Þjóðviljinn - 07.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1963, Blaðsíða 6
w * SlÐA ÞIÚÐVILJINN Fréttamaður brezks íhaídsblaðs segir frá Lífskjör manna á Kúbu fara batnandi og æskan stendur öll að baki Castro Sunnudasur 7. apríl ]963 s:s-:-5 $msMm Það myndi æra óstöðugan að eltast við allar þær furðusögur sem blöð á vesturlöndum hafa að segja frá Kúbu. Ef leggja ætti trúnað á frásagnir sumra banda- rískra blaða mætti ætla, að á Kúbu væri alger hungurs- neyð, yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar í uppreisnar- hug gegn byltingarstjórn Castros, en aðeins haldið niðri af öflugri og miskunnarlausri lögreglu. En öðru hverju birtast í borgarablöðum á vesturlöndum frásagnir heið-'f virðra blaðamanna sem stinga mjög í stúf við slíkar grýlusögur. hver fjölskyldubíllinn við ann- an á aðalbrautinni frá Havana, segir hann. Æskan óskipt að baki Castro „Hvemig stendur bá stjóm Castros að vígi að liðnum fjór- um árum frá valdatökunni?" spyr Young og svarar: „Vafa- laust vel að áliti flestra hlut- Nýlegt dæmi bess er alllöng grein sem fréttaritari brezka vikublaðsins Observer í New York, Gavin Young, birti í blaði sinu eftir stytta ferð til Kúbu. Hann var þar, þegar kjöt- kveðjuhátíðin stóð sem haest, og finnst mikið um þá augljósu lífsgleði sem hvervetna gerði vart við sig og af frásögn hans má ráða að Kúburnenn hafa fyllstu ástæðu til að vera á- nægðir með lífið. Young ber á móti öllum sögusögum um að matvæla- skortur þjarmi stöðugt meira að Kúbumönnum. Hann segir að þvert á móti hafi dreifing mat- væla farið batnandi og ekki séu nein merki þess að almenn- ingur búi við næringarskort, svq að ekki sé minnzt á sult. Fólk borði nú betur en áður, þótt á borðum þess séu e.t.v. ekki neinar kræsingar. Hdimsókn til vcrkamanns Hann segir svo frá verka- mannsfjölskyldu, sem hann komst í kynni við: „Mcr var boðið nokkrum sinnum hcim til verka- mannsfjiilskyidu. sem bjó í einu úthvcrfi Havana. Hún virtist lítið frábrugðin öðrum slikum („typical enough“). Faðirinn vann í verksmiðju, tveir synir voru í hernum, sá þriðji starfar á stjórnar- skrifstofu; þrjár clætur cru í skóla. Þau grciða 2.400 krónur í mánaðarleigu fyrir scx herbcrgi, cldhús og bað. Laun bcimilisföðurins cins eru 12.000 krónur að frá- dregnum skatfii. Það er snyrtilegt og við- kunnanlegt' á heimili þeirra, Þau eiga bíl, sjónvarpstæki og ísskáp og hafa hænsna- kofa á bak við húsið. Á borðum cr einkum hrís, kjúklingar cða niðursoðið rússncskt kjöt, cgg, tómatar og haunir — Icannski hcldiK fábreytilegt fæði, en nægi- Icgt. í flcstum slíkum fjöl- skyldum borðar hcimilisfað- irinn á vinnustaðnum, svo að matvælaskammturinn cndist bctur“. Það kann að vera að þessi fjölskylda scm hinn brezki blaðamaður kynntist búi viO betri kjör cn margar aðrar, en engu að síður er þessi frásögn hans áþreifanleg sön.nun þess hve lítill fótur er fyrir áróðr- inum um léleg lífskjör alþýðu manna á Kúbu og myndi marg- ur íslenzkur verkamaður vilja skipta á kjörum við þann sem blaðamaðurinn segir frá. Veitingastaðlirnir troðfullir, ódýrtbcnzín Annað dæmi um tiltölulega velmegun er að dómi Youngs að veitingastaðir eru troðfuilir langt íram á nótt. Rommjð hef- ur að vísu versnað, segir harín. vegna þess hve mikið af því er selt úr landi, en Kúbumenn sætta sig við yngra romm og nóg er af rússnesku vodka á svipaðan hátt og Bretar sættu sig við írskt viskí í stað skota á stríðsárunum. Nóg er af ódýru rússnesku benzfni og á helgidögum er lausra sjónarvotta — enda þótt hún myndi kannski ekki lifa af algert bandarískt hafnbann". ' Margir sem voru tviráðir gengu