Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA HÓÐVILIINN Fimmtudagur 18. apríl 1963 Ctgefandi: Sameinmgarflokkur aJþýðu — Sósíalistaflon urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson Magnús Kiartansson. Sigurð- ur Guðmundsson Cáb) Fréttaritstjórar: Jón B.iarnason Sigurður V Friðbiófsson. RMiSf' •'••"'vsingar orentsmiðia Skólavörðust 19- Sími 17-50(1 (5 línur) Áskriftarverð kr 65 á mánuði r AætEunargerö ^rin eftir að heimsstyrjöldinni lauk hafa verið kölluð „kalt stríð“ og þau hafa í okkar hluta heims einkennzt af linnulausri „baráttu gegn kommúnismanum“. En á sama tíma hefur ver- ið athyglisvert að fylgjast með því hvernig auð- valdsríkin í Vestur-Evrópu hafa í sívaxandi mæli tekið upp sósíalistískar hugmyndir í efna- hagsmálum og reynt að hagnýta þær til að draga úr ýmsum verstu annmörkum auðvalds- skipulagsins. Hugmyndalega séð hefur kapítal- isminn verið á stöðugu og hröðu undanhaldi einnig í .Vestur-Evrópu, „endurskoðunarstefna“ hefur vaðið uppi og borið verulegan árangur, þótt hinar innri andstæður þjóðfélaganna verði að sjálfsögðu ekki upprættar með neinum hálf- verkum. Eitt þeirra atriða sem þannig hafa ver- ið tekin upp úr hugmyndakerfi sósíalista er gerð þjóðhagsáætlana, en með þeim reyna rík- isvaldið og stofnanir þess að ákveða efnahags- þróunina og takmarka stjórnleysi auðvalds- skipulagsins. Hefur áætlunargerð af slíku tagi stöðugt farið í vöxt í ýmsum ríkjum Vestur- Evrópu og víða borið umtalsverðan árangur, til að mynda í Frakklandi þar sem grundvöllur- inn var lagður af vinstristjórninni fyrst eftir styrjöldina. En það hefðu sannarlega þótt mik- il og ólíkleg tíðindf - fyrir^-nokfe?ura:''''áratugum að auðvaldsríkin ættu eftir að taka upp sína tegund af áætlunarbúskap, eftir öll þau fim sem sögð voru um sovézku áætlanirnar. Qg nú segist Sjálfstæðisflokkurinn íslenzki — flokkur hins óhefta einstaklingsframtaks — vera búinn að láta semja þjóðhagsáætlun, og hún á meira að segja að vera skrautfjöðurin í kosningabaráttu flokksins! Hvernig væri að Heimdellingar gæfu nú út bækling með „eigin orðum“ leiðtoga sinna um þvílíkan kommún- isma? Öllu hlálegri hugmyndalegan flótta mun vart hægt að hugsa sér, þótt hann sé því mið- ur aðeins hlálegur enn sem komið er. Þjóðhags- áætlun sú sem birt hefur verið er harla gagns- lítið plagg; þar er fátt ákveðið að finna nema um framkvæmdir á þessu ári sem þegar hafa verið ákveðnar af Alþingi og ríkisstjórn. Síð- an koma almennar hugmyndir um næstu árin á eftir án þess að nokkrar ráðstafanir séu gerð- ar til að tryggja það að veruleikinn verði í sam- ræmi við áætlunina. Og eins og vænta mátti er mjög lágt ris á hugmyndum stjórnarflokk-* anna um framtíðina, þar er gert ráð fyrir að allt hjakki í svipuðu fari og ekki verði ráðizt í nein stórvirki til þess að tryggja nauðsynlega atvinnuþróun á íslandi, heldur einblínt á riauð- syn þess að festa í sessi þá stórfelldu kjaraskerð- ingu sem framkvæmd hefur verið á undanförn- um árum. Þær staðreyndir sýna að til þess að hressa upp á gjaldþrota kerfi er ekki nægilegt að ræna hugmyndum andstæðinga sinna; til þess að þjóðhagsáætlanir komi að gagni þurfa félags- hyggjumenn að semja þær og framkvæma. Það fræðilega undanhald sem birtist 1 áætlunargerð ríkisst^órnarinnar nær enn sem komið er að- eins t:' yfirborðsins. — m. Samstaða vinstri manna gegn ríkjandi afturhaldsstefnu ÞINGSIÁ ÞIÓÐVILIANS Útdráttur úr ræðu Karls Guðjónssonar, sem hann flutti við út- varpsumræðumar í gaérkvöld. Karl drap í upphafi ræðu sinnar á þau loforð, sem nú- verandi stjórnarflokkar gáfu fyrir síðustu kosningar, eftir að stjórn Alþýðuflokksins hafði unnið það afrek með fulltingi Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar að skerða kaup og