Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA M6ÐVILHNN Föstudagur 19. apríl 1963 Ctgefandi: Bitstjórar: SósialistaflokK Sameimngarflokkul alþýðú urinn ívar H. Jónsson Magnús K.iartansson. Sigurð ur Guðmundsson íáb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason Sigurður V Friðbjófsson Rits' " "'veinpsi orpntsrmð’á : Skólavnrðust 19 Simi 17-500 (5 línurl Áskr’ftarvprð kr B5 á mánuði Samstaöa y^lbýðubandalagið og Þjóðváínarflokkurinn hafa náð samkomulagi um sameiginleg fram- boð í nafni Alþýðubandalagsins í öllum kjör- dæmum landsins við þingkosningarnar í sumar. Boðið er fram á grundvelli stefnuyfirlýsingar um starf samfylkingaririnar á næsta kjörtíma- bili. Fregnin um samkomulagið. sem skýrt var frá í útvarpsumræðunum frá Álþingi á miðviku- dagskvöld og Þjóðviljanum í gær, hefur vakið mikla athygli, enda ætti árangur samstöðnnn- ar að geta haft veruleg áhrif á úrslit kos' »g- anna, ekki sízt kosningaúrslit í Reykjavík. ^rangur af samstöðu Alþýðubandalagsinsv og Þjóðvarnarflokksins ætti þó ekki að miðast við það eitt, að menn hugsuðu sér lagðar sam- an atkvæðatölur Alþýðubandalagsins og Þjóð- varnarflokksins; það eitt ynnist að fylgi vinstri manna sem kosið hafa Þjóðvarnarflokkinn í ■síðustu kosningum vrði þannig.. nýtt til : áhrifa á skipun Alþingis. Hitt ætti einnig að koma til, að fleiri vinstri menn fylktu sér um framboð Alþýðubandalagsins nú en beggja áður, í þeirri von að með samstöðunni í þessum kosningum væri hafið samstarf vinstri mánna sem ætti .eft- ir að þróast og verða síváxandi afl 'í islenzkum stjórnmálum. • cV f r*r7 gun’rung vinstri manna hefut' verið vatn á myllu afturhaldsins. Framsóknarflokkurinn, sem jafnan er mjög „vinstrisinnaður" í kosn- ingabaráttu, hefur hvað eftir. annað misnotað fylgi sitt til þess að kaupa sér valdaaðstöðu hjá íhaldinu, ekki einungis að Framsókn hafi tímum saman setið í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum, heldur beinlínis verið samsek um afturhaldsstefnu þeirra ríkisstjórna. Alþýðu- flokkurinn hefur hingað til haft talsvert vinstra fylgi, vegna fortíðar sinnar, en sá flokkur hef- ur rækilega gerzt íhaldshækja undanfarið kjör- tímabil og ber ábyrgð á fjögra ára afturhalds- stjórn, árásum hennar á verkalýðssamtökin og lífskjörin. Og með enn einni skiptingu vinstri manna í landinu, milli Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins hefur það gerzt, að þúsund- ir atkvæða hafa fárið til einskis, og einnig hitt að sundrungin hefur dregið úr afli vinstri manna í baráttunni við afturhaldsöflin og ár- angri þeirrar baráttu. gamríaða Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnar- flokksins í kosningunum í sumar er mikil- væg ákvörðun. En slík samstaða verður ekki til og verður ekki traust á einum degi. Til þess verða báðir þeir aðiiar sem til samstarfs ganga að leggja fram alla orku sína til úrlausnar hinu sameiginlega verkefni, ganga heils hugar að samstarfi um þau stóru mál og meginatriði sem þeir eru sammála um, en láta ágreiningsefnin þoka. Með samstöðu Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins gefst færi á nýrri sókn vinstrí aflanna í stjórnmálum íslands, og veltur á miklu fyrir alþýðu landsins að þess verði ne v i: -- s. Til sóknar og