Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 12
Jarðskjáiftanna gætti um allt land en langmest þó nyrðra Þjóðviljinn snéri sér í gær til fréttaritara sinna víðsvegar um land og leitaði hjá þeim upplýsinga um jarðskjálftana sem urðu í fyrrinðfct Kom í ljós að þeirra hafði orðið vart svo að segja um allt land en lang- mest gætti þeirra þó nyrðra, í Skagafirði, Eyjafirði og við Húnaflóa. Upplýsingar fréttaritaranna fara hér á eftir. Föstudagur 29. marz 1963 — 28. árgangur — 74. tölublað. Sauðárkrókur Sauðárkróki í gær. — Ég var staddur á leikæfingu í samkomu- hjsinu og skalf húsið allt og nötraði við fyrsta kippinn og óhugnanlegur hvinur drundi í loftinu. Þá voru snarpir kippir fram eftir nóttu og einnig í morgun og eftir hádegið í dag varð vart við smákippi. Fólk varð ofsahrætt hér í þorpinu og nálgaðist æði. Kom það hlauo- andi út úr húsunum og tvær stúlkur meiddust á hlaupunum niður stiga. brákaðist önnur a fæti og hin hælbrotnaði. Mikið var um hreyfingu á fólki fram eftir nóttu og dvaldist það f bilum eða hópaði sig saman á neðri hæðum húsa. Skemmdir urðu aðallega á spítalanum. Stendur þetta fjögra hæða hús á klöpp og komj sprungur víða á grunnhæð. Miðstöðvarlagning skemmdist þó nokkuð. Einhverjar sprungur komu i' fáein önnur hús í þorp- inu. Á Skaga urðu miklar jarð- hræringar og snarpir kippir og sennilega enn snarpari en hér í þorpinu. Bóndinn á Fossi skarst nokkuð illa. þegar hann reyndi að koma fjölskyldu sinni út um giugga á bænum. J.Þ.P kippi i morgun. Mikið var um að fólk þysti út úr húsum og æki um í bílum um hríð til þess að dveljast ekki innan húss. Þ.J. Ólafsfjörður Ólafsfirði í £cær — Jarðskjálft- ans gætti hér fyrst kl. 23.17. Miklar drunur fylgdu fyrsta kippnum og var hann þeirra lang harðastur. Fólk varð ofsa hrætt og kom hlaupandi út úr húsum og dvaldist fram eftir nóttu í bíl- um og fjölskyldur úr margra hæða timburhúsum hópuðu sig saman í einlyft hús. Fluttu sig þannig þrjár fjölskyldur úr kaup- félagshúsinu. Nokkrar skemmdir urðu á brothættum munum, sem féllu fram úr hillum og var það mest í verzlunum. S.J. vart við tvo kippi eftir hádegi í dag og voru þeir vægir. Mér fannst þetta líkast þungum niði áður en vart varð við hræringu. F.G. Hólmavík Sialuflörrt’”- Siglufirði í gær. — Við höfðum samband við fréttaritara okkar á Siglufirði í gær og hafði bá um morguninn orðið vart við væga iarðskjálftakippi og einnig væga kippi eftir hádegið. Alls mun hafa orðið vart við 20 til 30 jarðsk.iálftakippi' fram til kl. 'J Mikil hrevfing var á fólki hér bænum fram eftir nóttu je margir dvöldu f bflum sínum Hræðsia var í fólki. endi hringdu kirkjuklukkurnar og raf- magnið rofnaði og var rafmagns- laust í tuttugu mínútur. Engin slys urðu á fólki og skemmdir ekki teljandi. H13 Skagaströnd Skagaströnd í gær — Hér var róstursamt í nótt og greip fólkið mikil hræðsla við fyrsta kippinn og fylgdu drunur og einkenni- legur hvinur. Fólk flutti af efri hæðum húsa og dvaldist á neðri hæðum og margir sváfu í bílum í nótt. Annars var veðrið gott og hlýtt og hefur fólki ekki orðið meint af útivistinni. Víða urðu skemmdir á leirtaui og lausum munum. sem ultJ fram úr hillum og í nýlend i- vöruverzlun kaupfélagsins á Blönduósi urðu miklar skemmdir á íeirtaui. Kolaþvottapottur