Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 5
T 7 Miðvikudagur 3. apríl 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA Söguleg úrslit í II. deild Ármann upp í fyrstu deild í handknattleik Dómarinn slítur leik 3 mín. fyrir leikslok Þau tíðindi gerðust í úrslitaleiknum í ann- arri deild, að dómarinn, Gunnlaugur Hjálmr arsson, sleit leiknum 2—3 mín. fyrir leiks- lok. — Stóðu leikar þá 24—22 fyrir Ármann. Aðspurður sagði Gunnlaugur að ástæðan fyrir þvi að hann hefði stöðvað leikinn, hefði ver- ið sú að þegar markmaður Vals varði vítakast frá Herði, hefði hann ekki verið 3 m.. frá víta- kastmerkinu og því hefði hann ætlað að láta endurtaka það. Þá hefði Birgir B.iömsson þjálf- ari Vals komið inn á völlinn og mótmælt því og taldi sig benda á staðinn sem markmaðurinn hefðu verið. — Ég óskaði þá að Birgir yfirgæfi völlinn þegar í stað, en hann tók því ekki vel. Sagði ég honum þá að fara þegar úr húsinu en hann neitaði, og var þá ekkert fyrir mig annað að gera en að slíta leiknum. Fljótfæmi? Þó segja megi að þýðingar- laust hafi verið að mótmæla þessum dómi Gunnlaugs, verður ekki annað sagt en að það hafi verið svolitið mannlegt í þess- um jafna leik að Birgir skyldi reyna að fá því afstýrt að víta- kastið yrði endurtekið, þar sem hann þóttist viss um að mark- maðurinn hefði verið sína 3 m. frá vítakastmerkinu. En að sjálfsögðu er það dómarinn sem þar er alls ráðandi. Það er líka skiljanlegt að dómarinn vilji ekki að verið sé að blanda sér inn í þær ákvarðanir sem hann tekur á ieikvelli. Hér virðist sem Gunnlaugur hafi þó ekki skynjað til fulls það mannlega. þvi ef hann hefði gert það, hefði hann gefið Birgi tækifæri til að átta sig svolítið betur á hlutunum. og gefið honum svo sem i mínútu til að yfirgefa völlinn. Ef það hefði ekki dug- að. gat Gunnlaugur tekið til sinna ráða. En þetta gerðist. allt í einni svipan, og róleg yfir- vegun komst bar ekki að, en með slíkum viðbrögðum dómara hefði vafalaust verið hægt að leysa þetta leiðindamál þegar í stað. Nú má gera ráð fyrir að þetta verði dómsmál gegn Birgi. og svo verði liðin Ármann og Val- ur að leika annan leik. þar sem leiknum var slitið áður en leik- tími var á enda. Jafn og nokkuð góðm leikur Leikurinn var frá upphafi nokkuð jafn. Valsmenn byrjuðu að skora. komust i 2:0 og á 9 mínútu voru þeir komnir í 4:1 Ármenningar voru svolítið óró legir og misstu leikinn um d útúr höndunum. Þeim tekst bá að ná sér aftur. og bilið minnk aði heldur. og munar ek’ri nema einu til tveim mörkuo' Á 24. mín. tekst þeim a? íafna, og taka forustuna. Valsmenn iafna rétt fvrir leiks iok og þannig lauk hálfleiknuo- 10:10. 1 sfðari hálfleik voru Ár- menningarnir ákveðnari og höfðu forushina allan tímann. með 2—4 merira mun. Á 24. mín. standa ’e’kar 22:18 fyrir Ármann. en bá tpka Valsmenn góðan s^rett oe á 26. mínútu sjanda leikar 23:22 fyrir Ár- mann. Bétt á. eftir skorar Ár- mann 24, ma.rktð. oa síðan kom. "tvikið har;, sem Egill ver víta- kast frá Herði. sem var upp- hafið að hinurn leiða endi þessa leiks,. Yfirleitt hafði maður það á tilfinningunni að Ármenning- arnir væru samstilltari og að einstaklingar þeirra væru betri. þó þeim tækist ekki verulega að leika eins og sá sem valdið hefur. Þó Valsliðið væri ekki eins samstillt, áttu þeir oft lag- legan samleik, og komu sterk- ari í gegnum þennan leik en almennt mun hafa verið gert ráð fyrir. Beztu menn Ármanns vor j Hörður