Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. apríl 1963 — 28. árgangur — 87. tölublað. • Samkomulag heíur tekizt milli Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnar- flokksins um samstöðu í komandi Alþingiskosningum og undirrituðu fullfrúar þessara aðila yfirlýsingu þess efnis síðdegis í gær. • Bjóða þessir aðilar fram í nafni Alþýðubandalagsins á grund- velli stefnuyfirlýsingar, sem starf- að verður eftir á kjörtímabilinu. Munu framboð Alþýðubandalags- ins verða birt næstu daga, • í blaðinu á morgun verður birt yfirlýsing sú, sem samninganefndir þessara aðila undirrifuðu á fundi sínum í gær. Yfirlýsing F. f. „Vegina forsíðufréttar I dagblaðinu Vísi í dag, með fyrirsögninní „Tæknileg bilun Hrímfaxa talin vafa- laus", leyfi ég undirritað- ur tnér að taka fram eft- irfarandi: 1. — Það er einlæg von allra að takast megi að finna orsakir þessa sorg- lega slyss. Nefnd sérfræð- inga hefur verið falið að ráða þá gátu, en hún hef- ur enn ekki komizt að neinni niðurstöðu, sem ekki er heldur við að bú- ast, þar sem svo skammt er um liðið, en verkefni nefndarinnar margslung- ið og flókið. Ber því miög að víta allar ábyrgðarlaus- ar fullyrðingar um orsak- ir slyssins á þessu stigi málsins, og ég fullyrði að ég mæli fyrir munn allra heiðvirðra manna þegar ég staðhæfi að slíkt sé öllum i óþökk. 2. — Þá ber einnig að harma annað smekkleysi, sem fram kemur í fyrr- greindri grein i Vísi í dag — atriði, sem auðveldlega gæti valdið misskilningi og sársauka hjá aðstand- endum þeirra sem fórust. Reykjavík. 17. apríl 1963 Örn Ó. Johnson, forstj. Flugfélags íslands h.f." Sameiginieg f ramboi Alþýðu- bandalagsins og Þjóðvarnar BreiSari samstaSa vinsfri manna i komandi kosningum en um árabil • í ræðu sinni í útvarpsum- ræðunum í gærkvöld, skýrði fyrsti ræðumaður Alþýðu- bandalagsins, Karl Guð- jónsson, frá því að samkomu- lag hefði tekizt .um sameig- inleg framboð Alþýðubanda- lagsins og Þjóðvarnarflokks- ins í kosningum þeim, sem fram eiga að fara í yor. Undirrituðu fulltrúar þess- ara aðila yfirlýsingu um þe'tta á fundi síðdegis í gær. • Þjóðvarnarflokkurinn mun standa að 'fram- boðum með Alþýðubandalaginu og í nafni þess á grundvelli sameiginlegrar stefnuskrár, sem starf- að verður eftir á kjörtímabilinu. Karl Guðjónsson skýrði frá jgærkvöld og fer niðurlag ræðu samkomuifigi þessu í lok r>'; " | h.-ns hér á eftir: sinnar við útvarpsumræðmr I Að undanförnu hafa staðið yf- dboS gegn launþegum efna núverandi stjórnar Gegn þeirri stefnu verður almenningur að rísa í komandi kosningum í ræðu sinni við útvarpsumræðurnar í gær- kvöld rakti Eðvarð Sigurðsson þróun kaup- gjalds- og kjaramála á því tímabili, sem nú- verandi stjórnarflokkar hafa farið með völd, eða allt frá því „að Sjálfstæðisflokkurinn mynd- aði minnib*utastjórn Alþýðuflokksins" síðla árs 1958, eins og EðvarS komst að orði. Afrek þessarar sjórnarsamsteypu eru í stuttu máli: "-(r 1 ársbyrjun 1959 var allt samningsbundið kaup verkalýðs- félaganna Iækkað með lagaboði um rösk 13%. -Ar Snemma árs 1960 hófst við- rcisnin með stórfelldri gengis- lækkun og gífurlegum verðhækk- unum, sem henní fylgdu. •ir í bæði skiptln voru löglegir samningar verkalýðsfélaganna rofnir með lagaboöi. Verkalýðshreyfingin beið á- tekta allt fram til miðs árs 1961 og hafði margsinnis leitað eftir samkomulagi við ríkisstiórnina um leiðir til þess að bæta kjör almennings án þess að til verk- falla þyrfU að koma, en ríkis- stjórnin hafnaði öllu samkomu- lagi. Á árunum 1959—1961 hafði kaup verkarnanna því verit lækkað um 13% og & sama tími hafði verðlag hækkað vm 11.) samkvæmt útrelkiníngiBn Haö* storunnar. ' Þegar svo var komíð knúðl