Þjóðviljinn - 04.04.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.04.1963, Qupperneq 1
Fimmtudagur 4. apríl 1963 28. árgangur — 7i tölublað. ! Takii þátt \ | # styrktar- { \ mannakerfí { ! { Þjóðviljans I Þeir sem fengið | hafa send bréf frá | Þjóðviljanum eru t vinsamlega beðnir J um að hafa sam- I band við skrifstof- | una Þórsgötu 1. — | Skrifstofan er opin | daglega kl. 10—12 | árdegis og 1—6 síð- | degis. Þeir sem lofað greiðslum eru minnt- ir á nýafstaðin mán- aðamót. Tryggjum útkomu Þjóðviljans! ÆFR Allmargír hafa þegar tilkynnt þátttöku sína I páskaferð Æsku- lýðsfylkingarinnar í öræfasveit. Þátttakendafjöldi verður tak- markaður og er því nauðsynlegt að þeir sem vilja vera með láti skrá sig sem fyrst. Ferðakostn- aði verður stillt mjög í hóf. All- ar nánari upplýsingar í skrifstofu ÆFR í Tjarnargötu 20, sími 17513. Leiðin til sósíalisma Annað kvöld föstudag kl. 8.30 verður haldið næsta erindi í flokki þeim um „Leið (slands til sósíalismans" sem Sósíalista- flokkurinn gengst fyrir. Brynjólf- ur Bjarnason talar um flokk verkalýðsins og hlutverk hans. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. Vatnamælingamenn í lllugaverí milli jökla tepptír inn á Selfossi í gær. — Sigurjón Rist hefur verið á ferðalagi um ó- byggðir við annan mann og aka þeir félagar á beltatraktor og stunda vatnamælingar og er úti- vist þeirra orðin alllöng. 1 gærdag voru þeir staddir inni í IiUugaveri milU Vatnajök- uls og Hofsjökuls og skömmu eftir hádegi barst beiðni frá þeim um varahluti. Er belta- traktorinn bilaður og komast þeir hvergi um sinn. Kristján Gunnlaugsson flugmað- ur brást við hart í gær og flaug af stað austur um fimmleytið síðdegis og slóst Gísli Eiríksson yfir og hentu umbeðnum hlutum niður í snjóskafL Kom flúgvél- in aftur til bæjarins um sjöleyt- ið. Þeir félagar Sigurjón og Co. eru sagðir við beztu heilsu og eru væntanlegir í. bæinn eftir fiér- t.il fimm daga. Bólegt hjá slökkviliðinu Slökkviliðið var einu kvatt út í gærkvöld — smm hafði bílstjóri með í förina sem leið- j komið upp smávægilegur eldur i sögumaður. Fundu þeir staðinn Suðurpól og var hann slökktur eftir nokkurt þóf og flugu lágt' án tafar eða tjóns. ri I friminutunum UNDANFARNA daga hefur ver- ið vorblíða útí og ekki nema von, að krakkamir bregði á Ieik þegar frímínútur eru í skólanum. ÞESSAR MYNDIR tók Ijósmynd- ari Þjóðviljans við Austur- bæjarskólann fyrir skemmstu. Á þrídálka myndinni sést hóp- ur krakka leika sér í skóla- portinu en á tvídálka mynd- inni er kröftugur strákur að skjóta á mark. ÞVl MIÐUR vitum við ekki hvað hann heitir, en e.t.v. er þetta upprennandi handknatt- leikskappi. Hver veit? (Ljósm. Þjóðv. A.K.). r i A að selja ágætt skip úr landi fyrir smánarverð? Ríkissjóður síendur nú í samningamakki við norskan útgerðarmann um sölu á togaranum Olafi Jóhannessyni, sem áður var á Patreksfirði. Ólafur hefur legið inni á Sundum í meira en ár og var áður búinn að liggja mánuðum saman á Tálknafirði, eða frá bví útgerð hans var hætt sumarið 1961. Ölafur Jóhannesson var smíð- aður í Aberdeen í Skotlandi ár- ið 1951. Hann er tæp 700 brúttó tonn að stærð með 1000 ha. gufu- vél. Togarinn er því í flokki með nýrri nýsköpunartogurunum, Sólborgu, Þorsteini Ingólfssyni, Hauki og Pétri Halldórssyni. Skip þessi hafa' reynzt einkar vel, burðar haldsgóð. Ölafur Jóhannesson er sérstak- lega vel um gengið og vel við haldið skip. Fyrri eigendur létu sér mjög annt um að hirðing og viðhald væri alltaf eins og bezt varð á kosið og skipshöfn- in lagðist á eitt með þeim í því. Hann var eins og Sólborgin, stolt Vestfjarðaflotans. