Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 31. marz 1963 ÞJðÐVILJINN SfÐA 7 bókmenntir SKRIFTAMAL Um bók Gunnars Benediktssonar Saga prests Ein af bókunum sem komu út í afmælisútgáfu Máls og menningar var Skriftamál uppgjafarprests eftir Gunnar Benediktsson, en efni hennar eru greinar og erindi sem höf- undur hélt á árunum 1927 til 1932 og lýsa viðureign hans við lúterska guðfræði, prestsstarf og uppgjör hans Við það. Það er margra hluta vegna skemmtilegt og fróðlegt að lesa þessa bók Gunnars. Þó ekki vasri nema vegna þess, að hún gefur okkur sem fædd erum éftir heimskreppuna miklu tækifæri til að kynnast því andrúmslofti, þegar lútersk kirkja var enn virkt afl f þjóð- félaginu, þegar guðfræðilegar kenningar gátu enn vakið for- vitni og áhuga ungra manna, þegar umræður um slíkar kenningar gátu enn fyllt sam- komuhús. Nú fara umræður um eilífðarmál fram á öðrum vett- vangi eins og allir vita. Og rnehn vita ekki til þess að prestar minnist nokkru sinni á trúarbrögð utan kirkju. En bók þessi er fyrst og fremst saga hugsunar eins þeirra manna sem hefur stýrt hvað liprustum penna f þjóð- málabaráttu síðari áratuga. „Spennandi“ saga — ef svo mætti segja — ungs prest.s sem hefur starf sitt í anda þeirrar nýguðfræði sem hafði orðið ýmsum ungum mönnum nokk- ur uppörvun um hríð, prests sem segir skilið við flestar grundvallarsetningar og játn- ingar þeirrar kirkju sem hann var vígður til, verður fyrir því „slysi" að þenkja um þjóðfé- lagsmál af meiri alvöru og ó- sérhlífni en æskilegt gat talizt fyrir þjón ríkiskirkju. Og komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að hverjum presti sé það „skylt, að vinna að því að uppræta þær leifar, sem enn er að finna af trú á höfuðlærdóma kristninnar og hvaða trúar- bragðakerfi sem vera skal.“ Hiimanismi Aðferð Gunnars er sérkenni- leg. Hann hefur haft takmark- aðan áhuga á „hreinni" guð- fræði, það fer lítið fyrir bolla-> leagingum um eiginleika guð- dómsins í greinum hans og er- indum, bótt nokkuð beri á slíku. f þéim elztu. Hann hefur mestan áhuga á áhrifum trúarbragða á siðferði og þjóðfélag samtímans — og hann kemst einatt að niðurstöðu sem hefur sjálfsagt þótt miklum tíðindum sæta á sínum tíma. Sumar röksemdafærslur Gunnars virðast reistar á hæpnum rökum og ýmislegt barnalegt í þeim — og á þetta einkum við um elztu greinarn- ar og erindin. En það sem skiptir máli er húmanistísk af- staða Gunnars í hverju máli, afstaðá sem dugar honum mæta- vel í glímu sinni við gamla ann- ála Gyðinga. Brottrekstur Adams og Evu úr Paradís skilur hann sem dæmisögu er geymi minjar frá ákveðnu umbrotatímabili í sögu mannlegs félags — og syndafallinu lýsir hann sem siðferðilegum sigri mannanna yfir harðráðum guði, og kann hann þeim hjónum beztu þakkir fyrir það, að þau skyldu brjóta boð Jahve sjálfum sér til þroska og skilningsauka. Gunn- ar spyr sjálfan sig að því hvort Jesú hafi verið sonur Jósefs, og verður úr ekki að- eins mjög „íslenzk" hugleiðing um ættfræði, heldur tiléfni til að greina frá þeirri skoðun höf- undar að Kristur sé honum því dýi-mætari sem hann var mann- legri, lausari