Þjóðviljinn - 02.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.04.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA HÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. april 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEiT unum og skömmunum og báð- ust afsökunar og fóru aftur, og Donya Manuela sat hjá mér og strauk mér um ennið, blíð og góð eins og engill. Og svo gat ég ekki stillt mig lengur, ég sneri mér í rúmjnu og fór að hlæja. Og svo át Donya Manuela enn fleiri kökur og drakk enn meira vín og hún klappaði mér og gældi við mig þar til ég sofn- aði. Ég steinsvaf í marga klukkutíma. Þegar ég vaknaði leið mér miklu betur. Allt var svo mjúkt og hlýtt og elskulegt og ég vissi að hún myndi ann- ast um mig og drottinn minn hvað mér þótti vænt um hana. Það var kominn morgunn, en •hún hafði dregið fyrir birtuna. Og á borði við rúmið stóð mat- ur, kjötstykki. brauð og tvær appelsínur og þrúguklasi og skál af baunum, ef ske kynni, að mig langaði í matarbita til að toressa mig á fyrir morgunverð. Já, Garnet, þetta var upphaf- ið að undarlegasta tímabili ævi minnar. Ég hef aldrei séð neitt svipað þessari fjölskyldu. Ker- ridge sjálfur er hávaxinn og gráhærður og virðulegur. en það er glettnisblik í augunum á honum þegar hann horfir á mig. Hór^reilSslGii P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARN ARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616 Hárgreiðslustofan S Ó L E V Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa ADSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656 Nuddstofa á sama stað Hann gekk að eiga Donyu Manu- elu þegar bún var fimmtán ára, og eftir það eignaðist hún böm eins hratt og henni var unnt og nú harmar hún það eitt að geta ekki eignazt fleiri. Húsið er ailtaf fullt af fólki. Allir sem eiga leið um nágrennið, gista hér eina nótt eða fleiri. Og 'hér er þv; uppfullt af gestum og þjónum og sægur af krökk- um sem eru á fleygiferð allan daginn og Donya Manuela stjórnar öllu gilljnu. Kerridge sér um búreksturinn meðan Donya Manuela vagar um húsið eins og bolti, danglar í krakkana og hrópar fyrirskip- anir og hamingjan hjálpi þeim sem ekki er nógu fljótur að taka við sér. Og svo eru kró- ar sem detta og meiða sig. og þá er hún ekkert nema mildin og gæðin og kyssir á meiddið svo að það batni og svo kemur annar krói í óhreinum fötum og hún sprettur á fætur og skammast og löðrungar hann fyrir að hafa farið út þegar hann átti að vera inni og hann segir að stóribróðir hafi bara ætlað að gýna honum folald og hún löðrungar stóra bróður og atlur gauragangurinn upphefst að nýju. Hún hefur sæg af kokkum og maturinn hér er alveg dásam- legur, ég hef aldrei séð eins mikinn mat né $vo góðan. Donya Manuela er að borða allan lið- langan daginn og hún heldur að hver sá sem ekki er hungr- aður sí og æ, hljóti að vera fárveikur. En sjáðu til, hún vissi að ég var mjög veik. Og hún mataði mig og kyssti mig og söng fyr- ir mig vögguljóð og mataði mig síðan aftur. Það var í fyrsta sinn sem ég hafði verið með- höndluð sem ungbam og ég vissi ekki hve dásamlegt það var. En mér var þó lífsins ó- mögulegt að borða al'lan þann mat sem hún vildi troða í mig. Ég gerði mitt bezta, vegna þess að hún var svo elskuleg og vegna þess að ég vissi ekki nema ég fengi löðrung ef ég svikist um. En hún sló mig ekki þegar ég gat ekki borðað meira. hún varð bara áhyggju- full á svipinn og skammaði þjónustustúlkurnar fyrir að maturinn væri ekki nógu góð- ur og rak þær niður afbur til að útbúa eitthvað sem gæti freistað mín. Og það leið ekki á löngu áð- ur en ég fór að