Þjóðviljinn - 10.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.04.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10, aPríl 1063 Verkstjórasamband W Islands 25 ára Rætt við verkstfórana Pálma Pálmason og Adolf Petersen MðÐVILHHN SlÐA *l „Verkstjórn nú til dags þarf að byggjast á tvennu fyrst og fremst: verkkunnáttu, og samúð og skilningi með verkamönnunum; því, að verk- stjórinn gleymi aldrei að hann er bara maður og þeir sem hann er að stjórna eru líka menn...“ „Já, góð verkstjórn verður að byggjast á verkkunnáttu, skilningi og samvinnu við starfs- fólkið — og ekki hvað sízt á því síðarnefnda“. Varkstjórasamband Islands er 25 ára í dag. Fyrir skömmu heppnaðist mér að ná tali aí þeim Pálma Pálmasyni og Adolf Petersen sameiginlega og fræðast af þeim um samband þeirra verkstjóranna. Pálml Pálmason er fæddur i Reykjavík 14. ágúst 1891, hálfur Reykvíkingur, hálfur Húnvetn- ingur og alinn upp í A.-Húna- vatnssýslu. Hann hefur ætíð beitt sér mjög fyrir hagsmuna- málum verkstjóra og verið for- maður Verkstjórafélags Reykja- víkur í 11 ár, eða lengur en nokkur annar. Adolf Petersen er yngri mað- ur, fæddur á Akureyri; hann hefur einnig verið í hópi for- ustumanna verkstjóra, var rit- ari Verkstjórafélags Reykjavík- ur 5 ár og ritari Verkstjórasam- bands Islands 6 ár og hann hefur átt drýgsta þátt í útgáíu Verkstjórans, ársrits verkstjóra, 6em nú hefur komið út í 16 ár. — Það hefur líklega verið' dálítið öðru vísi tilveran þegar þú byrjaðir sem verkstjóri. Pálmi, heldur en nú? — Já, það var dálítið snún- ara að lifa 1912 en nú. Eg byrj- aði hjá Áma gamla Zakarías- syni við Húnvetningabraut, hann þótti dálítið eftirgangs- samur við vinnu. Hann hafði verið hjá Norðmönnum, sem lögðu hér fyrstu vegina og lært verkstjóm af þeim. — Vinnutíminn? — Þá var unnið í 10 tíma með tveggja tíma matarhléi. Það þótti ákaflega góður vinnu- tími, eða „góðar hægðir" eins og þeir kölluðu það austanfjalls. — Hvenær stofnuðuð þið verkstjórar fyrsta stéttarfélag- ið? ' — Verkstjórafélag Reykjavik- ur, fyrsta félagið, var stofnað 3. marz 1919. Stofnendur voru 27. Fyrsti formaður var Bjami Pétursson, en auk verkstjómar liafði hann lagt stund á verzl- Uharslörf, bamakennslu og Söngkennslu. : _ Og svo hafið þið haldið •'áfram að stofna félög — og sámbandið þannig orðið til? — Pálmi lagði til 1935, svar- ar nú Adolf, að senda mann út um landið til að stofna verkstjórafélög og mynda landssamtök. en vegna fjár- skorts varð ekki af því. — Já, ég talaði um þetta á fundi í Verkstjórafélaginu í des. 1934, svaraði Pálmi, og það var kosin þriggja manna nefnd i málið. Það. lenti á mér að skrifa mönnum er við gátum grafið upp heimilisföng á úti á landi, aðallega í stærstu kaup- stöðunum. ' Við fengum svör frá 40—50 verkstjórum, en málið lá niðri þar til Geir Zoega vegamálastjóri kallaði verk- stjóra síná'til Reykjavíkur 1938. Það ár, 10. apríl, var Vcrk- stjórasamband lslands stofnað. — Hvað er það orðið fjöl- mennt? — Það eru félög, deildir úr sambandinu, á 14 stöðum úti um land og svo töluvert af ein- stökum félögsmönnum þar sem strjálbýlið er; — það er sam- band bæði félaga og einstakl- inga. — Og allir verkstjórar að sjálfsögðu í sambandinu. — Nei, í sambandinu eru um 600 manns, en talsvert af verk- stjórum eru utan sambandsins. — Hvaða kjör gilda fyrir þá óf élagsbundnu ? — Þeir nota sér taxta sam- bandsins og öll réttindi er það hefur áunnið en hliðra sér hjá greiðslu félagsgjalda. — Hver var fyrsta stjórn sambandsins? — Jóhann Hjörleifsson var fyrsti forseti, ritari Felix Guð- mundsson og gjaldkeri Jónas Eyvindsson. Pálmj Pálmason hann var formaður Verkstjóra- félags Reykjavíkur í ellefu ár, og aðalhvatamaður að stofn- un Verkstjórasambandsins. Jóhann Hjörleifsson, fyrsti for- seti Verkstjórasambandsins, for- seti í tíu ár. Adolf Petersen, ritari Verk- stjórafélagsins fimm ár og Verkstjórasambandsins