Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. anríl 1963 ÞlðÐVILIINN 8tÐA 1 Vísindi Forvitnir menn og hugvitssamir hafa lengi velt fyrir sér þeirri spurningu hve jörðin sé gömul. Og voru reyndar oft gerð- ar tilraunir til að fá svar við þessu, og þær voru margar einkenni- legar. Uppi var á 18. öld franskur náttúru- fræðingur, Georges Buffon að nafni. Hann hitaði tvær málmkúl- ur til að bera saman þann hraða sem þær þurftu til að kólna við hugsanlegan „kólnun- arhraða“ jarðar, sem einhverju sinni hafði verið heit — það þótt- ist hann vita. Hann komst að þeirri niður- — tækni Charles Darwin er jör stöðu, að jörðin væri að minnsta kosti 75 þúsund ára gömul. Það er ekki hægt að segja að Buffon hafi rang'f fyrir sér. Hnöttur vor er í raun réttri meir en 75 þúsund ára. Spurt er samt — hve miklu meir? Síðar kom Darwin blessað- ur og gaf mönnum þróunar- kenningu sína og upp frá þvi varð mönnum ljóst að líf hafði verið á jörðinni hundr- uð millj. ára. Tilrautiir voru gerðar til að ákveða aldur hennar eftir þeim tíma sem þurfti til að salt safnaðist fyr- ir i úthöfum, en salt þetta heíur skoiazt af meginlöndum, eins og kunnugt er. Þessir út- reikningar, sem voru að vísu nokkuð ónákvæmir, sýndu að höf á okkar hnetti eru að minnsta kosti 350 milljón ára gömul. Tuttugasta öldin kom með nýjar uppgötvanir í kjarn- eðlisfræði. Einkum hafði verk Pierre og Maríu Curie mikla þýðingu, en uppgötvanir þeirra á sviði geislavirkni gerði mönnum kleift að dag- setja sköpun jarðar með miklu meiri nákvæmni en áður. Geislavirk efni hafa sem kunnugt er eiginleika tíma- mælis. Þau eyðast stööugt og breytast í önnur efni. Hvert efni hefur ákveðinn eyðing- arhraða. Þannig breytist hið upphaflega magn af einum ísótópa geislavirks úraníums í blý á 4.49 sinnum 109 árum. Með því að ákveða hve mikið af úraníum hefur varðveitzt í ákveðnu bergi og hve mikið blý hefur safnzt þar fyrir er hægt að ákveða aldur þess af töluverðri nákvæmni. Með þessari aðferð hafa vfsinda- menn ákveðið aldur elztu bergtegunda sem fundizt hafa. Og það foom á dagini»aðt>ær eru 3500 milljón ára gamTar. Ennfremur er það vitað, að kjamar þeirra frumefna sem reikistjörnur mynda, byrjuðu að myndast úr geimryki fyr- ir um það bil 5000 milljónum ára og eru þessar uppiýsingar einnig fengnar með rannsókn- um á geislavirkni. Þetta þýðir að þótt aldur jarðar sé meiri en 3500 milljón ár þá er hann minni en 5000 milljónir. En þótt við getum aðeins mjög óákveðið sagt til um ald- ur jarðar samkværnt blýað- ferðinni, þá getum við ákveð- ið mjög nákvæmlega aldur bergtegunda, Þetta er mjðg þýðingarmikið til að skilja ýmsar jarðfræðilegar breyting- ar — og kemur til dæmis mjög að gagni þesar leitað er að dýrmætum efnum. En því miður er iítið 'if úraníum í jarðskorpunní, og það er alls ekki ' öllum berg- tegundum. 1 fyrra fengu tveir sovézkir visindamenn Lenin- verðlaun fyrir síðustu aðferðir til að ákveða aldur bergteg unda. Þeir lögðu til að það yrði gert með aöstoð annarra frumefna — geislavirks pot- assium. sem breytist f argon * og rúbílíum sem 'breytist f * strontíum. Þessi aðferð hefur mjög margt til síns ágætis, því potassium er mjög algengt efni og firinst næstum því f öllum bergtegundum. Að vísu er „potassium-argon“-aðferðin ekki eins Viákvæm, því að arg- on er gastegund og því er allt- af hægt að gera ráð fyrir lít- ilshnftar skekkjum. Það eru einnig til aðrar merkilegar aðferðir til að reikna út aldur jarðar. Þannig hefur magn það af argon sem til er í andrúmsloftinu leyft mönnum að draga þá ályktun að það hafi verið til að minnsta kosti 3100 en ekki meira en 4000—5000 milljónir ára. Það er og athyglisvert að aldur loftsteina og jaröarinnnr er hinn sami. Máski bendir þetta til að allar reikistjörn- um sólkerfis okkar hafi orðið til á svipuðum tíma. En úr þessu verður aðeins skorið er við fáum nægilegnr upplýs- ingar um aðrar reikistjömur. Og er eitt verkefni geimsigl- f-ngan-na einmitt fólgið í þvi, að sjá