í næsta húsi Við mig valt á hlið- ina,. og, miðstöðvariagnir, leka / mörgum húsum. Þá hafa komið í ljós sprungur á húsi Póst og síma hér á staðnum. Þá varð Hólmavík í gær. — Fyrsti kippurinn hér varð allsnarpur og stóð yfir eina mínútu, en þeir sem á eftir fóru fram eftir nóttu voru allir mun vægari. Húsin nötruðu og hlutir hreyfðust úr stað og duttu munir fram úr hill- um í verzlunum kaupíélagsins hér á staðnum og flöskur brotn- uðu. En ekki komu sprungur í hús og ekki urðu teljandi skemmdir hér í þorpinu. En þetta i er snarpasti jarðskjálfi hér um ‘ slóðir, sem menn muna. Læknir var kvaddur á vett- , vang í tveimur tilfellum. Fékk lítið bam taugaáfall svo og göm- ul kona. Gamla konan hélt að heimsendir væri í nánd og bam- ið var gripið af hræðslu fóiksins. Þ.S. Bnðardalur Búðardal í gær. — Snarpur jarðskjálftakippur varð kl. 23.17 hér um slóðir og var þetta stærsti kippurinn. Þá fundum við fjóra smærri og sá síðasti um kl. 12.30. Munir féllu úr hillum og vatn skvettist upp úr ílátum. Böm vöknuðu í rúmum sínum og brak og brestir heyrðust í hús- um og sló talsverðum óhug á fólk Og svaf fólk ilja. í nótt enda 5- venjulegt á þessu svæði að finna jarðskjálfta. Sérstaklega fundu Framhald á 2 .síðj. Sveinn Ásgeirsson afhendir Jónasi Guðmundssyni viðurkenningarskjalið frá Neytcndasamtökunum. (Ljósm. Þjóðv. A. KJ. Fiskbúð að Tunguvegi 19 veitt viðurkenning fyrir aðbúnað allan, um- gengni og hreinlæti S VurevH Akureyri í gær. — Hér datt mönnum fyrst í hug atóm- sprengjan. begar fyrsti hvinur- inn heyrðist af fyrsta og snarp- - asta kipphum. En mönnum létri við að uppgötva venjulegan ís- lenzkan jarðskjálfta. lx> að bölv- aður sé. Vart varð við fyrstu hræringu kl. 23.17 og stóð hún alllengi og fylgdi mikill hávaði Fólk varð að siálfsögðu all- felmstrað. en skaði af völdum jarðskjálftans er varla á orði hafandi. Þó hrukku munir fram úr hillum og brotnuðu, og nokk- urt tjón varð í kjörbúðum bæj- arins. Menn töldu hér allt að átta F.i. fékk leyfi fyrir Færeyjafluginu I fréttum frá Færeyjum segir að danska ríkisstjórnin hafi nú veitt Flugfélagi íslands leyfi til Færeyjaflugs Flugfclagið hafði að vísu ekki fengið opinbera sfáðfestingu á þessu í gær, en Erlendur Fatursson hringdi til Arnar Johnsen og skýrði honum frá þessu. Flugfélagið mun að öllum lík- indum hefja þessar ferðir í maí- mánuði. Flogið verður einu sinni í viku frá Rvík til Færeyja — á þriðjudögum Þaðan verður flogið til Bergen og Kaupmanna- hafnar. Á fimmtudögum verður lagt af stað aftur frá Khöfn til Bergen og Færeyja, þaðan samdægurs til Glasgow. Á föstu- dag verður svo tekinn kúrsinn aftur til Færeyja og Reykja- víkur . I sumar verða notaðar DC3 vélar á þessari leið, en félagið mun að líkindum taka á leigu flugvél til að anna fluginu ofan á innanlandsflugið. Talsvert er þegar bókað í ferðirnar og full- bókað í sumar. Virðist mikill á- hugi ríkja fyrir þeim bæði hér á landi og á Norðurlöndunum í gær veittu Neytendsamtökin fiskbúðinni að Tunguvegi 19 í Reykjavík sérstaka viðurkenn- ingu fyrir „aðbúnað allan, um- gengni og hreinlæti", er þau tclja vera til fyrirmyndar öðr- um verzlunum í þessari grcin. Eigandi búðarinnar er Jónas Guðmundsson kaupmaður. í ávarpi sem Sveinn Ásgeirs- son formaður Neytendasamtak- anna flutti