Kristinsson, Árni, Hans og Lúðvík. Beztu menn Vals: Sigurður Dagsson, öm Ingólfsson og Eg- ill í markinu. Bergur var full skotgráðugur og skaut í tíma og ótíma, og allra manna ör- uggastur með vítaköst. Gunnlaugur dæmdi yfirleitt vel, en gaf sér ekki nægan tíma þegar mest á reyndi, ög því fór sem fór. Keflvíkingar mættu ekki leiks Keflvíkingar áttu að keppa við Breiðablik í annarri deild- inni, en það fór sem oft áður að þeir mættu ekki til leiks. Var lið Breiðabliks látið bíða tiltekinn tíma inni á leikvang- inum, og síðan var þeim gefið Framhald á 2. síðu. k Eins og frá hefur verið skýrt, stökk Bandaríkjamað- jrjnn John Pennel 4,95 m- i stangarstökki utanhúss fyr- ir skömmu. Árangurinn verð- ur samt ekki staðfestur sem heimsmet, vegna þess að Pennel lét fyrst hækka úr 4,90 í 5,05. Honum tókst ekki að komast yfir 5.05 og lét þá ækfka í 4,95. Pennel segist kæra sig kollóttan um það ívort met hans verði stað- fest eður ei. Hann eigi áreið- anlega eftir að stökkva enn hærra. Pennel, sem er 22ja ára, notar glerfiberstöng. — ★ — ■k Heimsmeistararnir í knatt- spyrnu — lið Brasilíu — tap- aði tveim leikjum á meistara- móti Suður-Ameríku í knatt- spyrnu. Fyrst töpuðu þeir fyrir Paraguay 0:2 og síðan fyrir Argentínu með 0:3. í liði Srasilíu eru nokkrir nýir nenn. Það er athyglisvert að Brasilia hefur ekki orðið Suð- ur-Ameríkumeistari síðan 1949. — ★ — ★ Bandaríska innanhússmeist- j aramótið í frjálsum íþróttum fór fram í New York fyrir skömmu. Sovézku frjáls- iþróttamennirnir, sem verið iafa á löngu keppniferðalagi i USA, tóku þátt í mótinu. Valeri Brumel sigraði í há- stökki — 2,22 m. og stökk 9 sm. hærra en helzti keppi- aauturinn. John Thomas (USA). Igor Ter-Ovanesjan /ann langstökkið með 8.09. ★ Norski skíðastökkvarinn Toralf Engan sigraði í alþjóð- legri stökkkeppni sem háð var í fyrradag í Rugtvedkollen við Porsgrunn í Noregi. Engan sem aðeins náði 18. sæti á Holmenkollenmótinu, sigraði nú helztu kappana sem sigr- uðu hann þá. Cr úrslitalciknum í II. deild í fyrrakvöld. Hörður Kristinsson (Ármanni) skýtur að marki Vals, en Emi Ingólfssyni tekzt að hafa hönd á knettinum. (Ljósm. Sv. Þormóðsson). <$>- Frjálsar íþróttir 12 heimsmet LONDON 28/3 — Alþjóða- frjálsíþróttasamb. staðfesti í dag 42 ný heimsmet í frjálsum íþróttum. Banda- rískt frjálsíþróttafólk setti 15 þeirra, en sovézkt 10. Þessi met voru nær öll sett á árinu 1962. en nokkur voru bó frá árunum 1961 og 1960 Sumum af þeim metum. sem hér um ræðir, hefur nú vérið hnekkt. Meðal metanna er.i þessi: 100 jardar: Harry Jerome (Kan- ada) 9.2 sek. 200 m. bein braut: Frank Budd (USA) 20.0 sek. 800 m. hlaup: Peter Sne’.i (Nýja Sjál.) 1.44.3 mín. Míluhlaup: Peter Snell 3.54,4 m. 3000 m. hlaup: Michel Jazy (Frakkland) 7.49,2 mín. 4xllð jarda boðhl: Oregon-há- skóli (USA) 40.0 sek. ,ft0 m. grindahl.: Salvatore Morale (Italíu) 49.2 sek. "’stökk: Valeri Brumel (Sov- étr.) 2.25 m. — 2.26 m. — 2 27 m. Langstökk: Igor Ter-Ovanesian (Sovétr.) 8.31 m. Stangarstökk: Davies (USA) 4.83 m., Uelses (USA) 4.89 m. Tork (USA) 4.93 m., Nikula (Finnl.) 4.94 m. Kúluvarp: Dallas Long (USA) 20.07 m. Kringlukast: A1 Oerter (USA) 61.10 m., Vv Trusenev (Sov- étr.) 61.64 m„ Oerter 62.45 m. Sleggjukast: Hal Connolly (USA) 70.67 m. Af staðfestum, nýjum kvennametum má nefna t.d. 80 m. grindahlaup: Betty Moor* (Ástralíu) 10.5 sek. Langstökk: Valentina Sjelkan ova (Sovétr.) 