Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 6
g SIBA ÞlðÐVILIINN Föstudagur 19. apríl 1963 íranskir stúdentar í .itéimæia ofsóknum heima Samskot til að efla friðar baráttu innan þings USA Um þessar mundir birtist oft í bandarískum blöðum augiýsing þar sem skorað er á landsmenn að leggja fram fjórar milljónir dollara til að kosta friðarbaráttu innan þingsins. Auglýsingin er birt í nafni „Council for a Livable World“ og rita margir frægir vísindamenn undir áskorun- ina, þar á meðal upphafsmaður hreyfingarinnar. ungversk-bandaríski prófessorinn Leo Szilard. Hinir nýju stjórnendur Iraks hafa síðan þeir tóku völd ofsótt I \rA»«aaAi í I IC A af miklu kappi kommúnista og l»y vJf cXJCrl I W J f~K marga aðra róttæka menn. og hefur fjölda þeirra verið varpað í fangelsi og þeir teknir af lífi. Einn þeirra sem myrtir hafa verið er Calam Adile, tæplega þrítugur kommúnistaforingi, sem á stjórnarárum Núri Said sat í fangelsi og sætti pynd- ingum, og á síðari árum Kass- ems fór hann huldu höfði. Hann er einn af mörgum hundruðum. — Myndin sýnir arabíska stúdenta við Moskvu- háskóla fara í mótmælagöngu að íranska sendiráðinu í borg- inni til að Iáta í Ijós andúð sína á atferli stjórnarvaldanna. Svarta dauðc skýfur upp í S.-Víetnam Svarti dauðinn hefur haldið innreið sína í Saigon, höfuðborg Suður-Víetnams. Yfirvöldin hafa einangrað 30 menn sem talið er að sýktir séu. þar af eru mörg böm méð dæmigerð pestareinkenni, háan hita og þrútna kirtla. Hin sjúku böm hafa verið flutt til Choquán-sjúkrahússins, en þar er ásérstök deild fyrir bráðsmitandi sjúkdóma. Mikill hörgull er á bóluefni í borg- inni, en það getur aðeins vald- ið ónæmi um stundarsakir. Upphaflega var Leo Szilard einn um hituna en á undan- íömum árum hefur honum bætzt liðsauki og í júní 1962 var stofnað „ráð til að berjast fyrir byggilegum heimi.“ Sam- kvæmt því sem segir í auglýs- ingunni tók ráðið beinan þátt í kosningabaráttu síðar á árinu. Skorað var á fylgismenn þess að leggja fram fé til að styrkja kosningabaráttu þriggja öld- ungadeildarfaambjóðenda. — Lögreglumenn siga hundum á negra sem vilja kjósa Einn negranna sncrist til varnar cr hundi var sigað á hann. Lög- reglumcnnimir brugðu við, vörpuðu honum á jörðina og mis- þyimdu honum. -4> Bandarískir læknar hefja baráttu gegn „dauÓaþoku Iiópur lækna í Los Angelcs vinnur um þessar mundir að rannsóknum á fyrirbrigði sem hætt er við að verði bráðlega eitt af mciriháttar vandamálum Bandaríkjamanna, en það er ó- hreint loft. Læknar og sérfræðingar eru sammála um að nauðsynlegt sé að finna einhver ráð gegn ó- hreina loftinu í Suður-Kali- fomíu — en svæði það hefur verið frægt fyrir indælt veð- allan ársins hring. Hættuiegt öndunarfærunum Rannsóknunum stjórnar dr. Oscar Balchum, læknisfræði- próiessor við háskólann i Suð- ur-Kalifomíu. Markmiðið er að ganga úr skugga um hve hættu- legt óhreint loft er mönnum og hvaða áhrif það hefur á önd- unina. Sjálfboðaliðar hafa gef- ið sig fram til rannsóknanna og ganga þeir allir með sjúkdóm sem nefnist enfysem — sjúk- lega loftsöfnun í lungnavefin- um sem veldur því að andar- drátturinn verður mjög stuttur. „Fólk sem þjáist af enfysem er mun viðkvæmara fyrir óhrein- indum í andrúmsloftinu og verður fyrst til að falla fyrir „dauðaþokunni‘‘ svokallaðri, segir dr. Balchum. Rannsóknir munu standa i 18 mánuði. Sjálfboðaliðunum verð- ur fyrst komið fyrir í venju- legri sjúkrastofu en síðan verða þeir fluttir í stofu með hreinsuðu lofti. Þeir verða ekki lótnir vita um hvers konar lofti þeir anda að sér. Vandlega verður fylgzt með öndun hvers einstaks sjúklings og borin saman líðan þeirra í venjulegu lofti og hreinsuðu. „I>ak“ yfir borginni Á Los-Angeles-svæðinu eiga verksmiðjur, olíuhreinsunar- stöðvar og útblástur frá bif- reiðum mesta sök.