Þjóðviljinn - 04.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.04.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. ar>ríl 1963 NÝI TÍMINN SlÐA 3 u | Brezka ríkisstférnin Lækkar skattana fvrir kosningar Hundum sigað á negra sem vilja kjósa Fyrir skömmu gekk mikil fylking manna um götur borgarinnar Greenwood í Mississippi í „mesta lýðræðisríki veraldar“, Bandaríkj- unum. I fararbroddi var séra D.L. Tucker. Lögreglan réðist að göngumönnum og sundraði þeim með kylfum sínum og hundum. Nú skyldi maður halda að vakað hefði fyrir göngumönnum að fremja ólöglegan verknað, og sjálfsagt hefur lögreglumönnunum þótt það. Göngumennirnir voru negrar og för þeirra heitið til ráðhúss borgarinnar þar sem þeir ætluðu að láta skrá sig á kjörskrá — það mun vera í fyrsta sinní sögu borgarinnar sem negra kemur til hugar að fara fram á slíkt. Myndin sýnir hinn svartklædda séra Tucker og nokkra aðra göngumenn. Þeir snúa aftur með hægð. Lögregluhundurinn er á hælum þeirra. Þannig getur lýðræðið tekið á siig einkennilegar myndir í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Verkfalli lokið í Frakklandi Verkfallsmerniirnir fengu kjarabætumar PARÍS 3/4. Fulltrúar frönsku kolanámumannanna!ríkinu hafa löJ1@um kvartað yf- ' i p n. i o . * . . , -| •* ir þvi aö þeir bæru ekki jafn sem i verklalli haía verið o£ st.iornarvaldanna mikiö úr býtum og þeir sem tilkynntu í kvöld að þeii* hefðu komizt að sam- komulagi um lausn kjadeilunnar og mun vinna hefjast að nýju í kolanámunum á föstudag. Verk- fall námamannanna hefur staðið í 34 daga. Vestarveldin láta ekki segjast Samkvæmt hinum nýja kjara- samningi munu námamennirnir fá nú strax 6.5 prósent kaup- hækkun og síðan 6 prósent hækkun sem skiptist niður á 12 mánuði, þannig að samanlögð kauphækkunin verður 12.5 pró- sent. Upphaflega fóru verkfalls- menn frarn á 11 prósent launa- hækkun, þar af átta prósent í einu lagi. Fjöffurra vikna orlof Verkamennirnir munu fá greidda 100 franka um leið og þeir hefja vinnu að nýju, en þá Afá/ nazista- böSulsins fe/lur niður BERLÍN. Yfirvöldin í Vestur- Berlín hafa ákveðið að láta niður falla mál lögregluforingj- ans Wilhclms Granroks, en í fyrra sökuðu dönsk yfirvöld hann um að hafa tekið þátt í að drepa danskan lögreglumann árið 1944. Málið verður látið niður falla sökum skorts á sönnunargögn- um. Á stríðsárunum var hann SS-foringi í Danmörku. Fyrir ári var hann handtekinn, grun- aður um að hafa skotið danska lögregluþjónihn Christian Falk- enaa í Kaupmannahöfn. Samt sem áður var hann látinn laus áður en mgnuður var liðinn. 20 vitni í Danmörku og Vest- ur-Þýzkalandi hafa verið yfir- lieyrð vegna máls þessa. Eini sjónarvotturifln að morðinu var Rkotinn ári síðar. upphæð verða þeir að endur- viflna hjá iðnfyrirtsekjum í einkaeign. Þeir verkamenn og flðrir starfsmenn sem vinna hjá ríkinu munu vera um tvær milljónir að tölu. Umræður um skemmri vinnu- viku verða hafnar þegar vinna ; GENF 3/4. Á fundi afvopnuiiav , ráðstefnunnar í Genf í dag létu | fulltrúar vesturvo’danna svo um ! mælt að tilslakariir Sovétrik j-1 ; anna í afvopnunarmálunum væru j orliðinu ekki nægilegar til þess að þeir j gætu fallizt á álögur þeirra. LONDON 3/4. — Brczki fjár- nálaráðherrann, Rcginald Maulding, lagöi í dag fram frum- varp til fjárlaga. Samkvæmt þvi \ erða skattar lækkaðir um 270 milljón punda og munu uin 750.000 færri einstaklingar greiða tekjuskatt til ríkisins. Talsverð- ur halli er á fjárlögum þessum. 