Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. apríl 1963 ÞI6ÐVILI1NN SlÐA 3 Askenazí í Bretlandi Margir fjöldafundir hafa að undanförnu verið haldnir í Sýrlandi til að krefjast sameiningar við Egyptaland og er myndin af einum þeirra. Hefur nú almenningur fengið ósk sína uppfyllta — hvernig sem sameiningin reynist í framkvæmd. Egyptaland, Sýrland og írak endurreisa Arabalýðveldið KAIRO 17/4 — Mikil hátíðaliöld með fjöldafund- um, skrúðgöngum og fallbyssuskotum voru í dag í borgunum Kairo, Damaskus og Bagdad; eftir að tilkynnt hafði verið að ríkisstjórnir Egypta- lands, Sýrlands og íraks hefðu orðið sammála um að stofna arabískt ríkjasamband. Samkvæmt yf- irlýsingunni miða arabaríkin þrjú að stjórnarskrá sem minnir talsvert á stjórnarskrá Bandaríkjanna. 1 nýja arabíska ríkjasamband- inu verður tveggja deilda þing- Jcerfi — öldunga- og fulltrúa- deild — sem eiga að fjalla um tillögur ríkisstjómarinnar og kjósa þrjá varaforseta, einn fyr- ir hvert ríki. Forseti ríkjasam- bandsins mun hafa mjög víð- tækt vald. Ríkin í sambandinu eiga að hafa sameiginlega utan- ríkisstefnu, sameiginlega her- stjóm, sameiginlega efnahags- áætlun og menningar- og upp- lýsingastarfsemi. Hinsvegar lítur út fyrir að stjómarsendinefndum landanna þriggja við samningana í Kaíró gangi ekki vel að koma sér sam- an um stöðu stjórnmálaflokka í nýja ríkjasambandinu. 1 yfirlýs- ingunni eru stjómmálaflokkam- ir ekki nefndir beinlínis, en talað er um frelsi til að ..mynd i lýðsamtök". Þetta óljósa orðalag varðandi eitt mikilvægasta atriði samning- anna um endurreisn arabíska sambandslýðveldisins hefur gefið mönnum ástæðu til að efast um að undirskrift þeirra sé endan- leg staðfesting á því að Sam- bandslýðveldi Araba sé endur- reist. Formaður byltjngarráðsins í Sýrlandi, Atassi hershöfðingi, sagði í tveggja tíma ræðu sem hann hélt við hersýningu í Damaskus í dag, að nú hefði verið lagður grundvöllur að ar- abaríki með 140 milljón íbúum pg geysi'legum auðlindum. Verð- ur þetta grundvöllur að sam- einingu allra araba í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sagði hann. Útvarpið í Bagdad tilkynnti að bæði miðvikudagur og fimmtudagur yrðu opinberir frí- dagar í tilefni stofnunar ríkja- sambandsins og jafnframt var fólk beðið að hræðast ekki þótt það heyrði fallbyssuskot því þar værj aðeins um fagnaðarskot að ,ræða. Stúdentar fóru í skrúð- jgöngu um götur borgarinnar í dag og fjöldafundir voru haldn ir. Sallal forseti Jemen sagði í útvarpsræðu frá Sana í dag að Jéírfén ’yrðj fyrsta landið - sem gengi í arabíska ríkjasamband ið. Yfirlýsingin frá Kairo um stofnun sambandsins vakti líka mikla athygli i Líbanon og þar gáfu mörg dagblöðin út auka- blöð. Forsætisráðherra Alsír, Ben Belia, sagði rétt áður en yfiriýsingin var gefin að Alsír styddi hugmyndina um arabískt ríkjasamband. Við höldum að í þetta sinn muni það í raun og veru hafa einhverja þýðingu fyrir arabaheiminn, sagði hann Sýnir í Mokka Dagur Sigurðsson sýnir um þessar mundir olíumálverk, teikn Nasser, foreta Egyptalands, hef- , j tréskurðarmydir ur a ny tekizt að koma saman . Sambandslýðveldi Araba. kaffihúsinu vörðustíg. í Mokka við Skóla- Mikfor vhmudeifor aí byrja í Noregi? OSLÓ 17/4 — I allan dag og fram á nótt stóðu yfir samninga- fundir milli fulltrúa vinnuveit- enda og norska alþýðusambands- ins mcð sáttasemjara ríkisins í því skyni að finna lausn á mestu vinnudeilu sem orðið hefur í Noregi. Reikningur H.