Þjóðviljinn - 27.03.1963, Page 2
2 SÍÐA
ÞJÓÐVILIINN
Miðvikudagur 27. marz 19*63
137 íbúðir voru full-
gerðar í Kópavogi '62
Samkvæmt yfirliti sem Þjóðviljanum hefur borizt um bygg-
ingaframkvæmdir í Kópavogi á sl. ár voru fullgerðar á árinu
137 íbúðír og haíin bygging 87 íbúða. Voru samtals 381 íbúð í
byggingu í kaupstaðnum í árslok.
í yfirlitsskýrslu byggingarfull-
trúans í Kópavogi um byggingu
íbúðarhúsnæðis á árinu 1962
töldust í ársbyrjun í byggingu
431 ílbúð, þar af fullgerðar á
árinu 137 íbúðir — samtals
56.594 m3, en hafin bygging á
87 íbúðum, sem verða 39.986 m3.
í byggingu í ársbyrjun 1963
eru, 381 íbúð samtals
Í58.858m3, þar af fokheldar eða
lengra komnar 272 íbúðir sam-
tals 111.828m3. Af opinberum
byggingum voru í byggingu í
árslok 5 hús, samtals 14.453m3
og var hafin bygging á
einni þ. e. 1. áfanga heilsu-
vemdarstöðvar — 2.354 m3,
Tvær byggingar fullgerðar, þ.e.
2. áfangi Gagnfræðaskólans 2.250
m3 og Kópavogskirkja 2.400 m3,
en ófullgerðar 4, þ.e. Félags-
■ heimili, Dagheimili. Heilsu-
I vemdarstöð og Póst- og áim-
Aða/fundur
■>..#** iqm
STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA verður haldinn
sunnudaginn 31. marz kl. 2 e.h. í dagheimiúnu „Lyngás“
að Safamýri 5 í Reykjavík.
D A G S K R A :
1. Skýrsla stjómarinnar.
2. Reikningar félagsins fyrir árið 1962.
3. Kosning 2. manna í stjóm félagsins til næstu
þriggja ára, og 2 ttl vara.
4. Breyting á félagslögunum.
5. önnur mál.
STJÓRNIN.
stöðvarhús, þar af fokhelt eða
lengra komið 12157m3 og af því
þegar tekið til fuUra afnota 4.240
m3.
Við árslok voru í byggingu 15
iðnaðarhús — samtals 34.862 m3,
þar af hafin bygging 9 húsa sam-
tals 24.873 m3, en lokið byggingu
8 húsa samtals 14.303 m3.
1 ársbyrjun 1963 teljast í
byggingu 7 iðnaöarhús samtals
20.559 m3, þar af fofchelt eða
lengra komið 18.141 m3, og þegar
tekið til fullra afnota 1.110 m3.
Byggingarlóðum
úthlutað
'í 'Ci’A "..................- 'i ý|f.
Síðastliðinn sunnudag hélt
Karlakórinn Svanir söngskemmt-
un í BíóhöIIinni á Akranesi við
góðar undirtektir. Stjómandi
kórsins er Haukur Guðlaugs-
son og undirlejkari frú Fríða
Láxusdóttir. Þrír einsöngvarar
komu fram með kómum og heita
þeir Alfreð H. Einarsson, Jón
Gunnlaugsson og Baldur Ó’.afs-
son. Næsta sunnudag heldur
Karlakórinn Svanir söngskemmt-
un í Gamla Bíói í Reykjavík.
Náttúrufræðinga-
félagið breytir
starfsemi sinni
Aðalfundur félags íslenzkra
náttúrufraeðinga var haldinn
dagana 26. febrúar og 7. marz.
Á þessum fundi var lögum fé-
lagsins breytt og starfssvið þess
mjög aukið. Hingað til hefur
félagið einungis starfað sem
hagsmunafélag fyrir þá náttúru-
fræðinga, sem vinna við rann-
sóknastofnanir í þjónustu ríkis-
ins.
Félagið á nú að vera fræðileg-
ur vettvangur allra þeirra, sem
lokið hafa háskólaprófi í ein-
hverri grein náttúruvísinda, og
á því að gegna svipuðu hlut-
verki fyrir náttúrufræðinga og
Verkfræðingafélag Islands gegn-
ir fyrir verkfræðinga.