hressast. Einn daginn þegar hún var ekki við- stödd, fór ég fram úr rúminu og klæddi mig úr náttserknum og horfði á sjálfa mig í spegl- En þegar ég kom hingað i haust var ég skelfilega vonsvikin. Ég hélt þú hefðir spunnið þetta upp. Það var ekki lengur hægt að sjá beinin og ég var ávöl á réttum stöðum og hárið var glansandi og húðin slétt. Ég vildi vera á fótum, því að ég var hrædd um að ég yrði akfeit af öllum þessum mat. ef ég hreyfði mig ekki. Og auk þess langaði mig til að sjá fólk og kynnast því. En Donya Manu- ela vildi ekki hleypa mér nið- ur fyrr en ég var búin að fá svartan kjól. Hún var mjög skilningsgóð og sagði að hún skildi auðvitað að ég þyrfti að kynnast fólki, svo að ég gæti náð mér í nýjan eiginmann, en um tíma yrði ég að ganga í sorgarbúningi, vegna þess að ég var ekkja. Jæja, edskan, ég var búin að steingleyma að ég var aftur orð- in ekkja. En hún safnaði sam- an nokkrum þjónustustúlkum og þær fóru að sauma föt, svo að ég gæti borið sorgina utan á mér. Kerridge kom inn og sá hvar ég stóð í miðju herberg- inu og utanum mig var hrúgað svörtu taui í metratali og hann leit á mig og ég bældi niður bros. ég gat ekki að mér gert, og svo fór hann að hlæja líka. Svei mér þá, Garnet, þessi mað- ur er jafndásamlegur og konan hans, bara á annan hátt. Og nú er ég svartklædd, en é.g verð að segja að fötin fara mér alveg ljómandi vel. Donya Manuela kynnir mig fyrir öll- um gestum sem hingað koma og hún segir þeim mína sorgarsögu og lítur í kringum sig ef ske kynni að þama fynndist verð- ugur eftirmaður mins heittelsk- aða. Já, vina mín, ég hef verið iengi að skrifa þetta bréf. Ker- ridge sker fyrir mig pgnnana. Ég hef ekki skrifað mikið á ævinni og ég get ekki breitt fjöður í penna. Hann gerir það vegna þess að Donya Manuela getur bókstaflega allt, en bó hefur hún aldrei lært að lesa né skrifa. Og öðru hverju kem- ur einhver úr fjölskyldunni til að horfa á mig við skriftimar, með aðdáun í svipnum yfir öll- , um þessum lærdómi. Nú er liðipn einn dagur enn og ég hef meira að segja þér. Ég hef verið mjög heppin. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. Donya Manu- ela vildi endilega útvega mér eiginmann, en okkar á milJi sagt, Garnet, þá er ég engin húsmóðir að eðlisfari. Og í dag komu hingað ótal gestir, þeirra á meðal nokkrir kanar. Já, vina mín, þar voru þejr John og Risinn og líka Silky Van Dom. Mikið þótti mér gaman að sjá þá. John er að kaupa nautgripi fyrir ranchó- ið sitt. Hann keypti nokkra af Kerridge og sagðist ætla að fara til Halebræðra eftir nofckra daga að kaupa meira og hann ætlj að taka þetta bréf fyrir mig til þín. John sgðist hafa skírt ranchóið sitt Gulu valmúu. Ég kann ekki að skrifa spænska nafnið. en það lætur mjög fal- lega í eyrum. Risinn er fal'legri en nokkru sinni fyrr og hann er í ffnum fötum, honum þykir gaman að búa sig upp og hánn er svo indæll og saklaus, viha mín, og mér fellur svo vel við hann. En hér kemur aðalfréttin. Silky var svo undrandi yfir að sjá mig svona spræka, hann var orðin vanur mér þreyttri og grindhoraðri eins og ég var í ferðalaginu. Hann horfði á mig með miklum áhuga og sneri upp á yfirskeggið og hneigði sig með kurt og pí og svo fór hann burt til að hugsa og svo kom hann aftur og sagði mér hvað hann hefði verið að hugsa. Silky er hættur við ferðalögin. Þau eru svo erfið og hann er búinn að öngla saman töluverðri upphæð. Hann er búinn að opna spilavíti og veitingastofu í Los Angielies og hann vill að ég komi með honum og vinni hjá j honum. Hann segir að ég geti í skenkt í glös og sungið fyrir j gestina. Og ég sagði við hann | að mér þætti