stjóminni á hönd þegar sem mest hættan var á feröum í október. Æskan, vopnuð, vei hýst og klædd, virðist standa ó- j skipt að baki Castro. Og sama máli gegnir um herinn“. | 1 VCstur-Bcrlín eru starfandi margir flokkar ungra manna sem staðið hafa fyrir sprengingum í borginni einkum við múrinn á milli borgarhlutanna, en eínnig hafa þeir unnið skemmdarverk með sprengingum á húsum í borginni, m.a. sovézku ferðasknifstof- unnl Intúrist. Um daginn varð geysimikil sprcnging í íbúðarhúsi i borgarhlutanum og kom á daginn að þar átti hclma ungur mað- ur að nafni Bischoff, scm stóð fyrlr einum slíkum flokki spcll- virkja. Hann bcið bana í sprcngingunni og myndin sýnir hvcmig ðtiits var í íbúð hans cftir liana. Kjarnavopnum mót- mælt í 12 löndum Um páskana munu kjarn- orkuandstæðingar í 12 löndum ganga mótmælagöngur. Bretar munu að vcnju ganga frá Ald- ermaston til Trafalgar Squari í London. 1 Vestur-Þýzkalandi verða farnar átta göngur og mun brezkur þingmaður ganga í fararbroddi hverrar þeirrar. Franskir kjarnavopnaandstæð- ingar munu ekki efna til mót- mælagöngu fyrr en i maí, cn uin páskana munu göngur fara fram í Brctlandi, Vestur-Þýzka- landi, llalíu, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, IloIIandi, Bclgíu, Aust- urríki, Grikklandi, Kanada og Bandaríkjunum. Hvers vegna gengið er Einn af íorystumönnum 'brezkra kjarnavopnaandstæð- inga, þingmaðurihn Anthony Greenwood, ritar grein i síðasta tölublað blaðsins Tribune og skýrði frá því hvers vegna Bretamir ganga. — Við mótmælum erlendum herstöðvum, við viljum minna fólk á Kúbudeiluna sem sýndi að enginn raunveruleg vörn er fólgin í kjamavopnum, enn- fremur er gengið til að mót- mæla öllum kjamorkutilraun- um, hvort sem að þeim standa Bandaríkin, Sovétríkin eða Frakkar. Við berjumst einnig fyrir því að kjarnavopnin verði takmörkuð við Bandaríkin og Sovétríkin þannig að Vestur- Evrópu, Mið-Austurlönd, Af- ríka, Suður-Ameríka, Ástralía og mikill hluti Asíu verði kjamavopnalaus svæði. Við viljum einnig aðstoða vestur- þýzka vini okkar til að stöðva viðleitni afturhaldsstjómarinnar við að koma upp vestur-þýzk- um polaris-flota. Hörð kosningabarátta í Kanáda Morðhótanir í garð John Diefenbakers Á hátíðisdögum byltingarinnar á Kúbu safnast hundruð þúsunda manna saman í Havana til að hlýða á mál lciðtoga sinna. Myndin cr tekin þar á fjögurra ára afmæli byltingarinnar 1. janúar sl. Niðurstaða danskrar athugunar: Sjóveikitöílurnar ekki hættulegar Almennar þingkosningar fara fram í Kanada á mánudaginn og hefur kosningabaráttan að þessu sinni verið óvenju hörð. eins og sjá má af því að um síðustu helgi var stöðvuð jám- brautarlest sú sem Diefenhaker, forsætisráðherra og leið'ogi í- haldsmanna var mcð * kosn- ingaleiðangri, -egna þess að fréttir höfðu borizt um að ætl- unin væri að sprengja lestina í loft upp. Lestin var stöðvuð við lítinn stöðvarbæ, St. Anne de la Per-^> ade. Nokkru áður haíði komið í ljós að sprengdir höfðu verið teinamir á brautinni sem lest Diefenbakers var á, um 35 km frá St. Anne de la Perade. Ó- nafngreindir menn hringdu til iögreglunnar og sögðu henni að ætlunin væri að sprengja lest- ina í loft upp. Hópur lögreglu- manna fór upp í lestina og leit- aði í krókum og kimum að sprengjum en fann enga. Klukkustund síðar hélt lestin áfram. Lögreglan hefur grun um að hér hafí verið að verki öfgaflokkur sem nefnir sig „Frelsisfylkingu Quibec". Um sömu helgi sprakk sprengja í húsi skattinnheimt- unnar í Montreal, einmitt þegar lögreglumenn voru í húsinu til að ganga úr skugga um hvort nokkur fótur væri fyrir síma- hringingu um að komið hefði