Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. april 1963 HÖÐVIUINN SÍÐA 3 Viðrœðum slitið vegna arftöku Grimaus? PARlS 22/4 — Viðræðum sem staðið hafa yfir í Madrid mjlli ráðherra Francos og Gisard d’Esta tng, fjármálaráðherra Frakklands, hefur verið slitið skyndilega og er fullyrt í París að franska stjórnin hafi slitið viðræðunum vegna dauðadóms og aftöku spænska kommúnistans Julians Grimau Garica, en hann var tekinn af lífi á laugardagsmorgun. Dauðadómurinn og aftakan vakti reáði manna víða um heim og varð til að sýna mönnum hið sanna eðli einvaidsstjórnar Francos. — .4 myndinni scm tckin er fyrir framan sendiráð Francons í París sjást franskir stúdcntar sem mótmæla dauða dómnum. Brezkir togaraeigendur um landhelgi Færeyja Itreka hótanir sínar um að sett ver&i á löndunarhann LONDON 22/4 — Fulltrúar orezkra togaraeigenda ræddu i dag við Christopher Soam- bs, landbúnaðar- og fiski- málaráðherra; um landhelgi Færeyja og ]>á tilkynningu dönsku stjórnarinnar, að sér-( réttindum brezkra ogara innan tólf mílnanna við Fær- eyjar skuli lokið í marz næsta ár. Að loknum fundinum sagðí formaður sambands togaraeig- enda, að félagsskapur hans hefði ekki hvikað frá þeirri ákvörð- un sinni að gera ráðstafanir tál að koma í veg fyrir að færeysk- um fiski yrði landað í Bretlandi. ef Danir standa við þá ákvörðun sína að afnema sérréttindi brezku togaranna. Hann sagðist gera sér vonir um að geta átt viðræður við Soames ráðherra aftur innan skamms, eða áður en ráðherra- fundur Fríverzlunarbandaiagsins ÆPP’A) verður haldini} L bön i næsta mánuði. Á’peim fundi er ætlunin að ræða m.a. um tolla á sjávarafurðum, en ■Morðmenn hafa sótt það-fast tað slíkir tollar verði lækkaðir í bandaiagsríkjunum þegar um er að ræða innflutning frá öðrum aðildarríkjum. Fundur með vesturþýzkum Þá var frá því skýrt að bráð- lega yrði haldinn fundur fuli- trúa brezkra og vesturþýzkra togaraeigenda til að ræða „fisk- veiðilögsögu landanna við Norð- ur-Atlanzhaf“. Þar mun einkum vera um að ræða fiskveiðilög- söguna við Grænland, sem Dan- ir hafa tilkynnt að muni verða stækkuð upp í tólf mílur, en sú fyrirætlun hefur vakið mikinn urg meðál vesturþýzkra togara- 1 eigenda. Viðsjár í Laos hafðar að yfirskyni Bandarísk herskip send til Síamsfíóa Verkföllum og verkbanni forðað Samkomulag um málami&lun í vinnudeilunum í Noregi OSLÓ 22/4 — Samninganefndir norska alþýðusambands- ins og vinnuveitenda komust að samkomulagi um mála- miðlunartillögu sáttasemjara á sunnudagsmorgun eftir að hafa setið á fundi alla nóttina. Verður því ekkert úr hin- um víðtæku verkföllum og verkbönnum sem boðuð höfðu verið að loknum almennum vinnutíma á þriðjudaginn. Enn er þó óvíst hvort vinnufriður helzt þar sem hin einstöku félög verkamanna og vinnuveitenda eiga eftir að greiða atkvæði um samkomulagið. Þetta er ein umfangsmesta og harðasta vinnudeila sem komið hefur upp í Noregi og hefðu verkföllin og verkbönn atvinnu- rekenda náð til fjórðungs allra verkamanna sem eru innan vé- banda alþýðusambandsins. Frestur til 14. maí Samkomulagið tekur til allra kjarasamninga félaga í alþýðu- samþandinu sem ganga úr gildi á þessu ári og mun því hafa á- hrif á kjör um 250.000 manna. Verkalýðsfélögin fá frest til 14. maí að segja álit sitt á sam- komulaginu og munu atkvæða- greiðslur um það hefjast í