700 mill.jóna halli Fjíjrlagafrumvarp þetta fjallar einungis um tekjur ríkisins, þar sem lög um útgjöld hafa þegar verið birt. Samkvæmt þeim munu útgjöldin nema 6.240 millj- ónum punda, þar af 1.904 millj- ónir til hemaðar. Fjármálaráðherrann sagði að sér væri það ekkert á móti skapi þótt hallinn væri 700 milljónir punda og þar af væru 250 til 270 milljónir fólgnar í skatta- og afgjaldalækkunum. Hann kvaðst mundu rannsaka möguleikana á að koma á skatti á veðhlaup og fjárhættuspil. Ennfremur sagði hann að ekki væri útilokað að koma á almennum söluskatti. Til þess að berjast gegn at- vinnuleysinu verður þeim fyrir- tækjum sem reisa nýjar verk- smiðjur á þeim svæðum sem verst eru stödd veittar skatta- ívilnanir. Ennfremur mun ríkið aðstoða við verksmiðjubyggingar og vélakaup þeirra fyrirtækja sem staðsett eru á þeim svæð- um þar sem atvinnuleysi er mest. Vesrna kosninganna Ihaldsmenn á þinginu fögnuðu frumvarpinu ákaft en Verka- mannaflokksþingmenn voru hins- vegar lítt hrifnir. Leiðtogi þeirra, Harold Wilson, rak upp hæðnis- | hlátur þegar hann óskaði stiórn- til hamingju með að hafa allt i einu hafið róttæka fjármálapólitík eftir dauðadáið. Sagði hann að það væri ekki gert af efnahagslegum ástæðum heldur vegna kosninganna sem fyrir dyrum standa. Sjómenn í Svíþjóð sýna stéttvísi GAUTABORG 3/4 — Sænska sjómannasambandið hefur ákveð- ið að sjá til þess að Liberíu- skip eitt sem liggur við hafnar- garð í Gautaborg verði ekki fermt fyrr en eigendur þess sam- þykkja að greiða skipverjum kaup samkvæmt alþjóðasamning- um. Skipið heitir John Wilson, er 12.000 lestir og er í eign skipa- félagsins Ocean Transportlines. Vanur háseti um borð í skip- inu fær um 1800 krónur á mán- uði en samsvarandi lágmarkslaun Svía eru um 6300 krónur. Áhöfn- in hefur undirritað kjarasamning en lögfræðiiegir ráðunautar sjó- mannasambandsins telja að hann sé ekki gildur. Lífsskilyrðin um borð eru heldur lakleg, meðal annars hefur ekki verið tekið vatn síðan skipið var í Panama- skurðinum. Fangarnir greiða síðar. Ríkisstjómin hefur heíur verið tekin UPP að nýiu- ennfremur samþykkt að verka- mennirnir skuli fá fjögurra vikna orlof, en það er viku lengra en verið hefur. Verkfall námamannanna hefur kostað franska ríkið um fjórar milljónir vinnustunda, en það er tvöfalt meira en öll verkföll í landinu í fyrra. Verkfallið hefur staðið í 34 daga. Svipuð lausn vveinum öðrum Hinn nýi kjarasamningur mun að öllum líkindum hafa í för með sér hliðstæða lausn á kjara- deilum í öðrum greinum ríkis- rekna iðnaðarins í Frakklandi. Þeir verkamenn sem vinna hjá Færeyingar fá flugvöll til afnota KAUPMANNAHÖFN 3/4 — Danska þingið samþykkti í dag að Færeyingar skyldu fá til af- nota flugvöllinn á Vagoy, en Bretar byggðu hann á stríðsárun- um. Fjármálanefnd þingsins ákvað> að veita 500.000 danskar krónur til að endurbæta flugvöllinn. t ráði er að byggja síðar nýjan flugvöll á Færeyjum og er talið að hann myndi kosta um 13 milljónir danskra króna. Flugfé- lag Islands mun annast, flugferð- ir til bráðabirgðaflugvallarins á Færeyjum. Yiðræður ný verkföll í dag var haldið áfram samn- ingaviðræðum um vinnudeilur starfsmanna við jámbrautimar, samgöngukerfið í París og ríkis- rekna gas- og rafmagnsiðnaðinn. Tæknifræðingar og fleiri starfshópar við útvarp og sjón- varp ríkisins hafa boðað sólar- hrings verkfall á föstudag til á- réttingar kröfum sínum um hærri laun og bætt starfsskilyrði. I Samkvæmf nýjustu tjllögum ' I Sovétríkjanna á Bandaríkjun- ! j um og Sovétríkjunum að vera i heimjlt að halda eftir ákveðnu magnj a.f kjarnavopnum þar ti; | í lok annars tímbjls afvopnunar- j innar. Er hér um að ræða tak- j markaðan fjölda iangdrægra ; eldflauga og gagnflauga. í hinum upphaflegu tillögum Sovétríkjana var gert ráð fyrir að öll kjarnavopn yrðu eyðilögð á fyrsta tímabiljnu. Fulltrúar Sovétríkjanna á ráðstefnunni hafa lýst því yfir að þeir teldu miklar