Þjóðviljinn - 06.04.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 06.04.1963, Qupperneq 1
Laugardagur 6. apríl 1963 — 28. árgangur — 81. tölublað. Beint samband milli Kennedy og Krústjoffs Sjá frétt á síðu @ i ! ! Þjóðviljann vantar 500.000 krónur / fyrir 20. SfuSningsmenn ÞjóSviljans en beSnir um tafarlausa aSstoS! Allar vikur ársins eru mjög erfiðar í rekstri Þjóðviljans. En næstu tvær vikur verður blaðið óhjákvæmilega að standa við knýjandi greiðsluskuldbindingar, sem komnar eru í eindaga. / v Þessar skuldbindingar nema utn 500 þúsund krónum. Helming- ur þeirra verður að greiðast næsta laugardag. Takist ekki að standa við þessar skuldbindingar, er útgáfa Þjóðviljans í hættu. Þjóðviljinn og Sósíalistaflokkurinn beina því þeim eindregnu tilmælum til allra velunnara blaðsins að leggja fram þessa upp- hæð í styrktarmannakerfi þess á næstu tveim vikum — og hafa lokið fyrri hlutanum fyrir næstk tmandi laugardag. — Hver einasti næstu daga mun hafa úrslitaþýðingu í þessu máli. Það mun því hafa úrslitaþýðin tu, hverja raun dagurinn í dag gefur. — Við munum strax á morgun birta árangur fyrsta dags- ins hér í blaðinu. Hafið samband strax í dag við krifstofu styrktarmannakerfisins, sem verður opin til klukkan 6 í kvöld. — Þjóðviljinn treystir á skjót og örugg viðbrögð stuðnings nanna sinna. — Vinnum glæsi- legan sigur í orustunni um fimm hundruð þúsundin! \ Alþingi rof í ið 9 |um í gær barst Þjóðviljanum svohljóðandi fréttatilkynning frá ríkisráðsritara. Á fundi ríkisráðs í Reykja- vík í dag gaf forseti fslands, að tillögu forsætisráðherra, út forsetabréf um að Alþingi skuli rofið frá og með 9. júní 1963 og að almennar kosning- ar til Alþingis skuli fara fram þann dag. Sendiherra Ung- verjalands heim- sækir ísland Sendiherra Úngverjalands, hr. Pál Korbacsics var væntanlegur hingað til lands í gærkvöld og verður hér á landi til 15. apríl. Herra Korbacsics hefur verið sendiherra hér á landi siðan 1960 en eigi haft svo langa viðdvcJ fyrr. Hann er búsettur í Stokk- hólmi. 1 fylgd með sendiherran- um er Dr. Rezsö Bányász sendi- ráðsritari, sem er blaðafulltrúi sendiráðsins. Formannafundur Reykjavíkurflugvöllur: Erlendir sérfræð- ingar segja fyllsta öryggis gætt þar Mér dytti ekki í hug að sitja stundinni lengur í þessu sæti ef ég vissi að ég væri að tefla á tæpasta vaðið hvað öryggis- mál Reykjavíkurflugvaliar snert- ir og ef ég gæti ekki treyst því að færustu sérfræðingar al- þjóðastofnana og stórþjóða segðu rétt er þeir fullyrða að fylgt sé ströngustu öryggisreglum um umferð og notkun flugvallarins. Eitthvað á þessa leið fórust flugmálastjóra, Agnari Kofoed- Hansen, orð í gær, er hann ræddi við fréttamenn um öryggismál flugvallarins. Tilefni þessa blaðamannafundar voru blaða- skrif að undanförnu um Reykja- víkurflugvöll, einkum í Morgun- blaðinu og vikublöðum. Kvaðst flugmálastjóri vilja mótmæla því sem fram hefði komið — m.a. i umsögnum starfandi flugliða íslenzku flugfélaganna — að fyllsta öryggis væri ekki gætt hvað snertir umferð Cloudmast- erflugvéla um völlinn. Minnti hann í því sambandi á að erlend- ir sérfræðingar hefðu margoft verið fengnir til að kynna sér þessa hlið málsins. Fyrir 14 mánuðum hefði t.d. einn af fær- ustu trúnaðarmönnum banda- Framhald á 2. síðu. ÖryggisHki sett upp við isafjarðar- flugvöll ! 