verið fyrir sprengju í húsinu. Skömmu sfðar fékk lögreglan boð um að sprenging væri einn- ig fyrirhuguö í húsi tollheimt- unnar í borginni. Hún skundaði ! á vettvang, en fann þó enga sprengju þar. 1 Ottawa var unnið skemmd- arverk á styttu af stofnanda frönsku nýlendunnar í Kanada, Samuel de Champlain. Lögregl- an telur að þar hafi verið að verki menn af enskum uppruna sem hafi viljað heína fyrir sams konar skemmdarverk sem fyrir nokkrum dögum var unn- ið á styttu af brezka hershöfð- ingjanum Wolfe, sem féll í or- ustunni um Quibec 1759, en með sigri Breta i þeirri orustu lauk frönskum yíirráðum í Kanada. I vetur kom upp grunur um að sjóveikitöflurnar postaffen gætu verið skaðlegar á sama hátt og svcfnlyfið thalidomid, n.c að þær yllu vansUöno’ium á fóstrum ef mæðurnar neyttu þeirra í fyrstu manuóum uiei)- göngutímans. Dönsk atliugun hefur Icitt í ljós að ckki sé á- stæða til að ætla að þcssi grun- ur sé á rökum rcistur. Það var sænslcur læknir sem taldi sig hafa ástæðu til að ætla að postaffen gæti valdið slíkum vansköpunum. Varð það til þess, að töflurnar voru sett- ar á lyfjaskrá á Norðurlönd- um þannig að þær voru aðeins seldar gegn lyfseðli, en hér- lendis mun þær aldrei hafa fengizt á annan hátt. Rann- sóknir á meintri skaðsemi lyfs- ins voru fyrirskipanir i Dan- mörku og Svíþjóð og eru þeg- ar fengnar. niðurstöður í Dan- mörku, en rannsókninni er haldið áfram í Svíþjóð og verð- ur lyfið haft á lyfjaskrá. í Dan- mörku, þar til endanlegar nið- urstöður eru komnar af henni. Enginn munur Rannsókninni í Danmörku stjórnaði dr. Knud Biering- Sörensen og var athugað bæði neyzla postaffens og vansköp- un á 6000—7000 börnum sem fæðzt hafa í Kaupmannahöfn undanfarna mánuði. Læknirinn segir svo í blaðaviðtali: — Vansköpunarhlutfallið var það sama hjá börnum mæðra sem neytt höfðu postaffens fyrstu mánuði meðgöngutíma- ans til að verjast ógleði og hjá þörnum hinna sem ekki höfðu neytt lyfsins. Neyzla lyfsins reyndist vera hlutfalls- lega sú sama hjá mæðrum van- skapaðra barna og hinum sem alið höfðu rétt sköpuð böm. Sovéfríkin geta smíðað öll sín olíurör sjálf Eins og kunnugt er af frétí- um hefur Bandaríkjastjórn Iagt mjög fast að öllum bandamönn- um sínum að hætla sölu á stái- rörum í olíulciðslur handa Sov- étríkjunum á þeirri forsendu að hinar miklu leiðslur sem verið er að lcggja frá Sovctríkjunum til landanna í A-Evrópu muni bæði vcrða atVinnuIífi þessara landa mikil lyftistöng og bæta hernaðaraðstöðu þeirra. Nú seg- ir í frétt frá Moskvu að Sov- vtríkin séu ckkert upp á það komin að fá þcssi riir smíðuð á vesturlöndum. Fréttaritari bandarísku írétta- stofunnar í Moskvu segist hafa það eftir gýðum heimildum að Sovétríkín geti framleitt eina milljón lesta af stálrörum á ári, en það magn nægi í 3.200 kíló- metra langa olíuleiðslu af þeim gerð sem Bandaríkjastjóm stendur hvað mestur stuggar af og telur hafa mesta hemað- arþýðingu. En nú þegar er langt komið íagningu hinnar 4.000 kílómetra löngu leiðslu sem ílytja mun hráolíu frá héruðum við Volgu lil Póllands, A-Þýzkaland.’ Tékkóslóvakíu og Ungverja- lands þar sem hún verðui hreinsuð og fullunnin. Sérfræð- ingar á vesturlöndum segja að þessi olíuleiðsla muni marka límamót fyrir allt atvinnulíf landanna í A-Evrópu. segir hin bandaríska fréttastofa. STEFÁN JÓNSSON: VsgHrinn ú .Vegurinn að brúnni (er) að mörgu leyti fágætt verk í ís- lenzkum bókmenntum; það er ívimælalaust eina alvarlega •’rósaverkið sem. barst á markað á liðnu" ári. . . “ Ólafur Jónsson (Tíminn). Verð ib. kr350.— Heimskringla i / i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.