við almætti og yfirnáttúrlega atburði. Hann minnist þess uppsteyts, sem Lúther stofnaði til á kiríkju- þingi í Worms — ekki til að lofa höfund reformeraðrar kirkju, heldur til að gagnrýna hann og kirkju hans fyrir að hafa brugðizt „andanum frá Worms« og til að setja fram reisulega kenningu: „Og marg- ur vonur, að sún tíð komi inn- an-skamms að augu manpgtpia opnist fyrir því, að það er eitt af dýrustu hnossunum í lífi mannanna, að menn þurfi sjálf- ir að brjóta til mergjar and- leg viðfangsefni sin, búa sér sjálfir sína lífsskoðun í smáu og stóru úr efnivið þeim, sem fyrir höndum er, vera við því búnir að ryðja burt því, sem vaxandi þroski og nýjar upp- götvanir leiða í ljós að ekki á við, og leita að öðru nýju“ . Þannig tekur Gunnar Bene- diktsson til meðferðar ýmis klassísk guðfræðileg efni, og í meðferð hans er hafnað leynd- ardómnum, kraftaverkinu og viðurkenndu áhrifavaldi — það er að segja flestu því sem trúar- brögð hafa byggt tilveru sína á. Og kemst að þessari niður- stöðu: „Og það er mér bjarg- föst vissa. að það væri ti'l mik- illar blessunar fyrir mannkyn- ið, ef menn sem almennast hættu að grufla út í almætti og eiginleika guðs, en legðu því meiri alúð við að rann- saka, yfir hve miklum mætti við mennimir búum.“ Trú og þjóðfélag Annað er það sem kemur vel fram í bók Gunnars, en það er tilhneiging til að vitna í ýmsar hugmyndir og persónur ritn- inganna í umræðum um þjóð- félagsleg vandamál samtímans. Þetta er eins og mönnum er kunnugt allalgengt fyrirbæri á þeim tílma þegar ný, róttæk þjóðfélagskenning er að festa rætur. þá leitar hún eða ýmsir stuðningsmenn hennar sér ein- att nokkus styrks eða sam- líkingar á ýmsum ritningar- greinum — einkum þeim að sjálfsögðu sem beint er gegn pröngurum og stórbokkum þessa heims. Reiðir og ákafir umbótamenn hafa oft talað ■sverð tíðindi Bókautgáfa er fremur lítil þessum tíma árs og sýn- ngar fáar. Þó er í raun og Véru alltaf eitthvað að ger- '-t i menningarmálum. Vísir birti viðtal við full- .'úa Myndlistarfélagsins og slengdu þeir fulltrúinn og i:ðið e'di og brennisteini " r þá harðsviruðu ofbeldis- ■líku í Félagi íslenzkra ■■yndrstarmanna. og stóð laðið sig þó sýnu betur í daganum. Guðmundur Hagalín skrif- fjórtán dálka hugleiðingar Morgunblaðið um Hugleið- y'ar Matthíasar Johannes- ■n. og heitir þetta þó aðeins 'v;sta“ og „önnur“ grejn. ■ jviljinn má sannarlega -~a að vara sig. Það var barizt gegn póli- ! kri gagnrýni í Lesbók rgunblaðsins og sýndu að- 'dendur þess málgagns sivo ’ivinn kraft og ákveðni i í máli að ekki hefur birzt blaðinu einn stafur um tólf ^>kur eftir íslenzka höfunda em Mál Og menning gaf út 'Vrir nokkrum mánuðum. Er bó ein bókin mjög saklaus og b-fur að geyma þýðingar á ? ískum' þjóðsögum. Þannig liður tíminn. Svo kemur fram á sjónar- sviðið skáldsoga, gefin út af ábyrgð” K>’--efélag! o" er aii' ætlað töluvert hlutverk í pólitískri og bókmenntalegri Uppfræðslu almennings. Bók þessi heitir „Það gerist aldrei hér?