Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 10
10 SfÐA MÓÐVILJINN Laugardagur 6. apríl 1963 eiga það á hættu að óviðkom- andi næðu í vínföngin. Florinda var klædd brúnum ullarkjól með gulum böndum og með hálíhanzka úr brúnu silki. Hún var töfrandi í útliti og hún var kát og glöð þegar hún þjón- aði gestum sinúm. en hún var lika með byssu til taks. Hún bar colt-skammbyssu sem kana- kaupmaður hafði tapað í spila- salnum. Þær byssur voru svo sjaldgæfar í Kaliforníu, að þær urðu naumast metna.r til fjár. Þegar það kom fyrir að við- skiptavinimir gortuðu af skot- vopnurn sínum, brosti Florinda ástúðlega og spurði hvort þeir hefðu tekið eftir coltinum henn- ar. — Dásamleg uppfinning. sagði hún og srauk byssuna blíðlega. — Skýtur fimm sinn- um án þess maður þurfi að hlaða hana. Næstum ófáanleg hér um slóðir. Piltamir vissu það líka. Það var líka regla á öllu í drykkju- stofunni. Það voru 16 gestir við bar- inn, tíu þeirra voru Kalifomiu- búar, sem drukku heimavin, hitt voru Bandarikjamenn sem drukku whiský. Það var erfitt að fá wiský í Kalifomíu og það var dýrt. Silky fékk það úr Bandarikjaskipum og brezkum Hárgreiðslan P E R M A. Garðsenda 21. sími 33968. Hárgreiðslu- os snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Simi 14662 Hárgreiðsiu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ. Laugavegi 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853 Hárgreiðsiustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað \ll UIUUII (<\_ 3 3 5 ■" o 22991 • Grettisgötu 62 5T skipum sem stöku sinnum komu við í San Diego á leið til Kina. Dyrnar opnuðust og inn komu tveir Bandarikjamenn sem hristu regnið af fötunum sínum. Það voru kaupmenn sem komið höfðu með lestinni frá Santa Fe sumarið áður og ætíuðu nú til baka með vorlestinni. Florinda kom fram að borðinu. — Hvað má bjóða ykkur, piltar? Hún hélt á flösku af amerisku whiskýj í hendinni. Þeir kink- uðu kolli og Mikki' setti tvær krúsir á borðið. — Það er fína veðrið, sagði Florinda meðan hún skenkti i kollurnar. Annar kaupmannanna. sá sem kallaður var Skrattakollur. sagði álit sitt á veðrinu með nokkrum vel völdum orðum. Florinda hló að orðbragði hans. — Af hverju geymirðu . þér þetta ekki þangað til á leiðinni, Skrattakoliur? Þá hefurðu nóg við það að gera. — Ef þetta heldur svona á- fram, þá komumst við aldrei af stað. Það er ekki hægt að koma múldýrunum gegnum þetta for- að. — Þetta stendur ekki lengi. Það var náungi hér í dag, sem sagði að það væri hætt að rigná fyrir handan Santa Susa.na-fjöll- in. En þið ættuð að minnsta kosti að fá nóg gras. - — Það er fjandans lítið gaign að grasinu, ef við komumst aldrei af stað. sagði félagi Skrattakolls. Það var hávaxinn, ljóshærður náungi, sem kallaður var Tikktakk vegna þess að hanr, átti stórt og hávært úr sem hann var mjög hreykinn af. Hann gældi við úrið og bætti við: — En það er auðvitað bót í máli ef hann rignir á Mojave. Hefurðu heyrt nokkurn minnast á það? — Það var maður hér fyrir nokkrum dögum og hann sagði frá því að kaktusarnir blómstr- uðu. Táknar það ekki regn? Að hugsa sér, blóm á kaktusum! Florinda yppti öxlum, eins og til að láta í Ijós álit sitt á kaktus- um. Skrattakollur hló: — Þú kem- ur ekki með okkur til að sjá þetta með eigin augum — Ekki ég. Mér liður ágæt- lega. — Ég