Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 8
w g SÍBA MÖÐVIUINN Föstudagur 19. apríl 1963 Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: Réttlætinu var ekki fullnægt Ég gat þess í síðasta þætti, að rödin væri komin að Al- þýðubandalaginu með að ræða um dag og veg. svo framar- lega réttlætinu yrði fullnægt. Eilífðarspursmál Gunnlaugur Þórðarson varð fyrir valinu og talaði síðast- liðinn mánudag, en hann var að því er mig minnir í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn við síð- ustu kosningar. Þó má vera að hér hafi ekki verið um neina pólitíska hlutdrægni að ræða, heldur hafi doktor Gunnlaugur mætt téðan dag sem fyrsti apríl-gestur útvarpsins. Að minnsta kosti bar ræða hans vott um, að hann hafi ekki átt neitt brýnt erindi að hljóð- nemanum. Fjallaði ræða hans um vandamál æskunnar, þetta útjaskaða eilífðarspursmál. Væri nú mál. að leggja orð- ræður af þessu tagi í salt um sinn og reyna heldur að leita uppi einhverja lausn málsins í kyrrþey og bak við tjöldin. Ekkert er aúðveldara en eyðileggja gott málefni með því að fjasa og bollaleggja um það í tíma og ótíma. Allir þeir, sem hafa köllun til að siðbæta heiminn með prédikunum, skyldu varast að flytja sama boðskapinn mjög oft. Áheyrendur og hvað helzt þeir, sem prédikunin á að betr- umbæta, verða furðu fljótt ó- næmir fyrir prédikaranum, og verður ef til vill nánar vikið að þessu síðar. hér í þættin- um. . Viðtalið við Vilhjálm útvarps- stjóra var að því leyti skemmti- legt, að maður fékk enn eina sönnunina fyrir því, hve okkar ágæti útvarpsstjóri er óhaggan- legur í sínum óbreytileika. Hlustandinn getur ailtaf reikn- að út, næstum með stærðfræði- legri nákvsemni. hver viðbrögð hans og svör muni vera í hverju tilviki. Dæmi: Hvenær kemur sjón- varpið? Sjónvarpið kemur bráðlega. Hvað kallið þér bráð- lega? Það kemur alveg á næst- unni. Og hvað kallið þér al- veg á næstunni? Ja, það er ekki svo gott að segja, við skulum segja hálft ánnað ár. Margt gott Annars hefur margt verið gott í útvarpinu undanfarna daga. Guðni Þórðarson hefur lokið erindaflokki sínum frá hnattferð sinni. Þetta voru góð og fróðleg erindi, prýðilega flutt og hefðu gjarna mátt Íþróttir Framhald af 5. síðu. tímamót í sögu skíðagöngunnar. Síðar stofnaði Peter þessi verk- smiðju, sem framleiddi skíðaá- burð. Til gamans má geta þess, að fyrr meir mátti enginn kepp- endanna vita hvernig göngu- brautin leit út. Allir urðu að koma að henni ókunnugir, og hvíldi því mikil leynd yfir því hvemig hún var lögð. Sama var að segja um þann sem lagði brautina. Nafn hans mátti enginn vita. Nöfn þeirra finn- ast heldur ekki í skýrslum fra þessum árum. Nú er þetta breytt. Göngu- mennirnir meiga fara eftir brautinni og kynna sér hana áður en gangan hefst. Hinir eldri Norðmenn segja að með þessu sé farinn hinn mikli „sjarmi" sem fylgdi 50 km göngunni. En þrátt fyrir allt, er það öruggt, segja þeir, að 50 km gangan hefur haft ákaflega mikla þýðingu fyrir þróun göngunnar hér á landi og þá um leið allsstaðar þar sem skíðaganga er iðkuð. Osló, 21. marz. — Frímann. Sigurður A. Magmisson. ið okkar við að glíma. Hið skemmtilegasta við þessa reimleikasögu var þó það, að sögumaðurinn virtist trúa henni, eins og nýju neti. Ja, hverju getur maður ekki trúað um kommúnista. Það er jafnvel hægt að trúa þvi svona rétt fyrir kosningar, að þeir geti breytt sálinni í svart- an kött. Deilumal Friðjón Stefánsson verða fleiri. Nanna Ölafsdóttir flutti ágætt erindi í vikunni, er hún nefndi Gersemar vors föðurlands, og