Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 6
W r SÍÐA ÞJÚÐVILIINN Miðvikudagur 3. aprfl 1953 ! \ ! * \ n Vegna þeirra mörgu, sem hafa í huga kaup á landbúnaðar- bílum (fjórdrifsbílum) viljum við benda á nokkur atriði, er hinir 800 eigendur Land Rover bíla álitu að skiptu mikiu máli þegar þeir völdu sér landbúnaðarbifreið. Stór liður í viðhaldskostnaði bifreiða eru ryðskemmdir á ^ yfirbyggingu og undirvagni. Yfirbygging og hjólhlífar á k Land-Rover eru úr aluminium-.blöndu. Grind er öll ryð- " varin að innan og utan.* k 2. Heppilegt er að bíflar sem mikið eru notaðir & vatni og aurbleytu, og þurfa þar af leiðandi nokkra eftirtekt hvað smurningu viðvíkur, hafi sem fæsta smurstaði. Land Rover hefur aðeins 6 smurkoppa og auðvelt er fyrir eigendur að smyrja í þá sjálfir með þrýsti-smurspraut- unni, sem fylgir hverjum bíl. 3 Bændur, sem nota þurfa bíla sína við heyvinnu vita það vel, hvað áríðandi það er, að sem fæstir óvarðir snún- ingsöxlar séu í drifbúnaði bílsins, og að auðvelt sé að verja þá fyrir heyi. Með Land Rover getið þið fengið ódýrar hiífar fyrir hjöruliðina sem verja þá fyrir heyi, háu grasi eða þarabunkum. 4. Allir, sem eitthvað hafa ekið í torfærum og brattlendi, vita hvað áríðandi er að handhemill se traustur, ending- argóður og vel varinn fyrir öllu hnjaski. Handhemils- búnaður Land Rover er vel várinn uppi i grindinni og virkar á hemlaskál á drifskafti. Stilling er gerð með einni skrúfu og er það bæði fljótlegt og auðvelt. 5. Vönduð og nákvæm handbók á íslenzku fyflgir hvcrjum bíl. — Ennfremur geta allir þeir, sem vilja kynnast kostum Land Rovers fengið ókeypis eintak. Það er margt fleira, sem benda mætti á, t,d. mætti nefna að Land Rover hefur mjög rúmgóð framsæti og er skráður sem 7 manna bifreið. Einnig ættu rpenn að athuga að auð- velt er að koma fyrir keðjum á Land Rov(er, bæði á fram- og afturhjól, og að sponvídd hjólanna er sú sama. Skrifið, hringið eða hafið tal af 'okkur og við munum leysa úr spurningum yðar og veita yðúr allar nánari upp- lýsíngar, l nldverztunin Hek/a hf. | Laugavegi 170—172. — Reykjavík. — Sími 11275. I Astin kostaii hann hálfrar aldar stríi við réttvísina Það var sumarið 1913 setn japanski verksmiðjustarfsmað- urinn Ishimatsu Yoshida varð óstjórnlega ástfanginn af vef- arastúlkunni Shlzu Hanamura. Hún var þá sextán ára að aldri og fræg um alla Chigusa-borg fyrir fegurð sína og ástartöfra. Ástartónar og morð Yoshida var að vísu nítján ár- um eldri en draumadísin hans. En eitt kvöldið stóðst hann ekki lengur mátið. Hann tók flautu sína og hélt prúðbúinn heim til stúlkunnar. Hann ætlaði að staldra við í garðinum hennar og tjá ást sína í tónum. En þegar hann kom á staðinn voru tveir aðrir biðlar þar fyrir Hel- særður hrökk Yoshida aftur inn í skuggann. Þar norpaði hann i klukkustund en lötraði svo skömmustulegur heim. Tveim dögum síðar var Yos- hida sakaður um að hafa drep- ið aldraðan farandsala með flautu sinni. Glæpurinn var framinn þrem mílum frá heim- ili stúlkunnar meðan Yoshida var í felum í skugganum. En hann var grunaður ásamt tveim mönnum öðrum og saksóknar- inn sakfelldi hann. Hann reyndi að