Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. apríl 1S83 HÖÐVILHNN StÐA J Séð út á úfið sund Þessi mynd var tekin úti í örfirisey í áhlaupinu um daginn og sér yfir úfið sundið tii Akureyjar. Hún átti að birtast í blaðinu daginn eítir sem táknræn vtðurfarsmynd ásamt mynd af skipi i klakabrynju, en þá barst fregnin um Súluslysið og blaðið breytti um svip i einu vettvangi. Slík hamskipti eru ekki ótíð þegar st órtíðindi gerast siðla dags svo að aðrar minni fréttir og frétta- myndir verða að rýma fyrir þeim. — (Ljósm. Þjóðv. A. K ), Steindor Arnason: SKIP KOM ÞJÓRSÁROS Framsýnir þjóðaleiðtogar láta byggja borgir og hafnir. Þeir sem stjórna okkar málum gera hvorugt, svo að orð sé á ger- andi. Lög um landshafnir eru sniðgengin eins og hægt er. kannski ívið betur. Fram- kvæmdir fiestar kákið eitt. til stjórtjóns þjóð og byggðarlögum. Táknræn dæmi: Njarðvík. Rifshöfn. Mikium mun virðast stjóm- vitringar okkar tilkippilegri með fjárframlög þegar um vafasamar stórframkvæmdir er að ræða. Það er kostnaðarsarrit að byggja hafnir út í opið úthafið. Ekki sízt þegar fjarlægð t.il næsta lands nemur þúsundum sjómílna. Mér kæmi ekki á ó- vart þótt alvarlegir atburðir ættu eftir að gerast í henni Þorlákshöfn, jafnt. eftir 50 millj- ónimar sem fyrir þær. Og haldi sjórinn áfram að brjóta land Suðvesturlandsins, eins og hann hefur gert síðustu ár- hundruðin, er rétt og skylt að búast við hinu versja. Hann er ekki mildur héðra land- synningurinn eða útsynningur- inn. Haínir við árósa Frá ómunatíð hafa hafnir verið byggðar við árósa eða skammt frá þeim. Þar sem lokaðir firðir eru ekki tiltæk- ir eða önnur hafnarskilyrði taka ámar og ósarnir öðru fram. Athuganir og rannsóknir ár- ósa með tilliti til hafnargerða hafa ekki verið óskabörn stjórn- enda vorra allt til þessa dags. Hér er slælega að unnið einu stærsta hagsmunamáli þjóðar- innar. næst rafvæðingunni. Hér er nú sagður á ferð út- lendur sandtilburðarhreyfingar- sérfræðingur sem kominn er allar götur sunnan frá Flór- fda, en vegria þess. að sumir hinna aðfengnu sérfræðinga hafa reynzt ; hálfgerðir kláða- gemíingar. eins og til dæmis sá er ráðlagði okkur að hætta þegar f stað að rækta karöfl- ur, þá finnst mér tímabært að taka hafnarmál suðurstrandar- innar til rækilegrar umræðna. Alþingi hefur nýlega rætt þetta mál í sambandi við fram- kornna þingsályktunartillögu varðandi hugsanlega hafnargerð við Dyrhólaós. Ég álít mjög nauðsynlegt að ræða þetta mál ýtarlega og að bæði læröir og leikir taki þátt í þeim um- ræðum. Ég held að við þurf- um ekki á neinum sartdfræð- ingum að halda í þessu máli. eigum nægilegt af verkfræðing- um til þess að stjórna rann- sóknum, gera áætlanir og stjóma síðan íramkvæmdum. Og hvað kaupgjaldinu við kem- ur þá ætti stjórninni ekki að vera óljúfara að greiða íslenzk- um mönnum rausnarlega held- ur en þessum útlendu stælgæj- um sínum. Margar ár koma til greina Hér á landi koma margar ár til greina sem bægt er að nota til siglinga bæði fyrir stór og smá skip, allt eftir vatnsmagni og aðstæðum. Að sjálfsögðu þarf margt að framkvæma til þess að svo megi verða. Víða þarf að sameina margar ár að einum ósi. stundum strax á heiðum uppi síðar á leið þeirra til sjávar; þrengja að þeim þar sem þær dreifa sér mikið á láglendi og dýpka þær; færa til ósa falli þær á bergi til sjávar: ganga frá sjálfum ósnum bannig að 'vatnsmagnið dreifist ekki of mikið fyrr en komið er á nægilegt dýpi. Þetta atriði virðast þeir leysa á mjög einfaldan hátt við Maas, inn- siglinguna í Rotterdam. Þar eru reknir niður staurar beggja vegna óssins. þannig að þeir standa lltið upp úr sandinum: þarna er ánni afmarkaður bás um fjöruna, en um flóð má fljótið dreifa úr sér að vild. greina hin langa strandlengja Suðurlandsins hafnlaus að kalla. Á þessum stað er land- rými nægilegt, beztu fiskimið á