í. Eimskipaíélag Islands fyrir árið 1962 liggur frammi á aðalskrifstofu félagsins frá 19. apríl n.k til sýnis fyrir hluthafa. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Ef þessir samningar hafa ekki tekizt fyrir morgundaginn hefst mesta vinnudeila sem orðið hefur í Noregi. Vinnuveitendasamband- ið hefur hótað því að loka úti frá vinnu sinni 76 þúsund manns, en á hinn bóginn hafa verka- lýðsfélögin boðað verkfall f flestum starfsgreinum. Samningaviðræður hófust síð- I degis í dag, stóðu frameftir kvöldi og þegar síðast fréttist hafði ekki gengið neitt saman með deiluaðilum. Búizt var við að viðræður mundu halda áf’'=m frameftir nóttu. Sækir ekki um hæli sem pólitískur flóttamahur jIVERPOOL 17/4 — Hinn kunni sovézki píanó- eikari, Vladimír Askenazí, sem hefur ákveðið að setjast að í Bretlandi um sinn ásamt konu sinni Þórunni Jóhannsdóttur, sagði í viðtali við hlaða- menn í Liverpool í kvöld að ekki kæmi til mála að hann sækti um hæli í Bretlandi sem pólitísk- ur flóttamaður. Hann sagðist hafa talað við sovézka sendiráðið í London um að fá landvistarleyfi í Bretlandi. Þeir virtust skilja aðstæður mín- ar og ekki hafa neitt á móti að ég byggi í Bretlandi, sagði hann. Askenazí sagðist enn hafa sovézkt vegabréf svo að hann gæti ef hann óskaði þess, farið aftur til Sovétríkjanna þegar hann vildi. Þórunn sagði við blaðamenn- ina að þau hjónin væru nú í fríi og óskuðu aðeins eftir að hvíla sig. Enn væri ekkert á- Mótmæltu máls- höfðun gegn Julian Garcia BRUSSEL 17/4 — Allmargir Spánverjar brutust í dag inn í spænska sendirá2ið í Bmssel til að mótmæla málshöfðuninni á hendur verkalýðsleiðtoganum Juiian Grimau Garcia, sem hef- ur setið í fangelsi í Madrid siðan í nóvember í fyrra. Menn- imir komust inn i sendiráðið með því að brjóta glugga á annarri hæð með hamri. Lögreglan í Madrid heldur því fram að Gareia eigi sæti í miðstiórn spænska kommúnista- flokksiins sem er bannaður. Réttarhöld gegn honum eiga að hefjast á morgun. Góðar heim- ildir í Madrid herma að sak- sóknarinn hafi í hyggju að byggja málið gegn Garcia á afbrotum sem hann á að hafa framið í borgarastyrjöldinni og ætlj að fá hann dæmdan í a- m.k. 30 ára fangelsi. Það voru um 100 Spánverjar sem tóku þátt í mótmælunum við sendiráðið í Brussel og í Róm safnaðist einnjg mannfjöldi fyrir framan spænska sendiráðið til að sýna stuðning við Garcia. kveðið um fleiri hljómleika. Vladimír er nú 25 ára gam- all, en Þórunn 23 og hefur hún búið í London í 17 ár. Hún sagði að eina ástæðan til að brezka innanríkisráðuneytið leyfði manni hennar að dveljast í Bretlandi væri að hún sjálf hefði þegar leyfi til þess. Vladimír Askenazí lagði á- herzlu á að ákvörðun hans um að setjast að i Bretlandi væri ekki af pólitískum toga spunnin. „Mér þykir vænt um land mitt og vil gjarnan fara þangað aft- ur og halda hljómleika. En ég hef ekki í