Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 4
4 SlöA MÖÐVILIINN Fðstudagur 29. marz 1963 Tallabreytingarnar lækka e'iki framfærsluvísitöluna Fundir voru í gær í báðum deildum Alþingis. 1 efri deild var fmmvarp um hámarks- þóknun fyrir verkfræðistörf af- greitt til 3. umræðu og frum- varp um bændaskó'a var af- greitt til neðri deildar. — I*á fy’gdi Gunnar Thoroddsen, fjármáiaráðherra úr hlaði toil- skrárfrumvarpinu nýja. — Þjóðviljinn hefur áður . skýrt frá því, ' að ráðherrann tók málið fyrst fyrir á Varð- arfundi í fyrrakvöld. Eftir frásögn Morgunblaðs- ins og Vísis í gær af þeim fundi, virðist ráðherrartn hafa flutt sömu ræðuna og á Al- þingi í gær. Þess skal þó get- ið sérstaklega, að ráðherrann mætti sjálfur til þess að flytja ræðuna, en notaði ekki segul- bandsupptöku af Varðarfund- inum. Meginef-nið í ræðu ráðherr- ans var að gera grein fyrjr grundvallarreglum þeim, sem farið var eftir við endurskoð- un skrárinnar, og helztu breyt- ingum, sem á benni eru gerð- ar. Er þar í fyrsta lagi um að ræða, að hinir ýmsú toll- ar °g gjöld, sem áður voru greidd af innflutnjngi til lands- ins eru felld í eina heild, en þessi gjöld voru áður allt upp í eilefu tajsins. Er hér því um að ræða hagræðingu á tolla- kerfinu. — En þess skal sér- staklega getið, að 8% viðbót- arsöluskatturinn, sem ríkis- stjómin hefur margsinnis lýst hátíðlega yfir. að væri einung- ist til bráðabirgða, er felldur inn í þetta kerfi án minnsta af- sláttar. — í öðru lagi eru'satn- ræmdir .tolilar á sikyldum vöruflokkum, og hefur mis- ræmi í þessum efnum skapað tollheimtunni mikla erfiðleika. Xx>ks er við samningu toll- skrárinnar farið eftir Brussel- skránni svonefndu til samræm- ingar tolla á alþjóðavettvangi. — Þvi nájst vék ráðherrann að hinum ýmsu breytingum á tollskránni og gerði allýtarlega grein fyrir öllum helztu lækk- unum. — • Að lokum vék ráð- herrann ,að áhrifum tollabreyt- inganna á vísitöiu framfærslu- kostnaðar og tekjur ríkissjóðs. Viðurkenndi ráðherrann að brey^ingarnar mundu ekki hafa í för.með sér neina breyt- ingu á vfsitölunni sem orð værl á gerandi, e-t.v. mundi hún þó lækka aðeins. Varðandi þá hlið- ina, sem að ríkissjóði snýr, sagði ráðherrann, að gera mætti ráð fyrir auknum inn- flutnin-gi og mundi það vega nokkuð upp á móti minni tekj- um vegna tollaJækkana. Einn- ig hefði orðið nokkur tekjuaf- gan-gur hjá ríkissjóði síðustu ár og væri eðlilegt að hann yrði notaður. í þessu skyni til að mæta minnkandi tekj- um vegna tollalækkananna. ★ Að ræðu ráðherrans lo-kinni var umræöunni frestað. en fundur mun verða á mo;rgun og gefst þá væntanlega stjóm- arandstöðunni tækifæri til þess að láta í ljós álit sitt, eftir því sem henni hefur unnizt timi til að kynna sér þetta stór- mál, Neðri deild í neðri deild var frumvarp um læknin-galeyfi afgreitt til efri deildar. enníremur frum- vörp um lántöku tll vatnsvéltu- framkvæmda í Vestmannaeyj- urs og sölu tveggja eyðijarða í Árskógahreppi. Hannibal Valdimarsson fylgdi úr hlaði frumvarpi um breytingu á sjúkrahúsalögunum. Frumvarp um afhendin-gu Skálholtsstað- ar til þjóðkirkjunnar var til 3. umræðu og flutti Einar CW- | geirsson rök- I studda dagskrá í um að vísa : málinu frá til nánari athug- j unar. Einar í- | trekaði fyrri ] skoðun sí-na | um að Skál- ! holt bæri að gera að menntasetri í samræmi við sögu þess og kvaðst hann mótfallinn því, að afhenda það þjóðkirkjunni. — Þá var og til umræðu í deildinnj frumvarp um jafnvægi í byggð lands- ins og tóku meðal annars til máls Einar Olgeirsson og Hannibal Valdimarsson og verður skýrt nánar frá ræðum þeirra í blaðinu einhvem næstu daga. 4 ðstoð tilsjúkrahúso vegna dfrtsðarínnar Hannibal Valdimarsson mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á sjúkrahúsalögum, en málið er flutt af honum og Halldóri E. Sigurðssyni og hefur áður verið skýrt hér frá efnisatriðum þess. Flutnin-gsmaður gat þess, að frumvarp þetta væri fjutt að beiðni heiman úr héraði, en stjóm sjúkr.ahússins á ísafirði hefði sérstaklega óskað eftir því. Kvaðst Hannibal hafa hugs- að sér að flytja þingsálykt- unartillögu um endur- skoðun þeirra á- kvæða sjúkrahús- laganna. sem f-rum- varpið fjall- ar um. en þegar á- kveðnar óskir hefðu borist um lagabreytingar í þessa átt þeg- ar á þessu þingi, hefði hann talið sjá-lf-sagt að verða við því. Minnti hann á, að að- stoð