Þjóðviljinn - 28.03.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.03.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. marz 1963 ÞIÚ9VI1IINN Sovézkir flugvélasmiðir- Merkar nýjar flugvélar til starfa Sovézka flugfélagið Aeroflot hefur mjög faert út starfsemi sína á síðari árum. Nú í ár er gert ráð fyrir því, að flugvélar þess flytji 35 millj. farþega. For- ystumenn í flugmálum segja, að nú sé í höfuðatriðum búið að ganga frá fullnægjandi þjón- ustu á lengri leiðum, milli stasrri borga. Nú sé komið að því þróunarstigi flugmála að skipuleggja sem skyldi styttri flugleiðir, flugsamgöngur við litla bæi og sveitaþorp, En þetta er hægara sagt en gert, segir Olég Antonof, einn helzti flugvélasmiður Sovétríkj- anna. Ef nota ætti til þessara hluta þær flugvélar sem nú eru helzt í notkun, þá myndi þetta krefjast gífurlegrar fjárfesting- ar, sem einkum færi í að byggja nýja flugvelli. Þessvegna leggjum við nú alla áhérzlu á að smíða flug- vélar sem geta lent ekki aðeins á steyptum flugvöllum heldur og á moldarvöllum. Ennfr. er léitazt við að gera slíkar flug- vélar þannig úr garði, að þær þurfi sem stytztar brautir til lendingar og flugtaks. Antonof lýsti nýrri flugvél Sém hann hefur gert og nefnist AN—24. Þetta er þrýstilofts- skrúfuvél sem þarf ekki nema taépa tvöhundruð metra langa lendingarbraut. Vél sem á að vinna við slík skilyrði — stutt- ar brautir á moldarvöllum — verður að vera áreiðanlegri en nokkur flugvél önnur. Enda hafa margar flugvélar verið prófaðar ,,upp til agna“, þar sem venjulega er látin nægja ein slík af nýrri tegund, og alls hefur AN—24 verið reynd 77 þúsund sinnum, og segist Antonof ekki vita til þess að nein flugvél önnur hafi verið látin ganga undir svo alvarlega prófun. AN—24 er ætlað að duga til 30 þúsund klukkustunda flugs, það er að vera í notkun tíu til fimmtán ár. Antonof segir að þessi nýja flugvél verði ágætt spor í fram- faraátt, en þó sé margt ógert; það þurfi til dæmis fjölda enn smærri flugvéla sem geti lent og tekið sig upp af akri, sveita- vegi eða í skógarrjóðri. Og von- ar hann að AN—14, sem verk- fræðistofa hans hefur einnig teiknað, geti komið þar í góð- ar þarfir. En þessi flugvél, sem hefur verið uppnefnd „býflug- an“ þarf ekki nema um 60 metra flugbraut, og með dálitl- um mótvind getur hún látið sér nægja helming þessa stutta spalar. Það er einnig mikið rætt um vélar sem fljúga lóðnétt upp — þ. e. a. s. um allskonar þyrl- ur og vélar sem eru sambland af þyrlu og venjulegri flugvél, en Antonof er ekki ánægður með þann árangur sem hefur náðst á þessu sviði — einkum telur hann hinar ýmsu þyrlur skorta öryggi, þegar skipt er af lóðréttu flugi yfir í lárétt. Hinsvegar er þyrlusmiðurinn Mikhaíl Míl nokkuð annarrar skoðunar og segir að flugvéla- smiðir séu alltaf að opna nýja möguleika í þyrlugerð. Flugvélin AN—14 hefur marga þá eiginleika sem setja hana í flokk einhvcrsstaðar milli þyriu og léttra flugvéla. Hún þarf ekki nema 60—90 metra braut til flugtaks og 70—110 metra braut til lendingar. Hún er þannig úr garði gerð, að hún getur lent og tekið sig upp af allskonar óvönd- uðum brautum — þar á meðal af