Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 5
 Sunmidagur 51 marz 1963 - HðÐVIURHi SfDA g Þannig lftur stökkbrautin út daginn sem Holmenkoilen-stökk- keppnin fer fram. Fagurt umhverfi og áhorfendur talsvert á annað hundrað þúsund. I Holmenkollen-stökkbrautin í dag. Stækkunin í vetur var í þvi fólgin -1 lengja aðrennslisbrautina frá stöplinum t.h. á myndinni. Va gg skíðaíþróttar- innar Skíðaíþróttin eða skíðaferðir um snævi þakin lönd, þar sem skíði voru notuð sem sam- göngutæki, er margra alda gömul, og segir víða frá þvi í gömlum sögnum. Fyrstu skipulögðu skíðamótin í Noregi munu hafa farið fram í Oslo árið 1879. Fjórum árum síðar var stofnað félag sem hafði aðsetur í Oslo og kallaði sig: „Foreningen til Skiidrætt- ens fremme“. Markmið þess er að vinna að framgangi skíða- íþróttarinnar . í Noregi. Það gengst fyrir aðeins einu skíða- móti á vetri, og hefur byggt Holmenkollen-stökkbrautina, — sem er sú stökkbraut sem frægust mun allra stökkbrauta í víðri veröld þótt margar stærri séu til víðsvegar, bæði i Nóregi og í öðrum löndum. 73 ára þróun þessarar braut- ar er orðin löng og merkileg. Ég notaði tækifærið til þess að kynnast þeirri þróunarsögu, sem tók síðustu breytingunni á þessu ári, en engan veginn er þar með sagt að það sé sú síðasta. Það var árið 1890 sem Hans Krag vegaverkfræðingur og Fritz Huitfeldt lögðu til að gerður yrði stökkpallur móti svokallaðri Besserudtjöm. Þessu var. ekki svo illa tekið en þar mátti engu breyta hvað snerti landslag. Aðéins mátti fella fáein tré. og þegar snjóaði var hlaðinn upp pailur úr snjó og sprekúm. Það kom brátt i Ijós að að- rennslið var ekki gott, smáhæð eða kúla rétt fyrir framan pall- inn orsakaði að menn vildu „detta“ niður á hana. 1 þá daga voru ekki til neinar teikningar af skíðastökkbraut- um, svo byggt var á reynslu líðandi stundar, og hinir reyndu sögðu að kúlan yrði að fara. Lagðar voru til 2000 krónur, sem voru miklir peningar í þá daga, og þar með var fyrsta breytingin gerð á landinu. Fáa eða enga mun hafa grunað að bessar 2000 krónur yrðu undan- fari þeirra breytinga, sem síðar komu. Fyrir aldamótin voru stökkin þetta frá 15—25 m., og þótt brautin væri löguð var ekki ætlunin að við það yrðu stökk- lengdir meiri heldur að betra væri að stökkva. Fyrstu 10 árin voru stökkpall- arnir búnir til úr snjó og sprekum, og flutt upp eða nið- ur í brekkunni eftir því sem færið var. Það er ekki fyrr en 1904 sem pallinum er ætlaður fastur staður með því að byggð- ur er pallur úr steinum. Árið 1907 er grafið úr brekkunni þar sem komið er niður til þess að minnka þrýstinginn þegar niður var komið. Þrem árum síðar er pallurjnn fluttur 10 m hærra upp, og tveggja metra hleðsla efst í aðrennsl- inu er hlaðin. Þessi upphækkun var falin eins og hægt var svo að ekki væri hægt að sjá að hér væri um tilbúinn aðrennsl- ispail að ræða! En þar með var þetta byrjað, og það var ekki langur tími til næstu breytinga, »n það var upphækkun um -æstum 10 m, og sem var enn- "i-emur flutt 10 m ofar. Þetta ætti miklum andmælunv'Upp- hækkanir, pallar í skíðabrekku var fjærri öllu