sé ekki bezta viðskipta- vininn þinn. hann Texas, sagði Tikktakk. — Hvar er hánn? — Hann hefur verið hér á hverjum degi í heila viku. Silky og einn strákurinn hjálpuðu hon- um út i dag. — Dauðum? — Alveg stjörnublindum. — Hann kemst aldrei af stað. ef hann lætur ekkj bráðum renna af sér, sagði Tikkíakk. — Bindið hann upp á múldýr, sagði Florinda, — þá bjargar rann sér. Hún sneri sér að tveimur sjómönnum sem höll- uðu sér fram á borðið: — Hvað má bjóða ykkur, piltar? Annar sjómaðurinn ýtti til hennar peningi. — Hvað fáum við mikið fyrir þennann? Florinda tók myntina, sló henni í borðið og athugaði hana gaumgæfilega. Það var fransk- ur tveggjafranka peningur. — Þrjátiu og sex sent, sagði hún. — Ég átti við hve mikið af whiskýi? Hún leit á flöskuna og gerði merki með þumalfingrinum. — Ekki meira? Bölvuð okur- hola er þetta. — Sprútt.ið er langt að kom- ið vinur Þú ættir að þekkja leiðina. Hún brosti vingjamlega til hans. — Hefurðu aldrei kom- ið til Kaliíorníu áður? — Nei. af hverju þá? — Hefurðu nokkurn tíma bragðað aguardiente? — Hvað er það fyrir nokkuð? Hún tók flösku úr hillunni. —- Agua—vatn. ardjente—eldur. Sem saigt eldvatn. Kostar tíu sinnum minna en bandaríska varan og þú verður fullur helm- ingi fyrr. Sjómennirnir litu hvor á ann- an og urðu sammála um að reyna það — Hvað fáum við mikið eld- vatn fyrir þennan franska pening? — Viljið þið fá það allt í einu? — Auðvitað. Þvi ekki það? Florinda tók tvær stórar krús- ir úr hillunni og fyllti báðar. — Hér kemur það. Sjómennjrnir brögðuðu á aguardientinu og sögðu: —• Ekki sem verst. — Nei, það er alveg ágætt. Hún brosti til þeirra. Florinda reyndi að spara whiskýið handa þeim kaupmönnium sem voru fastagestir. Hún setti franska peninginn niður í skrín méð gati í lokinu. Það stóð á öruggum stað á hillu bakvið borðið. Hún 'sneri sér við til að heilsa ung- um Kalifomíubúa, sem var ný- kominn inn. — Vino rojo? Si, senor, pronto. Þegar hún rétti honum vínið, hölluðu sjómennirnir tveir sér fram á borðið — Hvað heitið þér, ungfrú? — Florinda. — Hvernig komuð þér hing- að? — Jólasveinninn kom með mig. Annar maður barði krús- inni í þorðið og hún fór til að sinna honum. Eítir andar- tak kölluðu sjómennirnir á hana aftur. •— Hvað fáum við mikið fyr- ir þennan hérna? spurði annar þeirra c*g rétti henni dollar frá Perú. — Hann er 10 senta virði. Viltu aguardiente fyrir hann? — Auðvitað. Þctta er fín vara. Helltu bara í hjá okkur þangað til við erum búnir með dollar- ann. Florinda hló og setti flösk- una á borðjð. — Þetta er. fyr- ir dollarann og þið getið skammtað ykkur sjálfir. Hún sneri sér við til að afgreiða nokkra menn sem komið höfðu innanúr spiiasalhum. Silky hafði komið á eftir þeim og hann gaf hennj merkj þegar hún var búin að hella í hjá þejm. — Hvernig gengur? hvíslaði hann. — Ágætlega. — Nokkurt uppistand? — Nei, nei. Sjómennimir þarna hella í sig aguardiente eins og það væri vatn, en ann- ars eru þeir ágætir. — Texas hefur ekki komið hingað aftur? — Hann er víst varla rólfær. En Texas gerir aldrei uppistand. Silky. — Jæja, en þú segir til ef þú þarft á hjálp að halda, sagði Silky. Hann fór aftur inn í hitt herbergið. Sjómennirnir börðu aftur í borðið. — Nei, nei. and- mæltu þeir þegar Jose kom til þeirra. — Við viljum fá stúlk- una, Fallegu