Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 10
lt) SÍÐA 1 llli I Hl'lll ■ ■■■■■■■■■.II JJII I.IM ■ l i' r H ■■ ■ III ■» ■ — HÓÐVILJINN Sunnudagur 51, marz 1099 GWEN BRISTOW: # I HAMINGJU LEIT ir voru með flær og eíns og þú veizt, þá eru flær mjög fimar. Jæja, loksjns komutn við að húsj sem John sagði að vaeri verzlun Abbotts. Það er úr múr- steinum eins og hin húsin en er upp á tvær hæðir og timib- urverönd allt í kring. Útí í homi á veröndinni var hlaði af húðum og drottinn minn góð- ur, fýlan af þeim. Við fórum iiin og þar var stórt afgreiðslu- borð og hillur fullar af dóti og fólk inni að verzla. Bakvið borðið sat . Abbot. Hann er stór .og feitur maður með skínandi skalla og dálít- inn hvítan hárbrúsk í hnakkan- um og með blá augu og skringi- legt ljósbleikt andlit. Ég hallaði mér upp að veggnum. Baeði var ég þreytt og svo dönsuðu flærn- ar um mig alla: John taláði við Abbott og sagði honum að ég væri veik. Abbot var afskaplega alminleg- ur. Hann sagði að ég gæti sof- ið uppi á lofti um nóttina. Hann bað afgreiðslumann að vísa mér upp. Ég klöngraðist upp snar- brattan hænsnastiga og kom inn í herbergi þar sem var rúm. f rúminu var húð fyrir dýnu og ullarteppi yfir. Svo komu nokkrar stúlkur með dótið mitt Hárepreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, sími 339fíR Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur. hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Sími 14662 Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ, Laugavegj 11. simi 24616 Hárgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72 Simi 14853 Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegj 13 simi 14656. Nuddstofa á sama stað. OO “1 I 3 5 22991 ■ Grettisgötu 62 ST og vatnskönnur. Og ég gat þveg- ið burt flæmar og svo fór ég í rúmið og svaf alla nóttina. Næsta dag riðum við áfram og héldum ferðinni áfram í þrjá eða fjóra daga í viðbót. Landið var dautt, uppþomað og rykugt, og ég hafði stöðugan svima og mér leið illa. John hjálpaði mér eins og hann gat. Ég þakkaði honum, en eins og vanalega tók hann ekkert eftir því hvort ég sagði eitthvað eða ekki. Hann dröslaði mér bara áfram. Loks- ins komum við að ranchói. John sagði að kani, sem héti Kerridge, ætti ranchóið. Hann sagði, að Kerridge hefði lengi átt heima í Kalifomiu og væri giftur inn- fæddri konu. Ég var að velta fyrir mér hvað bau segðu þegar þau sæju mig. Ég var ekki beinlínis augna- yndi. Ég var grindhoruð og ryk- ug frá hvirfli til ilja og svo þreytt, að ég átti fullt í fangi með að halda höfðinu upp- réttu. Ég valt næstum af hestin- um og John tók undir handlegg- inn á mér og við gengum inn. Við komum inn í stofu með teppum á gólfunum og faHegum teppum á öllum veggjum. Kerridge kom inn rétt á eft- ir. Hann var hár og grannur maður með grátt hár og ; aga- lega fínum mexikönskum föt- um. Hann byrjaði á kurteisjs- hjali eins og hverju eigum við að þakkg heiðurinn af heimsókn þinni John. En John var með engar vífilengjur. Hann sagðist vera með bandaríska konu með sér sem hefði næstum dáið i eyðimörkinni og hvort Kerridge vildi annast hana um tíma. Kerridge bauð mér að setjast á veggbekkinn og ég sat þar í hnipri. Hann klappaði saman lófunum og hópur af þjónum kom hlaup'andi með vín og súkkulaði. Meðan þjónarnir voru á þönum sá ég að John spratt á fætur Qg hneigði sig djúpt. Ég leit á hann, og mér brá í brún. John var að kyssa á hönd á kvenmanni. Hún var húsfrúin, frú Kerrjdge. Garnet, elsku vina, hún hét Donya Manuela og hún var svo sem brjú hundruð pund að þyugd. Það er