Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. marz 1963 ÞJÓÐVILIINN SIÐA 3 VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H.F. ASalfundur Verzlunarbanka íslands h.f. verður haldinn í veitinga- hi'isinu Lidó laugardaginn 6. apríl 1963 og hefst kl. 14.30. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bank- ans síðastliðið starfsár. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Lögð fram tillaga um kvittun banka- stjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil. Kosning bankaráðs. Kosning endurskoðenda. Tekin ákvörðun um þóknun til banka- ráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. Lögð fram tillaga um breytingu á reglu- gerð bankans. 4. 5. 6. 7. 8. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í afgreiðslu aðalbankans, Bankastræti 5, Reykja- vík, miðvikudaginn 3. apríl, fimmtudaginn 4. apríl og föstudaginn 5. apríl á venjulegum afgreiðslutíma bank- ans. Reykjavík, 28. rnarz 1963. Bankaráð Verzlunarbanka íslands h.f. Þ. Guðmundsson. EgiII Guttormsson. Magnús J. Brynjólfsson. FERMINGARGJDF Kodakctun Myndavél kr. 286.— Flashlampi kr. 210.— «.<ÍSj> Í'V/. Hans Petersen h.f. Sími 2-03-13 Bankastræti 4. Til sölu 4 herbergja íbúð við Sólheima og 5 herbergja íbúð við Holtagerði. Félagsmenn, sem vilja hota forkaupsrétt að íbúðum þessum, snúi sér til skrifstofunnar Hverfisgötu 39 fyrir 3. apríl. ' B S S R Sími 2-38-73. Rejse paa Island 4ir Martin A Hansen í ó- iýrri útgáfu, kr. 52.75. Sömu nyndir og í frumútgáfunni. k.abúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Verkfalli lokið í Finnlandi Ríkisstarfsmenn hófu vinnu í nótt HELSINKI 28/3 — VerkfaUi rík- isstarfsmanna í Finnlandi sem bófst í byrjun mánaðarins er iokið og hefja þeir aftur vinnu á miðnætti aðfaranótt fimmtu- dagsins Samninganefndir ríkisstarfs- manna og ríkisstjómarinnar urðu fyrst ásáttar um málamiðlunar- lausn, sem stjóm sambands ríkisstarfsmanna síðan samþykkti. Starfsmenn gengu í höfuðatr- iðum inn á síðasta tilboð ríkis- stjómarinnar, en þá bætti hún 13 milljónum marka við þær 84 milljónir sem hún hafði áð- ur boðizt til að hækka kaup starfsmanna sinna um árlega. Samtals nemur þessi hækkun um 1.300 milljónum íslenzkra króná árlega. Verkfallið leystist á síðustu stundu, því að bæði hafði stjóm Karjalainens ákveðið að gera af- stöðu sína til launakrafna starfsmanna að fráfararatriði og fara fram á traust þingsins og samband flutningaverkmanna hafði boðað samúðarverkfall með ríkisstarfsmönnum. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að haldið verði áfram við- ræðum um ýms atriði £ kröfum starfsmanna sem ekki hefur enn verið gengið frá. So vézkar flugvélar í lofthelgi USA? i i Castro um árásirnar á sovézku skipin | Herskip USAskýla! árássrmönnunum S MOSKVU 28/3 — Bandaríkja- stjóm hefur sent sovétstjórninni orðsendingu þar sem kvartað er yfir því að tvær sovézkar fiug- vélar hafi flogið inn í banda- ríska iofthelgi 15. marz. s.l. Sov- étstjórain hefur vísað á bug þessari umkvörtun. 1 svari hennar segir að við- komandi sovézlt stjómarvöld hafí kynnt sér þetta mál og komizt að þeirri niðurstöðu að flugvélar þær sem um ræðir í hinni banda- rísku umkvörtun hafi aldrei farið inn í bandaríska lofthelgi þegar þær vom á föstu eftirlitsflugi yf- ir Beringssundi 15. marz s.l. Taugaveikin hefur borizt frá Zermatt ZERMATT 28/3 — 1 vetrarleikja- ' bænum Zermatt í Sviss hefur j nú öllum gisti- og veitingahús- j um verið lokað vegna tauga- ! veikifaraldurslns og allir hinir mörgu ferðalangar sem þar dvöldust eru farnir heim Marg- ir þeirra hafa tekið með sér veikina. Vart hefur orðið við að minnsta kosti 72 tilfelli af tauga- veiki í Bretlandi, Vestur-Þýzka- landi, ítalíu, Hollandi og Banda- ríkjunum og höfðu allir sjúkl- ingamir dvalizt um skeið í Zer- matt. Fundizt hafa ný tilfelli í Sviss svo að nú er vitað um 192 Sviss- lendinga sem tekið hafa veikina síðan faraldurinn kom