kjör alls almennings í landinu. Það var í rauninni upphafið að nú- verandi stjórnarstefnu, og Framsókn á sinn þátt í því, að það skref var stigið. Fyrsta boðorð núverandi stjómarflokka í kosningunum 1959 var: Stöðvun verðbólgunn- ar, sparnaður í opinberum rekstri o.fl. o.fl. Efndirnar á stöðvun verðbólgunnar hafa verið tvennar gengisfellingar, álagning stórfelldra söluskatta og fleiri viðlíka ráðstafanir, sem magnað hafa dýrtíðina meir en dæmi eru til á nokkru sambærilegu tímabili. Á sama hátt hefur farið um önnur kosningaloforð þessara flokka: Þau voru aðeins til þess að blekkja kjósendur fyrir kosn- ingamar. Til að binda endi á erlendar skuldir.,. Þessi blekking um stöðvu., ciýrtíðarinnar færði stjórnar- flok^unum meirihluta í síð- ustu kosningum. Það var því ekki auðvelt fyrir stjómar- flokkanna að snúa strax við blaðinu -að foknym kosningum og segja að nú yrðu gerðar ráðstafanir, sem ykju dýrtíð- ina. Til þess að skýla þeim á- formirtff'var því fundinn upp viðreisnarhjúpurinn. Og hvað er svo fært fram því til réttlsétingar, að horfið var frá leið <fýrtíðarstöðvunar- innar inn á braut viðr. snar- innar, sem er alger andstæða þess sem boðað var? Ýmsir doktorar og sérfræð- ingar ríkisstjórnarinnar hafa fært fram þau rök. að viðreisn- in hafi verið nauðsynleg til þess að binda endi á skuldir okkar við útlönd, og einnig halda þeir því fram, að hinir gömlu atvinnuvegir okkar séu ekki færir um að standa undir nauðsynlegri árlegri aukningu þjóðarteknanna. ÁkaUa erlent fjármagn sér til hjálpar Um þetta atriði hefur Jónas Haralz meðal annars látið sér um munn fara eftirfarandi um- mæli í opinberri ræðu: „Vegna þeirra aðstæðna sem ég hefi hér nefnt, má ekki gera ráð fyrir að framleiðsla sjáv- arútvegsins, fiskveiða og fisk- vinnslu, aukist samanlagt um meir en 4,5% árlega að með- altali á næstu árum“-- Og í samræmi við þetta lét þessi sami talsmaður ríkis- stjórnarinnar þessi orð falla i annarri ræðu um framtíð aðai- atvinnuvega landsins: „Eigi Island á komandi ár- um að ná þeim efnahagslegu framförum, sem telja. verður eðlilegar og nauðsynlegar, verður iandið að færa sér f nyt sérmenntað erlent vinnu- afl og erlent fjármagn, bæði opinbert fjármagn og einka- fjármagn“. Hér hafa verið tilfærð orð aðal-ráðunauts ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum, en þau hafa oft reynst skírari og rétt- ari túlkun á stefnumiðum stjórnarinnar en ráðherra henn- ar hafa þorað að láta hafa eftir sér. Þó hafa ráðherrar úr báðum stjórnarflokkunum staðfest, að þær hugmyndir. sem ráðunauturini. setut hér fram um innflutning erlends fjármagns og vinnuafls séu einnig þeirra hugmyndir. „Páskaeggið“ boðar lántökur sem stefnuskráratriði Hvemig hafa þá hinar fræði- legu undirstöður viðreisnar- kerfisins staðizt? Um skuldimar viö útlönd má auðvitað segja, að ekki þurfi neina spekinga til að sjá, að það verður að vera hóf á þeim eins og annarri skuldasöfnun. En hitt er jafn- augljóst, að erlent lánsfé sem notað er til að byggja upp arð- bær raforkuver, sementsverk- smiðju og hentug fiskiskip eins og gert var 1 tíð vinstristjóm- arinnar, það verður þjóðinni ekki fjötur um fót. En hitt virðist í meira lagi vafasamt og koma öldungis þvert á fyrri röksemdafærslu stjómarinnar, að í hinu nýja þáskaeggi henn- ar sem sá dagsins ljós nú fyrir viku og kallast Þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1963—1966, þar stendur skýrum stöfum, sem tiltekið áætlunaratriði: „Aflað sé erlendra lána á næstu ár- um að upphæð um 600 millj. kr. að meðaltali á ári“, en þar er ekki tilgreind ein einasta meiriháttar framkvæmd, sem þessar árlegu stórlántökur eru ætlaðar til. Verðmætaaukning í sjávarútvegi 14°/ árlega Fullyrðingamar um magn- leysi hinna gamalreyndu