okkur fyrir þeim. Hin sameinaða stjórnar stefna krata og íha Vísitala vöru og þjónustu hefur hækkað um 47% frá 1. mari 1959—almennt kaup- gjald hefur hækkað um 27% á sama tíma ,,Til þess að koma í veg fyrir, að aftur hefjist það kapphlaup milli verðlags og kaupgjalds, sem tókst að stöðva á síðastliðnu ári legg- ur ríkisstjórnin til, að óheimilt sé ag miða kaupgjald við breytingar á vísitölu",—■ svo segir í ,,Viðreisn“, hinni hvítu bók ríkisstjórnar- innar 1960 á bls. 4. Árið 1959 sögðust kratar hafa stöðvað verðbólguna í landinu með kaupránslögunum og þvi sem þeim fylgdi. „Stöðvunar- leiðin“ var kjörorð þeirra í kosningabaráttunni 1959, en f- haldið sagði, að næsta skrefið væri „leiðin til bættra lífs- kjara“ undir forustu þess. Þetta skref var stigið með „viðreisn- inni“ 1960. Ráðið óskeikula, sem reyndist illa Ráðið, sem átti að tryggja það að verðbólgán yrði endan- lega stöðvuð, var afnám vísi- töluuppbóta á kaup. Og hver er svo reynsian? — 1 marz 1959 var vísitala vöru og þjónustu færð niður í 100 stig. Á því ári urðu engar kauphækkanir og ekki heldur á árinu 1960. En um mitt ár 1961 var vísi- tala vöru og þjónustu kom- in upp í 118 stig, eða hafði hækkað um 18%, án þess að nokkrar almennar , kauphækk- anir hefðu orðið. Þá sá verka- lýðshreyfingin sér ekki íært að una lengur þessari nýstárlegu ,.stöðvunarleið“, — hin „bættu lifskjör“ létu líka ekkert á sér bóla af cðlilegum ástæðum. Verkalýðshreyfingin átti því ekki annars úrkosta en að reyna sjálf að rétta hlut með- lima sinna. Það hefur kostað hdna mórg og erfið verkföll, og meðal þeirra lengstu eru: Verk- fallið í Vestmannaeyjum frá 25. janúar til 1. marz 1961, 6 vikna verkfall verkakvenna i Keflavik og Njarðvíkum (26. marz til 9. maí), Dagsbrúnar- verkfaliið frá 29. maí til 29. júní 1961, verkfall togarasjó- m>iMna frá 10. marz til 18. júlí 1961 og verkfall jámiðnaðar- mpnna f Reykjavík frá 5. maí til 8. júní 1961. Vörur og þjónusta hafa hækkað um 47 % En ríkisstjómarflokkamir hafa stöðugt magnað viðreisnar- -'erðbólguna með nýjum gengis- fellingum og sölusköttum á all- t>- almennar neyzluvörur til l-" að ná aftur þeim litlu ''=uphækkunum, sem verkalýðs- félögunum hefur tekizt að knýja fram. Síðustu vfsitöluút- rcikningar sýna þannig, að vísitala vöru og þjónustu er komi;- í 147 stig, — hefur hækkað vrn 47%, en það sam- svarar 94 stiga hækkun sam- kvæmt eldri vísitöluútreikningi Upplausn í öllu launakerfinu Þjóðviljinn hefur gert laus- legt yfirlit yfir helztu vinnu deiiur og verkföli. sem orði'' hafa i t.íð „viðroisnarinnar11 Þar er þó einungis stiklað á stærstu viðburðum, þar sem -i- gemingur hefur reynzt ó ] skömmum tíma að afla ná- kvæmra upplýsinga um þetta 1 efni, enda ber þess að gæta að fjölmörg féiög fylg.ia að jafn- aði í kjölfar stærri félaganna og fá kauphækkanir og kjara- bætur án þess að til verkfalla komi. Þessi annáll um verkföll und- ir viðreisn sýnir glöggt, hve mikla ókyrrð „viðreisnin" hefur skapað í öllu iaunakerfi vinn- andi fólks, ekki einungis með- al verkalýðsfélaganna, heldur meðal allra starfsstétta þjóðfé- lagsins. Enda hefur ríkisstjóm- in neyðst til þess að játa það bæði beint og óbeint að allt launakerfið sé farið úr skorðum vegna dýrtíðarflóðsins, sem „viðreisnin" hefur hellt yfir þjóðina. Svo alvarlegt er þetta ástand, að sérfræðingar á ýms- um sviðum hafa unnvörpum flutzt úr landi til þess að leita sér atvinnu erlendis. Sammæli manna úr ölium stéttum og flokkum „Viðreisnin" er einungis beint framhald af kaupráns- stefnunni, sem lögfest var af stjóm Emils Jónssonar 1959 með fulltingi íhaldsins — og Framsóknar líka: Stjórnarflokk- arnir geta ekki kennt því um að verkalýðshreyfingin hafi með óbilgimi og ótímabærum kröfum komið í veg fyrir, að reynsla fengist af öllum þess- um ráðstöfunum. Verkalýðshreyfingin beið á- tekta allt árið 1959 og enn leið árið 1960 án átaka, svo að rík- issíjórninni gæfist kostur þess að sýna og sanna, að „viðreisnin'1 leiddi til bættra lífskjara. Það er ekki fyrr en á miðju án 1961, sem verkalýðshreyfingin hefur almennt baráttu til þess að bæta upp að nokkru það, sem viðreisnin hafði svipt hana. Og ekki aðeins verkalýðshreyfing- in, heldur allar launastéttir þjóðfélagsins höfðu þá fengið svo dýrkeypta reynslu af „við- reisninni“, að það var sammæli manna úr öllum stéttum og úr öllum flokkum, að lengur yrði ekki við unað. Uppskeran: Landflótti sér- menntaðra manna og óðaverðbólga Barátta vinnandi fólks gegn „viðreisnar“-verðbólgunni hef- ur staðið linnulaust frá því sumarið. 