lagi! Urðu mikl- ar umræður og deilur um bygg- inguna og í gamni var hún kölluð „Babelstuminn*'! Saga Holmenkollen - stökkbrautar Frá 15 m. í 90 metra skíðastökk Frímann He/gason skrífar frá Osló 20 marz Því hefur löngum verið haldið fram, að vagga skíðaíþróttarinnar hafi staðið í Nor- egi. Er þá átt við að þar hafi fyrst verið hafnar reglulegar æfingar og keppni í skíða- íþróttinni. „Smá Himmelbjerg“ (Politiken K-höfn 1903). Þegar þessar skíðastökksbygg- ingar fóru að spyrjast út, vakti það að sjálfsögðu mikla athygli i öðrum löndum, og þótt Danir hafi ekki verið miklir skíða- menn þá vildu dönsku blöðin samt fylgjast með þessu og sendi Politiken blaðamann til mótsins. Segir blaðamaðurinn skemmtilega frá þessu eins og honum kom þetta allt fyrir sjónir á því herrans ári 1903, eða fyrir réttum 60 árum. Þar stóð m.a.: — „Það tekur mann 2 tíma að komast frá bænum til Holmenkollen, þvi oft er stanzað. Eimlestin er klingjandi röð af yfirbyggðum vögnum, sem hestum er beitt fyrir, og sjálfir hestamir klæddir hvitum teppum. Ökuþórinn hefur á höfðinu skinnhúfu mikla, og með loðna kraga um hálsinn. Af stúlkunum, sem eru vafð- ar inn í grátt skinn, sér mað- ur naumast nema tvö lítil augu. — — Loksins er lestin komin upp að ferðamannahótelinu, og leys- ist þar upp á hinum freðna snjó. Á þessu hjami standa •hundruð af vögnum þessum, og þúsundir af fólki. Á allar hliðar má sjá brekkur. og í einni af beim sjáum við breiða renni- braut. Hér fer fram hið fræga Holmenkollen-skíðastökk. Hugs- ið ykkur skíðastökkvara sem stekkur efst af Sívalatuminum, myndar boga í loftinu og kem- ur niður á Köbmagergade, og sem örskot rennur hann eftir götunni, og verður svo skyndi- lega að stanza við grindina hjá Ranch Uhr! Nákvæmlega þessa loftferð munu hundruð hraustra Norð- manna fara á þessum mikla Holmenkollendegi, og þeim sem bezt tekst í þessu „dauða- stökki" mun verða, áður en sól er sezt, hetja borgarinnar. Lúðurþeytari gerir viðvart, þegar stökkvarinn kemur (það er gert enn). Augu allra bein- ast að litlu striki efst í brekk- unni. Strikið rennur niður á við og vex og verður að manni, sem nálgast pallbrúnina. Hann réttir skyndilega úr sér og svíf- ur niður með arma útrétta. — 20.000 manns halda niðri í sér andanum. Stúlkunum sortnar fyrir aug- um. — Mannfuglinn svífur ró- lega á vængjum sínum til jarðar. Nokkrar sekúndur líða sem virðast heil eilífð. Heldur hann jafnvægi? Skíðin snerta jörðina með daufu höggi. Hann stendur! Hann stendur! Það fer fagnaðarkliður um mann- fjöldann. Hann rennur út yfir tjörnina, rífur af sér húfúna, og þegar hann nálgast mann- vegginn tekur hann „Hardang- urs sving" svo skíðin sleikja hinn hvíta dún. Þá losnar um tungutak áhorfenda, og fagnað- arlætin ganga eins og straum- kast um öll áhorfendasvæðin! Stoltara augnablik getur ung- ur Norðmaður ekki lifað! Tutt- ugu þúsund hjörtu slá fyrir hann, og þessi hjartsláttur grefur um sig í heimabyggð hans. — — Sjónleikurinn á þessum hvíta velli í miðjum skóginum um- kringdur af mannfjöldanum er einstæður! Sprunginn út úr norskum iþróttum og þroskaður og þróaður í