Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 10
r }|j SlÐA ÞIÓÐVILIINN Þriðjudagur 9. apríl 1963 — Hér er önnur, John. Brjóttu fleiri, ef þér léttir við það. — Bölvuð fyllibyttan sú ama. Af hverju gera þeir þetta? — Ó. John, þeir vita ekki hvers vegna þeir gera það! Þú skilur þetta ekki, þú þarft ekki á slíku að halda. Florinda reis á fætur. Hún gekk að glugganum og opnaði hlerana lítið eitt. — Hann léttir til, sagði hún. — Ef þú færð góðan nætuir svefn, geturðu þá lagt af stað í fyrramálið og riðið til ranchós- ins aftur? — Auðvitað. En hvað get ég gert þar? — Eg fer með þér. — Þú? Veizt þú hvað þú átt að taka tíl bragðs? — Það má vera. Hún sneri sér frá glugganum og brosti til hans annarlegu brosi. — Þú ert skyn-ugur náungi og þú ert við- reistur, en ég býst ekki við þú vitir mikið um fátækrahverfin í New York. Kvenfóikið þar verð- ur stundum fyrir áfalli. Og eitt skal ég segja þér, minn fíni vin- ur. Það sem fer verst með þær, er hin skelfilcga tilfinning að enginn hafi minnsta áhuga á hvað um þær verður. Hún strauk um órakaðan Hárgreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968 Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við aiira hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Sími 14662 Hárgreiðsiu- og snyrtistofa STEINO OG' DÓDÓ, Laugavegi 11. simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Simi 14853. Hárgreiðslustofa ADSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegj 13 simi 14656. Nuddstofa á sama stað MrUIUUI I ((V. ^ :§;;t -• 22991 ■ Grettisgötu 62 vanga hans. Dyrnar opnuðust og Silky kom inn. — Heyrðu. Florinda. Af hverju varstu svona lengi frammi? Veiztu ekki — nei, sæli- nú John. Komdu með inn, Flor- inda. — Eg kem strax og ég er búin að vísa John upp á aðra hæð. Hann gistir hér í nótt. — En flýttu þér, José hefur misreiknað sig eitthvað og aihr eru bálreiðir. — Láttu hana vera, Silky, sagði John. Hann sat á bekknum. Florinda strauk vott hárið á honum. — Taktu ekki mark á honum, Silky, hann hefur fengið full- mikið að drekka. Eg skal koma og syngja fyrir þá tvíræða vísu, svo að skapið batni. Silky hélt um húninn. — En hún kiemur þá strax? — Já. já. En fyrst er bezt ég segi þér að ég verð ekki hér á morgun. Eg verð að fara burt um tíma. Silky tók viðbragð. — Hvem sjálfan fjandánn ertu að tala um? Silky var ekki allltaf jafn- fínpússaður. Florinda sagði honum frá Garnetu. Silky var reiður. Hann vildi fá að vita hvernig hann ætti að hafa stjóm á barnum og spilavítnu samtímis. John ætlaði að segja eitthvað en Florinda kleip hann aðvarandi í hand- legginn. Silky þusaði góða stund. — Mér þykir það leitt, Silky, sagði Florinda l.oks. — Eg hefði ekki farið frá þér, ef ekki væri um lítf eða dauða að tefla. Silky hnyklaði brýrnar. Hann hikaði. Hann sneri upp á yfir- skeggið. — John, er sielpukom- ið í rauninni svona að fram komið? — Eg vona að hún verði enn á lífi þegar við komum þangað, sagði John. — Fari það, grábölwað, sagði Silky. — Er nokkuð sem þig vantar? — Óþreytta hesta, sagði John. — Þeir eru í girðingunni bak- við húsið. Nokkuð annað? — Hnakktöskumar eru úti á veröndinni. Biddu einhvem að ná í þær. Og gefðu Pabló að éta og vísaðu honum á næsturstað. Jú, óg ætlsði að hitta hann vin minn sern Fiorinda kallar Fagra Risa. Þegar hann kemur. þá segðu honum hvar hann getur fundið mig. — Jæja þá. Eg vona að frú Hale batni. Florinda, cf þú læt- ur svona lagað koma fyrir aft- ur, þá drep ég þig. — Ágætt. Og þá vorðurðu að útvega þér aðra fríðleiksstúlku sem taiar ensku og drekkur ekki og féflettir hrvorki þig né gest- ina. Komdu nú, John. Florinda tók lampann. John elti hana upp hrörlegan stigann. Þegar þau komu upp, sagði hann: — Silky var furðu liðlegur af honum að vera. Það er silfur í pung í einni töskunni. Segðu honum að ég skilji hann eftir, svo að hann skaðist ekki á fjar- Veru þinni. Florinda brosti háðslega til hans. — Fari það kolað, Johny, ef maður fær löngun til að gera góðverk, svo sem tiunda hvert ár, þá ættirðu svo sannarlega að leyfa honum það. — Eg veit ekki hve lengi þessi góðvilji endist. En það er til al- heimstungumál og það er ekki tónhst. — Þú ert sniðugur. Johny. Þetta er herbergið mitt. Þú get- ur sofið þar. Hún opnaði dyr og gekk inn með lampann. John stanzaði á þröskuldinum. Hann átti ekki von á að finna svona herbergi í Spilavíti Silkys. Það var Mtið herbergi með kölkuðum veggjum. En á vegg- ina hafði Florinda hengt blá- rúðótt teppi og það voru blárúð- ótt tjöld fyrir hlerunum ogsvip- að teppi á rúminu. Á veggbekkn- um