“ og lýsir at- burðum í Englandi að nokkr- um árum liðnum. Þar er um þær mundir ríkjandi mikil spiiling, striptís á hverju götuhorni, yfirgengilegt kvennafar í Hyde Park um hábjartan daginn, og samtök sprengjuandstæðinga halda stóra fundi gegn amerískum herstöðvum og vetnissprengj- um og eflast að áhrifum. Fer svo að sprengjuandstæðingar sigra í kosningum, en þah eru samankomnir vinstrikratar, friðarsinnar og laumukomm- ar, og hefur þessi sigur ekki gerzt án slyngra agenta sem hafa fyrirmæli og gull frá Prögu og Kreml. Einn nyt- samur sakleysingi myndar stjórn, rekur ameríkana úr landi — fer skömmu síðar til Moskvu en þar dæla gest- gjafar hans í hann svo miklu brennivíni, að hann hrekkur upp af. Þá tekur við völdum ófyrirleitinn sefintýramaður og rússavinur og gerast nú atburðir hraðar en orð fá lýst: allt er orðið fullt af rússneskum hermönnum og leynilögreglumönnum, virðu- ’egir íhaldsmenn eru hand- 'eknir unnvörpum og skotnir ^'frv. osfrv. og að lokum hafa milljónir Englendinga verið fluttar til Síberíu að byggja upp sósíalisma. Lýk- ur þessu snilldarverki á því, að ýmsir fyrrverandi forustu- menn spengjuandstæðinga og nvtsamra sakleysingja ganga inn um ógestrjsið hlið í rúss- neskum fangabúðum við Hvítahaf og tauta fyrir munni sér: Bara að við hefð- um nú ekki látið Ameríkan- ana fara. Það var lóðið. Saklaus lesari getur varla mikið annað gert eftir lestur þessarar bókar en skellt sér á lær og sagt: Mikill er máttur andskotans. Benedikt ritstjóri Gröndal, sem er að því leyti sérkenni- legur stjórnmálamaður, að hann á sér hverskonar sjón- varp að hugsjón og skrifar um það efni hjartnæmar ára- mótahugleiðingar — Benedikt er mjög hrifinn af þessu bók- menntaverki og snýr þessu engilsaxneska fagnaðarerindi upp á ísland með andakt og þroska. Aðdáunin fer ekki lægra í Staksteinum Morgun- blaðsin*. MenningarbarAtta borgar- anna er að komast á kosn- ingastigið og er yfir henni sú reisn og glæsibragur sem hæfa bykir í viðreistu landi. Á. B. i r Gunnar Benediktsson tungum þeirra fomu spámanna sem yfir þeim höfðu verið lesnir í bemsku. Einmitt í ljósi nýrrar þjóð- félagsskoðunar skapast hjá Gunnari Benediktssyni nýr skilningur á Kristi. Hann lítur á Krist sem hugsjónamann og býltingarforingja, alþýðufor- ingja „á þeim tímum þegar barátta alþýðu hlaut alltaf að enda með ósigri“. Hann leggur áherzlu á þá hlið kenningar Krists að „allt í einu er þeim undirokuðu færður sá boð- skapur, að lífið allt á að snú- ast um þá, og æðsta skylda mannanna er að bæta úr hag þeirra. Sá, sem ekki sinnir þörf- Um þeirra. er dæmdur í eldin- um eilifa.“ Þessa kenningu hef- ur Gunnar mjög á oddinum i árásum silnum á farlíseiahátt þeirrá sem þykjast taka Krist alvarlega — og í sjálfsögðu samræmi við þetta ógnar hann hinum frægu bæjarfulltrúum íhaldsins frá 1932 með helvítis kvölum. Ekki ber samt að skilja þetta svo, sem Gunnar geri sér Krist mjög auðveld- an, eða hlaupi yfir þær mót- sagnir, sem búa í guðspjöll- ura og postulabréfum — hann veit mætavel að þessi rit geyma setningar sem hægt er með góðum vilja að grípa til til að afsaka nokkumveginn hvað sem er. Ekki sízt leiðist honúm dálæti kristindómsins á þjáningunni („þessi kenning hefur gefið trúuðum mönnum styrk til að standa aðgcrðar- lausir, þegar