Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. apríl 1963 28. árgangur — 83. 'tölublað. I <ft í gærkvöld höfðu — skrifstofu styrktar- mannakerfis Þjóðvilj- ans borizt 15% þeirr- sem að honum stuðl- ar upphæðar, sem uðu beztu þakkir. En safna þarf fyrir annan betur má ef duga laugardag til að skal. Skrifstofan er á tryggja útkomu blaðs- Þórsgötu 1, annarri ins. Þetta er góður hæð, og er opin í dag, árangur og færir Þjóð- þriðjudag, frá kl. 10 viljinn öllum þeim árdegis til 10 síðdegis. Metdagur í Eyjum Vcstmannaey.jum í gær. — Afli Vestmannaeyjabáta í gær var 1380 tonn og er þetta mesti afli sem hefur borizt á land á ein- um degi af þessari vertíð. Hæstu bátarnir í gær voru með urn 40 tonn. 1 dag eru aUir bátar á sjó í góðu veðri. Afli ísafjarðarbáta ísafirði í gær. — Afli Isafjarð- arbáta var dágóður í marzmán- uði. Aflahæst í marz er Guð- björg með 255,5 tonn í 16 róðr- um og næstur er Guðbjartur Kristján með 203,5 tonn í 23 róðrum. Allur marzaflinn er steinbítur nema afli Guðbjargar, sem er 145 tonn af netafiski. Heildarafli Isafjarðarbáta frá áramótum er 4590 tonn. Rækjubátar frá ísafirði eru hættir veiðum og hafa þeir veitt það magn, sem heimilt er eða 400 tonn frá 1 .október. i I Horft j til hafs | A sunnudaginn, þegar ljósmyndarinn átti leið um Arnarhól, var þar staddur gamall herramaður með stóran sjónauka. Krakkarn- ir hópuðust að honum og varö hann leysa málið með því að skipa þeim í biðröð og leyfa þeim að kíkja eft- ir röð. Þetta hlýtur að hafa verið afskaplega gaman, því heyra mátti undrun og hrifningarhróp til þeirra með stuttu millibili. Hér á I J myndinni er lítíll maöur ^ I að kíkja út á sjóinn, en 1 1 Hamrafellið á ytri höfn- J 1 inni. Kannski hefur hann 1 j séð karlana á dekkinu og J I jafnvel getað greint hvað 1 w þelr voru að gera. (Ljósm. ^ | Þjóðv. G. O.). q i**" ¦ >/./ ¦//¦¦¦¦• -¦¦¦ V .::¦: */: i ii.i: /¦:>¦/¦ /¦/¦: :¦::: .¦:>. /:.:>'*¦-:///: Tollskrárfrumvarpið komið úr nefnd Stefnt sé a un nauð- neyzluvarnings Meðferð tollskrárinnar á Alþingi „yfirborðs kennd", segir málsvari stjórnarflokkanna. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í fjárhagsnerncl efri deildar, Björn Jónsson, hefur lagt fram allmargar veigamiklar breytingartillögur við hina nýju tollskrá ríkisstjórnarinnar. Miða þessar breytingar allar að því að lækka í verði þær vörutegundir, sem mestu máli skipta fyrir almenna neytendur, gagnstætt þeirri meginstefnu sem felst í frumvarpinu að lækka einungis tolla á þeim vörum sem ekki teljast til almennra neyzluvara, enda játaði f jármálaráðherra í framsöguræðu sinni að tollalækkanirnar myndu ekki lækka almenn- ar neyzluvörur og engin áhrif hafa á afkomu vísitöluf jölskyldunnar. ililll Landhelgl Færeyja. Innri línan sýnlr sex milna mörkin frá grunnlínum, sú ytri tólf mílna. A skástrikuðu svæðunum hafa brezkir togarar stundað veiðar. Meginefni breyíingar- tillagna Alþýðubanda- lagsins er sem hér segir'- Tollur á búsáhöldum verði 50% í stað 100% samkv. frumvarpinu. Tollur á heimilistækj- um svo sem þvottavél- um og kæliskápum verði 50% í stað 80% samkv. frumvarpinu. Tollur á allmörgum almennum neyzluvörum lækki um 10—30% frá því sem er í frumv. Tollur á fatnaðj lækki í 60% í stað 90% sam- kvæmí frumvarpinu.