnir betur athafna- semi og skörungskap íhalds- meirihlutans í borgarstjóra en þetta litla dæmi um „bar- áttu“ hans fyrir útrýmingn herskálanna í borginni. Aðvörun Að gefnu tilefni eru menn .varaðir við því að kaupá hermannaskála í lögsagnarumdæmí bæjarins, í-þeirri von að þeir-.fái :að.standa áfram,- eða að reisa megi þá á öðrum stað í umdæminu. Hvorugt verður leyft, heldur mun stefnt að því, að hermannaskálamir verði-. teknir í burtu svo fljótt .sem verða má. ’ * Jafnframt skal tekið fram, að bæjarstjóm- in hefir enga- hermannaskála til ráðstofunar, og er því tilgangslaust að snua sjer' til borg- arstjóra, bæjarverkfræðings" eða. annarra' bæjarstarfsmanna varðandi kaup eða Ieigu á hermannaskálúm. Reykjavík, 17; ágúst.1944.. BORGARSTJÓRINN. Sementsverðið er enn 72% hærra en fyrir „viðreisn" ★ Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær ákvað stjóm Sem- entsverksmiðjunnar í fyrradag að lækka sementsverðið um 70 krónur tonnið frá og með degin- um í gær að telja. Kostar pok- inn af sementinu nú kr. 65.00 en var áður kr. 68.50. Nemur lækx- unin á poka því kr. 3.50. ★ Þótt þessi verðlækkun á sem- entinu sé að sjálfsögðu góðra gjalda verð og komi sér vel fyr- ir þá sem eru að þyggja segir hún þó skammt til þess að vega upp á móti þeirri hækkun sem orðið hefur á sementinu af völd- um „viðreisnarinnar“. ★ Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér í gær hjá skrifstofu sementsverksmiðjunn- ar kostaði sementspokinn kr. 37.75 fyrir „viðreisn“. Það verð tók gildi 17. febrúar 1959 og stóð til 28. marz 1960 er stórkostleg verðhækkun varð á sementinu vegna gengisiækkunarjnnar sem þá var nýkomin til framkvæmda. Hækkaði sememtspokinn þá i einu stökki í kr. 65.00. Um kl. 15 í gær varð það slys á mótum Rauðarámtígs og Njáls- götu, að ungur mrilur, Jón Þor- valdsson að nafni, hljóp á bif- reið og meiddist hann talsvert á hendi. ★ Samkvæmt þessum tölum er | áður en „viðreisnin“ kom til framkvæmda í marzbyrjun 1960 því verðið á sementspokanum og þrátt fyrir lækkunina sem enn 72.19% hærra en það var 1 var samþykkt í fyrradag. Endurvarpsstöi fyrír hersj&nvarp í Eyjum? Síðustu vikurnar fyrir kosning- ar bera oft keim af óðum varp- tíma á vorin og velta egg'in fram á óliklcgustu stöðum og klak- hljóðin berast um allt land. Að- stæður til þess að unga þessum eggjum út eru oft háðar guði og lukkunni og oft eru þetta bara fúlcgg. Þau vitna hinsvegar oft um uppruna sinn samvæmt erfðalögmálum og sýnir afspreng- ið stundum innstu húgarhrær- ingar flokksins. Þannig vcrptí Alþýðuflokkur- ínn nýlega í Vestmannaeyjum stærðar eggi og skeði það á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. BæjarfuIItrúi kratanna lagði þar fram tillögu og er efn- isútdráttur þessi: Vestmannaeyja- bær byggi á sinn kostnað og rekl í framtíðinni cndurvarpsstöð fyrir hermannasjónvarpið á Keflavík- urflugvelli og sé stöðin byggð á svonefndum Klifiun á Heimaey. Bæjarfulltrúi kratanna heitir Magnús H. Magnússon og er leiðtogl krata í Eyjum og þykir ætíð góður veðurviti fyrir innstu hugarhrærlngar flokkains, enda eru Iciðtogar krata hér á Iandi þekktir fyrir að vera með sjón- varpið á heilanum. Þetta er líka flokkur menntamálaráðherra og góð ráð dýr svona rétt fyrir kosningar að skjðta á loft menn- ingarblysum og sýna hvernig menning íslenzku þjóðarinnar sé ákjósanlegust í framtíðinni. Sum- ir telja þetta þó táknrænasta örverpið, sem Alþýðuflokkurinn ætti völ á um þessar mundir og hægt er að ákvarða f næstn alþingiskosningum. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.