4 Flugmálstjóri, Agnar Ko- J foed-Hansen, skýrði frétta- | mönnum frá því í gær, að J í sumar yrði sett upp rad- ^ i sumar yioi seit upp raa- k i artæki fyrir ísafjarðar- " k. flugvöll á Arnarnesi við 4 H kaupstaðinn, svo og radíó- J k vita. Þá yrði stefnt að því I að koma upp hluta af ? k blindlendingarkerfi, sem I ^ gerði flugvélum kleift að | 4 lækka flug til Iendingar I 5 af miki’.li nákvæmni. w EBE EKKI Á DASSKRa 'FYRR EN 1966 &&$L segir Einar Oigeirsson Úrslitaákvarðanir um E B E á nœsta kjörtfmabili Tryggja verður islendingum einum eignaréttinn á auðlindum landsins Lúaleg tilraun „Vísis“ til að falsa ummæli Einars Olgeirssonar • f framsöguræðu. sem Ein^i Ilgeirsson hélt á Al- þingi nýlega fyrir frum- varpi til breytinga á stjórn- arskrá landsins, þar sem gert er ráð fyrir að sett verði í stjórnarskrána á- kvæði, er tryggi fslending- ím einum eigna- og afnota- rétt yfir öllum náttúruauð- lindum landsins, vék Einar að þeim hættulegu tilhneig ingum til að innlima ísland í Efnahagsbandalagið og opna auðlindir þess fyrir erlendu auðvaldi, sem kom- ið hafa í ljós að undanförnu einkum hjá núverandi stjórn- arflokkum. • Benti Einar m.a, á, að enda þótt stjórnarflokkarn- ir afneiti öllum áformum um slíkt nú fyrir kosningar, er þessi hætta stöðugt fyrir hendi og hlýtur að koma mjög alvarlega til greina árið 1966, — þ.e. einmitt á næsta kjörtímabili. 9 Málgagn fjármálaráð- herra. Vísir, gerir í fyrra- dag bæði furðulega og lúa- lega tilraun til þess að falsa þau ummæli, sem Ein- ar lét falla í þessari ræðu. Segir blaðið, að hann hafi látið þau orð falla, „að EBE sé alls ekki á dagskrá hér á íslandi fyrr en 1966“. Þessi „tilvitnun" Vísis er bein föJsun á ummælum Ein- ars Olgeirssonar, og bla5p leggst svo lágt, að búa þau til sjálft, — að því er virðist út frá þeirri forsendu einni, að Einar nefndi árið 1966 m.a. í þessu samþandi. Síðan eru þessi tilþúnu ummæli sett í tilvitnunarmerki til þess að láta Hta svo út fyrir lesendum að tekjn sé upp orðrétt tilvitn- un úr ræðu Einars. Þingræður eru sem kunnugt er teknar á segulþand, og hef- ur Þjóðviljinn aflað sér afrits af þessari ræðu. og skal hér tilfærður orðrétt sá kafli úr ræðunni, þar sem vikið er að þessu, en þar segir: eftir að Einar hefur rætt um hættuna af því, að ákvæði í núgildandi löggjöf um kaup erlendra manna í fasteignum og löndum eru allsendis ófullnægjandi: „Mönnum brá nokkuð við, og menn sáu þessa hættu skýrar en áður, þegar hættunni af Efnahagsbandalagi Evrópu brá upp 1961. Það er talað um það í dag, að þessi hætta sé ekki mikil nú þessa dagana. Það er rétt, hún hefur minnkað I augnablikinu. En það er alveg vist, að hún kemur aftur og það er nokkum veginn alveg víst, að hún kemur alvarlega aftur til umr. árið 1966, allt svo, þegar kemur að öði-u stig- inu í þeim samningum, sem fram fara um afnám tolla og annars slíks í Efnahagsbanda- laginu og aftur verða gerðar tilraunir vafalaust mjög alvar legar til þess að semja við Ena land og Fríverzlunarbandalags V ’^ÁtSynAÍT, hafi fall- ©t \ 'h- ■ -Air11"'1'’ og Frakka cA~ ■jAtg’aðstseaur varöandi EBE íSi gjðrbreytzt skömmú eftir Þannig Ieit fyrlrsögnin í um- ræddri grein Vísis út. — Inn á myndina er felld klausa úr meginmáli greinarinnar. löndin yfirleitt,- þannig að 1963 kemur þessi hætta alveg iafnt upp aftur eins og hún kom 1961. Hættan á inngöngu í Efnahagsbandalagið kom upp 1961 án þess að á þá hættu hefði verið minnzt í kosning- unum 1959 og menn hefðu yf- irleitt gert sér nokkra grein fyr- ir henni verulega, hver hún væri. Og alveg eins getur hún komið upp 1966. jafnvel þó að menn vildu sem minnst ræða þetta í kosningunum 1963“. Crslitaákvarðanir á næsta kjörtíma- bili Eins og sjá má af þessu, reynir Vísir að falsa ummæli Einars Olgeirssonar algerlega. t ræðu hans kom skýrt fram, '•ð hættan af Efnahagsbanda- 'ínu væri fyrir hendi. þótt Framhald á 5. síðu. v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.