norsku andrúms- lofti, og er aðeins hægt að sýna á Norðurlöndum og þá fyrst og fremst í Noregi, þar sem æskufólkið gengur á skíðum frá því að það fæðist! Brautin hrynur Þessi „Babelstum“ var svo reyndur 15. jan. 1914. Þótti 511- um sem þar tóku þátt mikið til hans koma, og nú var lengsta stökkið 34 m. Þéir voru allir sammála um það að hér var stefnt í rétta átt, og að þetta væri einstætt fyrir sögu skíðaiþróttarinnar i Noregi. Næst var ráðizt i það hvað eftir annað að breyta brekk- unni þar sem komið var niður, og með þvi að grafa hana méir og meir út fengust lengri og lengri stökk. Með þessum breytingum var talið að þar með væri öllum lagfæringum lokið. En þá skeð- ur það, sem enginn hafði gert ráð fyrir, að gæti komið fyrir. Hinn upphækkaði pallur, sem svo mikið hafði verið barizt um 1913—14, og hafði nú hlotið náð fyrir allra augum, hrundi daginn eftir Holmenkollen- keppnina 1927. Gaf hann sig undan gífurlegum snjóalögum, sem voru í Noregi það ár. Töldu þeir sig hafa sloppið vel, að hann hrundi ekki meðan á móti stóð. Þetta varð til þess að nú voru sett lög um styrkleika slíkra palla hvar sem var í Noregi. Helmingi hærri rís Stjórn félagsins var sammála um það að ekkert þýddi að fara að gera við hinn fallna pall. Gerðar eru teikningar að nýjum, stórum eða helmingi hærri en hinn var — 19 m., og hann fluttur nærri 9 metra aftur og upp í hlíðina. Vafalaust fyrir áhrif gömlu brautarinnar höfðu slikar bautir verið reistar víða þar sem skílðaíþróttin var stunduð, og þá helzt í Noregi. Um 1920 voru stökklengdir um 30 m., en þegar hér var komið sögu voru víða til brautir sem hægt var að stökkva í um 40 m., og til voru brautir sem hægt var að stökkva 50 til 60 m. Holmen- kollenbrautin varð að fylgjast með og því var þetta skref tekið, og nú var hægt að HolmenkoIIen-stökkkeppnin er mestj viðburður í íþróttaheim- inum vetur hvern. Þróunin f stökkinu á sér langa sögu, og kemur skýrast fram á Holm- enkollen. Norðmenn eru upp- hafsmenn skiðastökksins. Þeir i-eggja jafnan höfuðáherzln á þessa íþróttagrein, og þeir hafa lengstum átt marga af fræknustu sk í ðastökkm önn um heimsins. Myndirnar þrjár sýna vel þróun stökkstílsins gegnnm árin. Efsta myndin er af Eint- ar Landvik, og tekin 1920. Lengi vel þótti sá stökkva bezt sem stóð teinréttur ofan á skiðunum í stökkinu. Mynd- in í miðjn er af Reider And- erseti, tckin 1938. Hann beyg- ir sig fram og armarnir era teygðir fram á við. Neðsta myndin er af bezta stökk- manni Noregs f dag, Toralf Eng- an, og hann hef- «r tileinkað sér þann stökfcstil sem myndin sýnir og allir bestn skíða- stökkmenn nota nú orðið. stökkva þar um 50! Þrátt fyrir þessa stækkun leið ekki á löngu þar til fréttir bárust af því að í Mið-Evrópu væru að rísa brautir sem haegt væri að stökkva í um 70 sn. Það setti ugg að forsvars- mönnum Holmenkollen, vegna þeSs áð því vár'slegið fösttrað ekki væri hægt að stækka hann meir. Nú vom góð ráð dýr. Hvað skyldi gera? Bent var á annan stað ekki langt frá sem heitir Rúdkleifa, þar sem svigið fier fram á Holmen- kollenmótunum nú. Þá tekur Skiforeningen það til ráðs