tvær hendur, víðáttumestu ræktarlönd hérlendis á báða bóga, raforkuver fyrirhuguð og hiti nærtækur til þess ylja milljónaixirg. Á eitt verður einnig að líía. Vestmannaey.jar eru sennilega innan tíðar fullsetnar, ef þær eru þá ékki þegar ofsetnar, væri öryggis gætt. Ekkert væri eðilegra en að þeir er frá Eyj- um kynnu að flytjast leituðu á þessar slóðir, þegar góðum hafnarskilyrðum væri fullnægt. Sfðast en ekki sízt ber að muna nauðsyn þess að dreifa mannfjölguninni víðar og stað- setja nýjar borgir og bæi á HAFI þeim slóðum þar sem skilyrði til bærilegra lífskjara eru á- kjósanlegust. Auka þad vatns- magnið Til þess að auka vatnfemagn Þjórsáróss þá er nærtækast að taka Hvítá yfir Skeiðin og veita henni í Þjórsá. Þær munu hafa runnið saman áður fyrr. Þetta er þvf sjálfsagðara sem raforkumálastjórnin mun álíta liagkvæmara. samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið, að beizla árnar saman við Þjótanda, heldur en að veita Hvítá í Hestvatn og beizla hana fyrir neðan Hestfjatl, eins og til orða hafði komið. Verði þetta ekki nægilegt vatnsmagn, þá eru Rangárnar á næsta leiti, en þær runnu í Þjórsá fyrir nokkrum árum. Fleira kæmi til greina til þess að auka vatnsmagnið. þótt ekki verði rætt hér. Framhald á 10. síðu. Jóhann Skaftason sýslumaður: Sýslumaður enn í jarðnæðishraki 1 þingsjá Þjóðviljans, sem birtist í blaðinu 5. apríl eru birt orðaskipti þingmanna út af frumvarpi um að selja mér eyðijörðina Litlagerði. Ot af því, sem þar er haft eftir Gísla Jónssyni, alþingis- ínanni, óska ég að taka eftir- farandi fram og bið yður að birta það í blaði yðar. Ég hefi aldrei keypt jörð af ríkinu og aldrei beðið það að selja mér aöra jörð en Litla- gerði, en þar er ég fæddur og þar bjuggu foreldrar mínir sína búskapartíð. Þegar ég fluttist f Barða- strandarsýslu hafði jörðin Hella . við Vatnsfjörð lengi verið í eyði, túnið var í órækt og jörð- s in húsalaus. Dómsmálaraðu- neytið leigði mér jörðina og hefur síðan fengið umsamið afgjald fyrir hana. Ég gerði aldrei ráð fyrir að byggja upp á henni. rækta hana eða koma henni í ábúð. Ég gerði aðeins ráð fyrir að flytja þang- að smáhús. sem ég gæti gist í um helgar á sumrin, til að eiga þess kost að njóta hinnar unaðslegu náttúrufegurðar, og ef til vill að efna þar lítils- háttar til skógræktar. Mig furðar ekki á því þótt Gísla þyki húsið lítið. Hann hefði áreiðanlega ekki sætt sig við svo vesælan húsakost. endq hefur hann haft allt aðra tekjumöguleika en ég. Ég hefi aldrei iagt stund á arðvæna kaupmennsku. aðeins látið mér nægja þau laun. sem háttvirt Alþingi íslendinga hefur út- hlulað manni í minni stöðu. Ég hefi notað ríkisjörðina Hellu nákvæmlega eins og ætl- azt var til. Vel getur verið, að Gísli Jórissón treystist ekki til. vegna þrengsla, að borða mni i smáhýsinu. en það hafa rnarg- ir aðrir gert sér að góðu. þótt um leið syði þar á pottum. Það er víst lítill vafi á þvf að ég kom auga á þaö á undan Gísla Jónssyni. að væntanlegur Vestfjarðavegur ætti að leggi ast um Hellu og norður Penn- ingsdal, enda rannsakaði ég það vegarstæði fyrst einn og fylgdi síðan vegaverkfræðingn- um þessa leið til Arnarfjarðar. og sannfærðist hann um að það var bezta vegarstæðið. Þegar hér var komið. hafði Barðstrendingafél. fyrir nokkr- um árum steypt grunn undir veitingaskála úti á Briánslæk rétt hjá bryggjunni, enda hafð’ heyrzt. að koma ætti á bílferiu frá Brjánslæk að Firði. Ég hafði ehgan áhuga á því fyrirtaeki. Samdi ég við vegamálastjóra um að hann legði fram nokkra fjárhæð úr fjallvegasjóði og lét ég síðan sýsluýtuna ryðja akveg um Þingmannaheiði. Ennfremur lánaði ég fé frá vegýtunni til að r.yðja Kletts- háls. Var því augljóst. að framtíðarleið um héraðið yrði á landi en ekki á sjó. Hætti Barðstrendingafélagið þá við að byggja á Brjánslaek, en vildi fá að byggja á Hellu. Vildi það