kallað er á hjálp handa þeim siem líða, og til að standa í vegi fyrir þeim, sem eitthvað vilja hafast að“) og svo endurlausnarkenning- unni („leifar af friðþægingar- kenningunni gefa þeim styrk til að taka þessu öllu með ró og karlmennsku. Því að Jesús hefur dáið fyrir syndir mann- anna, fyrir vanrækslu bæj- , arfulltrúa í því að greiða fram úr vandamálum alþýðunnar“). íslenzk trúarbrögð Bók Gunnars er að mörgu leyti fróðleg um það sem kalla mætti íslenzka afstöðu til trú- arbragða. Sú afstaða hefur ein- kennzt af merkilegu ástríðu- leysi sem ekki verður skýrt með öðru móti en að þau hafi aldrei náð verulegum, djúpum tökum á þjóðinni — þó svo að Kristur hafi komið allmjög á dagskrá á upphafsárum sósíal- istískra skoðana, sá Kristur sem varði mál þeirra snauðu. Gunn- nr lýsir einnig sérstaklega þess- ari afstöðu hjóðarinnar — '•vertng kristin lífsskoðun va’ ’afnan hornreka meðal henna:' en heiðnar minningar og mann- gildismat réðu hugarfari henn- ar: „Skarphéðinn í eldinum með glottið á vörunum og hlátur i hjartanu, af því að hann vissi að sín myndi hefnt verða, var skýrari mynd fyrir hugarsjón- um æskumannsins íslenzka en Stefán píslarvottur, sem hrökkl- aðist á hnjánum undan grjót- kastinu með bæn fyrir óvinum sínum“. Þessi afstaða fslend- inga verður Gunnari skýring á því, hversvegna ýmsar grund- vallarsetningar kristindóms — eins og t.d. friðþægingarkenn- ingin — fuku um koll flestum að sársaukalausu, þegar þær voru teknar til nokkurrar skyn- samlegrar yfirvegunar. Og það er skemmtilegt að fylgjast með því, hvaða álykx- anir Gunnar hefur dregið af trúarlegu ástríðuleysi þjóðarjnn- ar og afneitun meirihluta presta á mörgum veigamiklum kenn- ingum — hann telur að íslenzka kirkjan sé ekki og eigi ekki að vera trúfélag, heldur skuli prestar vera menningarfrömuð- ir — skólamenn, fræðimenn, búnaðarfrömuðir, hver í sinni svóit (en vinna að öðru leyti að því að útrýma leifum trú- arbragða). Það er næsta sorg- legt að hafa ekki haft tæki- færi til að sjá upplitið á hátt- virtum kjósendum þegar þeir lásu þessi ósköp. Kenningin sjálf er auðvitað fjarstæða, en hefur sér til afsökunar ófull- komna verkaskiptingu í þjóð- félaginu, er þá ríkti. Rithöfundurinn Gunnarj Benediktssyni hefur farið mikið fram sem rithöf- undi á þeim árum sem bókin er skrifuð. 1 elztu greinunum er hann enn all klerklegur, í þess orðs leiðinlegri merkingu. En eftir því sem á líður verður stíll, hans djarfari, íéttari, skemmtilegri, penni hans víg- fimari. Honum lærist að beita fyrir sig háði mjög ísmeygi- lega. Sömuleiðis hefur sjálf bygging greinanna æ meir sér til ágætis — eru þar nærtæk dæmi hin þekktu ádeiluerindi Njálsgata 1 og Kirkjustræti 16 og Bæjarstjómin og biblían, sem gierast bæði á tveim plön- um — og notar höfundur mætavel samanburð og hlið- stæður og andsíæður þeirra á milli til að gefa máli sínu llíf. Hiigsjónamenn Mörg þau efni sem rædd eru í Skriftamálum uppgjafarprests finnast okkur nú fyrst og fremst tilheyra sögunni, ekki skipta máli í dag. Önnur eru aftur á móti eilíf, hvert á sinn hátt. Kvikmynd um í þessu sambandi er rétt að rifja