sigurs undir merki Alþýðubandala gsins ÞINGSJÁ ÞJÓÐVILJANS Kaflar úr ræðu Hannibals Valdimars- sonar við útvarpsum- ræðurnar í gærkvöld. í upphafi ræðu sinnar kvað Hannibal eðlilegt að líta nokkuð á loforð núverandi stjörnan flokka fyrir kosningarnar 1959 og efndir þessara loforða nú við lok kjörtímabilsins. Sjálfstæðis- flokkurinn hét því að bæta lífs- kjör alls almennings og aöal- kosningaloforð Alþýðuflokk.sins var stöðvun dýrtíðarinnar að fullu og öllu. Um efndir þessara glæstu loforða má í stuttu máli segja það að loforðin hanga á klakk annars vegar. en hinum megin hryggjar eru svík þessara sömu loforða. Það er alkunn staðreynd. að allar launastéttir þjóðfélagsins þúa við stórskert lffskjör frá þvi sem var i upphafi þessa kjor- tímaþils, enda þótt síðustu ár séu einhver mestu góðæri til lands og sjávar, Þetta er að vísu ófagur vitnisburður, en sannur engu að; síður, og til staðfestingar því nægir að vitna til nýlegra ummæla eins af rit- stjórum málgagna ríkisstjómar- innar þess efnis, að hver sá sem létl sér nægja að vinna aðeins átta stundir á dag, hlyti að verða hungurmorða eins og nú er háttað verðlagsmálum hér á landi. Afleiðingar viðreisnarinnar þlksa. við hvarvetna; Kæktun og mannvirkjagerð dregs;t saman í sveitum landsins. Það er óhugs- andi að byrja búskap nema hafa fullar hendur fjár. og jarðir og jafnvel heilar byggðir leggjast í eyði. — Þannig biómgast Iand- búnaðurinn undir viðreisn. Undanfarin ár hefur verið sér- stök árgæzka til sjávarins. En meðalfiskiskip kosta nú 7—10 milljónir króna. Geta menn því ímyndað sér aðstöðu mánna tiJ þess að eignast nýja báta, enda er staðreyndin sú. að fiskiskipa- stóll landsmanna hefur gengið saman undanfarið. Þannig er bú- ið að aðalatvinnuvegi lands- manna, sjávarútveginum, undir viðrelsnarstjóm. AUar launastéttir landsins, allt frá hinum lægst launuðu til hæstlaunuðu. hafa orðið að standa f linnulausri baráttu fyr- ir Íífskjörum sínum. Um það vitnar fjöldi verkfalla, kennara- deilan, læknadeilan. verkfræð- ingadeilan og flótti fjölmargra sérfræðinga úr landi. Þannig hefur launastéttunum vegnað undir viðreisn. Eina stéttin sem lætur sér þetta ástand vel líka, er kaup- sýslustéttin. Þetta er sú heildar- mynd, sem við blasir og geta allir séð. hvort bað hefur leitt til bættra lífskjara að trúa á loforð Sjálfstæðisflokksins við síðustu kosningar. nokkru sinni fyrr á svo skömm- um tíma. En á vísitölunni er einnig annar mæli, sem sýnir hækkanir á vöru og þjóhusta. Sá mæli var líka stillur á 100 í marz 1959. Nú sýnir hann 149 stig. Þetta era efndirnar á stöðv- un verðbóigunnar. Þá vék Hannibal. að þeim mál- flutningi Ölafs Thors f útvarps- umræðunum í fyrrakvöld. að allt væri það vinstri stjóminni og verkalýðssamtökunum að kenna að ekki hefði tekizt að stöðva dýrtíðina. Þétta lætur forsætis- ráðherrann' sér um' murin' íara eftir að núverandi stjórnarflokk- ar hafa farið með völd í meira en eitt kjörtímabil og haft alla stjómartaumana í sínum hönd- um. Helzt má líkja þessum mál- flutningi við aðferðir illa uppal- inna götustráka, sem hlaupa frá porum sínum, bótt staðnir séu að verki og æpa: Ekki mér að kenna! Ég gerði það ekki! Það var hann. Það var þó virðingarvert við félagsrnálaráðherra, Emil