upp í Zermatt fyrir tveimur vikum. ’HAVANA 28/3 — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, lýsti í dag ábyrgð á hendur Banda- Laugavegi 41 A. KIPAUTGCRB RIKISINS Ms. HEKLA fer vestur um land til Akureyr- ar 3/4. Vörumóttaka í dag og árdegjs á morgun tii Patreks fjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Akur- eyrar Farseðlar seldir á þriðju- dag. Ms. HERÐUBREIÐ fer vestur um land í hringferð 4/4. Vörumóttaka á mánudag til Kópaskers, Þórshafnar, Bakka- fjarðar, Vopnafjarðar, Borgar- fjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvar- fjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpa- vogs og Homafjarðar. Farseðl- ar seldir á miðvikudag. Ms. SKJALDBREIÐ fer vestur um land til Akur- eyrar 1/4. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Húnaflóa- og Skagafjarðarhafna og Ólafs- fjarðar. Farseðlar seldir á mánu- dag . ríkjastjóm fyrir árásir þær sem landll'.ótta gagnbyltingarmenn hafa gert á kaupför í höfnum á Kúhu að undanfömu og sagði m.a. að bandarísk herskip hefðu verið á sveimi undan strönd Kúbu meðan árásimar voru gerðar og hefðu skýlt árásar- mönnunum. Verði ekki þegar tekið fyrir slíkar árásir, sagði Castro, myndi Kúbustjóm neyðast til að útvega sér sprengjuflugvélar og herskip til að vemda aðflutn- ingsleiðir til lands síns. Sovétstjómin mómælir þess- um árásum í harðorðri orðsend- ingu til Bandaríkjastjómar í gær, en í dag harmaði banda- ríska utanríkjéráðuneytið árás- irnar á sovézku kaupförin, sem það kvaðst álíta gagnslausar í baráttunni við hina kommún- istísku stjóm Kúbu. í/aFÞÓR. ÓUPMUmsoN V&siufujcdœ, /7rU öími 2597° JNNtí&MTAi \<LÖC FK/SÁ. Verkföll # fjárar vikur # Frakkiandi \ Idag eru liðnar fjórar vik- ur síðan verkföllin hóf- ust í Frakklaridi og enn eru ekki horfur á skjótri lausn vinnudeilnanna. Það voru kolanámumenn í norðurhér- uðum landsins og Lorraine sem fyrst lögðu niður vinnu, 240.000 talsims. f fréttum hef- Ur verið skýrt frá kröfum þeirra. en sú helzta er tafar- laus ellefu prósent kauphækk- un. Bkkert bendir til þess að þeir muni slaka á þeirri kröfu og enn hefur vinnuveit- andi þeirra, franska ríkis- stjómin, ekki gert þeim neitt aðgengilegt boð. Allar horfur eru þess vegna á þvi, að enn um sinn muni engin kol verða unnin úr jörðu í Frakklandi. Samheldni námumanna hefur verið einstök. enda hafa þeir til all.s að vinna og engu að tapa. Þeir voru löngum fram- varðarsveit fransks verkalýðs, eins og þeir munu minnast sem lesið hafa ,.Gérminal“ Zola, enda hvíldi iðnaður landsins á starfi þeirra. Það var metið að verðleikurn að síðari heimsstyrjöldinni lok- inni, þegar ný viðhorf virtust um skeið vera að ryðja sér til rúms í frönsku þjóðlífi; allar námur landsins voru þá þjóðnýttar og kolanámumönn- um tryggð betri kjör en öðr- um verkamönnum. Þótt margt hafi breytzt síðan Zola rit- aði bækur sínar á síðustu 5!d, er starf námumannsins enn bæði hættulegt og heilsu- spillandi: Af 70.000 námu- mönnum í norðurhéruðum Frakklands hafa 10.000 tek- ið atvinnusjúkdóm þann sem nefnist kísillunga. Það þótti því augljóst að ef menn ættu að fást til að hætta heilsu sinni i nám- unum. yrði að verðlauna þá lyrir hað. Það ákvæði var sett inn í kjarasamninga kolanámumanna, að kaup þeirra skyldi jafnan vera 20 prósent hærra en kaup málm- iðnaðarmanna í París. Eitt af fyrstu verkum stjórnar de Gaulle árið 1958 var að af- nema með lögum þetta á- kvæði í kjarasamningum kolanámumanna. Síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhlið fyr- ir þeim, og er nú svo kom- ið að kaup þeirra hefur dreg- izt aftur úr kaupi annarra verkamanna og er munurinn einmítt þau ellefu prósent, sem þeir hafa farið fram ð að fá kaup sitt hækkað um. Þeir krefjast þess eins að þeir fái að njóta jafnréttis á við aðra vinnandi menn. Af þessu má skilja hvers vegna þeir hafa notið svo almennrar samúðar í kjarabaráttu sinnj. Það eru ekkj einungis stéttarbræður þeirra sem hafa stutt þá. Það vakti þannig mikla athygli að verkíræðingar námanna. sem aldrei hafa viljað hafa neitt saman við námumenn að sælda og jafnan verið þægir biónar vinnuveitenda. samþykktu þegar í upphafi verkfallsins að gefa tvenn daglaun í verkfallssjóð þeirra. Klerkar og biskupar kaþólsku kirkjunnar í námuhéruðunum hafa eindregið stutt verkfalls- menn, sömuleiðis bæjarst.iórn- ir og reyndar allir kjömir fulltrúar í þessum lands- hlutum. Það á einnig við um bingmenn gaullista þaðan, og aðalmálgagn flokksins, La Nation, befur !