við sjúkrahús, sem sam- þykkt hefði verið með lögum 1958 væri nú orðin allsendis ófullnaegjandi vegna sívaxandi dýrtiðar og horfði til vand- ræða með , rekstur sjúkrahúsa úti á landi af þeim sökum, og einnig vegna þeirra laga- ákvæða, sem að öðru leyti eru setf um greiðslu sjúkrakostn- aðar. Þær breytingar, s«m í frumvarpinu fælust, væru ein- ungis til þess að sjúkrahúsin fengju þegar sambærilega að- stöðu og þau höfðu eftir setn- ingu laganna 1958, en vissu- lega væri þörf frekarí endur- skoðunar á löggjöfinni til að auka aðstoð við sjúkrahús- jn. Hinir heimsþekktu þýzku hjólbarðar Ódýrir - Sterkir (ontinenlöl _______________ - hjólbarði hinna vandlátu. <ftnlincnlal _ hjólbarðar eru mjúkir. ggfflBSBS gerir bílinn stöðugrL <ontincnlal Sparar viðhaldskostnað. á allar bílategundir. tgntincnlal snjóhjólbarðar. ávallt fyrirliggjandi í öllum stærðum. <§ntineiital <onliucníai REYNIÐ <§nlinenlal ^ ?^™^RIST TTM GÆÐIN önnumst allar hjólbarðaviðgerðir með full- komnum tækjum. Sendum um allt land. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955. Útsölustaðir: VEBZLUNIN ÖLFUSÁ Selfossi TÓMAS EVÞÓRSSOh Veganesti, Akureyri. BJÖRN GUÐMUNDSSON Brunngötu 14, isaflrði. ) Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, SigurS* ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórri qugiýsingar. prentsmiðja: Skóiavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr 65 á mánuðL Framtak ITvað skyldu íhaldsblöðin á íslandi hafa b'írt margar greinar þess efnis að umfram allf yrði að byggja atvinnulíf landsmanna á „fram- taki einsíaklingsins“ og hversu miklu heilbrigð- ara það framtak væri en t.d. framtak ríkisins í heild eða bæjarfélaga? Og hversu oft hafa ver- ið birt viðtöl við hina framtakssömu og dug- miklu menn, einkum þó ef þeir eru líka innsfu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins, sem af afl- miklu framtaki einstaklingsins hafa lagt sig í hina mestu áhættu til þess að efla afvinnulíf landsins, kaupa togara, kaupa báta, kaupa fisk- vinnslustöðvar, kaupa heil byggðarlög. Og sízt skal í línum þessum lasfað framtak einstaklings- ins til þjóðnýtra verka, þegar hægt er að við- hafa þau fallegu orð án þess að merking þeirra snúist í háð. En eðlilegra gæti virzt, að þeir menn sem málgögn heils stjómmálaflokks lofa og lofsyngja ár út og ár inn sem íákn framtaks reyndu einhvern tíma að standa á eigin fó'fum. það var nýlega upplýst á Alþingi að á fveimur árum, 1961 og 1962, hefði verið laumað af almannafé alllaglegum fúlgum í framtak nokk- urra íhaldsgæðinga. Þannig hafði varaþingmanni' Sjálfstæðisflokksins Einari Sigurðssyni verið réttar samtals 9,9 milljónir króna af almanna- fé þessí tvö ár, vegna „framtaks“ hans að „eign- así“ togarann Sigurð, sem frægari er ’fyrir ann- að en fiskirí. Guðmundi Jörandssyni hafði á þessum tveimur árum verið fengið a’f almanna fé 11,1 milljón krónur 'til þess að styðjá það „einkaframtak“ hans að „eignast” togarann Narfa. Ingvari .Vilhjálmssyni höfðu verið rétfar 7,1 milljón krónur til að „eignast“ togarann Frey, og eigendum togarans Víkings á Akranesi höfðu verið afhentar 9,2 milljónir til þess að „eign-, ast“ hann. Þessu fé er komið í framtak hinna dugmiklu einstaklinga með því móti að þeir fengu ríkisábyrgð fyrir togarakaupunum ög sfanda svo ein'faldlega ekki í skilum og ríkið verður að borga. Það á að vísu endurkröfu á hina dugmiklu einstaklinga, en alveg munu þeir sofa rólegir vegna óttans um að sú krafa verði innheimt, og halda áfram að græða á fyrirtækj-"' um sínum, þó togararnir séu „alltaf að tapa“. F»að voru þessir blaktandi sigur'fánar eins’tak- ;' * lingsframíaksins og kumpánar þeirra í F.Í.B. sem í fyrra töldu tímabært að senda Alþingi þá úrslitakosti að vökulög togaraháseta skyldu skert, annars skyldi fogaraútgerð lögð niður á íslandi. Það voru þessir afburðáglæsilegu full- trúar einkaframtaksins, sem í fyrra stöðvuðu togaraflotann í 131 dag til að reyna að fram- kvæma þá hótun sína, og fil þess að hindra smá- vægilegar leiðréttingar á kaupi og kjörum tog- arasjómanna. Hvað þurfa þeir að vera að gera út? Það er svo miklu þægilegra að „eignast“ togara sína sem styrkþegar ríkisins, sem bón- bjargarmenn og betlikarlar þjóðarinnar en að sýna af sér í verki það framtak sem þeir þykj- ast svo mjög af í orði. — s. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.