Jón»- son, að hann viðurkenndi hrein- lega að mistekizt hefði að ráða við verðbóíguna. Hins vegar var hann mjog drjúgur yfir farsætu st.jórnarsámstarfi. Dómur fólks- ins mun þó reynast þyngri a metunum í því efni. og má að- eins minria á urslit síðustu bæi- arstjórnarkosninga í Hafnarfirði og víðar. Þá gumaði félagsmála- ráðherra mjög af afrekum tryggingamálum. , Bætur haf-i aukizt nokkuð að krónutölu, rétt er bað. En verðgildi peninganna hefur minnkað svo mjög, að bæt- ur munu vart geta talizt meiri en við upphaf trygginganpa. Það er einnig rétt að afnumin hafa verið skerðingarákvæðin og skipting landsins í verðlagssvæði. F,n því máli hefur fyrst og fremst verið bokað fram veona brotTausrar baráttu Albýðo- bandalagsins. Ráðherrann gat þess ekki held- ur, að þær breytingar. sem nú er verið að gera á tryggingalög- unurri eiga ekki að koma til framkvæmda fyrr en í ársbyrjun 1964. Og hann gat þess ekki heldur að þegar hann steig i pontuna var hann að koma beint frá því að drepa nokkrar breyt- ineartillögur, sem þingmenn Al- býðubandalagsins báru fram við tryggingalögin. Háðherrann taldi það mesta A ,?,ír.ek AlþýðuflofekSl.n?.,að„vjþna að nokkrum breytíngum á tryggingunum. En flestir munu telja það miklu einstæðara af- rek af Alþýðuflokki, að lækka kaup með lögum. banna lögleg verkföll og setja gerðardóms- lögin gegn sjómönnum, svo eitthvað sé nefnt. Stjórnárflokkarnir óttastmjög þann dóm sem yfir þeim vofir í komandi kosningum og á af- staða þeirra til Efnahagsbanda- lagsmálsins. sá augljósi ásetn- ingur þeirra að innlima Island í það, ekki sízt sinn þátt í því. Þjóðin hefur skilið þá hættu, sem þar er á ferðum. og þess vegna reyna stjórnarflokkarnir nú að afneita ölium sínum orð- um og gerðum í þessu máli. En bað mun þeim ekki takast. Framsóknarflokkurinn reynix nú mjög að villa á sér héim- idir og rekur ákafan vinstri áróður. En hvað verður eftir kosningar? Ætlaf Framsókn að reyna að veiða vinstri atkvæði til þess að komast í stjórn með Sjálfstæðismönnum eftir kosningar, eins og Bjami Bene- diktss. lýsti yfir á Alþingi ný- lega. Og Ólafur Thors talaði um það í þessum umræðum. að fá þá Eystein og Þórarinn í „viðreisnardansinn". Er það útilókað með öllu að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ■eftir, kosningar? Þeirri spurn- ingu verða Framsóknarmenn að svara. Geri þeir það ekki, mega kjósendur eiga það víst að þeir fara: þeint í viðreisnardansinn að loknum kosningum. Það er sigur- Alþýðubandalkgsins. í kosningunum, sem einn getur tryggt vinstra samstarf eftir kosningar. I lok ræðu sinnar fórust Hannibal orð á þessa leið: „Við höfum orðið síðbúnari en hinir flokkamir með fram- boðslista okkar, — satt er það. En það er vegna nauðsynlegra viðræðna um grundvöll vinstra samstarfs á breiðara-grundvelli en áður. Nú sprettum við upp eins og stálfjöður og kveðj- um alla andstæðinga Innlimun- ar og afturhaids til hildar und- ir merki Alþýðubandalagsins. Drögum ekki áf okkur. Sækjum fram til sigui-s þann 9. júní“. Hvemig hefur svo tekizt til um stöðvun verðbólgunnar? Um það er vísitölumælir. sem nú- verandi stjóm útbjó sjálf án efa raunhæfur mælikvarði. eða að minnsta kosti má treysta því. að hún ofmæli ekki dyrtíðina. í marz 1959 var vísitalan sett ( 