færa sönnur á fjarveru sina, en það bar engan árangur. Móðir Shizu vildi ekki að hún bæri vitni. Yoshida var dæmdur til Árið 1935 — eftir 22 ára fangavist — var hann látinn laus gegn drengskaparheiti. Þá tryggði hann sér hjálp sex jap- anskra blaðamanna og lögfræð- ingsins Haruo Abe sem numið hafði í Harvard. Þeir höfðu upp á glötuðum réttarskjölum og fengu vitnisburð hjá mönn- unum tveim sem grunaðir höfðu verið ásamt Yoshida. Þessi gögn sýndu raunar fram á að Yoshida gat ekki verið viðrið- inn glæpinn. En samt varð hann að leggja fram óvéfengj- anlegar sannanir fyrir fjarveru sinni áður en réttvísin viður- kenndi sakleysi hans. f vikunni sem leið bar Yos- hida sigur úr býtum. Hæsti- réttur hafði fyrirskipað að mál hans yrði tekið fyrir að nýju — og hver birtist þá fyrir réttin- um nema vefarastúlkan yndis- fríða, Shizu. Að vísu var hún nú hálfsjötug frú og nokkuð holdug í þokkabót. Undirleit skýrði hún frá ástandinu sem var í kringum hana á morð- nóttina og minntist þess að hafa séð mann, sem var á stærð við Yoshida og líktiSt honum að öðru leyti ganga á brott. Þetta var nóg til þess að To- icki Kobayashi yfirdómari (sem var níu ára þegar glæpurinn var framinn) lýsti því yfir að Yos- hida væri saklaus og bar fram afsakanir „af innstu hjartans rótum vegna rangsleitni fyrir- rennara okkar". Eftir hálfrar aldar baráttu tóksi Yoshida að sanna sakleysi sitt. Og enda þótt hann sc 85 ára að aldri cr hann ekki of gamali til að gleðjast mcð vinum síu- um af slíku tilefni. dauða. Hann neitaði að klæðast fangabúningni og vinna þau störf sem föngunum var skipað. ; Fyrir þær sakir var hann barinn og pyndaður. Iðulega var hon- um varpað í einangrunarklefa > Ævinlega hélt hann fram sak- leysi sínu. Hann kynnti sér lög- fræði, fór fram á, að mál hans yrði tekið fyrir að nýju og heppnaðist loks að fá dómnum breytt í ævilangt fangelsi. Sumir deyja úr of- - aðrir svelta ati Clæpamenn notfæra sér kjarnavísindin Þcir Bandaríkjamenn sem Icggja stund á glæpamennsku fylgjast vel með tæknilegum nýjungum og reyna að notfæra scr þær við starf slítt. Nýlega handtók lögreglan í New York flokk innbrotsþjófa sem voru í þann veginn að taka kjarn- orkuvísindin í þjónustu sína. Innbrotsþjófamir sjö haía að undanförnu stolið hátt á 13. milljón króna úr rúmlega 200 peningaskápum og beitt háþró- aðri tækni við þessa iðju sína. Allir meðlimir flokksins höfðr gengið á námskeiö þar sem þeir lærðu að opna fjárhilrzur, áður en þeir hófust handa. Varð- gæzlu önnuðust konur búnar meðfærilegum sendistöðy.um. En flokknum gafst ekki tóm til að framkvæma sitt snjallasta bragð. 1 yfirheyrslunum skýrði forsprakkinn frá því, að þeir heíðu lagt á ráðin um að taka kjamorkuvisindin í þjónustu sína. Ætlunin var að smyrja geislavirkum efnum á noklcra peningaseöla og koma þeim síð- an í heridur tímarits eins. Síðan átti að brjótast inn hjá útgáfu- fyrirtækinu að næturþeli og með geigerteljara átti að reyn- ast auðvelt að finna peninga- skápinn. Geislavirknin hefði komið fram á teljaranum, sagði glæpamannaforinginn — ekki án stolts. — í auðugu löndunum cta menn sig bókstaflega í hel mcð- an helmingur mannkynsins sveltur, segir í skýrslu frá heil- brigðismálastofnun Samcinuðu þjóðanna (WHO). í skýrslunni scgir að „hin þróuðu lönd hafi nú yfir ríku- Iegri fæðu að búa en nokkru sinni fyrr enda þótt íbúum jarðar fjölgi ört.