sex ár, ritstjórli Verkstjóran* — En hafið þið ekki verið með námskeið? — Jú, þaðkom snemma í ljós, að frasðslumálin vœru mjög veigamikill þáttur fyrir stéttina. Það mun fyrst hafa verið 1926 að námskeið fyrir verkstjóra komst fyrst á dagskrá — en varð ekki af neinu. Nú er það Adolf sem hefur orðið. Það var fyrst 1936 að Verkstjórafél. Reykjavikur gekkst fyrir verk- stjóranámskeiði — samkvæmt tillögu Pálma Pálmasonar. Árið 1934 lagði hann tii að semjafrv. til laga um fræðslu fyrir verk- stjóra, og Geir Zoega o. fl. lögðu því máli lið, en því var vísað til ríkisstjómarinnar, og síðan heyrðist ekki af því. Það var fyrst 1961 að samþykkt vr lög um fræðslu fyrir verkstjóra, og var fyrsta nám- skeiðið samkvæmt þeim haldið s.l. haust. Verkstjórasambandið á fulltrúa í stjóm þeirra. Fyrsta námskeiðið á vegum Verkstjórasambandsins var 1938 og frá 1945—1959 voru alltaf námskeið annaðhvert ár á veg- um þess. Geir Zoega var alltaí vinveittur sambandinu og kenndi á fyrstu námskeiðum þess. — Útgáfustarfsemi ykkar? — Það kom fyrst á dagskrá á fundi, í Verkstjórafélaginu 1922 að gefa út sérstakt blað. Á fundi 18. apríl 1936 tók Pálmi upp þessa hugmynd, en það varð þó ekki fyrr en 1943 að hún komst í framkvæmd og Verkstjórasambandið hóf útgáfu Verkstjórans, en af honum eru komnir 16 árgangar. — Rit- stjórar hafa verið Einar Péturs- son lögfr., Ármann Kristinsson menntaskólakennari og Adolf Petérsen verkstjóri. — Hvað um kaup og kjör verkstjóra? ‘"•'•■rJ Laun voru ákaflega mis- munandi áður en sambandið var stofnað, svarar Pálmi. Sum- staðar höfðu verkstjórar líkt kaup og verkamenn, eða aðeins hærra, annarstaðar tvöfalt verkamannakaup — og allt þar á milli. Á fundi í Verkstjóra- fél. Reykjavíkur 1928 var það samþykkt að kaup verkstjóra mætti ekki vera undir 50% hærra en verkamannskaup, en þeirri samþykkt fékkst ekki al- mennt framgengt. Svo fara þeir að rifja upp ganginn í samningamálunum: 1929 er hafizt handa um kjarasamninga, en það gekk i árangurslausu þófi í 5 ár. Loks í marz 1935 gerir Vinnuveit- endasambandið samning við verkstjórafélagið — en það var ekki kjarasamningur heldur einskonar „vináttusamningur“! 26. maí 1936 gerir Verkstjóra- félagið „vináttusamning" við Alþýðusambandið, þar sem ASÍ viðurkennir Verkstjórafélagið og heitir , því stuðningi, gegn vissum skilyrðum varðandi af- stöðu til verkamanna — og tveim árum síðar ná verkstjór- ar fyrsta kjarasamningi sínum við Vinnuveitendafélagið. — Harðasta hríðin í launa- málum verkstjóra, segir Pálmi, var 1942. Ég man eftir því að þegar ég var í Soginu var einn heitasti fundur sem haldinn hefur verið f Verkstjórafélag- inu, einmitt um kjaramál. Eftir langvarandi þóf tókst loks samningur í des. 1943 — og í sept. 1944 er svo gerður fyrsti kjarasamningur milli Verk- stjórasambandsins og Vinnu- veitendasambandsins, og er hann í gildi enn með nokkrum breytingum. Eitt bezta ákvæði þess samn- ings að áliti margra verk- stjóra, er það, að f verkbönnum og verkföllum skulu verkstjór- ar vera algerlega hlutlausir, en halda kaupi meðan deila stend- ur. — Arið 1949 var samþykkt að ganga í Norræna verkstjór*- Frá hafnargerðinnl f Reykjavík. Uppfyllingarefnið tekið í Skólavörðuholtlna. Gatnagerð. Verið að steypa gatnamót Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar. Pálmi Pálmason verkstjóri lengst til hægri. sambandið segir Pálmi, og höf- um við haft samband við það síðan og oft með góðum árangri, en stöndum þeim jafn- fætis á margan hátt, t.d. ráku þeir fljótt augun í það, að á ýmsan hátt höfum við skýrari ákvæði en þeir. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að Pálmi og Adolf höfðu forgöngu um að Verk- stjórafél. Reykjavíkur kæmi upp félagsheimili — og 10 árujn síðar eða 1956 eignaðist það hluta af húsinu Skipholt 3. Það yrði 'langt mál ef þeir Pálmi og Adolf færu að segja frá verkstjórareynslu sinni, en Pálmi þekkir atvinnulífið hér í Reykjavík s.l. 50 ár. Við skulum aðeins smakka á end- urminningum þeirra. — Vinnubrögð hafa breytz't mikið frá því þú manst eftir, Pálmi. — Já, vinnubrögðin 1910 og 1960 eru ekki sambærileg. I hafnargerðinni hér í Reykjavík var sú ómannúðleg- asta vinna og þrældómur sem ég get hugsað mér......... Já, yfirverkstjórinn var danskur, harðhaus, en að mörgu leyti ágætiskarl. Þegar grafið var eftir fyll- ingarefni í Skólavörðuholtinu var seiling manns upp á jám- brautarvagnana, en þeir tóku 12 hestvagna hver. Tveir menn voru við að fylla hvern vagn. Væri ekki skilað sléttfullum vagni á 20—30 mín. fengu verkamennimir uppsögn i næsta útborgunarumslagi. Þetta var hægt af því þá var svo mikið atvinnuleysi. Þá var notuð fyrsta grafvélin sem kom til landsins. Ég lenii í þeim' flokki sem vann með henni. Skóflan ýtti alltaf nokkru undan sér út að spor- inu, og það urðum við að hreinsa á kvöldin. Klakaskorpan hékk í gryfju- barminum yfir körlunum og í frosti lagði gufukúf upp úr gryfjunni frá mönnunum. Kaffiskýli var ekkert, ég man við fórum í gamla hlöðu sem Hans póstur átti þar sem nú er Snorrabrautin. Það var byrjað aö vinna kl. 6 að morgni — ég varð að fara á fætur kl. 5 til að vera kominn til vinnu á réttum tíma — og það var unnið til kl. 10—12 á kvöldin og stundum lengur. Þá var dagkaup, hvenær sem unnið var, 30 aurar á klst. Danski verkstjórinn mun hafa ætlað að borga meira, en is- lenzkar undirtyllur tjáð honum að slíkt væri alger óþarfi og næði ekki átt, því við hafnar- gerðina var eitt fyrsta verk- fallið hér, — einmjtt til að koma kaupinu upp í 30 aura. — Hvenær var fyrst farið að hita upp kaffiskýlin? — Árið 1940 fékk ég ofn i skúrinn okkar, og skippund af kolum, svarar Adolf. Ég sendi reikninginn inn með öðrum reikningum — en fékk hann endursendan — og borgaði kol- in sjálfur. Veturinn eftir keypti ég aftur kol og sendi reikninginn inn — og nú fór hann í gegn. Síðan hafa skúr- arnir verið upphitaðir. Það var ekki hægt að lifa í köldum gisnum skúrum að vetrarlagi, heldur Adolf áfram. Eiginlcga var það glæpur að senda menn út til vinnu í vetr- arkuldum, eins og þeir komu til reika stundum á atvinnu- leysisárunum. Ég man þegar við vorum að leggja Nýbýla- veginn veturinn 1936 sérstak- Iega eftSr cinum karli, væskils- legum, horuðum. Hann var í flegnum pcysugarmi yzt fata, berhentur og á götóttum skó- ræflum. Það var krapaveður. — Það gctur hvcr sagt sér sjálfur hvernig honum, og öör- um slíkum hefur liðið, — Já, segir Pálmi, ég man líka eftir tveimur körlum, sern aldrei komu með annað en kaldan plokkfisk í nesti fyrir daginn, sem þeir svo mauluðr Annar þeirra átti 12 börn, viss. ég. Það var voðalegt líf sem margir verkamenn lifðu þá. — í hverju telur þú góða verkstjóm nú vera fólgna, Pálmi? — Góð verkstjóm nú til dags, svarar Pálmi, þarf að byggjast á tvennu fyrst og fremst: verk- kunnáítu, og samúð og skiln- ingi með verkamönnum; því, að verkstjórinn gleyml því aldrei að hann er bara maður og þeir sem hann er að stjórna eru Iíka menn. — Og þú Adolf? — Já, góð verkstjóm verður að byggjast á verkkunnáttu, skilningi og samvinnu við verkafólkið — og ekki hvað sízt á því síðaracfnda. Og vegna þess hve injög hefur á- unnizt í fræðslumálum stéttar- innar getum við litíð björtum augum til framtíðárinnar. J. B. Dýrt að móðga de Gaulle Það er dýrt að fara móðg- andi orðum um de Gaulle Frakklandsforseta. Tveir ungir Frakkar og belgískur kaupsýslumaður sannfærð- ust um það nú fyrir nokkr- ^ um dögum. Frakkamir tveir k höfðu ekki að áliti lögregl- ™ unnar sýnt forsetanum til- fe hlýðilega virðingu þegar bíll ® hans ók framhjá þeim á Champs Elysées, heldur höfðu þeir fussað og svei- að að sögn lögreglumann- anna sem handtóku þá á stundinni. Þeir voru dæmd- ir í 4.500 og 10.000 króna -ktir fyrir. xsr \ i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.