fjallaði um for- vígismenn sjálfstæðisbaráttunn- ar á síðustu öld, borna uppi af ‘alþýðunni, en oft í and- stöðu við embættismannalýð síns tíma. Mátti víða finna skyldleika þeirrar baráttu við þjóðfrelsisbaráttu okkar tíma, þó ekki væri með berum orð- um sagt. Þá vil ég minna á ágætan ijóðaþátt Baldurs Pálmasonar, þann er hann nefndi Al- þýðufólk, Einkum mun mér verða minnisstæð túlkun Gerð- ar Hjörleifsdójtur á kvæði Jó- hannesar úr Kötlum: Þegnar þagnarinnar. Þetta er, sem kunnugt er, lokakvæðið í Ijóða- bók Jóhannesar: Hrímhvíta móðir, og hefur mér jafnan fundizt það vera með beztu kvæðum skáldsins. Túlkun Gerðar var svo látlaus, en þó innileg, að tæpast er hægt að hugsa sér að lengra verði kom- izt. Þá hafa þeir Sherlock Holm- es og Watson læknir kvatt okk- ur og horfið á brott um sinn. Ber að þakka þeim fyrir góða skemmtan r'r' senda hlýjar kveðjur. Rannsóknarefni Þá er þess að minnast, að þeir Efst á þaugi brugðu á leik í síðasta þætti og tóku að segja draugasögur. Er þetta góð og virðingarverð tilþreytni. Auð- vitað voru draugasögurnar rúss- neskar, því að annars hefði ekkert verið gaman að segja þær. Sinn er siður í hverju landi. Hér norður á Islandi breytt- ust hjnar fordæmdu og villu- ráfandi sálir i móra og skottur, sálin, þótt aum væri og ve- sæl, hélt þó þrátt fyrjr allt þeirri reisn, að íklæðast manns- mynd, þó afskræmd væri. En austur í Rússía, undir ógnarstjórn kommúnjsmans, nær niðurlægingin út fyrjr gröf og dauða. Þar breytist hin vesæla fordæmda sál í svart- an kött . . . Þama væri athyglisvert verk- efni fyrir Sálarrannsóknarfélag- Á Pálmasunnudagskvöld var enn spurt og spjallað í út- varpssal. Var þar á ferð miklu viðkvæmara deilumál en messi- asardómur Krists. er síðast var þar á dagskrá. Umrasðuefnið að þessu sinni var um afskipti ríkisvalds af listum. Lentu um- ræður þessar þegar í öndverðu allmjög af leið og einkennd- ust af of miklum tilfinninga- hjta. Jafnvel stjórnandi um- ræðnanna. Sigurður Magnússon, brá út af vana sínum og gerð- ist taugaóstyrkur, og blandaði sér í sjálfar umræðurnar í staö þess að leiða þær á hlutláusan hátt, hvað hann hefur þó oft- ast gert með mikilli prýði. Frumræða nafna hans, Sigurð- ar A. Magnússonar, var flutt af slíkum tilfinningahita, að jaðraði við fullkomið ofstæki, og því líktust, að klippt hefði verið út úr Morgunblaðinu. Arnór Hannibalsson flutti mál sitt af minnstum ástríðu- hita, en fór nokkuð með lönd- um. Friðjón Stefánsson tók sér fyrir hendur, að skýra hin ó- líku siðrænu sjónarmið. er gilda austan tjalds og vestan. Þótt honum tækist þetta mjög vel og það hefði átt að geta orðið ágætur umræðugrundvöll- ur, var reyndar fyrirfram vit- að, að verða myndi algerlega vonlaust verk og aðeins til að hleypa illu blóði í mannskap- inn. Það sem menn vilja ekki skilja, skilja þeir ekki, þótt fyrir þeim sé skýrt. Ef menn vilja endilega hafa einhverjar ákveðnar skoðanir á einhverj- um fyrirbærum. einhversstaðar úti í heimi, hversvegna ekki að lofa þeim að lifa og deyja með sínar skoðanir? Og vilji Sig- urður A. Magnússon endilega trúa því, að sósíölsk list geti aldrei orðið barn í brók, hvers- vegna ekki að lofa honum að hafa þá skoðun? Og vilji hann líta á listina, eins og nokkurs- konar piparmey, sem lifir fyrir það að nostra við sjálfa sig, látandi sig engu skipta önn og örlög annarra, þá hann um það. Skal svo útrætt um listina og afskipti stjórnarvaldanna af henni, enda mál að iinni, því að ég hef víst aldrei kunnað að meta þá dýrmætu guðs gjöf, sem menn kalla list, að