at- vinnuvega reynist ekki heldur í samræmi við fengna reynslu, því tvö hin síðustu ár hefur sjávarútvegurinn ekki skilað 4,3% verðmætaaukningu á ári heldur 14% verðmætaaukningu hvort árið um sig, og vita þó allir, sem til þess atvinnuveg- ar þekkja, að sökum vantrúar stjórnarvaldanna á fiskveiðar og einstakt sinnuleysi þeirra um útvegun markaða svo og vegna þess að heildar-við- skiptastefna stjómarinnar er þessari atvinnugrein einkar fjandsamleg, þá hefur okkur ekki nýtzt til verðmæta sá afli, sem skip okkar fengu nema að mjög takmörkuðu leyti og mundi það sízt of- mælt að verðmætaaukningin í sjávarútvegi hefði með hægu móti getað orðið 20% hvort hinna tveggja síðustu ára, ef ekki hefði ríkt i landinu stjórn, sem búin var að vísa þeirri hugmynd á bug, að hægt værí að auka verðmæti sjávarafla meira en í hæsta lagi um 4Ý2% á ári. í landbúnaði hefur verðmæta- aukningin á hvern mann, sem við hann vinnur einnig orðið meiri en ætlað var og það þótt ríkisstjórnin haldi enn þeim hluta uppbótakerfisins, sem verðbætir erlendar og innfluttar búvörur til sam- keppni við innlenda búvöru, sem engra verðbóta nýtur eins og t.d. er gert um kornvörur og ekki fæst nein leiðrétting á, því þetta virðist vera stefnu- atriði þeirrar sömu stjórnar, sem taldi sig afnema styrki og uppbætur, en gerir þó áætlun um að verja 430 milljónum króna til þeirrar starfsemi á yfirstandandi ári. Allt kerfið í þjönustu útikagróða og ’Mðísöfnunar Því er hins vegsr enganveg- im. ae oeita »& Viðreisnin hefur í veigamiklum atriður náð þvi marki, sem kaupsýslu- og peningavald þessa lands hefur frá upphafi ætlað henni, en það er allt annað markmið en það, sem opinberlega var boðað. Núverandi ríkisstjóm hefur skipulega unnið að því. og til þess er kerfi hennar allt, að byggja hér upp þjóðfélag hinna ríku, þjóðfélag sem stjómaðist af lögmálum einka-gróðans. Til þjónustu einkagróðans hafa gengisfelUngarnar verið framkvæmdar. í hans þjónustu hefur rfkisvaldinu verið beitt til að hakla vinnulaunum niðri, með þeim árangri, að með öll- um þeim verðlagshækkunum. sem orðið hafa í tíð núverandi valdasamsteypu Sjálístæðis- og Alþýðuflokksins hefur tíma- kaup i almennri vinnu einung- is hækkað um 2,18 kr. á klukkustund þ.e. úr 23,86 kr. í 26,04 kr. og hefði sú hækkun þó ekki orðið, heldur rösklega þriggja króna lækkun á tím- ann, ef verkalýðsreyfingin hefði ekki beitt sámtakamætti sín- um gegn óhæfum stjórnvald- anoa af og til og knúið fram breytingar á kjarasamningum, þótt þar hafi henni í krafti ríkisvaldsins verið synjað alls réttlætis til þessa, svo að enn er sýnilegt, að til átaka hlýtur að draga í kaupgjaldsmálum á næstunni. I þágu einkagróðans hefur skattalögunum einnig verið breytt í þágu gróðafélaga. Skattar á tekjuhæstu (aðilum hafa verið lækkaðir hlutfalls- lega um þriðjung af því sem áður var og söluskattar á al- mennum neyzluvörum hafa ver- ið allt að því fimmfaldaðist. Útlent snið á við- rpi raarf I íkunum En þótt Viðreisnin hæfi vel innlendum fyrirmönnum i verzlun og peningastofnunum. þá eiga þó aðrir og okkur fjarlægari aðilar mestan þátt- inn í sniði hennar og fram- kvæmd. Eitt af því. sem flaggað var með, sem göfugu stefnumiði núverandi stjórnar- flokka í síðustu kosningum var að við skyldum ölast „hlut- deild i frjálsum viðskipta- heimi“. Það var nógu fallegur boð- skapur þeim til handa, sem ekki vissu hvað hann þýddi. En nokkuð kann hann að skipta um svip í ljósi þeirrar reynslu, að það er einmitt „hinn frjálsi viðskiptaheimur" sem verið var að laga okkur að með Viðreisn- arkerfinu. Og nú um skeið hefur það fyrirbæri, sem fyrir síðustu kosningar hét „Hinn frjálsi viðskiptaheimur" verið nefnt sínu rétta nafni og þá heitir hann Efnahagsbandalag Evrópu. Efnahagsbandalagið