verkalýr ' ravfingin fram nokkrj aj kja. Lur, en ríkisstjórnin greip jafnskjótt til gengislækk- unar til þess að skerða kjör ai- mennings á ný. Og öllum kjarabótum, sem verkalýðshreyfingin hefur knúið fram til þessa, hafa stiórnar- flokkarnir látið ræna aftur af Hrapaði í Hengli Um kl. 5 sd. á skírdag hrap- aði unglingspiltur í Hengli. Var hér um að ræða skáta frá Beykjavík, 16—17 ára gamlan. Hann var einn á ferð í fjall- inu, þegar snjóhengja brast und- an honum og mun hann hafa fallið um 2 mannhæðir. Pilt- urinn varð að ganga aleiðis til byggða og mun hafa komist mest^alla leiðina. Kl. 10 um kvöldið kom svo sjúkrabíll frá Selfossi og flutti hann á Slysa- varðstofurta í Reykjavík. Grun- «r lék á að hann væri hand- leggsbrotinn og ef til vill eitt- hvað meira brákaður. verkalýðnum með nýjum verð- hækkunum, þótt stjórnin hafi ekki þorað annað en að viður- kenna réttmæti þess að verka- menn fengju nokkrar kjarabæt- ur. Þar við bætist að ríkisstjórnin hefur iðulega gripið til þess að setja ofbeldislög gegn verkalýðs- hreyfingunni og fleiri stéttum, þar sem löglega boðaðar vinnu- stöðvanir voru bannaðar og loks má minna á gerðardómslögin ill- ræmdu gagnvart sjómannastétt inni á sl. sumri. — En þegar ríkisstjórnin kom til valda var það eitt af fyrirheitum hennar að hafa engin afskipti af vinnU' deilum verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda. Vegur ríkisstjórn- arinnar er því varðaður valdboð um- gegn verkalýðshreyfingunni og öllu launafólki. Ræðu sinni lauk Eðvarð á eft- irfarandi hátt: „Stefna stjórnarflokkanna á liðnu kjörtímabih hefur fært launþegum lækkaðan kaupmátt og lengdan vinnudag. Réttindi og frelsi verkalýösfélaganna hef- ur hvað eftir annað verið skert. Þeir krefjast nú endurskoðunar á vinnulöggjöfinni til þess að þrengja kosti verkalýðshreyfing- arinnar enn meira. Gegn þesssari stefnu verður alþýða þessa lands að fylkja liði í komandii kosningum. Með öflugri sókn í kosningunum, sem helst í hendur við hagsmuna baráttuna er hægt að tryggja batnandi lífskjör, styttan vinnu- dag með óskertum tekjum og vernda frelsi og réttindi verka- lýðshreyfingarinnar". ir samningar milli Alþýðubanda- lagsins og Þióðvarnarmanna um að þessir aðilar standi sameigin- lega að framboðum við kosning- arnar 9. iúní n.k. Þjóðvarnarflokkurinn gerði Al- þýðubandalaginu tilboð um laus- tengd kosningasamtök, þannig að Þióðvarnarflokkurinn yrði ekki beinn aðili að Alþýðubandalag- inu en stæði hins vegar að sam- eiginlegum framboðum með því á grundvelli stefnuyfirlýsingar sem starfað yrði eftir á kiör- tímabilinu. Samningar um þetta hafa tekizt og verið undirritaðir. Okkur Alþýðubandalagsmör.n- um er þetta mikið fagnaðarefni og svo mun og vera öllum þeim, sem af einlægni vilja spyrna gegn þeim hsettum sem við bióð okkar blasa, ef haldið yrði á- fram á þeim brautum, sem nú- verandi rikisstiórn hefur markað sér. Okkur Alþýðubandalagsmönn- um er það vel lióst, að mörg- um framsæknum fylgismanni okkar hefur þegar fundizt of lengi dragast að við tækium að birta framboðslista á vegumokk- ar hreyfingar. Nú væntum við þess að þeir skilji, að sú bið var vel til vinnandi af því að hún leiddi til þeirrar sameiningar vinstri aflanna, sem nú er orðin. Framboðsíistar Alþýðubanda- lagsins munu nú taka að birtast hver á fætur öðrum. Á þeim öllum munu Þjóðvarnarmenn skipa ýmís sæti, enda standa þeir að þeim og vinna að fram- gangi þeirra við okkar hlið í ðll- um kjördæmum landsins. Alþýðubandalagsmenn, Þjóð- varnarmenn og aðrlr vinstri- menn um land allt. Biðinni eftir aukinni samstöðu þeirra afla, sem áður voru dreifð og ósam- taka er Iokið. Við hcfjum kosn- ingaundirbúninginn af