Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 1
i Laugardagur 6. apríl 1963 — Í8. árgangur — 81. tölublað. Beint samhand milli Kennedy og Krúsf joffs Sjá frétt á síðu @ Þióðviliann vantar ronur fyrir 20. apríl SfuBningsmenn Þ/óðv/7/ans en beðnir um fafarlausa aðs/oð/ Allar vikur ársins eru mjög erfiðar í rekstri Þjóðviljans. En næstu tvær vikur verður blaðið óhjákvæmilega að standa við knýjandi greiðsluskuldbindingar, sem komnar eru í eindaga. Þessar skuldbindingar nema utn 500 þúsund krónum. Helming- ur þeirra verður að greiðast næsta laugardag. Takist ekki að standa við þessar skuldbindingar, er útgáfa Þjóðviljans í hættu. Þjóðviljinn og Sósíalistaflokkurinn beina því þeim eindregnu tilmælum til allra velunnara blaðsins að leggja fram þessa upp- hæð í styrktarmannakerfi þess á næstu tveim vikum — og hafa lokið fyrri hlutanum fyrir næstk ^mandi laugardag. — Hver einasti næstu daga mun hafa úrslitaþýðingu í þessu máli. Það mun því hafa úrslitaþýðinru, hverja raun dagurinn í dag gefur. — Við munum strax á morgun birta árangur fyrsta dags- ins hér í blaðinu. Hafið samband strax í dag við krifstofu styrktarmannakerfislns, sem verður opin til klukkan 6 í kvöld. — Þjóðviljinn treystir á skjót og örugg viðbrögð stuðnings nanna sinna. — Vinnum glæsi- legan sigur í orustunni um fimm hundruð þúsundin! Alþingi rof- ið 9. júní I gær barst Þjóðviljanum svohljóðandi fréttatilkynning frá ríkisráðsritara. Á fundi ríkisráðs í Reykja- vík í dag gaf forseti Islands, að tillögu forsætisráðherra, út forsetabréf um að Alþingí skuli rofið frá og með 9. júní 1963 og að almennar kosning- ar til Alþingis skuli fara fram þann dag. Sendiherra Ung- verjalands heim- sækir ísland Sendiherra Úngverjalands, hr. Pál Korbacsics var væntanlegur hingað til lands í gærkvöld og verður hér á landi til 15. apríl. Herra Korbacsics hefur verið sendiherra hér á landi síðan 1960 en eigi haft svo langa viðdvei fyrr. Hann er búsettur í Stokk- hólmi. 1 fylgd með sendiherran- um er Dr. Rezsö Bányász sendi- ráðsritari, sem er blaðafulltrúi sendiráðsins. Formannafundur Reykjavíkurflugvöllur: írlmáír sérfræð- ingar segja fyllsta öryggis gætt þar Mér dytti ekki í hug að sitja stundinni lengur í þessu sæti ef ég vissi að ég væri að tefla á tæpasta vaðið hvað öryggis- mál Reykjavíkurflugvallar snert- ir og ef ég gæti ekki treyst því að færustu sérfræðingar al- þjóðastofnana og stórþjóða segðu rétt er þeir fullyrða að fylgt sé ströngustu öryggisreglum um umferð og notkun flugvallarins. Eitthvað á þessa leið fórust flugmálastjóra, Agnari Kofoed- Hansen, orð í gær, er hann ræddi við fréttamenn um öryggismál flugvallarins. Tilefni þessa blaðamannafundar voru blaða- skrif að undanförnu um Reykja- víkurflugvöll, einkum í Morgun- blaðinu og vikublöðum. Kvaðst flugmálastjóri vilja mótmæla því sem fram hefði komið — m.a. í umsögnum starfandi flugliða íslenzku flugfélaganna — að fyllsta öryggis væri ekki gætt hvað snertir umferð Cloudmast- erflugvéla um völlinn. Minnti hann í því sambandi á að erlend- ir sérfræðingar hefðu margoft verið fengnir til að kynna sér þessa hlið málsins. Fyrir 14 mánuðum hefði t.d. einn af fær- ustu trúnaðarmönnum banda- Framhald á 2. síðu. Öryggist^ki seii upp við ísafjarðar- flugvöll Flugmálstjóri, Agnar Ko- foed-Hansen, skýrði frétta- mönnum frá því í gær, að í sumar yrði sett upp rad- artæki fyrir ísafjarðar- flugvöll á Arnarnesi við kaupstaðinn, svo og radíó- vita, Þá yrðfi stefnt að því að koma upp hluta af blindlendingarkerfi, sem gerði