minnsta kosti ekki þá list sem sagt er að hafi engan tilgang annan en þann að þjóna sjálfri sér. Trúarmálefnin Að lokum skal svo vikið til hinna trúfræðilegu málefna. Á boðunardag Maríu prédik- aði séra Jón Auðuns í Dóm- kirkjunni. og háði enn sem fyrr sína baráttu gegn íhaldsöflum þeirrar stofnunar, er hann þjón- ar. Að þessu sinni varð hon- um alltíðrætt um grein, er birtzt hafði f víðlesnasta blaði landsins, það «;r Morgunblaðinu. Sá sem þar lét ljós sitt skína, hafði kallað prestskosningar smánarblett á kirkjunni, er brýna nauösyn bæri til að af- má. að því er presturinn sagði. Sami höfundur vildi láta reka þá klerka úr embættum, er leituðust við að finna vísinda- legar sannanir fyrir eilífu lífi. Þetta þótti prestinum að vonum æfið beizkur biti og hefur ef- laust fundizt, sem að nærri sér væri höggvið. Varð presti síðan tíðrætt um þá miður æskilega þróun, er hann taldi að ætti sér stað innan þjóð- kirkjunnar og hann hefur svo oft áður gert að umtalsefni í ræðum sínum. Og sennilega fer presturinn nærri hinu rétta. Margt virðist benda til þess að í okkar litla landi muni kirkjan verða lítið samfélag rétttrúaðra, stjórnað frá ljtlu Vatikani, af litlum páfa. Á föstudagskvöld, fyrir pálma, flutti séra Jakob Jónsson er- indi um kirkjulega prédikun. Var þetta sögulegt yfirlit um það hvernig þessi listgrein, skulum við segja, hefur þróazt gegn um aldimar. Kom i ljós við þessa skýrslu prestsins, að kirkjulegir pré- dikarar, eru býsna bundnir við hin hefðbundnu form og eiga fárra kosta völ með að gefa andríki sínu og hugdettum lausan taum, svo fremi þeir vilji ekki brjóta allt of mikið í bága við hin hefðbundnu pré- dikunarform. Sé það svo haft í huga, að hver sá, er gengur undir prest- lega vígslu verður að loía þvi með eiði að prédika guðs orð hreint og ómengað, þá jafngild- ir slíkt í raun og veru því, að láta aldrei frumlega hugs- un út úr sér í prédikunarstól. Sú saga hefur verið sögð, að ungur og gáfaður prestur hafi látið orð liggja að því í pré- dikun, að Kristur kunni að hafa verið ástandsbarn. því að rómverskt herlið hafi verið í Gyðingalandi í þann tíð. Það fylgdi sögunni, að féykilegt veður og fjaðrafok hafi orðið út af þessari frumlegu og hnyttilegu tilgátu. Séra Jakob varpaði því svo fram í lok ræðu sinnar. að gaman væri að fá umsögn á- heyrendanna um prédikunar- starfið. Já. svo er nú bað. Prédikunarform Að bessu sinni skal ekki far- Arnój Hannjbalsson ið langt út í þé sálma. Þó langar mig til að benda á eitt atriði. Hið hefdbundna. fastmótaða form kirkjulegrar prédikunar, hefur mótað meir en margan grunar flest svið þeirrar pré- dikunar, sem er af veraldleg- um toga. Allt er þetta í raun- inni sami grautur í sömu skál, hvort sem tilgangur prédikar- ans er kristilegur eða ókristi- legur, hvort sem prédikarinn Framhald á 2. síðu. NITTO ERUM NYBONIR AÐ FÁ HJÓLBARÐANA SEM LENGI HEFUR VERIÐ BEÐIÐ EFTIR, — HINA ÖDYRU EN STERKU JAPÖNSKU NITTO HJÓLBARÐA U T Selfossi. Stærð Str.l. Munstur 650x20 8 NT-6 Rayon 700x20 10 NT-60 — 750x20 10 NT-60 Nylon 750x20 10 NT-68 Rayon 750x20 12 NT-60 Nylon 825x20 12 NT-60 — 825x20 12 NT-66 — 825x20 14 NT-60 — 825x20 14 NT-150 Rayon 900x20 12 NT-66 Nylon 900x20 14 NT-60 — 1000x20 12 NT-63 — 1000x20 14 NT-63 1100x20 14 NT-63 — s ö L U S T A Ð I R 8 FUSÁ TÓMAS EYÞÓRSSON BJÖRN GUDMUNDSSON Veganesti. Akureyri. Brunngötu 14, ísafirði ; N D U M U M A L L T L A N D. Gúmmívinnustofan hf. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955. I I l l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.