þetta ágæt hug-1 mynd og ég væri tilbúin að vinna hjá honum undir eins. Og allt er þetta á viðskiptaleg- um grundvelli. Og þegar þú kemur til Los Angielies, þá spurðu eftir Spilastofu Silkys og ’ þar finnurðu mig. Nú verð ég að hætta að skrifa, því að John fer í fyrramálið og ég verð að láta hann fá bréfið í kvöld. Ég vona þú sért ham- ingjusöm, vina mín, og þú getur j aldrei gert þér í hugarlund hversu þakklát ég er fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mér þykir svo dæmalaust vsent um þig, nú og ævinlega. Þín einlæg vinkona Florinda Grove. ^róttir Framhald af 5. síðu. og mæltist það vel fyrir, auk þess var íslenzka liðið vinsæl- asta liðið í keppninni. Þess má einnig geta að aldr- ei var íslenzkum leikmanni vis- að af leikvelli fyrir hrottalegan leik en það kom fyrir öll hin liðin og oft fyrir sum þenra. Magnús bezti dómarinn Hér heima er það sjálfsagt eins og allsstaðar annarsstaðar að dómari er alltaf talinn léleg- ur, og sjaldan sem hann fær viðurkenningu fyrir störf sín. Það var því dálítið forvitni- legt að fylgjast með og bera saman dómara sem komu fram á móti þessu og voru hver frá sínu Norðurlandanna. Magnús Pétursson dæmdi sem fulltrúi dómara á Islandi, og þeir geta verið mjög ánægð- ir með frammistöðu hans. Hann varð ekki aðeins vinsælasti dómarinn, hann komst langnæst því að túlka anda reglna og leiks. Magnúsi tókst svipað upp og þegar honurn tekst vel upp heima. Hinir dómaramir leyfðu mik- ið meira af stjaki með höndum, hindrunum, höggum á hendur. Þeir leyfðu yfirleitt miklu ljót- ari leik, og auk þess vantaði mikið á að samræmi væri í dómum þeirra. Það er því greinlegt að túlk- un og skilningur á anda lag- anna og leiksins er mikið full- komnari hér en eins og þeir túlkuðu það hinir dómaramir. Sumir þeirra hafa þó að baki marga landsleiki, hundruð fé- lagsleikja og mikla reynslu sem kallað er. Dæmið um aðgerðina gegn Sigurði Dagssyni með sín hoppskot sýnir dálítið þann skilning sem dómaramir höfðu á þessum „lúalegu" brotum. sem voru svo tíð hjá hinum liðunum, og svolítið hafa tekið heima í íslenzkum liðum en ís- lenzkir dómarar eru meira á verði gegn þessum brotum, og þessvegna verða þau ekki eins að list og vana hér. Sem sagt Magnús bar af hin- um dómurunum, og var það skemmtilegt fyrir íslenzka dóm- ara að verða þess áskynja. Frímann. Þetta lítur hættulega út. En sérðu bara. Fræið er merkileg blanda . . Ja, — ekki vildi ég setjast Jú, broddurinn bognar í á ’ana, sveigjunni. SKOTTA Faðir minn lítur ekki út fyrir að vera valdsmannslegur í hveirs- dagsiegu starfi, en þú hefðir átt að sjá, hvað hann kastaði langt bongó trumbunum hans Jóa langa. Einvígi Botvinniks og Petrosjans Þriðja skákin í fyrstu skák einvígisins sannfærðist Petrosjan um að Botvinnik býr yfir traustum vamarvopnum í Nimzo-ind- verskri vöm og ákvað að sneiða hjá þeirri byrjun. Og kom fram hin velþekkta ný- indverska vöm. Margir áhugamenn um skák álíta að stórmeistarar þekki utanbókar öll tilbrigði við byrjanir og tefli „eftir bók- inni“ allt til lokatafls. Þetta er vissulega mikill misskiilningur. Að læra utan að allar byrjanir er ekki auðveldara en að leggja á minnið símanúmer og símnotendur Moskvuborgar. Góður skákmaður reynir aúð- vitað ekki að læra heil bindi af tilbrigðum, heldur nær hann tökum á heilum stekk af strategískum hugmyndum og tæknilegum aðferðum. Það var ein sMk aðferð sem Petr- osjan notaði í þessari skák er hún var að komast á millistig- ið. Fyrst myndaði hann í her- búðum óvinarins par af „hang- andi peðum“ og gerði síðan árás á hin veiku miðpeð svarts. Eftir að drottningar- peðum