voru margir bláleitir púðar. Á gólfinu voru svartar og hvít- ar mottur frá Santa Fe. Við annan hliðarvegginn var fomfá- legur, hvítmálaður fataskápur. Þarna var bvottaservantur meg fati og könnu og fötu og á veggnum stór spegilll og í einu horninu var hlíf, klædd bláu taui. Herbergið var sannkölluð lítil og hvít paradis. John leit í kringum sig og á útötuð fötin sín. — Þú átt þó ekki við að ég eigj að sofa hérna? — Jú, vjssulega. Það er ekk- ert annað herbergi. Við erum ekki vön að hýsa fólk. — En ég er ein skítaklessa frá hvjrflj til ilja. Ég hef ekki þvegið mér í marga daga. Og hvar ætlarðu sjálf að vera? — Mér datt í hug að þú svæfir í rúminu, þvi að þú ert svo örþreyttur. Ég get sofið á gólfinu. Ég hef sæg af ullar- teppum. — Ég fer ekki hænufet upp í þetta hreina rúm, sagði John —■ Og mér er alvara. — Nú, jæja, ég má ekki vera að því að rífast við þig, sagði Florinda og tók hlaða af ull- arteppum úr efstu hillunni í skápnum. — Leggðu þig þá á gólfið. Ég skal hafa hljótt um mig þegar ég kem ínn, svo að ég veki þig ekki. Það er sápa og vatn á servantinum og fleiri lífsnauðsynjar finnurðu bakvið hlífina. Hún lagði ullarteppin frá sér á rúmið. Jæja, ég verð vist að fara að sinna fyllibyttunum þam,a niðri. Við sjáumst á morgun. Hún fór út áður en hann gæti svarað. Veggimir inni í húsinu vom ekki þykkir og John heyrði hávaðann i gestunum á neðtt hæðinni. Honum stóð alveg á sama um það. Hann fór úr stig- vélunum og honum tókst að halda sér vakandi meðn hann þvoði sér um andlit og hend- ur. Þegar því var _ lokið, lagði hann ullarteppin á gólfið og hringaði sig inní þau. Þegar hann vaknaði, horfði hann stundarkorn ringlaður á bláu gluggatjöldi’1 svo mundi hann hvar hann var, sneri ser við og teygði úr sér. Glugga- hlerarnir voru lokaðir og tjöld- in dregin fyrir. en^ umhverfis þau var greinileg ljósrýk. John spratt á fætur og opnaði glugg- ann. Það var hætt að rigna. Sólin var komin upp eins og vanalega þegar ekki var rign- ing, var flest folkið utan dyra. John sá konur á ferli umhverf- is lækinn og hálfnakta diggara selja vatn. Stöku uxakerra ók um með farm af húðum. Þegar hann mundi að Florinda var enn sofandi, lokaði hann glugg- anum til að havaðinn bænst ekki inn. Hann gekk að rúminu _ og horfði á hana. Ljósa hárið breiddist útum koddann og hún hvíldi á því eins og breiðu. Hún var í flúnelsnáttkjól, hnepptum alveg upp í háls, hann var með löngum ermum og við líningam- ar var pífa, sem huldi hendum- ar næstum fram að fingurgóm- um. Hún var þá líka hégómleg í náttkjól, hugsaðj John dálitið undrandi, þar hann mundi eftir þvi að Florinda svaf ekki alltaf ein. ~ Hann vildi ekki vekja ha-- fyrr en hann mátti til. Hún hafði tekið með sér aukafötu af vatni sem stóð á gólfinu hjá servantinum. Hann fyllti könn- una að launum fyrir vatnið sem hann hafði notað kvöldið áður, tók fötuna og laumaðist út. Það var hljótt í veitingasölun- SKOTTA ■ j Aðaifundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga verð- ur haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 20. og 21. júní n.k. og hefst fimmtudaginn 20. júní kl. 9 árdegis. Dagskrá: samkvæmt samþykktum Sambandsins. ST JÓRNIN. V Æ, þessar flugur eru að gera mig vitlausan. Ætlarðu að segja mér, að þú getir ekki útiiokað nokkur skorkvikindi? fig er búinn að reyna allt: fiugnaveiðara og fimm teg- undir af silungaútbúnaðii. Það cru þeissar beinu að- gerðit. Þú átt að nota þessa óbednu aðgerðir. Nýtt Iakk er það bezta. Sparar rafmagn, ef vinurinn blæs í rétta átt. Aðalfundur Líftryggingafélagsins Andvöku verður haldinn á ísafirði fimmtudaginn 9. maí k] 2 e.h. DAGSKRÁ: 1. Yenjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. STJÓRNIN. A&alfundur Fasteignalánafélags Samvinnumanna verður haldinn á ísafirðj fimmtudaginn 9. maí að loknum aðalfundi Sam- vinnutrygginga og líftryggingafélagsins Andvöku. Dágskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. STJÓRNIN. Aðalfundur Samvinnutrygginga vqrður haldinn á ísa- firði fimmtudaginn 9. maí kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: 1. yenjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum stofnunarinnar. STJÓRNIN. Kjörskrárstofn fyrir Seitjarnarneshrepp vegna kosninga til Alþingis hinn 9. júní 1963 liggur frammi á skrifstofu Seltjarnar- nesshrepps. Kærufrestur er til laugardags- ins 18. maí n.k., kl. 12 á miðnæíti. Kær- t * ur skulu sendar skrifstofu hreppsins. Seltjamamesi 6. apríl 1963. Sveitarstjóri Seltjamarnesshrepps. I t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.