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem okkur hefur tekizt að afla, eru miklar líkur til að hinir norsku aðilar kaupi skipið (þ.e.a.s. ef atvinnumálaráðuneyt- ið gefur fjármálaráðuneytinu leyfi). Von er á hinum norska útgerðarmanni aftur innan skamms til frekari viðræðna. Ástæðan fyrir þessari ráða- breytni hins opinbera mun vera sú, að enginn íslenzkur aðili fæst til að kaupa skipið og ríkissjóð- og gangmikil og út-1 ur telur sér ekki fært að taka á sig kostnað við að gera þær j breytingar á skipinu, sem nauð- ! synlegar myndu til áframhald- andi úthalds. 1 fljótu bragði virðist mann liggja beinast við að ríkið gerði þetta skip að sínu, með því að breyta því í rannsóknar- og fiskileitarskip. Það hefur marga kosti til að bera. Stjómpallur er mjög rúmgóður. Kortaklefi stór og bjartur og loftskeyta- klefinn rúmgóður. í þessum vist- arverum mætti hæglega koma fyrir öllum nauðsynlegum tækj- um. Vitanlega er skipið búið öllum botnvörpuútbúnaði og aðra hvora lestina mætti útbúa fyrir rannsóknarstofur. Leikmað- ur gæti því ályktað, að aðstaða yrði ekki verri þama um borð, | en um borð í Ægi. Mönnum mun víst hrjósa hug- ur við úthaldskostnaðinum á gufuskipum, en það getur ekki verið frágangssök að skipta um vél í þeim. Togarinn Ólafur Jóhannesson bundinn við bryggju I Reykja- <$> víkurhöfn (Ljósm. Þjóðv. G.O.). svss$<s s 'VÍV'i / > ' ig Annar möguleiki er líka fyr- ir hendi, sá að nota þetta skip eða annað sambærilegt fyrir skólaskip. Hví skyldi ekki jafn- mikil fiskveiðiþjóð og við Is- lendingar skóla sitt fólk eins vel og mögulegt er? Enn einn möguleikinn er sá að breyta skipinu í heilfrystitogara, líkt og Guðmundur Jörundsson er nú að láta gera við Narfa. Sagt er að vísu að allir þessir möguleikar hafi verið athugaðir, en ekki verður því trúað að þær athuganir hafi verið svo ræki- legar að málið sé þar með full- kannað. Grikkir kaupa nú upp gamla gufutogara í Þýzkalandi og setja í þá frystiútbúnað. Ern- est Holt, eitt af rannsóknarskip- um Breta og það, sem mun taka þátt í hafrannsóknarleiðangrin- um í N-Atlanzhafi er ekki ann- að en venjulegur gufutogari smíðaður í Selby árið 1948. Hann er því af mjög svipaðri gerð og stærð og Bjarni Ölafsson. (Nánar Framhald á 2. síðu. 86 keppendurá skíðalandsmóti Siglufirði í gær — Fresturinn til að tilkynna þátttöku í Lands- móti skíðamanna, sem háð verð- ur á Siglufirði um páskana, rann út í gærkvöld. Áttatíu og sex keppendur frá sjö héraðssam- böndum hafa tílkynnt þátttöku í mótinu. Skiptast þeir þannig milli staða. Þrjátíu keppendur frá Siglufirði, átján keppendur frá Reykjavík, seytján frá ísafirði, níu frá Akureyri, sex frá Ölafs- firði, þrír frá Ungmenna- og íþróttasambandj Austurlands o§ tveir . frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar. Það vekur athygli, að Þingeyingar senda engan mann til þátttöku í mótinu að þessu sinni. Siglfirðingar eru einu aðilarnir, sem eiga þátttak- endur í öllum greinum mótsins. Dregið verður um rásröð kepp- enda í kvöld. — H.B. Deilt um hver greiða eigi kostnað við snjómokstur i Siglufjarðarskarði - 12. síðc 1 * 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.