reisa skála sinn á sama stað sem ég hafði sumar- hús mitt og skógræktargirð- ingu. Ég benti félaginu á. að það skyldi fá leyfi til að byggja skálann i Vatnsdal. inni á Eiðinu eða í Mörkinni, þvi bar taldi ég náttúrufegurðina mesta. Er sá staður við þjóð- veginn, tveggja til þriggja min- útna akstur frá Hellu. En fé- lagið vildi endilega reisa skál3 sinn við gatnamótin í Hellu- landi. Benti ég félaginu þá á að tala við dómsmálaráðuneytið um það. því ég vildi ekki standa í vegi fyrir því. að skálinn yrði reist- ur þar sem félagið teldi sér hagstæðast. Forráðamenn fé- lagsins snéru sér þá til ráðu- neytisins, en fengu þau svör, að félagið skyldi snúa sér til mín. því að ég hefði landið á leigu. Gekk ég þá inn á að gera leigusamning uVi lóð fyrir veit- ingaskála. en setti bað að skil- yrði að stjómarráðið samþykkti samninginn. Með hliðsjón af óstöðugu verðgildi íslenzku krónunnar þótti ekki rétt að binda ársleig- una við ákveðna krónutölu, heldur við árlega starfrækslu félagsins á.staðnum. Varð samkomulag um bað, að leigan skyldi vera 1 pr.mill, einn af þúsundi — af brúttó- sölu félagsins á staðnum. Ég tók fram, að ég hefði i huga að láta leiguna, sem Ig tæki við. ganga til skógræktar á staðnum. en ég hefi þegar varið nokkrum þúsundum kr. í því skyni. Ég hefi ekki enn fengið neina leigu greidda. Gísli Jónsson veit vel. að ef hann ætlar að benda Albingi á hygginn fjáraflamann væri honum nær að benda á sjálfan sig en mig. Húsavík. 9. apríl 1963. Jóhann Skaptason. * \ \ k Níunda ein vígisskákin Þjórsárós Þótt margar ár komi ul greina þar sem hægt væri að byggja hafnarbæi. þá er þörf- in hvergi eins brýn og við Þjórsárós. Kemur þar fyrst til fa Níunda skák þeirra Bot- vinniks og Petrosjans hófst þannig, að búast mátti við hörðum átökum. Svörtu peðin röðuðu sér upp í keðju og mynduðu svokallaðan stein- vegg. Báðir aðilar börðust síðan af mikilli reisn en svo hægði Botvinnik á sér og flýtti Petrosjan sér að not- færa sér bað. Vegna mikillar reynslu sinn- ar tókst Botvinnik að halda uppi nokkru jafnvægi, en Petrosjan greip alltaf til nýrra og nýrra ráða. Staða heimsmeistarans var mjög varhugaverð, en hvítur flýtti sér þá um of að gera drottn ingakaup. Að vísu vann hann peð. en menn svarts fengu nú athafnafrelsi. og þegar skákin fór í bið átti Bot- vinnik möguleika á að kom- ast að jafntefli. Hollenzkur leikur Petrosjan Botvinnik 1. c4 e6 2. p3 da 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Be 7 5. 0—0 0—0 6. d4 Rbd7 7. Dc2 c6 8. Bf4 Re4 9. Rc3 go 10. Rcl 15. 11. b3 Bf6 12. Bb2 Bg7 13. Hadl Hf7 14. Rxe4 txc 15. Rel Rf8 16. f3 exf 17. Bxf3 Bd7 (Mat þessarar ’töðu verður áreiðanlega ekki heimsmeistaranum í vil. Það er lítið eftir af „steinveggn- um“ — það veika peð á g5, sá háskalegi reitur e5 og hættuleg ógnun um að hvitur sprengi upp miðjuna með leiknum e2—e4). 18. Rd3 Be8 19. Dd Hc8 20. De3 Hcc7 21. Re5 (Nú er hafin ákveðin sókn; það er erfitt að þola þennan riddara, og um leið slæmt að drepa hann). 21. . , Hf5 22. Bg2 Hxflt 23. Hxfl De7 24. Bh3 h5 25. Bg2 Rg6 26. Rd3 Bf7 27. Df2 b6. 28. e4 dxc 29. bxc c5 30. dxc bxc 31. Bxg7 Kxg7 32. e5 Rf8 33. Df6t Dxf6 34. exft Kg3 35. Re5 Rd7 36. RfO Rxf6 37. Rxg5 Kg7 38. Hel Hd7 39. Rxe6t Bxe6 40. Hxe6 Hdlt 41. Bfl. Hér fór skákin i bið. Þá var svo komið að sterk staða svarta hróksins og yfir- burðir riddara yfir biskup jöfnuðu fyllilega upp peöa- mismuninn. Þessvegna tók biðskákin stuttan tíma. Bot- vinnik neyddi andstæðinginn út í hrókaendatafl og hín hin laustengdu peð gerðu sitt til að Ðýta fyrir jafn- tefli. 41. . . . a5 42. He3 Rg4 43. Ha3 a4 44. h7 Rh3 45. Kxh2 Hxfl 46. Hxa4 Hf2t 47. Kgl Hc2 48. Ha3 Hxc4 49. Hf3 Hc2 50. a4 Ha2 51. Hf4 Ha3 52. Kf2 Ha2t 53. Kel Ha3 54. Hf5 h4 55. gxh Hxa4 Jafn- tefli. 'WF áéBNW' lint, ^itiif.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.