sandi og snjó. Vélin gengur fyrir tveim 300 hestafla hreyflum, og getur vel flogið á öðrum, hún tekur sjö farþega, flýgur með 190—210 km. hraða og hefúr 600 kílómetra flugradíus. Auk allra þessara ágætu kosta er flugvéMn tryggð með útbúnaði gegn ísingu. SÍÐA J Þyrlur Míls eru víða notaðar til hverskonar flutninga. Hann segir að þær séu nú þegar mjög þýðingarmikið flutningatæki til staða þar sem flugvélum verði ekki komið við — þannig flytja þær 200 þús- und farþega á ári milli Bakú og olíuþorpsins sem reist er á stöplum úti i Kaspíahafi. Þyrl- ur hafa komið því til Ieiðar að skógareldar eru nú tvisvar sinnum sjaldgæfari en áður. Mörg mikil málmasvæði í Síb- eríu og Miðasíu hafa verið upp- götvuð með þeirra hjálp. Þær eru þar að auki nokkurskonar fljúgandi kranar sem ferma og afferma fljótabáta, leggja olíu- leiðslur og ^asleiðslur. Hver hefði til dæmis getað búizt við því, að lítil þyrla eins og V—2, sem vegur um tvö tonn, gæti lyft bíl sem vegur meira en tonn. Þyrla getur lyft sýnu þyngri farmi en flugvél sem eyðir miklu meira eldsneyti. Míl álítur að í náinni fram- tíð verði þyrlur aðaltæki til fólksflutninga á allt að 300 km ferðalögum. Það er nú þegar hægt að slá því föstu, segir hann, að ferð í 25 manna þyrlu af gerðinni V—8 kostar álíka mikið og ferð í áætlunarbifreið (miðað við um 200 km vega- lengd). Og dagur fjölskylduþyrlna er ekki langt undan, bætir hann við. Þar hefur AN-14 lent úti á engi. 1 fljótu bragði virðist sem þessá flugvél Antonofs væri mjög heppileg við íslenzkar aðstæð- ur. I fyrirbrigði þessari Undir alúminíumhimni Ég held þaö þurfi hvorki ýkjamikla sögu- þekkingu né neitt frá- bært ímyndunarafl til að sjá að kapítalisminn sé orðinn ekki aðeins úrelt, heldur lifsfjandsamlegt kjarnorkuöld og hljóti að hafna í skefjalausum auðhringafasisma sem mannkynið neyðist að lokum til að sprengja ut- an af sér ef það á að bjargast. Allar þjóðir — þar á meðal íslendingar — hljót? fyrr eða síðar að gera það upp við sig hvort þær vilji láta kaf- færa sig í einstaklings bundinni stríðsgróða - hyggju heimskapítalism ans ellegar reyna að draga dæmi af því já- kvæðasta í samfélagslegr nýsköpun heimskomm únismans. Þrýstingur þessara tveggja megin afla er slíkur að hann verður ,?kki með nokkru móti umflúinn. Hver hugsandi maður hlýtur að taka afstöðu — um bæði öflin gildir hið forn- kveðna: sá sem ekki er með mér hann er á móti mér. Hin hatrömmu átök at- ómstórveldanna hafa leitt til þess að íslenzk þjóð- málabarátta hefur að ærnum hluta lent í dæg- urpexi um það hvorir séu meiri glæpamenn, rússar eða kanar. Slíkt pex reyn- ist auövitaö heldur ófrjótt til langframa og er til þess eins falliö að breiða yfir hinn djúpstæða eðlis- mun kapítalisma og kommúnisma. Hitt væri stórum tímabærara; að skeggræða hvernig við sjálfir getujh helzt komið í veg fyrir glæpi beggja í okkar liþjóðfélagi. Enda þótt enginn sem hugsar u«m heimsmál eöa bjóðmál geti vprið hlut- laus gagnvT-irt. grundvall- arkenningum kapítalisrrv og kommúnisma. gfrtur-' við í einum ';k;iniri kappkostað hlutleysi. Við getum kappkostað virkt hlutleysi í glæpum — og þá ekki sízt þeim glæpn- um