næstu viku. Stjóm alþýðusambandsins og framkvæmdanefnd þess hafa mælt einróma með að málamiðl- unin verði samþykkt Til eins árs Samkomulagið hefur enn ekki verjð birt, þar sem eftir er að ganga frá einstökum atriðum, en það mun verða gert kunnugt fyr- ir lok vikunnar. Það hefur þó verið látið uppi að hinir nýju samningar eigi að gilda til eins árs og taka gildi um leið og núgildandi samning- ar renna út, en hin ýmsu verka- lýðsfélög hafa misjafnan upp- sagnarfrest á samningum sínum, þótt flestir þeirra gildi frá vori til vors. Hefur áhrif á aðrar kjaradeilur Konrad Nordahl. formaður al- þýðusambandsins, segir að gera megi ráð fyrir að samkomulagið sem nú hefur verið gert muni Pearson tekur við stjórninni OTTAWA 22/4 Lester Pearson, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Kandada, tók í dag við embætti forsætisráðherra af John Dief- enbaker. foringja Ihaldsmanna. Flokkur Pearsons fékk flesta þingmenn í kosningunum nýlega, en þó ekki meirihluta á þingi. Talið er að hann muni geta stuðzt við þingmenn Nýja demó- krataflokksins. hafa áhrif á aðrar kjaradeilur, eins og t.d. milli verkalýðsfé- laganna og rikis og bæja. Aðrar kjaradeilur eru enn óleystar; þannig hefur ekki verið samið við bændur um afurðaverð og samningar standa enn yfir við samtök fiskimanna um aukinn stuðning ríkisins við sjávarútveg- inn svo að bæta megi kjör sjó- manna. Ólgð í Jórdan um helgina AMMAN 22/4 — Nassersinnar hafa haft sig mjög í frammi 1 Jórdaníu síðustu daga og stóð'J fyrir útifundum um helgina til að lýsa yfir fylgi við einingu ar- aba. Hussein konungur svaraði kröfum þeirra með því að leysa upp þingið og skipa nýjan for- sætisráðherra, Serif Hussein ben Nasser, einn frænda sinn. Einn- ig í dag gerðu stúdentar upp- hlaup í Amman, en vopnuð l.ög- regla var send gegn þeim og handtók marga þeirra. 15. Kosmostunglið og sí&asta á loft WASHINGTON og VIENTIANE 22/4 — Herskip úr sjöunda flota Bandarikjanna eru nú á leið til Síamsfióa og er það haft að yfirskyni að viðsjár séu í Laos sem geri að verkum að Banda- ríkin verði að vera við öllu bú- in til að geta komið til liðs við bandamenn sína í þessum hluta heims, ef þörf krefur. Annars virðist sem dregið hafi Lev Landau og kona hans Landau er nú kominn á fætur MOSKVU 22/4 — Sovézki eðlis- fræðinguripn Lev Landau, sem hlaut nóbélsverðlaunin i vetur, er nú farinn að hafa fótavist, en hann hefur legið rúmfastur síð- an hann varð fyrir bílslysi fyrir rúmu ári. en eftir það var hon- um ekki hugað líf vjkum saman. Hann er orðinn það hress áð hann fer -stuttar’ gönguferðir um sjúkrahússgarðinn í fylgd með hjúkrunarliði. Russell sekur... Framhald af 6. síðu. Svarbréf Krústjoffs við skeyti Russels er birt orðrétt í bókinni, enda var það að sögn Russels „fyrsta dæmið um, að skynsemi réði gerðum rík- is sem stóð frammi fyrir stríði", og um leið kvikn- aði fyrsti vonarneistinn að takast mætti nð forða heims- styrjöld Framkoma brezkra stjórn- arvalda var önnur. segir Russ- ell. Home utanríkisráðherra tai- aði i sífellu um tvískinnung Sovétríkjanna „Hefði brezka stjórnin sýnt jafnmikinn á- huga á því að iækka rostann í Bandaríkjunum og teija bæði Bandaríkjamenn og Rússa á að taka upp samnýnga og á því að niða Sovétríkin, þá hefði hún verið mannkyninu þarfari.” úr þeim viðsjám um helgina og mun bardögum vera hætt á Krukkusléttu. Hersveitir Pathet Lao eru þó enn sagðar hafa sótt þar fram og hafa tekið á sitt vald bæinn . Vangving sem er u.