flugvélum kleift að Iækka flug til lendingar af mikilli nákvæmni. EBE EKKIÁ DAGSKH ^FYRR EN 1966 m ^l^W^ 8F segir Einar Olgeirsson A^kí* r& & ir, ur hafi fall- Sreta og Frakka Sðstaeður varðandi EBÉ gjðrbreytzt skömmu eftir Úrslifaákvarðanir um E B E á nœsfa kjörfímahili Tryqqja verður Islendinqum einum eia^éttinn á auðlindum landsins Lualeg tilraun „Vísis" fil ú Olgeirssonar • f framsöguræðu. sem Eiricii )lgeirsson hélt á Al- þingi nýlega fyrir frum- varpi til breytinga á 'gtjórn- arskrá iandsins, þar sem gert er ráð fyrir að sett verði í stjórnarskrána á- kvæði, er tryggi íslending- xm einum eigna- og afnota- rétt yfir öllum náttúruauð- lindum landsins, vék Einar að þeim hættulegu tilhneig ingum til að innlima fsland í Efnahagsbandalagið og opna auðlindir þess. fyrir erlendu auðvaldi, sem kom- ið hafa í ljós að undanförnu einkum hjá núverandi stjórn- arflokkum. • Benti Einar m.a, á, að enda þótt stjórnarflokkarn- ir afneiti öllum áformum um slíkt nú fyrir kosningar, er þessi hætta stöðugt fyrir hendi og hlýtur að koma mjög alvarlega til greina árið 1966, — þ.e. einmitt á næsta kjörtímabili. . 9 Málgagn fjármálaráð- herra. Vísir, gerir í fyrra- dag bæði furðulega og lúa- lega tilraun til þess að falsa þau ummæli, sem Ein- ar lét falla í þessari ræðu. Segir blaðið, að hann hafi látið þau orð falla, „að EBE sé alls ekki á dagskrá hér á íslandi fyrr en 1966". Þessi „tilvitnun" Vísis er bein fölsun á, ummælum Ein- ars Olgejrssonar, og leggst svo lágt. að búa þau til sjálft, — að því er virðist út frá þeirri forsendu einni, að Einar nefndi árið 1966 m.a. í þessu sambandi. Síðan eru þessi tilbúnu ummæli sett í tilvitnunarmerki til þess að láta Hta svo út fyrir lesendum að tekin sé upp orðrétt tilvitn- un úr ræðu Einars. Þingræður eru sem kunnugt er teknar á segulband, og hef- ur Þjóðviljinn aflað sér afrits af þessari ræðu. og skal hér tilfærður orðrétt sá kafli úr ræðunni, þar sem vikið er dð þessu, en þar segir: eftir að Einar hefur rætt um hættuna áf því, að ákvæði í núgildandi ^öggjöf um kaup erlendra manna í fasteignum ofi löndum eru allsendis ófullnægjandi: „Mönnum brá nokkuð við, og menn sáu þessa hættu skýrar en áður, þegar hættunni af Efnahagsbandalagi Evrópu brá upp 1961. Það er talað um það í dag, að þessi hætta sé ekki mikil nú þessa dagana. Það er rétt, hún hefur minnkað f augnablikinu. En það er alveg víst, að hún kemur aftur og það er nokkurn veginn alveg víst, að hún kemur alvarlega aftur til umr. árið 1966, allt svo, þegar kemur að öðru stig- inu í þeim samningum, sem fram fara um afnám tolla og annars slíks í Efnahagsbanda- laginu og aftur verða gerðar tilraunir vafalaust mjög alvar legar til þess að semja við Ena land og Fríverzlunarbandalags Þannig leit fyrirsögnln í um- ræddri grein Vísis út. — Inn á myndina er felld klausa úr meginmáli greinarinnar. löndin yfirleitt, þannig að 196ð kemur þessi hætta alveg iafnt upp aftur eins og hún kom 1961. Hættan á inngöngu í Efnahagsbandalagið kom upp 1961 án þess að á þá hættu hefði venið minnzt i kosning- untiin 1959 og menn hefðu yf- irleitt gert sér nokkra grein fyr- ir henni verulega, hver hún væri. Og alveg eins getur hún komið upp 1966. jafnvel þó að menn vildu sem minnst ræða þetta í kosningunum 1963". Orslitaákvarðanir á næsta kjörtíma- bili Eins og sjá má af þessut reynir Vísir að falsa ummæli Einars Olgeirssonar algerlega. t ræðu hans kom skýrt fram, ^ð hættan af Efnahagsbanda- •inu væri fyrir hendi. þótt Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.