Þjóðviljinn - 04.04.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.04.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞIÓDVILIIM Stjórnarvöidin og iandsmálin Margt og mikið hefur nú ver- ið um viðreisnina talað og sjalfsagt litlu hér við að bæta En betur og betur hefur samt komið í Ijós. að sú viðreisn virðist aðallega vera fólgin í stöðugt aukinni verðbólgu. Þá hefur mikið verið talað um skipulagningu bæjarins eöa borgarinnar og hafa sumir tal- að um að þá rísi upp Stór- Reykjavík. þegar öll skipulags- mál verða komin í framkvæmd. En það á áreiöanlega mjög langt f land að sú skipulagn- ing verði algjör. Það er sagt að víða sé pott- ur brotinn og þvf ber ekki að neita að víða má sjá draslara- brag í borginni. Hér og hvar sést allskonar drasl og hirðu- leysisblær er áberandi; bæði liggur eitt og annað eins og hráviði út um allt, næstum á miðjum götunum og algengt er að sjá rusl á almannafærí. Þá eru fjölmargar götur úthverf- anna afleilar og sumstaðar eru húsin númeruð þannig við göt- urnar að afarerfitt er fyrir ó- kunnuga að átta sig á númer- unum. Enn má nefna að víða mega ókunnugir eiga von á að lenda f miklum ógöngum, heim að mörgum húsum er erf- itt að komast t.d. vegna mold- arhauga o. s. frv. En ekki vantar þaö að þarna hafa sum- staöar verið reist háhýsi eða risa-blokkir með ótal hæðum. Það er vissuiega þarflegt að pæla upp götur, ef svo ber und- ir, en talsvert ber á því, að óþægindi á gangstéttum hljót- ist af vegna misjafnlegra vinnubragða Ujá verkamönnum. Það má vera að í sumum til- fellum sé erfitt að komast hjá þessu, en hugsunarsemi og smekkvísj j-æður líka miklu, ef vilji er fyrir hendi. Um þetta tjóar víst ekki að vera marg- orður. Þá er að drepa á heilbrigðis- yfirvöldin, þó ekki sé reyndar á mínu færi. Nokkuð oft héfur borið á matareitrun, sem fólk hefur veikzt af. Slíkt á ekki að geta komiö fyrir og virðist eitt- hvað skorta á eftirlitið. Þá var ekkert bóiuefni gegn Asíu- inflúenzunni til þegar á þurfti að halda. Það er mikið talað um bætta atvinnuhætli og lengri vinnu- tíma. Vist eru atvinnuhættir að mörgu leyti betri nú en áður var, en um lengri vinnutíma má margt segja og misjafnt. Ýmsir kunna að 'segja sem svo, að verkamenn megi vel við una að fá sem lengstan vinnudag. og þá að sjálfsögðu heigidaga- vinnu. Eitthvað sýnist hæft i þessu við fyrstu sýn, en ég hygg þó að flestir geti fengið sig fullsadda af vinnuþrældómi þegar til lengdar lætur. Og tómstundirnar verða ódrjúgar, einkum ef næturvinna er mikii og stöðug. Menn gleypa í sig matinn, er heim kemur eftir langan vinnudag og detta svo útaf örþreyttir. Verðbólgan mikla veldur því öðru fremur að margur neyðist til að ná sér í sem mesta eftir- og næturvinnu til að sjá sér og sínum farborða. Og ekki er annað sjáanlegt en að stjórnar- völdin stefni enn að aukinni dýrtíð. Hversu lengi getur það gengið? E.G. I I I ! NITTO ERUM NÝBONIR AÐ FÁ HJÖLBARÐANA SEM LENGI HEFUR VERIÐ BEÐIÐ EFTIR, — HINA ÓDYRU EN STERKU JAPÖNSKU MITTO HJÓLBARÐA 0 T Selfossi. Stærð Str.l. Munstur 650x20 8 NT-6 Rayon 700x20 10 NT-60 — 750x20 10 NT-60 Nylon 750x20 10 NT-68 Rayon 750x20 12 NT-60 Nylon 825x20 12 NT-60 — 825x20 12 NT-66 — 825x20 14 NT-60 — 825x20 14 NT-150 Rayon 900x20 12 NT-66 Nylon 900x20 14 NT-60 — 1000x20 12 NT-63 — 1000x20 14 NT-63 — 1100x20 14 NT-63 — s ö L U S T A Ð I R : FUSÁ TÓMAS EYÞÓRSSON BJÖRN GUÐMUNDSSON Veganestj, Akureyri. Brunngötu 14, ísafirði. i N D U M U M A L L T L A N D, ! I ! I GúnmívÍRflusto fan hf, Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955. ’.Ta Um útvarpið I Framhald af 7. síðu. ur yfir bændavika Búnaðarfé- lagsins. Þetta hefur