Stjóm félagsins var öll endur-
kjörin, formaður er dr. Bjöm
Sigurbjömsson, erfðafræðingur.
Meðlimir félagsins eru 50 tals-
ins.
trulofunar
HRINGIR
AMTMANNSSTIG 2
Halldór Kristinsson
Gullsmiður — Sími 16979.
larráð Kópavogs kaup-
staðar ákvað á fundi sínum
12. marz s.l. úthlut-
un 115 lóða til byggingar íbúð-
arhúsnæðis fyrir samtals 155
íbúðir, sem skiptist þannig:
45 lóðir fyrir keðjuhús.
48 lóðir fyrir einbýlishús.
19 lóðir ftrrir tvílbýlishús.
og lóðir fyrir 3 stigahús á fjöl-
býlislóðum.
Með tilliti til skilyrða bæjar-
ráðs fyrir úthlutun lóða til í-
búðarhúsnæðis má búast við, að
hafnar verði bvyggingar á öllum
þessum lóðum á árinu 1963 Unn-
ið er að skipulagningu iðnaðar-
svæða bæjarins og hefur bæjar-
ráð þegar úthlufað riofckrum
lóðum til byggingar iðnaðarhús-
næðis.
Keypti land undir
sumardvalarheimili
Aðalfundur Styrktarfélags
lamaðra og íatlaðra var haldinn
sunnudagin.i 24. marz. Formaður
félagsins, Svavar Pálsson, Ias
reikninga félagsins og skýrði frá
starfsemi þess á árinu.
Æfingastöðin að Sjafnargötu
14 var rekin ajlt áriýþ ^og., um
40 fötluð böm voru í 2ja mán-
aða sumardvöl að Reykjum í
Hrútafirði við sundæfingar. Tekj-
ur félagsins voru alls 1.158 þús.
kr. en 680 þús. kr. fóru til að
greiða rekstrarhalla á æfinga-
stöðinni og 136 þús. kr. til að
greiða rekstrarhalla á sumar-
dvölum fotluðu bamanna. 34
þús. kr. fóru til eignaaukningar.
Hrein eign í lok reikningsárs,
30. sept. 1962, var 3,9 millj. kr.
Á árinu arfleiddi Ástríður Jó-
hannesdóttir prófastsekkja félagið
að húseigninni Eiríksgötu 19. Þá
hefur hagur félagsins batnað svo
vegna hækkaðra tekna af sölu
merktu eldspýtnastokkanna að
ráðist var í að kaupa Reykjadal
í Mosfellssveit til þess að reka
þar í framtíðinni sumardval-
arheimili fyrir fötluð böm. Var
4% ha lands ásamt íbúðarhúsi
og útihúsum keypt fyrir 1250
þús. krónur. Hefur verið ákveðið
að efna til símahappdrættis í
haust til að afla fjár til þess-
ara framkvæmda.
Haukur Kristjánsson læknir
skýrði frá því, að ‘á æfingaktöð
félagsins hefðu 314 sjúklingar
fengið meðferð á sl. ári.
1 stjóm félagsins voru kosnir:
Svavar Pálsson, Andrés G. Þorm-
ar og Baldur Sveinsson. Til vara
Friðfinnur Ólafsson varaformað-
ur, Eggert Kristjánsson og Vig-
fús Gunnarsson. 1 framkvæmda-
ráð voru kjömir til þriggja ára:
Haukur Kristjánsson, Haukur
Þorleifsson, Sigríður Bachmann,
Páll Sigurðsson og Guðjón Sig-
urjónsson.
Framkvæmdastjóri félagsins
Sveinbjöm Finnsson lét af störf-
um á árinu og hefur annar ekki
verið ráðinn í hans stað. For-
stöðumaður æfingéistöðvarinnar
er Guðjón Sigurjónsson kennari
og sjúkraþjálfari.