mciri þrótti og á breiðari grundvelli en áður. Samtðk okkar munu reyn- ast sigursæl, enda þarf þjóðin þess fremur við nú en oft áð- ur". Útdráttur úr ræðu Karls er birtur á 4. siðu blaðsins í dag. Húsbóndavaldið er í höndum launþega á kosningadaginn viðreisninni. — — Níiverandi ríkisstjórn verðskuldar ,»við- reisnarheitið" að einu leyti fyllilega. Hún hef- ur unnið ósleitilega að viðreisn peningavalds- ins í landinu og bættri aðstöðu bankavalds og gróðamanna. En á sama tima eru vinnustétt- irnar nauðbeygðar til þess að lengja vinnudag sinn svo, að við beina vinnuþrælkun jaðrar og fjöldamargir opinberir starfsmenn svo sem kennarar, læknar og verkfræðingar hafa hrak- izt úr stöðum sínum og jafnvel af lanli brott. vegtia versnandi lífskjara, sem leitt hafa af Á þessa leið fórust Aifreð Gíslasyni m.a. orð í upphafi ræðu sinnar við útvarpsumræðurnar í -gærkvöld. Þá vék Alfreð að því, að ann- ar aðalþáttur viðreisnarstefnunn- ar snýr að erlendu fiármálavaldi, sem ríkisstiórnin hefur mjög leitað eftir tengslum við. Þar ar að leita orsakanna fyrir réttinda- afsalinu í landhelgismálinu, en sú hætta vofir vissulega enn yf- ir, að svikasamningurinn við Breta um undanþágur til veiða í landhelginni verði enn fram- lengdur á næsta ári, ef núver- andi stiórnarflokkar fá að ráða. Samningur sá, sem Danir hafa gert við Breta um færeysku landhelgina sannar það m.a. ó- tvírætt. Lík finnst í porti við sænska frystihúsið í gær fannst lík af fullorðn- um manni í portinu við sænska frystihúsið. Skafið var yfir líkið og er talið líklegt að maðurinn hafi sofnað þarna og króknað í hríðinni í fyrrinótt. Þar sem ekki hefur náðst samþand við aðstandendur mannsins er ekki hægt að birta nafn hans að sinni. Það hefur sannast á núver- andi rikisstiórn, að hún stefnir að innlimun landsins í Efnahags- bandalag . Evrópu og tilraunir hennar til þess að laða hingað erlent einkafiármagn eru aðeins forsmekkurinn að því. Ríkis- stiórnin er enn við sama hey- garðshornið þar enda þótt hún afneiti öllum fyrirætlunum í þá átt fyrir kosningarnar. En þess- ar blikur eru engu að síður é lofti. Nú þegar skammt er til kosn- inga reynir ríkisstiórnin að gera yfirbót vegna væntanl. skulda- skila. Uppi eru höfð ýmis gylli- boð, tollalækkanir, auknar bæt- ur almannatrygginga o.fl. o.fl. En hér er aðeins á ferðinni svikalogn til að blekkja í kosn- ingabaráttunni. Þess má víða sjá daymi. Tollalækkanirnar hafa t. d. ekki áhrif á framfærsluvísi- töluna, þar sem nauðsynjavörur lækka ekki í verði, og færa bvi almenningi engar k.iarabætur. Og úlfshárin gægiast víðar fram. Þannig á t.d. ekki að ákveða launakiör opinberra starfsmanna fyrr en eftir kosningar. Enda mun bá enn draga að skulda- dögum, og ný verðbólga skelia yfir, ef þeir flokkar, sem n'i ráða sitia áfram við st.iórn. FyrirætlaniT stiórnarínnai koma raunar Ijóslega fram í ársskýrslu Seðlabankans, sem nýlega var birt. Þar er fagnað batnandi aðstöðu peningastofn- ana undanfarið, en harmað að launþegar skyldu einnig bera nokkuð úr býtum með auknum þióðartekium og hafðar uppi hótanir um það, að gerðar verði Framhald á 2. síðu. .i Rannsókn fíags/yssins haldiB áham • Rannsókn Hrím- faxaslyssins er enn haldið áfram en ekki lágu neinar niðurstöður hennar fyrir í gærkvöld og er þeirra tæjast að vænta fyrr en að nokkr- um dögum liðnum. • Ýmsar getgátur eru uppi um orsakir flugslyssins en ástæðu- laust að nefna þær meðan ekkert frekar liggur fyrir, enda þótt eitt dagblaðanna hafi í gær eftir , formanni norsku rannsóknar- nefndarinnar, Gunnari Halle ofursta, óstaðfest- ar tilgátur hans. Rann- sókninni er haldið á- fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.