tjlslakanir felast í hjn- um nýju tjllögum en fulltrúar Bandaríkjanna segja að þær séu aðeins hóBeg lagfæring. Uppþot við þinghásið í London LONDON 3/4 — í dag kom tii átaka fyrir utan þinghúsið i London. Áttust þar Við lögregla og menn scm létu í Ijós andúð sína vegna þess hve miklu fé brezk stjórnarvöld verja til hern aðarframkvæmda. Til handalögmála kom þegai fólkið rcyndi að brjótast gegnum varðlínu lögrcgiunnar. Uppreisnarmenn í Argentínu hafa beðið algjöran ósigur VÍN og BUDAPEST 1/4 — Nær allir pólitískir fangar sem Janos Kadar forsætisráðherra tilkynnlii fyrir tíu dögum að myndi verða gefnar upp sakir hafa verið látnir lausir, segir i fréttum sem borizt hafa iil Vínar. Jafnframt skýra ung versk blöð frá því, að hinum fyrrverandi pólitísku föngum sé vel tekið og keppist fyrirtækl um að gera þeim góð boð um atvinnu. Aðalmálgagn Sósíalistíska verkalýðsflokksins. Nepszabad- sag segia að framkvæmdastjór- ar margra iðnfyrirtækja hafi boðið föngunum sem nú verða látnir lausir atvinnu. íbúðir og miklar fyrirframgreiðslur á launum. Blaðið sagði að fang- arnir gætu reitt' sig á að stjóm- arvöldin myndu gera allt hvað þau gætu til að auðvelda þeim að hefja nýtt líf utan fangelsis- múranna og það hvatti allan al- menning til að aðstoða fangana eftir getu. BUENOS AIRES 3/4. — Upp- reisnin í Argentínu fór út um þúfur í dag er ljóst varð að yf- irstjóm flotans var á bandi stjómarinnar. Þetta kom í ljós er flotamálaráðherrann scndi út tilskipun um að öllum aðgerð- um flotans við Rio de la Plata skyldii hætt. Tilskipun þessi var byggð á orðsendinfcu frá yfir- manni flotans. Eladio Vasquez. Fram að því hafði ríkt óvissa um afstöðu flotans til uppreisn- arinnar. Vitað var að flestir upp- reisnarmennirnir voru hægri- sinnaðir öfgamenn innan flotans, en ekkert var vitað um afstöðu æðstu yfirmanna. Uppreisnarforsprakkarnir í Mar del Plata fullyrtu í dag að flotinn hefði gengið í lið með uppreisnarmönnum og væri á leiðinni til Buenos Aires, en nú hefur stjórnin borið þetta til | baka. Nokkurt mannt.ión Skömmu fyrir endanlegan ó- sigur uppreisnarmanna gerðu flugvélar stjórnarinnar loftárás á , flotastöðina Puerto Belgrano 700 ■ kílómetra suðaustur frá Buenos | Aires. Síðdegis í dag brutu her- menn stjórnarinnar á bak aftur alla mótstöðu i flotastöðvunum við Punta del Indio og Rio Santiago. Flugvélar stjórnarinnar vörp- uðu sprengjum á Punta del Indio lengi eftir að yfirmaður flug- hersins hafði skorað á uppreisn- armenn að gefast upp. Sam- kvæmt óstaðfestum fregnum létu 18 uppreisnarmenn lífið í loft- árásinni. Síðan tók skriðdreka- sveit flotastöðina á sitt vald án þess að viðnám væri veitt. Marg- ir uppreisnarmanna munu hafa flúið til Uruguay. Tþlf menn úr liði stjórnarinn- ar létu lífið þegar flugvél upp- reisnarmanna varpaði sprengjum á skriðdrekasveit eina skammt frá Buenos Aires. Skíðamennirnir fnndust aftur ★ BERCHTSGADEN 3/4. í dag fann vesturþýzkur kopci skíðamennina 19 sem týndir hafa verið í fjöllunum á landamærum Þýzkalands og Austurríkis frá þvi á laugardag. Allir voru þeir á lífi. Tunglflaugin he/dur sinu striki MOSKVU 3/4 — Siðdegis í dag var sovézka tunglflaugin Lunik IV. komin 217.000 kílómetra frá jörðu. Loft- skeytasambandið milli flaug- arinnar og stöðva á jörðu niðri var eins og bezt var á kosið. Tunglflauginni var skotið á loft í gær og verður komin í námunda við rnánann á föstudag. ÖII tæki flaugarinn- ar starfa eins og til var ætl- azt. Fréttastofan TASS hefur skýrt frá þvi að ýmsar upp- lýsingar um athuganir þær sem gerðar hafa verið verði birtar á morgun. Rannsóknar- stöðin á Krím tók í dae mvnd af fiauginni. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.