Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 23. apríl 1963 — 28. árgangur — 91. tölublað. 267 stúdentsef ni í vor Upplestrarfrí sjötíubekkinga í menntaskólunum eru nú hafin. 160 lesa undir .stúdentspróf við MR, 70 á Akureyri, 15 á Laugar- vatni og 22 í Verzlunarskóla íslands. — Sjá frétí á 2. síðu. Listi Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi Böðvar Stefánsson Framboðslisti Alþýðu-^ bandalagsins í Suður- landskjördæmi við al- þingiskosningarnar í vor hefur verið ákveðinn og er hann þannig skipað- ur: 1. Karl Guðjónsson alþingis- maður, Vestmannaeyium 2. Bergþór Finnbogason kennari. Selfossi 3. Jónas Magnússon bóndi, Strandarhöfða V- Land- " eyjum 4. Guðrún Haraldsdóttir, hús- móðir, Hellu Rangárvöllum. 5. Bjórgvin Salómonsson > | námsmaður. Ketilsstöðum Mýrdal 6. Sigurður Stefánsson, form. Sjómannafél. Jötuns, Vest- mannaeyjum. 7. Böðvar Stefánsson skóla- stióri. Ljósafossi, Gríms- nesi. 8. Kristín Loftsdóttir ljósmóð- ir, Vik í Mýrdal 9. Guðmunda Gunnarsdóttir form. Verkakvennafélagsins Snótar. Vestm.eyjum. 10. Frimann Sigurðsson oddviti. Stokkseyri 11. Gunnar Stefánsson bóndi, Vatnsskarðshólum, Mýrdai^ 12. Þorsteinn Magnússon bóndi. Álfhólahjáleigu, V-Landeyi- Kristín Loftsdóttir Guðmunda Gunnarsdóttir Frímann Sigurðsson Gunnar Stefánsson Þorsteinn Magnússon um. lunnar Eyjólfs- son, leikari, jlýtur verðlaun Að lokinni sýningu á Andorra s.l. laugard. afhenti Guðlaugur Rósinkrans Þjóðleikhússtjóri verðlaun úr MenningarsjóSi Þjóðleikhússins og falaut þau að þessu sinni Gunnar Eyjólfsson leikari. Verðlaunim sem eru 16 Framhald á 2. sí3u. RöBul rak upp á sker mm Kl. 2 á laugardaginn átti togarinn Röðull frá Hafnarfirði að fara á veiðar. Þegar til áttí að taka vantaði eitthvað af mönnum og skipið beið útá firði meðan reynt var að hafa uppá þeim í Iandi. Nú vildi ekki betur til en svo að togarann rak uppá svonefnt Torfusker og stóð fastur. Samt var strandið ekki alvarlegra en svo að skipið Iosnaði fljótlega aftur af eigin rammleik og hélt á veiðar eins og ekkert hefði í skorizt, þó að undangenginni botnraiínsókn. Myndin er af togaranum þar sem hann stendur 4 skerSnu. (Ljósm. Þjóðv. A. K.), ri Utför 6 sem fdrust með Hrímfaxa gerS á morgun Kl. 11 árdegis s.l. sunnudag kom Straum- faxi, Skymasíerflugvél Flugfélags íslands, hing- að til Reykjavíkur með jarðneskar leifar 7 þeirra er fórust með Hrímfaxa á páskadag, áhafnarinnar og tveggja farþega. Flugvélin nam staðar á flug- vellinum rétt austan við af- greiðslubyggingu Flugfélagsins og voru h'kkisturnar hafnar þar út úr flugvélinni. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup flutti bæn en síðan var ekið með kisturnar suður í Fossvogskapellu. Við- staddir athöfnina á flugvellinum voru aðeins aðstandendur hinna látnu, stjórn og framkvæmda- stjóri Flugfélag íslands og nokkrir starfsmenn bess. V Lík Þorbiarnar Áskelssonar út- gerðarmanns frá Grenivik verð- ur flutt norður til greftrunar, en útför ¦ hinna sex, Margrétar Bárðardóttur, Maríu Jónsdóttuc flugfreyju, Helgu G. HenckelJ flugfreyju. Inga G. Lárussonar loftsiglingafræðings, Ólafs Þór Zoega flugmanns og Jóns Jóns- sonar flugstjóra, verður gerð frá dómkirkjunrii á morgun, mið- vikudag. Athöfninni verður út- varpað og ennfremur verður komið fyrir hátalarakerfi í Frí- kirkjunni og geta þeir er þess óska og eigi komast í Dómkirkj- una hlýtt þar á athöfnina. Lærbrotnaði á báðum fótum Klukkan 11 í fyrrakvöld stór- siasaðist maður í bílslysi ofan við Ártúnsbrekku. * Maðurinn var fyrst fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á Landspítalann. Hann reyndist lærbrotinn á báðum fótum og með áverka á höfði. Hann heit- ir Gunnlaugur Biarnason og á heima á Ljósvallagötu 10 hér í borg. Líðan hans mun eftir at- vikum. Sósíalistafélag Reykjavíkur: Framboiið í Reykjavík rætt á fundinum í kvðld Fundur verður haldinn í kvöld þriðjudag, kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. Fundarefni: , 1. Framboð Alþýðubandalagsins við alþingiskosningarnar. 2. Félagsmál. 3. Hátíðahöld 1. maí. Framsögn: Eðvarð Sigurðsson. Félagar eru hvattir til að mæ'fa stundvíslega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.