1961. „Verkalýðsfélög- in hafa háð harðvítug og löng verkföll. Opinberir starfsmenn hafa unnvörpum sagt upp starfi sínu og fjöldi sérmenntaðra manna hefur flúið til útlanda Aðrir hafa verið skyldaðir að vinna áfram með þvirtgunarlög- um, sem ráðherrar „viðreisnar- innar“ hafa keppzt um að setja. Sú kenning ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga hennar, að teng- ing kaupgjalds við vísitölu sé undirrót verðbólguþróunarinnar og alls ills hér á landi. hefur því reynzt harla gagnslítjl, Af- nám þessara tengsla hafa him vegar skapað þann óróa og ó- vissu í kaupgjaldsmálum, sem raun ber vitni. Verkalýðsfélögin hafa ekki getað gert samninga nema til mjög skarnms tima og haft í þeim ákvæði um að segja Kratan Stöðvunar- stefnan' mætti þeim upp, ef verðlag hækkaði um tiltekinn hundraðs- hluta. Og reynslan er: „Við- reisnin" hefur leitt af sér al- gjört öngþveiti í öllum launa- og kjaramálum. Þjóðviljinn mun á næstunní rekja nánar þróun kaupgjalds- og verðlagsmála undir „við- reisn“ í ljósi þeirra fyrirheita, sem núverandi stjórnarflokkar gáfu við upphaf valdaferjls síns. Tilraunir með ný lyf vekja mikla athygli A þingi sálfræðinga sem haldið var í Kaupmannahöfn 1961 mættu tveir ungir sál- fræðingar frá Harvard, Timo- thy Leary og Richard Alpert. Fyrirlestrar þeirra um tilraunir með efni, sem kallast meskalin eða psilocybin, vöktu þar ó- hemju athygli, og var ekki um annað meira talað í borginni þá dagana. Sálfræðingum þessum hefur nú verið vikið frá störfum við háskólann, og því borið við, að þeir hafi gert ótilhlýðilegar tilraunir á niönnum með efni þetta. Sagt er að þeir láti sér það í iéttu rúmi liggja. „Aðal- atriðið er að okkur gefist tæki- færi til að halda áfram rann- 'óknu.m okkar“. segja þeir. Annars er aðalmaðurinn 5 sáifræðingamótinu hinn heims- kunni rithöfundur og heim- spekingur Aldous Huxley, og flutti hann þar eldlega ræðu um ágæti meskalins, sem hann taldi að mundi m.a. geta af- stýrt ófriði, því að hver sem smakkar þetta ágæta efni. hann er frjáls maður upp frá því sagði hann, því að honum gefst innsæi í það sem utar og ofar liggur venjulegri skynjun og skilningi, og engin orð megna að lýsa, en gera manninn nýjan eins og þann sem hólpinn er. Engin óholl áhrif eru sögð fylgja, en raun- ar vantar fullnaðarúrskurð um að svo sé. Þó að psilocybin (samskonar efni og meskalín en unnið á efnarannsóknarstofum) sé ekki enn haft til sölu opinberlega er miklu af því smyglað. Eink- um er það vinsælt hjá hin- um svokölluðu beatnikum. eða samtökum landeyða og auðnu- leysingja. unglinga sem ekkl eiga sér neitt markmið annað en það að lifa lifinu án mark- miðs „og leika því kátir líf- ið við“. Dæmi eru um það að glæpamenn hafi tekið gagnger- um sinnaskiptum við að taka meskalín, og orðið fyrirmynd heiðarlegra manna. Lyfjaverksmiðjan Sandoz í Sviss hefur framleitt efni betta. en mun framvegis ekki láta það af hendi við aðra en vís- indamenn. sem gera tilraunir é dýrum og hafa til þess styrk af opinberu fé. En beir félagar. Leary oc Alpert. eru ekki af baki dottn- ir. Þeir hafa sem stendur bæki- stöð í Boston. og kalla fyrir- tæki sitt Alhjóðleg samtök ti) irelsis hinu innra með mann'. ^einna hyggjast beir taka á jeigu gamalt hóte) i Mex-íkó til samvista fyrir bá «°rr komn- ir eru á bær sig’i''' ->ðir anó ans, sem kynni af meskab ein fá veitt. 1 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.