feitasta kona sem ég hef nokkurn tíma á ævinnj géð. Hún var eins og ótal púð.ar bundnir saman. Húri var svo feit að það var naumast hægt að sjá á henni andlitið. Hún var með svört augu í öllu spikinu og lítið kringlótt nef. Andlitið var eins og stór kartafla naeð lítilli kartöflu áfastri við. Fötin voru rauð. gul og fjólublá. þau voru öll í pífum og kögri og glömr- uðu aí perlum og armhöndum. Ég hef aldrei séð neinn með svo margvíslegt glingur sam- tímis. Þegar hún hreyfði sig, titraði hún öll og skalf eins Qg hlaup og perlurnar og arm böndin léku lag. Jæja, þessi skringilega kven- persóna kom vagandi inn pg John beygði sig djúpt til að kyssa á hönd henni. John og maður hennar töluðu við hana á spænsku og hún horfði á mig. Hún var auðvitað dálítið hissa á því að sjá þennan rykuga horkranga í þessari fallegu stofu. En eftir andartak brosti hún til mín og þá sýndist hún ósköp indæl og feit og góðleg. Þeir komu með stóran stól handa henni og hún settist nið- ur og það glamraði i henni allri og skrjáfaði í pífum og borðum. John lók blævænginn hennar Qg rétti hann þjónustu- stúlku. Stúlkan stóð og bærði biævænginn og Kerridge hellti vini í glas handa henni og gaf henni kökur. Svo fór John . að segja sögu sína. Hann talaði fyrst á ensku við Kerridge og svo þýddu þejT báðir samtalið á spænsku fyrir Donyu Manu- elu. Auðvitað talar Kerridge líka spænsku, en ég skildi auð- vitað að John talaði fyrst-ensku. svo að ég gæti skilið hvernig hann hagræddi staðreyndunupi. Hann sagði að ég væri gift kona sem farið hefði frá Banda- ríkjunum með manninum mín- um. En svo sagði hann að við hefðum lent í árekstri við digg- ara og maðurinn minn hefði fallið í bardaganum. Og nú var ég hingað komin, veslingurinn, alveg úttauguð eftir eyðimörk- ina og í andarslitrunum af hjartasorg. Þess vegna ha'fði hann komið með mig hingað, svq ég gæti safnað kröftum og iappað ögn upp á hjartakornið. Ég fór að hugsa með mér að nú þyrfti ég víst að vippa mér í ekkjustandið rétt einu sinni. En mér stóð svo sem alveg á sama hvað hann sagði, bara að ég fengj einhvers staðar að leggja mig útaf og hvíla mig. John var mjög alvarlegur meðan hann talaði. en öðru hverju gaut hann augunum til mín til að aðgæta hvort ég fylgdist með því sem harm var að segja. Kerridge hlustaði al- varlegur í bragði, en hann leit líka á mig öðru hverju og ég held hann hafi ekki trúað einu éinasta orði. En svo þýddu þeir allt saman fyrir Donyu Manu- elu og hún trúði hverju orði. Elsku kerlingin, hún hristi höf- uðið án afláts og gaf frá sér samúðarfull hljóð. Ég skildi ekki hvað hún sagði, en ég heyrði af blænum að það var eitthvað fallegt. Og svo reis hún á fætur með miklum stunum og erfiðismun. um og vagaði að bekknum til mín og settjst. Hún lagði feit- an handlegginn utanum mig, tók mig í fang sér og hallaði höfði mínu upp að brjósti sér ejns og ég væri smábarn. Það var eins og að sökkva niður í mjúka dúnsæng, Ég var svo þreytt að ég sökk bara. Hún strauk mér og klappaði og hjalaði blíðlega við mig og ég var svo þreytt og hún var svo góð að ég tók utanum hálsinn á henni og kyssti hana. Svo kom Kerridge og það var eins og hann væri að því kom- inn að skella uppúr. Ég sagði að mér þætti leitt að valda svo miklum óþægindum. Og hann sagði mér að hafa engar á- hyggjur, konan mín veit ekkert betra en stjana við ungbörn og hún hefur ekki ejgnazt bam í fjögur ár.. Og nú gerir hún yður að ungbaminu sínu. Svo kreisti Donya Manuela mig ákaft og sagði eitthvað við hann á spænsku og hann hjálp- aði hennj til að ipsa mig úr fangi sér