á óhreinind- um — auk þess sem landslagið hjálpar til. Borgin liggur í dæld umlukinni fjöllum í norðri og austri en sjó í vestri. Yfir dæld þessari er yfirleitt svalt loft í kyrrstöðu í 900 til 1200 metra hæð og lokar inni heita loftið að neðan. Ofar þessu þaki er himinninn hejður — eins og hann áður var alltaf yfir Los Angeles. Reykurinn hvílir yfir borg- inni eins og grásvart ský. Ef vindurinn af halinu eða heita loftið frá ströndinni er nógu öflugt brestur hindrunin og reykurinn hverfur. Læknamir berjast ekki einir gegn reyknum. Yfirvöld borgar- innar hafa látið fara fram tii- raunir með það fyrir augum að tempra útblásturinn frá bifreið- unum. Nokkur árangur hefur náðst ó þessu sviði. Ennfremur hefur verið unnið að því að fá þá sem ráða verksmiðjunum til að nota jarðgas eins mikið og mögulegt er í staðinn fyrir olíu. Að undanförnu hefur verið æði róstusamt í Birmingham í Alabama. Negrar þar f borg hafa hvað eftir annað efnt til friðsamlegra mótmælaaðgcrða gegn kynþáttamisrétiinu en Iög- reglan hefur jafnan ráðizt að þeim, misþyrmt þcim, sigað á þá hundum og hefur alls hand- tekið 170 úr þeirra hópi. Á páskadag komu nokkur hundruð negrar syngjandi úr kirkju og héldu í átt til fang- elsis borgarinnar, en þar er negraleiðtoginn Martin Luther King haíður í haldi. Hann var handtekinn á föstudaginn langa fyrir að hafa gengizt fyrir mót- mælaaðgerðum. Þrír prestar gengu í fararbroddi. Fólk af gangstéttunum slóst í hópinn og munu um 1.000 manns hafa verið þar saman komið. Sungu sálma Brátt komu lögreglumenn til skjalanna og vörnuðu negrun- um vegarins. Þeir héldu þá inn í hliðargötu en lögreglan lok- aði henni einnig. Þar voru 30 negrar handteknir og varpað inn í lögreglubíla. þar á meðal voru prestarnir þrír. Fólkið var um kyrrt og söng sálma. Þá siguðu lögreglumennimir hund- um á mannfjöldann, en hundar þessir eru sérstaklega þjálfaðir til þess að ráðast á negra. Fólk- ið hröklaðist þá brott sárt leik- iö. 1 vikunni sem leið hafa negr- amir nokkrum sinnum safnazt saman fyrir utan ráðhús borg- arinnar til þess að láta skrá sig á kjörskrá. Lögreglan hefur jafnan ráðizt á þá og hrakið þá á brott. Skotið á stúdenta I Greenwood í Mississippi hafa hópar negra að undan- förnu haldið daglega til ráð- hússins til þess að láta skra sig á kjörskrá. I hvert einasta sinn hefur lögreglan tvístrað þeim. Stúdentar úr hópi negr- anna hafa einkum gengizt fyr- ir þessum aðgerðum og hafa þeir mjög fengið að kenna á ofstæki hvítu mannanna. Oft hefur verið skotið á aðseturs- stað stúdentanna og hefur einn orðið fyrir skoti og særzt. 27 þeirx-a hafa verið handteknir og einn særzt verulega af hunds- biti. 20.000 dollurum var safnað — og allir frambjóðendurnir þrír náðu kosningu. Brátt verður ókleift að snúa við Því starfi hyggst ráðið halda áfram. Meðlimir þess telja að kosningabarátta eins frambjóð- anda kosti frá 100.000 til einn- ar •miUjónar doll. E£ milljón- irnar fjórar sem safna á „verða notaðar skynsamlega verður unnt aö hafa veruleg áhrif á það hvernig þingið verður sam- an sett með því að tryggja dugandi og djörfum mönnum kosningu.