við þetta tækifæri sagði hann m a. að matvöru- verzlanir, aðrar en fiskbúðir hefðu yfirleitt tekið miklum framförum í þessum efnum á undanfömum árum, en því mið- ur hefði ekki orðið sama þróun að því er varðaði fiskbúðir og stæðu þær flestar langt að baki öðrum matvöruverzlunum á þessu sviði. Sveinn taldi að að- alorsökin til þess myndi vera .lélegt húsnæði fiskbúða yfirleitt en því fylgdi jafnan lélegri um- gengni. Sveinn sagði þó, að á síð- ustu árum hefði orðið vart nokk- urrar viðleitni til að gera fisk- búðir sómasamlega úr garði á borð við aðrar matvöruverzlan- ir og hefði það tekizt með nokkr- ar fiskbúðir hér í Reykjavík. Neytendasamtökin teldu hins- vegar, og fiskbúðin að Tungu- vegi 19 ætti mesta viðurkenningu skilið og vildu þau með veitingj þessarar viðurkenningar vekja athygli á þessu máli og benda á brýna nauðsyn endurbóta og framfara á sviði fisksölu til neyt- enda. Sagði Sveinn að lokum, að samráð hefði verið haft við heilbrigðiseftirlitið um veitingu viðurkenningarinnar. Gamfí og nýi tíminn Svo skemmtilega vildi til í gær, að þessir tveir tog- arar lágu svona hver við annan vlð Ægisgarð Sá sem er framar á myndinni er nærri þrítugur gufutog- ari frá Hull, Lord Stan- hope, sem er tæp 509 tonn að stærð. Hann kom hing- að inn vegna leka og var tekinn í slippinn í gær til athugunar. Sá sem er fjær á myndinni er skuttogarinn Munchen frá Cuxhaven, rúmlega 1000 tonna skip og kom hingað með bilað spil. Búizt var við að viðgerð á honum lyki í gærkvöld eða nótt. Ljósm. (G.O.) Gerir að 24 fisk- um á mínútu hverri G. Helgason og Melsted hafa flutt inn merkilega fiskaðgerðar- vél, sem ætlunin er að fari til Húsavíkur. Vél þessi er brezk að smíði frá fyrirtækinu Fisatco í Hull, en það hefur framleitt allmikið af roðflettingar- og flökunarvélum og eru sumar þeirra í notkun hér. Þessi nýja vél hefur verið all- lengi í þróun. Byrjað var á til- raunum með hana fyrir 6—8 árum og var hún m.a. nokkur ár um borð í togara. Nú er smíði vélarinnar orðin það full- komin að framleiðsla er hafin fyrir almennan markað . Vél sú sem hér um ræðir er ætluð til aðgerðar á stútungs- þorski, 30—70 sentimetra löng- um, en von er á annarri vél sem gerir að vertíðarþorski Hámarksafköst vélarinnar eru 24 fiskar á mínútu, eða áh'ka mikið og 6—8 menn vinna. Fisk- urinn er ekki blóðgaður á venju- legan hátt í vélina, heldur stung- inn. Vélin grípur nefnilega í líf- oddann þegar fiskurinn er lát- inn í hana. Hann gengur svo áfram í gegn og vélin sker á kviðinn, slítur innanúr, þvær og burstar. Verð vélarinnar mun vera um 490,000 krónur . íkviknun Búðardal Búðardal í gær. — Hér stigu háar eldsúlur til lofts í gær um kl. hálf fjögur og kviknaði svona illa í tjöru við byggingu Mjólkurstöðvarinnar og varð mikið bál um stund Brátt tókst þó að ráða niðurlögum eldsins með aðstoð slökkvidælunnar í þorpinu. Eldurinn var fyrir utan bygginguna og nokkuð nálægt og skemmdust gluggar í bygging- unni. B.F. Hér sjáum við hluta hinnar nýju fiskaðgerðarvélar. Spaða- arnir halda íiskinuni að reim- inni, en upp í gegnum hana ganga hnífar og burstar, sem skera á kvið fisksins og hreinsa hann. Vatn leikur í sífellu um fiskinn á meðan hann rennur í gcgn. (Ljósm. G. O ).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.