upp grein Gunnars um Júdas ískaríoL Gunnar af- greiðir þessa persónu að sjálf- sögðu ekki frá guðfræðilegu sjónarmiði endurlausnarverks- ins; hann hefur mannlegri á- hugamál — hann lítur á Júdas sem mann, er slóst í för með hugsjónamönnum en gat síðan ekki risið undir þeim kröfum sem hugsjónin gerði til hans. Út af þessari gömlu sögu leggur Gunnar síðan og gerir grein fyrir trveim tegundum hugsjónamanna. Hann segir: „í öðrum flokknum eru þeir sem eru á valdi hugsjónanna. Þeir miða allt sitt líf við hug- sjón sina og framgang hennar. Þeir helga hugsjóninni krafta sílna án tillits til þess, hvað þeir muni bera úr býtum...... Það er ekki aðeins dýpsta nautn þeirra að fóma hugsjón sinni því, sem krafizt verður, heldur er þeim það svo rÆk þörf, að ekki tjáir á móti að standa“...... „En aðrir em þeir, sem eiga hugsjónimar. Margir leita hugsjóna til að fá verkefni og hrinda burtu tóm- leika. Sumir ganga í hugsjóna- félög til að leita valda og upp- hefðar. Þeir elska hugsjónina sem farartæki að settu marki. .... Þeir daðra við þær. Þær em þeim nautnameðul í tóm- stundum. .... Geri hugsjón þeirra þá kröfu til þeirra. að þeir leggi mikið í sölumar: vinsældir og álit, stöðu og mannvirðingar, þá snúa þeir við henni bakinu“. Hugleiðingar sem þessar em alltaf næsta þarfar: enn sem fyrr em til fjölmargir menn, sem nota hugsjónir aldarinnar sem persónulegt dráttarhross. Það er öllum framf ömm lífs- nauðsyn að þekkja þetta fólk sem bezt. Og það er fleira sem kemur til greina. Það má ýmsu bæta við hugleiðinguna um hinn fyrri flokk hugsjóna- manna. Hinir einlægustu menn eru einnig í margri hættu — þeir geta átt það til að detta í einhverskonax sjálfumglaðan heilagleik, sem sviptir þá raun- sæi, færir þá yfir á nokkurs- konar trúarbragðagrundvöll, sem gerir það að verkum, að stefna þeirra og starf hættir -að vera lífrænt. Hugsjón krefst, fleira en einlægni og fómfýsi. Hún krefst skilnings á tilveru sinni og stað í sögunni, hún krefst furðulegs miskunnarleys- js hugsunarinnar við sjálfa sig. Annars leiðir hún ekki til já- kvæðs starfs. Annars getur svo farið, að hugsjónamaðurinn sé annaðhvort dæmdur úr leik, eða á honum dynji vonbrigði sem engin fær risið undir. Árni Bergmann. stríð og fríð Lionel Rogosin varð frægur um morg lönd fyrir kvikmynd sína „Afríka 1961“, sem var sýnd hér í Kópavogsbiói í vetur. Hann er nú að vinna að kvikmynd um stríð og frið, og var það upphaf hennar, að hann átti viðtal við brezka visindamann- inn Bertrand Russell, sem var kvikmyndað — og fékk hann síðar þá hugmynd, að gera kvikmynd um það sem rætt var. Þetta verður „dókúmental“-mynd, sem á að lýsa orsökum, sögu og afleiðingum heimsstyrjaldarinnar síðari — skal hún verða vitnisburður um fortíð og samtíð til að vekja menn til starfs gegn stríði í framtíðinni. Rogosin hefur verið á ferðalögum undanfarið til að safna efni f þessa mynd, en hún mun að verulegu leyti verða byggð upp af gömlum heimildarmyndum, 'n auk, þess mun hann taka töluvert af henni sjálfur. — Síð- astj viðkomustaður kvikmyndamannsjns var Ungverjaland.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.