sem hroðalegastur er: styrjaldarundirbúningi. Kj arnorkustórveldi n standa vetnisvædd hvort gagnvart ööru og fyrir lítið kemur aö rífast endalaust um það hvoru- megin glæpurinn sé meiri — staðreyndin blasir við, ægileg, óbifan- leg. Eins og sakir standa er brýnasti kommúnismi íslendinga sá að afneita þessári glæpsamlegu þró- un á báða bóga. Hitt er aftur á móti dauðadæmd- ur kapítalismi að ganga öðru atómveldinu á hönd og fela líf sitt í einu og Öllu „vernd“ sjálfra tor- tímingaraflanna — eins og gert hefur verið hér á íslandi. Nú er svo málum kom- iö að íslenzkir valdhafar virðast ekki áræða að stíga eitt einasta spor án bess. að spyr.ja stórkanít- alista tveggja heimsálfa hvernig þeir eigi að bera til löppina. Atlanzhafs- bandalag, efnahags- bandalag, fríverzlunar- bandalag, evrópuráð, norðurlandaráð — hver kann nöfnin á öllum þessum klíkum erlendra pótintáta sem binda fyrir augun á leiðtogum okkar í flóknum skollaleik „hins frjálsa heims“? Leiðtogarnir gleðjast eins og spenntir strákar þegar þeir eiga að fá hæsta stríðsmiðunarturn álf- unnar inn í landið sitt og vilja ólmir fá vestrænan alúminíumhimin yfir. Aftur á móti verkar það á þá líkt og óvænt fleng- ing þegar dyntóttur karl- skröggur suður í Frans stekkur út undan sér og vill ekkert með brezka ljónið hafa, né heldur ís- lenzka apaköttinn ser»' hangir aftan í halani á því. Allt sem fréistar nndæfp bessari hnndflö' . ifr' undirgefni við heims- kapítalismann heitir kommúnismi á kanversku og telst til rússneskra eða kínverskra glæpa. En þennan kommúnisma verða róttækir menn á ís- landi að þora að boða og efla, ef þeir meina nokk- uð með hjali sínu. Eigi ís- lenzka smáþjóðin að halda áfram aö vera til, verður hún að sníða sér stakk eftir vexti, standa á eigin fótum, taka sjálf allar ákvarðanir um framtíð sína. Ekkert er að vísu nauðsynlegra en að hún fylgist skörpu auga meö heimsþróun- inni, jafnt austan tjalds sem vestan. Hún hlýtur auðvitað að halda uppi víötækum samböndum við umheiminn bæði í andlegum og efnahags- iegum skilningi. En jafn- framt og um alla hluti fram verður hún að reisa sér meriningarlegan varn- argarð gegn hverskonar aðsteðjandi hættum — úr hvaða átt sem þær koma — með pví að móta sér skúro nri trausta mann- gildishugsjón og velja og hafna í samrœmi við hana. Við höfum nú lifað eft- ir amerískri formúlu heimskapítalismans í tvo áratugi. Þetta hefur gert okkur að snurfusuðum betlitíkum og attaníoss- um stríðsdýrkenda í þeim mæli að við sendum pels- klæddar maddömur vorar og kábojmenntuð böm suður á völl til að skoða þar hina vestrænu há- menningu dauðans. Ekk- ert annaö en eldheitur kommúnismi getur upp- rætt þessa svívirðu lands og þjóðar. Ekki kommún- ismi samkvæmt rúss- nesku eða kínversku ritú- ali, heldur því ritúali ís- lenzkrar lífsvitundar sem krefst þess að sögueyjan verði um aldur og ævi ó- krenkjanleg sameign okk- ar allra. Því til lítils tórð- um við þá í sex hundruö sumur undir dönsku ask- loki, ef við eigum nú að kafna undir amerískum alúminíumhimni með öll vitin full af blóðflekkuð- um dollurum. -xp'jasrjmr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.