er sam- steypa 6 Evrópuríkja, sem í raun réttri slá sér saman í eitt ríki að því er til verzlun- ar- og atvinnumála tekur. Um skeið leit út fyrir, að fleiri ríki mundu bætast í sam- steypu þessa. Einkum var það sumarið 1961, sem mikil þensla þessarar ríkjasamsteypu þótti líkleg. að minnsta kosti fékk íslenzka ríkisstjórnin þá alvar- legt flog og krafðist svars frá helztu samtökum atvinnulífs- ins á íslandi um það, hvort þau væru því samþykk, að ís- land sækti um aðild að þeim samtökum og slík umsókn var áform stjómarinnar. Taldi hún inntökubeiðni þá vera lykil bess að fáanlegar væru upp- lýsingar um Efnahagsbanda- Iagið. Fulltrúar allra þeirra sam- taka sem spurð voru guldu ríkisstjórninni samþykki sitt við fyrirhugaðri inntöku- beiðni, nema fulltrúi Al- þýðusambandsins, sem var aði við þessu glapræði. Alþýðubandalagið eitt mótmælt innlimun Með inngöngu íslands f bandalag þetta væri öllum að- ilum bandalagsþjóðanna gefinn kostur á að nýta íslenzkar auð- lindir til jafns við islendinga sjálfa — þeir mættu virkja okkar fossa, okkar hveri. þeir mættu veiða í okkar landhelgi, þeir mættu byggja hér fisk- iðjuver, allt til jafns við lands- menn sjálfa. Þeir mættu flytja inn verkafólk ótakmarkað. þeir gætu gert islendinga að litlum minnihluta í sínu eigin landi. sem þá væri raunar ekki leng- ur orðið þeirra land fremur en Frakka. Itala, Þjóðverja eða hverrar annarrar bandalags- þjóðar. sem vera skyldi. En ríkisstjómin fékk ekki neitun frá neinum aðspurðum aðila við því að senda inn- gönguumsókn frá Islandi í þetta bandalag, nema frá Al- þýðusambándi Islands. Enginn þingflokkur mótmælti þessum áformum í blöðurrt sínum, nema Albýðubandaiagið. Ráðherrar landsins og ráðu- nautar beirra fóru utan til að vinna að inngöngu Islands í samtök þessi, en þeim var sagt að bíða þar til Bretar og aðrir umsækjendur sem hefðu orðið fyrri til hefðu fengið sín mál samþykkt og því lá málið í salti um skeið. Sá tími var þó notaður til að reka hér áróður fyrir aðild Islands að ríkjasamsteypunni. Varðberg, félagsskapur til stuðnings vest- rænni menningu sendi boðbera sína í allar áttir til að vinna Efnahagsbandalagsmálinu og hersetu Bandaríkjamanna og aðildinni að NATO fylgi, en allt voru þetta taldar göfugar greinar á hinum sama stofni. Loks kom að því að Bret- um var neitað um inngöngu í Efnahagsbandalagið og ljóst varð að Islendingum stóð inn- ganga þar heldur ekki til boða um sinn. Þá sneri stjómin við blaðinu, þegar hún stóð von- svikin og rassskellt með alit á hælunum við þær dyr, sem skollið höfðu aftur við nefið á henni. og nú reynir hún að hisja : upp um sig og telja mönnum trú um að eiginlega hafi hún aldrei meint neitt al- varlegt með fyrirætluninni um aðildarumsókn. En jafnframt skimar hún eftir' því. hvort ekki opnist dyrnar að nýju. En stækkandi hluti bióðar- innar skilur nú að hér er ekk- ert meinlaust spaug 1 á ' ferðum. Hér var ríkisstjórain *að leiða bjóðina til glötunar. og bað var ekki (slenzku ríkisstjórninni að þakka. þótt bað mistækist í þessari atrennu. Framsókn með orcök- inni en móti afleið- in^unum Þjóðin hefur nú líka fengið að sjá að Framsókr- 1 •kkn- um er ekki treystandi t bessu máli fremur en raunar mörg- um öðrum. Sá flokkur virðist nú helzt fylgja þeirri reglu í hinum mikilvægustu málum að vera með orsökinni og móti afleiðingunni. Hann var með kauphækkunum 1959. en á móti kjararýrauninni. sem af þeim stafaði síðan. Hann sendi flokksmenn sína ( fylkingum Varðbergsmanna til að boða Atlanzhafsbandalag, Efnahags- bandalag og hersetu NATO. en hanii segist vera á móti irer- setu á friðartímum os alveg eins og ríkisstjó- - egist hann nú vera á n : \ ls. Framhald á ðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.