Þjóðviljinn - 07.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.04.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. apríl 1963 28. árgangur MMmwmmwBsmm 82. tölublað. Klukkunni flýtt I dag er fyrsti sunnudagur í apríl en þann dag gengur.sum- ! artími í garð hér á landi. Samkvæmt þessu bar að flýta klukkunni um einn klukkutíma sl. nótt. Ef þú hefur ekki mun- ' að eftir því að gera það þá, lesandi góður, þá er ekki seinna vænna að" gera þa3 nú strax. Erindi Brynjolfs Síðastliðið föstudagskvöld hélt Brynjólfur Bjarnason erindi i' Tjarnargötu 20 á vegum fræðslu- nefndar Sósíalistaflokksins og vSr þetta þriðja erindið í erinda- flokki, sem nefnist „Leið Islands til sósíalismans" og var aðsókn með ágætum. Brynjólfur fjallaði af sinni venjulegu snilld um gerð flokks- ins í ræðu sinni og verkefn; flokksins og framtíðarinnar og hína almennu stiórnmálabaráttu líðandi stundar. Þá drap Brynjólfur á samfylk- ingarbaráttu Kommúnistaflokks- ins og síðan samfylkingarbarátto Sósíalistaflokksins og gaf heiða yfirsýh yfir verkefni flokksins i framtíðinni. tfrfá sæti laus í páskaferðina, sími 17513. Farið verður f skíðaskálann á skírdag. Tilkynnið þátttöku á skrlfstofuna Tjarnargötu 20. Þjóðviljasöfnumn; í fyrsta áfanga söfnunarinnar til þess að tryggja útkomu Þjóð- \ viljans söfnuðust 7% af þeirri upphæð, sem þarf að safna fyrir næst- I komandi laugardag. Sjá 12. síðu. VERÐHÆKKANIR Á VIÐREISNARTÍMUM Taflan hér við hliðina sýn- ir hækkun þá á fiskverði sem orðið hefur á tímabilinu 1 jan. 1960 til 1. marz 1963. Hækkun- in er frá 15,79% upp í 114,29%. Til samanburðar er sýnd hækk- un verkamannakaups á sama tíma en hún nemur aðeins 9,18%. Þannig er „viðreisnin" í f ramkvæmd. 1 Hópferð til Verð pr. Verð pr. kg. 1. jan kg. 1. 'marz ¦Hœkkun •Hækkun 1959 kr.- 1963 kr. kr. % . Þorskur, nýr, hausaður 3.80 4.60 0.60 15.79 Ýsa, ný hausuð 4.90 6.10 1.20 24.90 Smálúða 9.00 12.00 3.00 16.00 33.33 Stórlúða 14.00 30.00 114.29 Saltfiskur 7.55 12.00 4.65 64.64 Fiskbollur, heildós 12.75 19.25 6.50 50.98 Tímakaup verkamanna í almennri dagvinnu eftir Dagsbrúnartaxta 23.86 26.05 2.19 9.18 Idffíall flaBiftane Enn kemur svartur reykur og EUBjtiBI (l«aUUaSld aska upp úr gíg Agung eldfjalls- ins á Balí-eyju í Indónesíu Fréttir þaðan herma að um 11 þúsund manns hafi beðið bana af völdum eldgossins og óttazt er að það eigi eftir að kosta enn fleiri mannslíf. A myndinni sést gosið í fjallinu en þúsundir eru énn á flótta undan glóandi hraunleðj- unni, öskunni og reyknum. lekið 85 millj. kr. úthlutun Enn fíggur þó fyrír fjöldi umsókna Húsnæðismálastjórn hef- ur nú lpkið við fyrri úthlut- un lána til íbúðabygginga á þessu ári.en unnið hefur verið að þessari úthlutun frá því 10. marz . s.l. Að þessu sinni komu til úthlut- unar 85 milljónir króna, og verður væntanlega byrjað aö senda tilkynningar um lánveitingar til viðkomandi aðila frá veðdeild Lands- bankans í næstu viku. Bændur komnir i venð Grundarfirði í gær. — Ágætis- afli var hér í gær og bárust a land um 211 tonn af vænum þorski af sjö bátum. Aflahæsti báturinn var Grundfirðingur og hefur hann róið á net í vetur. Mið bátanna eru um þessar rhundir í svokölluðum Lænum innarlega í Breiðafirði. Mikið hefur verið að gera i frystihús- unum og mannekla hér á staðn- um og hafa bændur úr Helga- fellssveit hlaupið undir bagga undarcfarna daga og urmið í frys'tihúsunum. — S.B, Þessum 85 milljónum var út- hlutað til 1440 umsækjenda, sem einhverja úrlausn fengu að þessu sinni. Lánsupphæðir eru mjög mismunandi, enda er hér um að ræða bæði byrjunar- og viðbót- arlán, — hæstu lánin allt að 150 þúsund krónur. Lánin skiptast niður á 90 bæi og kauptún i landinu. Þegar úthlutun lánanna