hafði verið skipt upp stóðu allir menn hvíts beint eða óbeint á því peði sem eft- ir var. búin til áhlaups. Petrosjan er þekktur fyrir að kunna viel að notfæra sér stöðumun og þvi mátti á- horfendum vera ljóst að Bot- vinnik átti í erfiðleikum. En samt voru möguleikar stöðu heimsmeistarans alls ekki hag- nýttir til fúfUs enn. Hann varði hið veika peð sitt með ýmsu smáskotaliði og hóf jafnframt aðgerðir á drottning- ararmi. Samt sem áður tókst Petrosjan að halda frumkvæð- inu. Þá greip Botvinnik til að- gerða, sem kröfðust peðsfórn- ar, og hélt jafnteflismöguleik- um sínum. Nýindversk vöm Petrosjan — Botvinnik 1. d4 Rf6; 2. Rf3 e6; 3. g3 b6; 4. Bg2 Bb7; 5. c4 Be7; 6. 0—0 0—0; 7. Rc3 Re4. (Aðal- hugmynd þessarar varnar er í því fólgin að svartur reynir með öllu móti að koma í veg fyrir hreyfinguna e2—e4, en í gamalindverskri vöm reynir hartn jafnvel að fá slíka leiki fram. Nú ógnaði hvítur því að loka línu hvíta biskupsins með d4—d'5 og því flýtir svartur sér að stofna til átaka um reit- inn e4). 8. Rxe4 (Venjuiega er hér haldið áfram með 8. Dc2 Rxc3 9. Dxc3. Einmitt þannig lék Aljekhín gegn Botvinnik árið 1938 en svartur hratt árásinni með nákvæmri vöm. Petrosj- an gerir tilraun til að styrkja þetta afbrigði). 8.------Bxe4; 9. Rel Bxg2; 10. Rxg2 d5; 11. Da4! (Þetta sýnir hárfínan skilning á átök- unum sem skapazt hafa — og reynir hvlítur að hindra að svarti riddarixm koxnist á c6). 11.------c5; 12. Be3 Dd7 (Svartur viil jafna skákma með of einföldum aðgerðuan, hann gerir drottningarkaup en „hangandi peð“ hans í miðju geta orðið mjög veik). 13. Dxd7 Rxd7; 14. cxd exd; 15. Rf4 Rf6; 16. dxc bxc; 17. Hacl d4 (Þessi athafnasemi er ekki til langframa, en veik- lei'ki miðjunnar mun enn segja til slSn lengi). 18. Bd2 a5; 19. Rd3 Rd7; 20. e3 dxe; 21. Bxe3 Hfb8; 22. Hfdl a4; 23. Kg2 h6; 24. Hd2 Hb5; 25. Rf4 Rf6; 26. Kf3 Hab8; 27. Rd3 Rd7; 28. Bf4 H8b7; 29. Be3 f6; 30. h4 h5; 31. Hc4 Rb6; 32. Hcc2 c4; 33. Bxb6 cxd; 34. Hc8f Kf7; 35. Bd4 g5; 36. Hc4 Hb4; 37. Hxh4 Hxb4; 38. Bc3 Hc4; 39. hxg fxg; 40. Hxd3 Bf6; 41. a3 — og hér fór sbákin í bið. Petrosjan hafði peð yfir, en það þýðir oft meðal sterkra skákmanna allt að því sigur. En í þessu tilviki dró það mjög úr gildi peðsins að svart- ur hafði allgóða stöðu: eitt yzta peð svarts blokkeraði tvö hvít, og þar að auki hafði svartur athafnafrelsi á kóngs- arrni. Botvinnik gat komið sér upp frípeði, en kaus hieldur að vemda möguleika hróksins til að verja peðið a4. Þetta var nokkuð óvænt hugmynd fyrir Petrosjan sem hefur auðsjáan- lega aðallega hugleitt mögu- leika þá sem tengdir voru frí- peðinu. Hann réðist á peðið „a“ með hróknum, en gat ekki tekið það, þar eð svarti hrók- urinn hélt sig af mestu þrjózku á fjórðu línu. Ef gerð hefðu , verið hrókakaup gat hvítur heldur ekki náð yfir- burðum. Varð nú úr þessu mik- ið þóf sem lauk með jafntefli í 87. leik. 41.------h4 (skráður ieikur) 42. gxh Bxc3; 43. Hxc3 Hxh4; 44. Hc5 Kf6; 45. Hb5 Hf4f; 46. Ke3 Hh4; 47. Hb4 Ke5; 48. Kd3 Ke6; 49. Hb5 Kf6; 50. Ke2 He4f; 51. Kfl Hh4; 52. Kgl Hg4f; 53. Hh2 Hh4+ 54. Kg2 Hg4f; 55. Kf3 Hh4t; 56 Kg3 Hd4; 57. Kf3 Hf4t; 58. Ke3 Hh4; 59. Hb8 Ke6; 60. He8t Kf6; 61. Kd2 Kf7; 62. He3 Hf4; 63. f3 Hh4; 64. Kc3 Hh3; 65. Kd4 Hh2; 66. b4 axb; 67. Hxb3 Ke6; 68. Kc5 Kd7; 69. Kd5 He2; 70. a4 Kc7; 71. a5 Ha2; 72. Hb5 Ha4; 73. Ke5 g4; 74. f4 g3; 75. Hb3 Hxa5t; 76 Ke6 Ha6t; 77. Ke7 Hg6; 78. Hc3f Kb6; 79. Hcl g2; 80. Hgl Kc7; 81. f5 Hg3; 82. f6 He3t; 83. Kf7 Hg3; 84. Ke6 He3t; 85. Kf5 Hg3; 86. f7 Hf3t. Jafntefli. (Athugasémdir Davíðs Bronsteins). \ *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.