ýst kröfur námumanna réttmætar. En þrátt fyrir þennan vilja þjóðarinnar hefur stjóm de Gaulle ekki fengizt til að verða við kröfum námumanna. Hún bauð þeim 2.25 prósent kauphækkun í janúar og síð- an aðra 5.75 prósent hækkun fyrir lok ársins, 8 prósent samtals á árinu. En hún hef- ur þverneitað þeirri megin- kröfu námumanna að laun þeirra hækki til samræmis við almennar launahækkan'r sem orðið hafa í landinu á undanfömum misseram og fylgi siðan sjálfkrafa vísitölu almennra launa. Verðlag hef- ur farið síhækkandi í kFrakk- landi undanfarið ár og gert er ráð fyrir að það hækki um 4—5 prósent a.m.k. á þessu ári. Átta prósent kauphækkun handa námumönnum á árinu myndi því aðeins þýða að kaupmáttur launanna batnaði um 3—4 prósent og þar sem áætlað er að kaup verka- manna hjá einkafyrirtækjum muni í ár sem undanfarin hækka um 7—8 prósent myndi hlutur námumanna ekkert batna, miðað við það sem aðr- ir bera úr býtum, ef gengið yrði að tilboði ríkisstjómar- innar. Því var vitaskuld hafn- að, en námumönnum hefur ekki verið gert neitt nýtt boð, og ríkisstjómin hefur ekki einu sinni látið svo lítið að ræða við fulltrúa þeirra. Síð- ast í gær vom þeir gerðir aft- urreka þegar þeir komu til Elysée-hallarinnar að færa de Gaulle forseta skilaboð og Pompidou forsætisráðherra sagði, að ekki kæmi til mála að taka upp viðræður við námumenn, fyrr en þeir hefðu aftur horfið til vinnu. Engar líkur eru til þess að þeir láti neyða sig, með tvær hendur tómar niður í námumar eftir fjögurra vikna verkfall. Hér hefur eingöngu verið raett um verkfall kola- námumanna, en ekki má láta þess ógetið að í kjölfar þess hafa komið verkföll í nær öll- um fyrirtækjum og stofnun- um ríkisins, en starfsmenn þeirrá allra gera svipaðar kröfur og námumenn. Jám- brautarmenn hafa lagt niður vinnu fjómm sinnum í mán- uðinum og komið samgöng- um í algert öngþveiti. Tekið hefur fyrir símaþjónustu og bréfadreifing hefur tafizt vegna skyndiverkfalla póst- og símamanna. Ótaldar vinnu- stundir hafa farið til spill- is vegna þess að neðanjarðar- brautin og almenningsvagnar í París hafa stöðvazt. Starfs- menn gas- og rafstöðva hafa gert hvert verkfallið á fætur öðru. Verksmiðjum hefur ver- ið lokað vegna skorts á elds- neyti, sem ekki var of mik- ið af fyrir eftir langan og harðan vetur. Þannig blasa við vandræði hvert sem aug- um er litið og jafnvel algert neyðarástand ef svo heldur fram sem hingað til. En rík- isstjómin virðist láta sig það litlu varða og ,,hinn sterki maður Evrópu“, eins og Morgunblaðið kallar de Gaulle, kærir sig kollóttan. Hann hugðist í upphafi verk- fallanna beita námumenn hörðu með því að skylda þá til vinnu með nauðun gart.il- skipun, en hóta þeim fangelsi og öðrum refsingum ella. Fyr- ir samheldni verkamanna varð sú ^ tilskipun ekki annað en ónýtt pappírsgagn sem enginn minnist á lengur. Allan þennan mánuð hafa fréttir af verkföllunum í Frakklandi verið meðal helztu tíðinda að utan sem greint hefur verið frá í blöð- um og útvarpi og verður mönnum e.t v. ekki láð þótt þeir séu orðnir þreyttir á „sama staglinu upp aftur og aftur“. Þeim er kannski ein- hver fróun í þvi að nokkurt lát kann nú að verða á þeim fréttaburði: Franskir blaða- menn lögðu niður vinnu í gær og starfsmenn hjá fréttastof- um hafa boðað sólarhrings- verkfall í dag. ás. 4 <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.