stúlkuna. Ungfrú Florinda, þér verðið að koma. — Já. piltar. ég kem undir eins. Verð fyrst að þurrka upp brennivínssullið. Sjómennirnir voru i bezta skapi. Meðan hún þurrkaði vín- sletturnar af borðinu. störðu þeir á hana í sljórri aðdáun og ann- ar þeirra hvíslaði eitthvað i eyra henni. Florinda hristi höf- uðið brosandi. — Mér þykir það leitt. vin- ur. Sjötta hús í vesturátt. — Spurðu eftir Estelle. Skrattakollur barði í borðið, og hún fór til kaupmannanna aft- ur. —- Hvað má bjóða ykkur núna? — Það sama. Hvað eigum við mikla innstæðu núna? — Ég skal athuga það. Bíðið andartak. Hún tók kladda ofanúr hillu og fletti honum. — Skrattakollur sex húðir, Tikktakk þrjár og hálfa. Þá er búið að draga frá drykkina ykkar núna. Hún skrifaði útreikninginn í bókina. — Þetta endist ekki þangað til við förum, sagði Skrattakoll- ur. — Ég Skal koma með inn- eignarbréf frá Abbott á morgun. — Hafðu það ríflegt. Þetta er siðasta tækifærið þitt til að drekka þig ærlega fullan þang- að til í Santa Fe. Þeir hlógu. Florinda hló líka og sneri sér við til að sinna mönnum við hinn borðsendann. Um leið opnuðust útidyrnar og regnið blés inn. Florinda leit upp og veifaði glaðlega. — Það má hundur heita 1 höfuðið á mér. éf þetta er ekki John Ives. Hvernig geng- ur það. Nonni? Hinir Bandarikjamennimir heilsuðu glaðlega en John svar- aði ekki. Hann gekk að borðinu studdi olnbogunum á það og grúfði andlitið 1 höndunum. Fötin hans voru gegnblaut og forug. Regnið fossaði úr hárinu. Hann hafði ekki rakað sig í marga daga og andlitið var tek- ið af þreytu. Á eftir honum kom pilt\irihn hans, Pablo Com- ez, sem setist á gólfið úti í horni. Florinda kom til Johns og sagði skelkuð: — Hvað í ósköpunum gengur að þér John? Þú ert eins og uppgrafið lík? — Mér líður lika þannig. sagði John Ives þreytulega. Hann leit ekki upp. — Láttu mig fá ærlegán dramm. Whiský. Og flösku af rauðvíni handa Pablo. Hann fleygði þenjngum á borðið. José rétti krús fyrir hann og Florinda skenkti í hana. Hún tók mexíkanskan dollar. setti hann í peningakass- ann og ýtti hinum myntunum til hans aftur. John hélt á vín- flöskunni til Pablos og kom síð- an aftur að borðinu. Hann tæindi krúsina í einum teyg og ýtti henni til hennar aftur. Florinda helltj í. — Hvað hef- urðu verið lengi á ferðinni í þessari rigningu? spurði hún. — Ég hef riðið í fjóra daga, SKOTTA Þú ert svellandi kerling, Skotta. Það er næStum eins gaman að fara út með þér eins og að bauka í bílvélinni. Æ, þar er ég heppinn. Viitu gjöra svo vel að skreppa með mér inn? Þetta er aðeins Iítilræði. Stórir og myndarlegir mcnn eru guðsgjöf. ODYRAR BÆKUR á dönsku 09 sænsku. Harry Martinson: Grásen i Thule, kr. 78.75 Evert Taube: Ocb skulle det sá vara, ib. kr. 92.50. Standpunkter, ritgerðii eftir 22 danska höfunda, kr. 42. Alfred H. Dunhill: Rygningens ædle kunst, kr. 52.50. - &tig„,T0X5S0V.;- Frán pjasv^l till premiár ib. kr. 38. Nils Antoni: En bok om nerver, kr. 78.75. Iain Lang: Blues och jass. Með 60 bluestextum, ib. kr. 90.25. BðKABÚÐ MÁLS 00 MENNINGAR. Laugavegi 18, sími 15055 Bifreiöar af ýmsum stærðum og gerðum til sölu. Steindór Sími 18585. wem oskast strax. — Löng og mikil vinna. íYGGINGAFÉLAGIÍ) BRÚ H.F. Borgartúni 25. — Símar 162S8 og 16784. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.