að heyra hvað hinir starfandi skíðamenn vilja og sendir 240 skíðamönnum spum- ingabréf. Svörin vora nokkuð mismunandi en mikill meiri- hluti vildi halda staðnum. Þetta varð til þess að stjóm Skiforeningen ákvað að byggja turn úr steinsteypu sem væri 40 m. hár og var hafizt handa uf þetta 1939, og þannig var hann notaður það sama ár. en haldið var áfram að vinna að honum með tilliti til HM árið eftir. En þá kom styrjöldin og varð hlé á byggingunni. Ekki er stríðinu fyrr lokið en haf- izt er handa á ný. Nýir áhorfendapallar breyta útliti brekkunnar þar sem komið var niður, og nú héldu flestir að hann væri |þó endan- lega eins og hann gæti orðið! Nei, bíðum við. Árjð 1948 sækir Oslo-borg um að fá að halda Vetrarolympíuleikana 1952, og fær það. Hvemig mátti það gerast? Holmenkoll- en-stökkbrautin var endanleg? Djarfar áætlanir eru gerðar, og eftir þvi sem tíminn leið urðu þær jafnvel enn ótrúlegri en í byrjun. Hvað út'Iit snertir er það eins og það er enn í dag, með föstum áhorfenda- svæðum, konungsstúku, skíða- safni, veitLngasölum. lyftum upp í tuminn, grafið í brekk- una niður við tjörnina. Þessar umbætur kostuðu um 1.5 millj. norskra króna, og vafalaust talið að þar með væri þó end- andlega frá mannvirki þessu gengið, nema hvað viðhald snerti. Stökklengdin var líka orðin um og yfir 70 m. og það skemmtilega var að alltaf hélt stökkbrautín sínum sétxátt1 kennum. Vilja Vefrar-OL 1968 En hér var það eins og evö oft á þessari öld framfaia og tækni. að það ómögufega gerð- ist. Brautin var eim stækkoð, og meiri stökklengtE® gerðar mögufegar! En hvemig var þetta hægt? Áður var tuminn tmdir enda aðrennsBs- brautarinnar, og stertdtrr hann raunar enn á sama stað. En þá var horfið að þvS ráði að rífa efri hluta aðrermsJásbrattfc; arinnar, og þá um feiS aðeáns ofan af tuminum einnig. Sið- an er hafizt handa ög með j ámbentri steinsteypu er brautín hækkuð og framlengd, og tuminn notaður sero tmdir- staða áfram. Brautin hefur þannig fengið allt annað út&t. Laga varð éinnig brekktnta sem komið var niður í og lækka vatnið í tjöminni fyrir neðan. Var það í fyrsta sinn sern brautin var reynd á móti ein- mitt í þetta sinn, og reyndist sem fyrr að hún heldur ein- kennum sinum, sem erfið brant og sérstæð. Nú er hinn svokallaði „krit- iski“ punktur miðaður við 80 m stökk, en talið er, að þar megi stökkva nær 90 m ef vel tekst. og ef stokkið er af efsta aðrennslispalli, en það var ekki gert á mótínu á sunnu- daginn vegna vindsins, en eigi að síður stökk Yggeseth 84,5 m. Ástæðan til þess að ráðizt var í þetta núna var sú, að Oslo-borg hefur hug á að fá Olympíuleikana 1968 til Oslo, en Alþjóðaskíðasambandið hef- ur ákveðið að stökkbrautir fyr- ir OL skuli vera aðeins staerri en Holmenkollenbrautin var. Þannig varð það ómögulega að veraleika, og það með mikl- um glæsibrag. Og nú spyrja menn: Hefur Holmenkollen- stökkbrautm ekki stigið siðasta skref sitt til fullkomnunar? Enginn mun þora að svara að svo sé. Það ómögulega hefur gerzt og þvtí skyldi það ekki geta gerzt aftur? Frímann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.