og bæði klöppuðu þau ákaft saman lófunum. Margir þjónar komu þjótandi og líka sægur af bömum á öllum aldri, þau dönsuðu kringum mig og bentu og spurðu. Donya Manuela gaf einu barninu selhita á hök- una og með hinni hendinni danglaði hún j þjónustustúlku og um leið gaf hún fyrirskip- anir með glymjandi röddu. All- ir fóru að þjóta útum allt og rekast saman og gera alls kon- ar óþarfa í miklum flýti eins og fólk gerir þegar kvjknar í húsinu og Donya Manuela æddi um eins og óð væri og hrópaði skipanir sínar og allir sem urðu á vegi hennar fengu skell. John og Kerridge hörfuðu kurteislega undan og ég stóð grafkyrr og hlustaði á alla þessa skelli og hróp og vonaði að einhver skildi hvað væri að gerast. ég gerði það að minnsta kosti ekki. En það virtist allt vera í lagi. Hið nsesta sem ég vissi, var að þau teymdu mig gegnum ótal herbergi og svo var ég komin i svefnherbergi og stúlkumar komu mér í rúmið. Donya Manu- ela háttaði mig og hrópaði og stúlkumar komu með kökur og vín og hún borðaði og dreypti á víninu milli þess sem hún hrópaði. Kær.a vina, frá þeirri stundu að þessi kvenmaður tók mig undir sinn vemdarvæng, var ég algerlega ofurseld henni. Hún háttaði mig og lagði mig í rúm- ið og hlóð koddum kríngum mig og mataði mig með skeið. Hún fór að rétt eins og ég væri þriggja mánaða gömul. Ég held í alvöru að henni hafi fundizt ég vera það. Hún hefði sjálf- saet ekkert orðið hissa þótt ég hefði gert j buxurnar. En það var hara þannig, að um það leyti var ég alls ekki í buxum. Ég var alls nakin og hún neri mig alia saman uppúr einhvers konar ílmandi olíu’ og hún tal- aði linnulaust. Ég skiidi ekkert hvað hún sagði, en ég þóttisb þó vita að hún væri að tala um það við stúlkumar hvað ég værí horuð og sýna þekn hvern- ig beinin sköguðu út og skamma þær, rétt eins og það væri þeim að kepna. Svo fór hún aftur að mata mig. Loks færði hún mig í finan og mjúkan náttkjól og breiddi ofaná mig. Og þú getur reitt þig á að ég kunnj vel að méta þetta. Ég var orðin svo þreytt á að bíta á jaxlinn og velta fyrir mér hvort ég gæti þraukað einn daginn enn. Ég lá þarna eins og tuskudúkka og lét hana gera við mig það sem henni sýndist. Hún skammaðist ögn, argaði og hrístist, og enn komu stúlkur inn með kjötsúpu í , skál. Ég var að springa aí öllum þessum mat, en hún kom samt i mig nokkrum skeiðum. Einmitt þegar ég hélt að ég værí í þann veginn að farast af ofáti, heyrð- ist ys við dyrnar og karlaradd- ir spurðu um eitthvað og lnn komu tveir myndariegir kali- forniubúar sem vildu líta á út- lendu konuna. Donya Manuela hoppaði upp og réðst á þá eins og mannýgt naut og gaf þeim löðrunga svo að glumdi i. Þetta voru synir hennar og endaþótt ég væri hjúpuð frá hvirfli > til ilja í náttserkinn sem hún hafði fært mig í, þá varð hún fok- reið yfir þessum virðingarskorti að reyna að fá að sjá kven- mann í rúminu. Og hvað he]d- urðu elskan, þessjr tveir full- orðnu menn tóku við löðrung- Lúðvík frændi. Nú ertu lag- Þakka þér fyrir. Sjórinn Iega ntan við þig. hefði eyðilagt hann. Hamingjan góða. Það er hattnrinn. Ef þú ert með stefnumót í huga við hana, þá sá ég hana einn sinni borða f jóra hamborgara á korteri niður i Isborg. Strikið yfir það sem ekki á við Undirrit...... óskar að gerast óskrifandi að Þjóðviljanum Undirrit...... óskar að fá Þjóðviljann sendan í einn mánuð til reynslu (ókeypis)'. Nafn .....—...................................... Heimili ...................................... DIODVIUINN á erinði til allrar fjölskyldunnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.