Lokk-
andi fyrirheit
Kúba heldur áfram að
valda ráðamönnum hins vest-
ræna heims áhyggjum, meira
að segja hernámsblöðunum á
íslandi. Og eins og oft vill
verða þegar menn standa
andspænis viðfangsefnum sem
þeir ná ekki tökum á verð-
ur málflutningurinn næsta
þvoglukenndur. Þannig hefur
þvj verið haldið fram um
langt skeið að byltingar-
stjórnin á Kúbu sé komin að
falli, hún styðjist einvörð-
ungu við hervald og lögreglu-
ofbeldi. lifskjörum hafi hrak-
að til mikilla muna, hið á-
gæta frelsi sem tíðkaðjst i
valdatið Batista sé farið veg
allrar veraldar. efnahagskerf-
ið sé í upplausn, blaðamenn
frá vestrænum löndum séu
lokaðir inni á hótelherbergj-
um eða i tukthúsum svo að
þeir geti ekki skrifað um það
skelfilega ástand sem hvar-
vetna blasi við og þar fram
eftir götunum.
Engu að síður hefur sjálfur
Bandaríkjaforseti að undan.
förnu setið á ráðstefnu með
leiðtogum ríkjanna í Mið-
Ameríku, og Alþýðublaðið
segir nýlega þannig frá verk-
efnum þeirra: „Kúbu-málið
er mikilvægasta umræðuefnið
á fundi Kennedys Bandaríkja-
forseta og leiðtoga hinna sex
ríkja Mið-Ameríku. Guatem-
ala, E1 Salvador, Honduras,
Nicaragua, Panama og Costa
Rica þessa dagana .. . Ástæð-
an ti) þess að Kúba er mest
aðkallandi vandamálið er sú.
að byltingarólgan sem á ræt-
ur sínar að rekja til bylt-
íngarinnar á Kúbu og
Castro kyndir undir getur
hæglega orðið að beinni bylt-
ingu í löndum latnesku Am-
eríku ... Ríkjum Mið-Amer-
íku er talin staía sérstök
hætta af kúbönsku bylting.
| unni. enda er Kúba ekki
langt i burtu... Kennedy
forseti hefur m.a. áhuga á,
að lönd latnesku Ameríku
banni borgurum sínum að
ferðast til Kúbu, þannig að
mönnum verði meinað að
ferðast þangað á löglegan
hátt.“
Þannig er Það ekki Kúbu-
stjóm sem lokar aðkomu-
menn inni á hótelherbergjum
Qg í tukthúsum, heldur vill
Kennedy leggja átthagafjötra
á 200 milljónir manna í róm-
önsku Ameríku svo að þeir
geti ekki kynnzt ástandinu á
Kúbu af eigin raun. Þess er
þannig efcki að vænta að
byltingarstjórnin á Kúbu
falli, heldur að stjórnarkerf.
ið í gervailri Suðurameríku
hrynji til grunna og öll rík-
in þar fylgi fordæmi eyjar-
skeggjanna í Karíbahafi.
Hvernig í ósköpunum halda
menn að ástandið sé j róm-
önsku Ameríku. ef frásagn-
ir afturhaldsblaðanna um
lífskjör, efnahagsástand og
frelsi á Kúbu eru sannar —
og engu að síður lokkandi
fyrirheit?
Tvenns-
konar reglur
Hér á landi eru auðsjáan-
lega í gildi tvennskonar
reglur um strok erlendra sjó-
manna af skipum sínum. Séu
þeir af austrænum skipum eru
þeir pólitískir flóttamenn og
hietjur sem kjósa frelsið; þá
eni biirtar af þeim stórar
myndir í blöðunum, löng við-
töl og áróðursgreinar; og allt
er búið í haginn fyrir þá í
nýju fósturlandi. Og blöðin
segja að þessi fallegu við-
brögð stafi ekki aðeins af um-
hyggju fyrir frelsinu heldur
og af mannúð. bvJ að austan-
tjaldsmenn séu svo heift-
ræknir að þeir dæmi þvílíka
strokumenn í fangelsi.
En þegar menn strjúka af
vestrænum skipum eru þeir
ekki hetjur og ástvinir frek-
isins, heldur rónar og
drykkjumenn. Þeir eru eltir
uppi af lögreglu og blóðhund-
um, og þegar þeir finnast eru
þeir umsvifalaust geymdir í
tukthúsinu þar til þeir eru
framseldir stjómarvöldunum
í landi sínu. Og þá fer ekki
mikið fyrir mannúðinni, því
Tíminn skýrir kuldalega frá
því í gær í frásögn um nýj-
asta flóttamanninn að í Bret-
landi bíði slíkra manna
„þriggja mánaða fangelsi fyr-
ir strok.“
Lög-
gjafarstarf
Frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar um endurskoðun tollskrár-
innar lætur bíða eftir sér, en
það á sé eðlilegar ástæður.