“ í auglýsingunni segir að auð- veldara sé að halda áfram að framleiða Minuteman og Polar- is-flaugar eins ört og fram- leiðslugetan leyfir en að gera tillögur um afvopnun sem báð- ir aðilar geti sætt sig við, en ef haldið verður þannig áfram munu mennirnir brátt verða komnir á það stig vígbúnaðar- Leo Szilard kapphlaupsins að ókleift verður að snúa við. Þingið hindrar friðarstefnu Margir stjórnarmeðlimir eru uggandi vegna þess, segir enn- fremur, en meðan andinn inn- an þingsins er óbreyttur er stjórninni ekki kleift að snúa inn á þá braut sem liggur frá stríði. Því mun ráðið ekki láta sér nægja að veita Washing- ton-stjórninni vísindalegar ráð- leggingar heldur beita sér fyrir því að þingið verði þannig saman sett að friðarstefnan sé möguleg. Það eru engin smámenni sem hér eiga hlut að máli. f stjóm- arnefnd ráðsins eiga sæti Szil- ard prófessor, Doering prófesor við Yale, Feld prófessor frá Masachusets. Ruth Adams og fleiri slikir. Áskorun til Quebecbúa Vsnnum s/álfstæði með vopn í hönd" í Quebec-héraði i Kanada starfa leyniileg samtök sem nefnast Frelsisfylkingin og bcrj- ast fyrir sjálfstæði fylkisins og aðskilnaði frá Kanada. íbúar Quebec eru að lang-mestu leyti frönskumælandi. Um páska- helgina scndi Frclsisfyikingin frá sér ávarp til íbúanna og skoraði á þá að grípa til vopna og bera sjálfstæðiskröfuna fram til sigurs eða falla dauðir ella. Tími byltingarinnar kominn — Tími þjóðbyltingarinnar er kominn, segir í áskoruninni sem send var öllum blöðum og fréttastofnunum. — Það nægir ekki að óska eftir sjálfstæði eða reka áróður fyrir frelsi með hjálp stjórnmálaflokka sem hafa sjálfstæði á stefnuskrá sinni. Stjórnmálaflokkarnir verða aldrei nógu öflugir til að brjóta á bak aftur efnahagslegt og stjórnmálalegt veldi ný- lenduherranna. Sjálfstædið eit.t saman mun heldur ekki nægja til að leysa vandamál okkar. Þjóðfélagsbreytingar verða að fylgja sjálfstæðinu hvað sem það kostar. í lok ávarpsins er gerð grein fyrir kröfum hinna frönsku- mælandi íbúa Quebec og deilt harðlega á yfirgang Bretanna sem gert hafa héraðið að ný- lendu. Á sínum tíma lögðu Bretar franska Kanada undir sig smám saman og fyrir rétt- um hundrað árum afsöluðu Frakkar sér endanlega nýlend- um sínum í Norður-Ameriku. ,Verwoerd stef nir að f jöldamorðr — Kíkisstjórn Suður-Afríku hefur skipulagt fjöldamorð A svörtum íbúum gæzluverndar- svæðisins Suðvcstur-Afríku, þar sem hvítir bændur fá ókcypis vopn og skotfæri frá yfirvöld- unum, sagði fulltrúi þjóðfrelsis- hrcyfingar Suðvestur-Afríku á fundi nýiendumáianefndar Sam- einuðu þjóðanna í vikunni sem lcið. Jacob Kuhangua er ritari SWAPO, þjóðfrelsishreyfingu negranna í Suðvestur-Afríku Hann sagði meðal annars: — Á árinu 1962 var hinum hvítu í Suðvestur-Afríku afhen! meira en milljón skot. en hvert þeirra táknar einn fallinn eða særðan meðal mjnna manna. Nýtt Alsír — Ríkisstjórn Suður-Afriku hefur séð fram á að hún verð- ur að búa sig undir skæru- hernað og byltingu. Þar af leið- andi dregur úr notkun skrið- dreka, stórskotaliðs og bungra vopna en hins vegar er meirl áherzla lögð á létt vopn og auðfæranleg. Við erum vitni að svipuðum hernaðarlegum um- breytingum og beim sem Fralckar reyndu að framkvæma er þeir börðust gegn Serkjum I Alsír. sagði Kuhangua. Hann lagði áherzlu á þá skoðun sína að vopnasending- arnar til hvítu mannanna mið- uðu að bví að útrýma fólki af "frfskum uppruna. i i í 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.