* ToIIur á íþróttatækj- um verði 50% í stað 80% samkv. frumvarpinu. Endurgreidd verði allt að 75% tolla af bygging- arefnum til íbúðarhúsa, miðað við 340 rúmmetra íbúðastærð. te- •ntar fá áfram að weiða innan 12 mílna Sjá 3. síðu. Tollskrárfrumvarpið kom til 2. uimræðu í efri deild í gær, eftir að nefndir höfðu fengið það til meðferðar. I fjarveru Björns Jónssonar, fulltrúa Alþýðubanda- lagsins í fjárhagsnefnd deildar- arinnar, gerði Alfreð Gíslason læknir grein fyrir breytingartil- lögum þeim sem þingmenn AI- þýðubandalagsins flytja við toll- skrána. „Vfirborflskennd", meðferð Alþingis á málinu Það vakti athygli, að Ólafur Björnsson, framsögumaður stiórnarflokkanna fyrir hinu sameiginlega nefndaráliti þeirra, hóf mál sitt á því, að játa, að Alþingi gæfist ekki tími til þessi að fjalla um tollskrána á full-( nægjandi hátt og yrði öll með, ferð þess á þessu máli „yfir- borðskenndari" en æskilegt hefði verið. Þó kvaðst þingmaðurinn vona að þessi löggjöf yrði Al- þingi' ekki til minnkunar, þar sem færustu menn hefðu áður fjallað' um það. ÆÍla má að Olafur hafi þar átt við sér- fræðinga þá sem fengnir voru til þess að semja frumvarpið, — eða kaupmannasamtökin, sem höfðu tollskrána til meðferðar mánuðum saman áður en hún kom fyrir Alþingi. Nánar á 4 síðu -100% -75% 50% ¦25% I i • Fll ÆFR Farið verður í skiðaskála ÆFR tvívegjs í páskavikunni — á skirdag og laugardaginn fyr- ir páska, Ferðir heim á laug- ardag og 2. í páskum. Geta menn dvalizt 2 eða 4 daga^ í skálanum eftir vild sinni. Á kvöldin verða vökur með hljóðfæraspiU og leikjum og á daginn er upp'agt að kanna f jöll og dali. Kostnaður fyrir 2 daga 80 kr. og fyrir 4 daga 50 kr. Ferð- ir, skálagjald og kaffi eða kakó ixuiifalið. Tilkynnið þátttöku í skrifstofu ÆFR, sími 17513. 5 i i Petrosjan vann 2 7. skákina | VIOSKVU 8/4 — Petrosjan J 'ann sjöundu skákinaíein- 1 'fgi þeirra Botvinniks um J 1 eimsmeistaratitilinn í skák 1 -g hefur nú einn viíining ^ vfir, 4 á móti 3. Hann hef- I ur unnið tvær, en Botvinnik K eina. Petrosjan hafði hvítt ^ ¦' s.iöun'du skákinni sem fór ^ \' bið á laugardagskvöld og hafði hann þá betri stöðu og peð yfir. Áttundu skákina átti að tefla í dag. í Næstkomandi laugardag verður Þjóðviljinn að greiða upp skuld, sem nemur 225 þús- und krónum Þetta er fast að því helmingur þeirra fimm hunruð þúsunda, sem Þjóð- viljinn þarf óhjákvæmilega að standa skil á fyrir aðra helgi. Upp í þessar sfculdir hafa fórn- fúsir stuðningsmenn Þjóðvilj- ans lagt fram á þremur dög- um 75 þúsund krónur. A fyrri áfangann vantar þvi 150 þúsund krónur, og þær verður Þjóðviljinn að geta greitt fyrir hádegi næsta laugardags — án þess að stofna til nýrra skulda. Það væri mikill sigur fyrir Þjóðviljann og fyrir það fólk, sem hann er málsvari fyrir, að þessu marki yrði náð. Allar götur frá upphafi Þjóð- viljans hefur hann orðið að leita liðsinnis lesenda sinna, og þeir hafa aldrei brugðizt Ég er sannfærður um, að þeir gera það heldur ekki nú. Hinsvegar þarf nú óvenju snör handtök fjölmargra stuðnings- manna blaðsins. Það er ástæðulaust fyrir menn að setja það fyrir sig, þótt þeir geti ekki lagt eins mik- ið fram og þeir gjarna vildu. Allar upphæðir eru þegnar með þakklæti. En hraðinn og samtökin skipta hér öllu máli. Þau framlög, sem borizt hafa sfðustu* þrjá daga, eru nær eingöngu úr Reykjavík. En til þess að fullur árangur náist, er þess fastlega vænzt, að sem flestir stuðningsmenn í nágrenni Reykjavíkur og, annarsstaðar á landinu fylli flokk þeirra, sem þegar eru orðnir þátttakendur. Fyrir hádegi næstkomandi laug- ardag þarf Þjóðviljinn að geta lagt 150 þúsund, krónur á borðið. Sameinumst öll um að ljúka þessu verkefni með heiðri og sóma. Eggert Þorbjarnarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.