Þegar sérfræðingamir sem
gerðu fyrstu drög að fum-
varpinu höfðu lokið sér af var
verk þeirra borið undir kaup-
sýslumenn og iðnrekendur.
Þeir gerðu á því margháttaða
breytingar samkvæmt hags-
munum sínum, jafnframt því
sem þeir höguðu innkaupum
sínum og áætlunum í sam-
ræmi við hin væntanlegu
lög. Þessari endurskoðun
hinna raunverulegu löggjafe
er lokið fyrir alllöngu, op
menn hafa síðan velt fyrir
sér hvað væri því til fyrir
stöðu að hleypa málinu gegn-
um atkvæðavél þá við Aust-
urvöll sem alþingi kallast. En
nú er skýringin komin. Gunn-
ar Thoroddsen átti eftir að
bera málið undir fund í
landsmálafélaginu Verði; það
gerist í kvöld. — Austri.
I
I
LAUGAVEGI 18^- SfMI 19113
Höfum kaupendur
að íbúðum, íbúðar-
hæðum með allt sér
og einbýlishúsum.
— Miklar útborgan-
ir.
TIL SÖLU:
2 herb. góð kjallaraíbúð f
Selási.
2 herb. íbúð á efri hæð við
Mánagötu, 1. veðr laus.
3 herb. íbúð við Óðinsgötu,
Utborgun 200 þús. krón-
ur.
3 herb portíbúð í Laugar-
dal, 1. veðr. laus.
4 herb. nýleg mjög góð
jarðhæð við Njörvasund,
1. veðr. laus.
4 herb. efri hæð við Garðs-
enda, sér inngangur.
5 herb. glæsileg hæð við
Rauðalæk.
5 herb. hæð við Mávahlíð,
140 ferm. 1. veðr. laus.
5 herb. glæsileg íbúð við
Kleppsveg, mjög fagurt
útsýni.
6 herb. ný og glæsileg íbúð,,
í Laugamesi, fagurt út-
sýni 1. veðr. laus.
Raðhús við Skeiðarvog,
endahús með fallegum
garði.
Einbýlishús við Háagerði, 4
herb., stór frágengih lóð.
Teiknað af Sigvalda
Thordarson.
110 ferm. hæð, ásamt 3
herb. risíbúð við Sörla-
skjól, stór lóð, bílskúr,
1. veðr laus.
4 herb. góð rlsíbúð í Hlíð-
unum 1. veðr. laus.
Timburhús við Hverfisgðtu
105 ferm., hæð ris og
kjallari 400 ferin. eigna-
lóð. Má breyta í verzlun.
skrifstofur eða félags-
heimili.
Einbýlishús við Heiðgrgerði,
vandað timburhús, járn-
klætt falleg lóð frágeng-
in.
Lítið einbýlishús við Ing-
ólfsstræti, steinsteypt
stofa og eldhús og snyrti-
herbergi. Allt nýstandsett
og málað. Hitaveita.
Verð: kr. 180 þús.
Einbýlishús við Breið-
holtsveg, gott timburhús
jámklætt, á skipulag&r
svæði, 2 herb. og eldhús,
góð geymsla og stór bíl-
súkr á fallegri lóð.
KÓPAV0GUR
3 herb. íbúð við Digranes-
veg, útborgun kr. I6q
þúsund.
4 herb. íbúð við Melgerði,
1. veðr. laus.
Parhús á tveim hæðum í ■
Hvömmunum, fokhelt —
góð kjör.
135 ferm. efri hæð í tvf-
býlishúsi, fokheld með s
allt sér.
Hafið samband við
okkur ef þér þurfið
að kaupa eða selja
fasteignir.
Báfasala:
Fasteignasala:
Skipasala:
Vátryggingar:
Verðbréfaviðskipti:
Jón Ó, Hjörlelfsson,
viðski ptaf ræðingur.
Sími 20610 — 17270.
Tryggvagötu 8, 3. hæð.
Heimasími 32869.
I
NVTIZKU HtJSGÖGN
Fjölbreytt úrval
Póstsendum.
Axel Eyjólfsson
Skipholti 7. Sfmi 10117.
t