“ Æ flciri mcnn í Evrópu og Norður-Afríku þjást af maga- sjúkdómum vegna mataræðisins og hið sama cr að scgja um hina fámcnnu yfirstétir í van- þróuðu löndunum. f skýrslunni er varað við sykursýki, lifrarveiki og æða- sjúkdómum sem mjög er farið að bera á í auðugum löndum sem hafa við ríkulegt matar- æði að búa og þar sem líkam- legt erfiði verður fágætara. Hjarta- og blóðsjúkdómar hafa mun oftar dauða í för með sér í auðugu löndunum. „Það lítur þannig út fyrir að hluti mannkynsins þjáist af hungri og vannæringu meðan aðrir éta sig bókstaflega í hel. 1 skýrslunni segir að það sé „ein mikilvægasta staðreynd heimsins í dag að milljónir karla, kevnna og bama fá ekkd nægilegt lífsviðurværi". Á móts við hvert eitt bam sem deyr úr vannæringu i Bandaríkjunum deyja 300 f Rómönsku Ameríku. „Á stór- um svæðum í Asíu og Afriku er ástandið enn verra“. „Sums staðar er óhugsandi að böm milli eins og fimm ára aldurs komist hjá sulti vegna þess hve gjörsamlega skortir fæðutegundir sem innihalda eggjahvituefni, en slíkt er versta tegund hungurs". Ovissa um fransk- þýzka sáttmálann Ekkí er cnn útscð um það að samvinnusáttmáli þcirra Adcn- auers ríkiskanslara og de GauIIe forscta gangi í gildi Stjórnmálamcnn í öllum flokk- um í Vcstur-Þýzkalandi cru iausn á atvinnuleysi Fyrir skömmu söfnuðust 7000 atvinnuleysingjar saman frammi fyrir þinghúsinu í London og var lögreglu att gcgn þeim. Macmillan: Atvinnuleysingjarnir geta þó verið ánægNr yfir að 1500 lögrcgluþjónar hafa fengið eitthvað að starfft* teknir að óttast um að fransk- þýzki samningurinn ógni sam- vinnunni innan NATÖs og Efnahagsbandalagsins. Sósíaldemókratar hafa lengi verið þeirrar skoðunar og frjálsir demókratar hafa sömu- leiðis ymprað á slíku. Nú eru margir kristilegir demókratar teknir að ókyrrast, einkum eft- ir að hinn trausti flokksfélagi og Efnahagsbandalagsfrömuður Walter Hallstein gagnrýndi sáttmálann harðlega. Adenauer hefur vonazt til að hann fengi þingið til að staðfesta samninginn án nokk- urra breytinga eða viðbóta. Nú lítur helzt út fyrir að mönnum verði ekki að ósk sinni. Adenauer er nú bitur í garð Hallsteins. Honum finnst ,að EBE-forsetinn hafi blandað sér í mál, sem hann varði ekki um. Meirihluti ríkisstjómarinn- ar mun sömuleiðis vera óá- nægður með Hallstein. Ráð- herrarnir halda því fram að Hallstein hafi rangtúlkað samn- inginn í mörgum atriðum og og misskilið hann. En gagnrýnin hefur haft áhrif á marga þingmenn kristilegra demókrata. Þeir segja að ekki sé við hæfi að virða að vett- ugi sjónarmið slíks manns. Ef til vill mun, de Gaulle bregða við og hjálpa Adenauer út úr klípunni. Sagt gr að gaull- istar í franska þinginu hafi t hvgg.iu að bera fram frumvarp til ályktunar þar sem tekið er fram að satnningnum sé ekki stefnt gegn NATÓ eða EBE. Ef beir gera það vaxa jíkurnar til þess að staðfestingin ganfl greitt f Bonn. i í i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.