þ.b. miðja vegu milli höfuð- borgarinnar Vientiane og kon- ungsborgarinnar Luang Prab- ang, en ekki mun hafa verið bárizt um bæinn. Þjóðaröryggisráð Bandaríkj- anna kom enn saman á fund í dag og stjórnaði Kennedy fo;r- seti honum og er þetta þriðji fundur ráðsins um ástandið í Laos síðustu dagana Harriman, sendimaður Kenn- edys, ræddi ástandið i Laos við utanríkisráðherra Frakklands, Couve de Murville, og Home, ut- anríkisráðherra Breta, sendi- herrum Indlands og Póllands orðsendingar um málið, en þessi tvö ríki skipa ásamt Kanada hina hlutlausu eftirlitsnefnd í Laos. rr? BtJDIN Klapparstíg 26. MOSKVU 22/4 — A mánudag var skotið frá Sovétríkjunum fimmtánda gervitunglýnu af gerðinni Kosmos og var um lejð tilkynnt að það væri síð- asta tunglig af þeirri gerð sem sent yrði á loft. Það eru aðeins níu dagar síðan fjórtánda Kosmostunglinu var skotið á braut, en annars hefur venjulega liðið mánuður á milli þeirra. Það fyrsta var sent á loft [ marz í fyrra. Kosmos 15. hefur eins og fyr- irrennarar hans með sér marg- vísieg vísindatæki, og einnig sendistöðvar Athuganastöðin í Bochum í Vestur-Þýzkalandi hefur tekið á móti merkjum frá gervitunglinu og segir þau gefa til kynna að því hafi verið ætlað enn víðtækara rannsókna- svið en þeim sem á undan voru farin. Brautir allra þessara gervi- tungla hafa hallazt 65 gráður frá miðbaug og fjarlægð þeirra frá jörðu verið nær alveg sú sama. Þykir það vera enn ein sönnun fyrir öryggi sovézku gejmskotanna. Taiið er víst að Kosmostunglið sé liður í undirbúningi sov- ézkra visindamanna undir að senda mannað geimfar til tunglsins og þykir sennilegt að ekki muni líða á löngu þar til þeir skjóta næsta tunglfari Viija draga úr her- kostnaði í Evrópu WASHINGTON 22/4 — Land- varnaráðherra Bandaríkjanna Robert McNamara hefur gefið út ný fyrirmæli sem stefna að því að draga verulega úr hernaðar- útgjöldum Bandaríkjanna í öðr- um löndum, og þó cinkum í Evrópu. Hér er m.a. um að ræða sjö- unda bandaríska herinn sem er á meginlandi Evrópu og er gert ráð fyrir að draga megi veru- lega úr útgjöldum hans í því skyni að bæta greiðslujöfnuð Bandaríkjanna. en mikill halli hefur verið á honum undanfarin ár og af þv£ leitt að gullforði Bandaríkjanna hefur farið sí- minnkandi. Það er a.m.k. iátið í veðri vaka að þetta sé ástæðan, en á hitt er bent að verði dregið úr útgjöldum sjöunda hersins muni það ekki hvað sízt bitna á gjaldeyristekjum Frakklands. Um 30.000 manns eru starfandi við vamarstöðvar sjöunda hers- ins, hafnir, birgðageymslur og samgöngur — og flestir þeirra í Frakklandi. Fermingarföt Ný efni — margir litir DRENGJAJAKKAFÖT frá 6—14 ára STAKIR DRENJAJAKKAR ný efni DRENGJABUXUR allar stærðir ÆÐARDÚNSÆNG er nytsöm ferming- argjöf VÖGGUSÆNGUR DAMASKVER K0DDAR BÚNHELT LÉREFT Pattons-ullargarn- ið fræga LITEKTA — hleypur ekki — yfir 50 litir Pattons-crepgarn í finor KVENPEYSUR Crep sokka-buxur á börn og unglinga NÆL0NS0KKAR án lykkjufalla. Mikið af vörum með gömlu verði. Sendum gegn póstkröfu- Vesturgötu 12. Sími 13570. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 _ Sími 24204 op«íhh-,B3ÖRNSSON & co. p 0. B0X1M4. rjykjavik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.