verið góð vika um margt og tekizt betur en t.d. í fyrra. Það er dálítið athygl- isvert, hvernig ellin og æskan mætast á þessum vettvangi. Forustumenn bænda, eins og til dæmis á búnaðarþingi og i Stéttarsambandinu. eru yfirleitr háaldraðir menn. Að hinu leyt- inu hafa svo ýmsir ungir vís- indamenn og búfræðingar geng- ið í þjónustu landbúnaðarins og virðast hinir ungu starfs- menn og hinir öldnu leiðtogar una furðuvel og betur én æt.la mætti i þessu sambýli. Hlutur bænda lítill Kvöldvakan á miðvikudags- kvöld var að vísu vel fram- bærileg um sumt og jafnvel á- gæt, t.d. var veiðimannaspjall- ið mjög skemmtilegt. Éins var viðtal Ölafs Stefánssonar við Pál Zóphóníasson einstaklega elskulegt, og hverjum bónda á þessu landi mun hlýna um hjartarætumar. þegar hann heyrir rödd Páls, þessa aldna góðvinar þeirra. Þátturinn frá Dalvík var frekar lélegur, lausavísumar ekkert sérlega smellnar og hefði eflaust verið hægt að koma saman betri lausavísna- þætti, með því að viða að efni víðar frá. — Barnaþátturjnn, með þeim ávörpum, er honum fylgdi, var út af fyrir sig sæmi- lega úr garði gerður, en hann átti ekki heima á þessari kvöld- vöku. Það hefði farið vel á honum í dagskrá Sumargjafar á sumardaginn fyrsta. En sé litið yfir kvöldvökuna í heild, snertir það mann ónota- lega, hve bændur og húsfreyjur þessa lands eiga þar grátlega lítinn hlut að máli. Og maður spyr: Er bænda- fólk þessa lands í raun og veru svo aumt og andlega úr sér gengið. að það geti ekki lagt til efni í eina kvöldvöku, eða hafa þeir menn, sem um þetta áttu að fjalla og safna efni til vikunnar, ekki leitað neitt fyrir sér meðal bændafólksins sjálfs um efnj til vökunnar? Hvað se mum það er, má með sanni seg.ja, að þetta hafi verið kvöldvaka Búnaðarfélagsins, en ekki kvöldvaka bænda. Svéitamenning senn aldauða Ekki þarf að draga í efa, að vélvsfeðing. tilraunastarfsemi og hversk. vísindamennska mun á næstu árum skapa sveitafólki mjög sómasamléga afkomu. svo fremi stjórnarfarslég öfl gripa ekki inn í þá þróun á óheppi- legan hátt. Jafnvíst er hitt, að sú foma sveitamenning sem gjarna op- inberaðist í ótímabsérri áráttu til ritstarfa. eins og ýmiskonar þ.ióðlegri fræðimennsku og skáldskaparverkum. mun líða að fullu undir lok með þeirri kynslóð bænda. sem nú er kom in á miðjan aldur. Og vel gæt á því farið og þyrfti ekki að skaða vísindin og vélmenning una minnsta grand. þótt eitt- hvað væri gert til að minna a bókménntir bænda frá liðnum árum. En það lítur helzt út fyrir að sú nefnd sem sér um val á út- varpsefnj af Búnaðarfélagsins hálfu. sé einhvernveginn fyrir- munað að leita á bessum vett- vangi eftir efni í kvöldvökur sínar. Hjns skal þó jafnframt getið sem vel er gert. Á kvöldvökum þeim. er út- varpið sér um sjálft, er oft brugðið upp ágætum myndum frá hinni hverfandi gömlu sveitamenningu. Og kannske er er það af þeirri ástæðu. að beim búnaðarfélagsmönnum. bykir ekki taka því að ganga á reka gamallar og senn al- dauða sveifamenningar þegar þeir efna til kvöldvöku. Biedermann og brennuvargarnir Að síðustu örfá orð um Bied- ermann og brennuvargana. leikritið, sem var flutt síðast- liðinn laugardag af lejkfélag- inu Grímu. Flest útvarpsleikrit eru með þeim hætti. að maður gleymir beim furðu fljótt. þau skilja svo lítið eftir hjá manni. eða mað- ur ér ekki fær um að skilia þau. eða njóta þeirra, svo sem verðugt væri. Ég held að það verði ekki svo auðvelt að gleyma Biedermann og brennuvörgunum. Það er einhvemveginn eins og.maður hafi heyrt það áður, eða boð- Lögtaksúrskurður Eftir beiðni bæjarstjóra Kópavogs f.h. bæj- arsjóðs Kópavogs úrskurðast hér með lög- tak fyrir eftirtöldum gjaldföllnum og ógreiddum gjöldum af fasteignum til Kópa- vogskaupstaðar fyrir árið 1963: Fasteignaskattur, sem féll í gjalddaga 15. janúar 1963. Vatnsskattur til Vatnsveitu Kópavogs, sem féll í gjalddaga 2. janúar 1963. Leigugjald, lóða, sem féll í gjalddaga 2. janúar 1963, ásamt dráttarvöxtum, lögtaks- kostnaði og öðrum kostnaði við innheimtu. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar, án frekari fyrir- vara, ef eigi verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 26. marz 1963. f.h. Ólafur St. Sigurðsson, (sign). Fimmtudagu- 4. npril 1963 skapur þess hafi legið í undir- vitundinni og borizt, á yfirborð- ið við að hlýða leiknum. ög við förum að hugsa. Ýms- ar spurningar vakna. Ertim við fslendingar ek.n meðal þátttakénda í þessum grátbroslega leik? Höfum við ekki hleypt brennuvörgum inn í hús ökk- ar? Skjótum við ekki skolleyrum við aðvörunarorðum talkórsins. okkar eigin samvizku? Erum við ekki orðnir samdauna ó- þéfnum af benzíntunnunum i lóftinu? Höldum við ekki i end- ann á kveikibræðinum. meðan brennuvargurinn mælir hann í þeirri góðu trú. að hann sé bara að spauga? Og munum við ekki rétta fram e’.dspýturnar. éf þess vérð- ur ó=kað í. béirri góðu trú að einnig það ;é .meinl»u-t snaug?.. Skúli Guðjónsson fslandsmótið í bridge verð- ur haldið um páskana hér i Reykjavík og verður spilað í Skát.aheimilinu. f svéitakeppni verður keppt í tveim flokk- um. landsliðsflokki og meist- araflokki. f landsliðsflokki eiga sex sveitir sæti og munu þær spila tvöfalda umferð. en í meistaraflokki ræður með- limafjöldi félaganna þátt- tökurétti. f tvímenning verð- ur einnig keppt í tveimur flokkum. landsliðsflokki og meistaraflokki. Núverandi fs- landsmeistarar í sveitakeppni er sveit Einars Þorfinnssonar, en í tvímenning Eggert Benó- nýsson og Þórir Sigurðsson. Mótið hefst n. k. laugardag og lýkur á annan í páskum. ♦ Mannúðarkeppni þeirri. er getið var hér í þættinum í síðustu viku lauk með sign Sigurðar Helgasonar og Vil- hjálms Aðalsteinssonar. — Árangur þeirra og nokkurra efstu manna hefur verið send- ur út og standa vonjr til þess að a. m. k. efstu menn fái einhverja viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Eftirfarandi spil er frá keppninni og eru þar íslands- meistaramir í tvfmenning að verki. Staðan var allir á hættu og suður gaf. • Norður A D-8-2 ¥ 10-8-7-3 ♦ G-10-6-3 4> 6-4 Vestur Austur A A-G-3 A K-10-6-5 V Á-D-G-9-6 V ekkert ♦ K-D-5 * 9-2 ♦ 0-8-7-2 * D-10-8-7-5 Suður A 9-7-4 V K-5-4-2 ♦ A-4 * A-K-G-3 Sagnviðfangsefnið er eftir- farandi: Suður 1 lauf — Vestur dobl — Norður pass — Austur ? Þegar þetta viðfangsefni var lagt fyrir sérfræðinga enska bridgeritsins „The British Bridge Worid“ fékk sögnin 1 spaði 8 atkvæði og 1 tígull 7 atkvæði. f fyrstu sýnist 1 tíg- ul óþarflega vxsindaleg sögn (afmeldingar eru ekki notað- ar), en góðar ás+æður voru bomar fyrir henni. Sérfræð- ingarnir bentu á. að þar sem austur ætti ekkert hjarta og n—s hefðu ekki sagt þann Iit. þá hlyti .estur að eiga að minnsta kosti fimm. Þeir sögðu sem svo. að ef austur segði einn spaða við doblinu, myndi vestur seg.ia hiarta á eftir og þá myndi austur lenda í erfiðleikum með næstu sögn. Segi austur hins veuar einn tígul. þá verða sagnir eðlilegri á lægra sagnstigi. Þar sem þeir Þórjr og Egg- ert sátu v—a. gebgu sagnir eins. þar ti! kom að Eggert. Hann er kunnur fvrir að fara sínar eigin leiðir í sögnum og f bessxt t.ilfelli hitti hann nagl- ann á hofuðjð Hann sasði nass við e:nu laufi dnbluðu. Sagnhafi sagði einnig nass og eftir ágæta vörn vqrð sagnhafj 4 niður. 1100 til a—v. í t i 4 «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.