100 stig. Nú er hún komin í 130 og er það Brarl hækkun en Rsia Lúðvíks Jósefsscr.»r Framhald af 1. síðu. 1 öllum þessum’ málum hefur það komið ótvírætt í Ijós, að Framsóknarflokkurinn hefur ó- ljósa og hikandi afstöðu, þótt hann hafi nú um skeið barizt í stjómarandstöðu harðri bar- áttu gegn kjaraskerðingarstefnu stjómarflokkanna og gegn aðild lslands að Efnahagsbandalaginu. Fortíð Framsóknar er í meirs lagi gruggug í öllum þessum málum. Og enn hikar Framsóknar- flokkurinn í einu - grundvailar- máli komandi kosninga. Hvað ætlar hann að gera að kosning- um loknum? Ætlar hann að taka saman við íhaldið og ganga i stjóm með því, eða vill Fram- sóknarflokkurinn lýsa því ótví- rætt yfir fyrir kosningar. að hann vilji vinstri stjóm í sam- ræmi við þá afstöðu til mála, sem hann hefur tekið ásamt Al- þýðubandalaginu undanfarið. Hvað á Framsókn við með þvi. að hún vilji fella ríkisstjórnin„ til þess að fá þá afstöðu að ekki verði gengið fram hjá henni? Gefur það til kynna að Fram- sókn ætli að semja sig inn í afturhaldsstjóm eftir kosningar7 „Stefna Alþýðubandalagsins er skýr“, sagði Lúðvík í niðuriagi ræðu sinnar: „Alþýðubandalagið skorar á aiia vinstri menn að sameinast um vinstri stefnu. mri unubyggingu atvinnuiífsins úm ailt land, um bætt launak.iör, um verndun sjálfstæðis þjóðar- innar og baráttu gcgn öllum er- Ie"d>im yfirráðum f iandinu. Nú hefur Albýðubandaiap-ið breikkað gmndvöll sirin í knm- andi kosningum. Hafa Þjóðvam- armenn skipað sér í sameigin- Iega liðssveit með okkur Alþýðu- bandalagsmönnum. Astæðurnar til þess eru m.a. þau alvarlegu viðhorf, sem bla.sa við þióðinni ef núverandi ríkisstjómarfiokkar halda áfram meirihlutavaldi sínu. Vinstri menn finna þðrfiná, á því að þjappa sér saman ,og láta ekki minni háttar áeTeinÍp'rsmál tvfstra sér. — Hægri öflin standa saman; núvcrandi st.iórnarflokk- ar hafa iýst yfir að þeir ætU sér að halda áfram st.iórppr- stefnu sinni eftir knsp'ír»ppr. fái beir meirihluta. Siík yfirlýsitig kallar á samstarf vinstri mariria. Kosningabaráttan er hafin. Þclrri baráttu verður að iiúka með faiW íkisstjórnarinnar ,ng stórsókn vinstri manna og mikl- umsigri Alþýðubandaiagsins". Ræða Einars Olgeirssonar Framhald af 1. síðu. ingar mumi reyna á . VIT ÞITT, REISN og MANNDÓM sem eng- ar aðrar. Níðhöggur auðvalds og her- náms hefur nú í 20 ár nagað rætur þjóðarerfða þinna og þjóð- arstolts. Það attðvaldsskipulag, sem mtt hefur sér til rúms á fslandi og eflzt í skjóli erlends hervalds, er að þurrka burt þús- und ára bændaþjóðfélag vort og vinnur að því að gegnsýra þjóð vora af auðhyggju og lágkúru og breyta manngildi fslendinga í peningagildi. íslenzka þjóð. Rístu upp gegn þessu auðvaldi og hernámi og feyktu þvf af þér. Láttu það ekki iengttr kúga þig og lítillækka. Þú hef- ur vcrið stórþjóð andans f þessu eylandi, sem ljómi hefur stafað af um víða veröld að forau og nýju. Láttu ekki gora þig að skóþurrku erlends auðvalds og hervalds! Rís upp og greiddu auðvald- inu utanlands og innan og öll- um þess efnahags- og hemaðar- bandalögum slíkt högg i komavdi kosningum, að það nái aldrei aftur því valdi, sem það hefur kúgað þig með. — Fram M1 sigurs fyrir fsland og alþýð- una“. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.