hyggju að gera það einmitt núna. Konan mín óskar eftir að vera í Bretlandi hjá fjölskyldu sinni og mig langar ekki að yfirgefa hana. Mér er sama þótt ég dveljist hér ef henni líður vel“ sagði hann. Þórunn og Vladimír Askenazí giftust í Moskvu 1961. Þau eiga einn son, Vladimír, ársgamlan og eiga von á öðru barni í nóv- ember eftir því sem Þórunn sagði brezku blaðamönnunum. Vladimír Askenazí þykir einn efnilegasti ungi píanóleikarinn í Sovétríkjunum núna. Hann fékk 1. verðlaun í alþjóðlegu Tjai- kovskí keppninni í fyrra ásamt Bretanum John Ogdon. Hann hefur verið í hljómleikaferð um Bretland að undanfömu og fór fyrr í vetur í hljómleikaferð um Bandaríkin. Gestirnir eru veðurtepptir Akureyri 16/4 — Á föstudag- inn langa... kom „hár íríður h$p- ur frá Vesterás í Svíþjóð og er þetta vináttuheimsókn frá þess- um vinabæ Akureyrar. Kom TólkiO' 'mb'ð nbrslíH flugvél' ; frá Osló. Meðal annarra eru i þess- um hópi frajnámenn bæjarfé- lagsins og rektor menntaskólans í Vesterás og kona hans og 45 manna lúðrasveit, menntaskól- ans, en alls mun hópurinn telja 60 menn og konur. Menntaskóla-, nemamir gista í heimavisti Menntaskólans á Akureyri og af- gangurinn á Hótel KEA. Nú er hópurinn veðurtepptuo á Akureyri en ætlunin var að fljúga heimleiðis í dag. Þ. J. Pesrson fatin stjórnarmyndnn OTTAWA 17/4 — Sejnt í kvöld var formanni Frjálslynda f’okks- ins i Kanada, Lester Pearson, falið að mynda nýja stjórn eftir að íhaldsstjórn John Diefenbak- crs hafði sent lausnarbeiðni til landsstjórans George Vanier. Stjórn Diefenbakers fer frá um hádegi n.k. mánudag og er reiknað með að ný stjórn Pear sons vinni ,þá embættiseið um leið. Lester Pearson, sem verður 14. forsætisráðherra Kanada, sat á klukkutíma fundi með Vanier landstjóra í kvöld og titkynnti á eftir að hann hefði verið beðinn um að mynda stjém og hefði tekið það að sér. Dieíenbaker sagði við blaða- menn eftir 20 minútna fund hjá landstjóranum að hann hefði skýrt honum formlega frá kosn- ingaúrslitunum 8. apríl. Dief- enbaker sagðist mundu starfa áfram sem leiðtosi stjórnarand- stöðu íhaldsfiokksins. Sósíalkretítflokkurinn til- kynnti í kvöld að þingfulltrú arnir sex frá Quebec. sem áður höfðu sagzt mundu styðja stjórn Pearsons. hefðu nú dregið sig til baka. Þeir munu hafa sömu sfsjþðu og flokksfélagar sínir, '•cgði flokksstjórnin. Ný dráttarbraut á isafirði Isafirði, 9/4. — Ný dráttar- braut sem Marzelíus Bernharðs- son hefur verið að byggja var tekin í notkun 4. þ.m. og var þá fyrsti báturinn tekinn upp. Var það bátur frá Súgandafirði. Dráttarbrautin er enn ekki full- gerð en hún getur tekið upp 400 lesta skip. i Nýjustu AB-bækurnar .. ...” •- V"-'. • ! STORMAR OG STRÍÐ Um ísland og hlutleysið eftir Benedikt Gröndal alþingismann Bók, sem fjallar um umdeildasta þátt ís- lenzkra utanríkismála, og varpar nýju ljósi á ýmsa atburði, sem varða ísland síðustu áratugi-' HVÍTA NÍL eftir Alan Moorehead Þýðandi Hjörtur Halldórsson Heimsfræg bók um einhverja sögulegustu Og hættulegustu landkönnun veraldarsög- unnar — könnun Mið-Afríku og leitina að upptökum Nílar. ! | ALMENNA BOK AFELAGIÐ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.