hófst lágu fyrir um 1670 umsóknir, en mikill fjöldi bættist einnig við meðan á úthlutun stóð. Frá ára- mótum fram til þessa munu hafa bætzt við á áttunda hundrað umsóknir, þannig að alls munu hafa legið fyrir um 2000 um- sóknir, þegar úthlutun lauk. En þess ber þó að geta, að nokkur hluti þessara umsókna er ekki lánshæfur af ýmsum ástæðum. Þessi mikla aukning umsókna frá áramótum er mjög óvenjuleg á ibessum tíma árs, en ástæðan er að sjálfsögðu hið góða tíðarfar í vetur, sem gert hefur mönnum kleift að halda byggingarfram- kvæmdum áfram. Eins og sjá má af þeim tölum sem hér hafa verið nefndar, er það stór hópur manna, sem enn þíður úrlausnar til þess að geta haldið áfram byggingarfram- kvæmdum. — Síðari úthlutun húsnæðismálastjórnár fer að öll- um Hkindum fram með haustínu, en ekJd er ttnnt að segja ná- kvæmlega hvenæp-t>ad veröuT. Norðurleið hefur ákveðið að efna til hópferðar norður á Siglufjorð í tilefni Skíðalands- I mótsins. Þau tíðindi eru í vænd- um, að Siglufjarðarskarð verður opnað til umferðar einhvern næstu daga og hefur slíkt ekki gerzt í elztu manna minnum. Tvær risajarðýtur ráðast nú að skarðinu sín frá hvorum enda og vonir standa til að skarðið verði opið strax á .morgun. Skákþingið hófsf í fyrradag 1 gær hófst Islandsþingið í skák með keppni í landsliðs- flokki pg fóru leikar svo í fyrstu umferð að Ingi R. Jóhannsson vann Braga Kristjánsson, Gylfi Magnússon vann Jón Hálfdán- arson, Jón Kristinsson og Magn- ús Sólmundarson gerðu jafn- tefli og Bragi Björnsson og Björn Þorsteinsson gerðu jafn- tefli. Biðskákir urðu hjá Frey- steini Þorbergssyni og Benóný Benediktssyni og Jónasi Þor- valdssyni og Helga Ólafssyni og eiga þeir fyrrtöldu unnar stöð- ur að talið er. 2. umferð í landsliðsflokki og 1. umferð í öðrum flokkum mótsins voru tefldar síðdegis í gær í Breiðfirðingabúð en fregn- ir höfðu ekki borizt af úrslit- um er blaðið fór í prentun. Unnið til 3 á nótt- inni í Þorlákshöfn Þorlákshöfn, 5/4. — 1 gær var heildarafli Þorlákshafnarbáta frá áramótum sem hér segir: Lestir Friðrik Sigurðsson ...... 566 — Páll Jónsson ............ 461 — Guðbjörg .............. 458 — Þorlákur ................ 396 — Klængur ................ 395 — Þorlákur II............. 377 — Isleifur .................. 298 — Leó VE.................. 319 — í gær var Leó með 39 lestir f róðri. Aðkomubátar hafa lestað hér 361 lest. Meðalafli í gær var 21 og hálf lest. Undanfarið hefur verið hér góð aflahrota og 2. apríl var mesti afladagur sem hér hefur komið. Þá tók Meitillinn á móti 289 lestum en eitthvað é annað hundrað lestir voru flutt- ar til Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, svo alls var landað hér á fimmta hundrað lestum þann Aflaskrá bátanna er eins og dag. Veiðiútliðið er talið gott áður segir miðuð við áramót en þeir byrjuðu allir seint veiðar og hafa fengið þennan afla mest síðasta tímann. Hér er mjög mikil vinna og hefur verið unnið til klukkan þrjú að nóttu að jafnaði sl. hálf- an mánuð. Fá inerm þvi ekki nema 3—5 tíma HÝiíd. Hafnarframkvæmdirnar hér eru í fullum gangi. 1 frétt í Morgunblaðinu í dag er fréttaritari þess með aðdrótt- un um það, að bátar frá Eyrar- bakka og Stokkseyri séu horn- rekur hér í Þorlákshöfn en það er tilhæfulaust með öllu. Stjorn T.R. Nýja stjórnin I Trésmiða- lagi Reykjavíkur á fundí i skrifstofu félagsSns að Lauf- ásvegi 8. Frá vinstri: Hólm- ar Mngnússon, Sturla H. Sæmundsson, Jón Snorri Þorleifsson, Asbjörn Páls- son, Þórður Gíslason og Sigurjón Pétursson (1. vara- maður.) — sjá frétt um fé- Iagið á 12. síðu. SföíííSSSÍSS^S 11:: ^¦¦¦¦¦¦¦-'¦¦'¦¦¦^¦¦¦¦y-^'rr'r--::::'--:y^ :::?:%::¥$?•:•:¦:;":: /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.