6.53 m. Kúluvarp: Tamara Press (Sov- étr.) 18.55 m. Kringlukast: Tamara Press 58.06 m. Körfuknattleiks- mötið í kvöld I kvöld kl. 20.15 verður næst- síðasta keppniskvöldið í Meist- aramóti Islands í körfuknatt- leik. Leiknir verða tveir leikir og verður sá fyrri milli IR og b-liðs Ármenninga í VI. flokki. Síðari leikurinn verður svo leikur KRinga og KFR í meist- araflokki og má þar gera ráð fyrir skemmtilegum leik. Knattspyrna HMhefstá næsta ári Stanley Rous, formaður AI- þjóða-knattspyrnusambandsins (FIFA) hefur gefið blaðamönn- um upplýsingar um næshx heimsmeistarakeppni í knatt- 1966. — Allt mótið verður miðað við sjónvarp, sagði Rous, en við vitum ekki enn hvaða vell- ir verða notaðir Fyrst verð- ur að athuga sjónvarpsaðstæð- ur á hverjum stað. Aðeins er ákveðið að það skuli ekki háð- ur nema einn leikur á dag, þannig að fólk geti fylgzt með þeim öllum í sjónvarpinu. ^ Rous skýrði ennfremur frá'' því, að FIFA hefði gert samn- ing við Evrópusjónvarpið (Euro- vision) um að úrslitaleiknum skuli sjónvarpað um alla Evrópu. Samningar standa enn yfir við sjónvarps- og útvarps- stöðvar í öðrum hlutum heims. Undankeppi hefst á næsta ári Heimsmeistarakeppnin verður háð á 8 leikvöllum. Áformað er að úrslitaleikurinn verði háð- ur á Wembley-leikvanginum í London 30. jiilí. Ef til þess kemur áð létká þútfi' annan urslitaleik til viðbótar, mun hann fara fram 1. ágúst. Allir leikir á mótinu verða leiknir að kvöldlagi við flóð- lýsingu. Hinum ýmsu leikjum verður dreift á Norðvestur-England, Norðaustur-England, Mið-Eng- land og London. Undankeppnin, sem háð er til að skera úr um það hvaða Iönd komast í aðalkeppnina, fer fram á tímabilinu 1. maí 1964 til 31 desember 1965. Frestur til þátttökutilkynn inga rennur út 31. des. í ár. Ákveðið er að núverandi heimsmeistarar, Brasilía, og gestgjafalandið England, þurfi ekki að taka þátt í imdan- keppninni. Ef Iið tveggja landa fá jafn- mörg stig í einhverjum svæða- riðli, verður ekki leikið til ún- slita, heldur sker markahltrb- fallið úr um það hvort E®ð kemst í aðalkeppnina. Rugby hættu- legru en hnefuleikur „Dauðinn í hringnturf* hafcaí verið á dagskrá undanfárið, vegna fráfaHs bandarnsfea hnefaleikarans Davey Maare fyrir skömmu. í nýrri bandarískri skýrsfa kemur í Ijós, að hnefaleíkar <gsa alls ekki mannskæðasta. fþrSön þar í landL Bandarfskur áfk>ga= knattleikur hefur krafizt helm- ingi fleiri mannfóma á siðasta ári. Árið 1962 létust 26 memj í USA vegna áverka á áflngaJ knattledk (rugbyý. 13 báðu batca vegna slysa í hnefaleikjum (þar af 10 atvinnumenn). Þá léto óg fimm menn lífið vegna elysa l eftirlætisíþrótt Bandaríkja- manna — basebalL Engin af ofangreindum fötrrrri getur talizt há, miðað vfð «2ya af öllu tagi í Bandarfkjunam. Myndurleg íþróttuhátíð Armunns SI. sunnudag hélt Glímufélagið Armann fjölbreytta íþróttasýningu á Hálogalandi. Jens Guðbjöms- son, form. Ármanns, settí hátíðina, en síðan sýndi íþróttafólk úr hinum ýmsu íþróttadcildum fé- lagsins, m.a. fimleika, glímu, judo og frjálsar íþróttir. Háðir vom kappleikir í handknattleik og körfuknattleik. Leikstjóri var Þorsteinn Einarsson. Sýningin fór hið bezta fram. Áhorfendur vora eins marglr og húsrúm frekast leifði, enda einstætt hér á landi að fá tækifæri til að sjá svo fjöl- breytta íþróttasýningu sem þessa. Myndin er af tveim stúlkum úr fimlelkaðesm fóia<rsins á sýnin*- unni. (Ljósm. S veinn Þormóðsson)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.